Morgunblaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2. M A R S 2 0 1 9 Stofnað 1913  52. tölublað  107. árgangur  BJARNI H. SÝNIR VÍSIRÓSIR FYRSTI HLUTI ÞRÍLEIKS HILDINGUR 12VÍÐRÓF 38 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Þungur róður í viðræðum Skúla Mogensen, eiganda og forstjóra WOW air, við fjárfesting- arfélagið Indigo Partners olli því að hann hafði í upphafi vikunnar samband við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair Group, í því skyni að kanna flöt á aðkomu síðarnefnda fé- lagsins að WOW air. Bogi Nils var þá staddur á vegum Icelandair í Japan. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Mun stjórn Icelandair hafa komið saman á fundi eftir lokun markaða á fimmtudag og þar hafi verið ákveðið að ganga ekki til viðræðna við WOW air. Icelandair féll frá kaupum á félaginu í lok nóvember síðastliðins eftir að viðræður og vinna við áreiðanleikakönnun á starf- semi WOW air hafði staðið yfir um nokkurra vikna skeið. Mun reynslan af þeirri vinnu hafa haft veru- leg áhrif á að ekki var geng- ið til viðræðnanna að þessu sinni. Þótt ekki hafi orðið af formlegum viðræðum milli aðila var stjórnvöldum gert viðvart um þessar þreifingar. Stjórnvöld, þ.á m. Sam- göngustofa, hafa fylgst náið með þróun mála síðustu sólarhringa en á miðnætti aðfaranótt föstudagsins rann út fresturinn sem skulda- bréfaeigendur WOW air höfðu veitt félaginu til að ná samningum við Indigo Partners. Örfáum klukkustundum áður en fresturinn rann út náðist samkomulag um að framlengja viðræður Indigo Partners og WOW air út 29. mars næstkomandi. Í kjölfar þess að sam- komulagið náðist var skuldabréfaeigendum þeim sem lagt höfðu 50 milljónir evra, jafnvirði 6,8 milljarða króna, til fjármögnunar félagsins í september síðastliðnum gert viðvart um að viðræðum væri ekki lokið og lengri frest þyrfti til að ganga frá lausum endum. Nú stendur WOW air hins vegar frammi fyr- ir nýrri áskorun en hún felst í því að ná að nýju samkomulagi við skuldabréfaeigendurna. Þeir höfðu fallist á að falla frá upphaflegum skil- málum bréfanna, sem m.a. fólst í að lengja í bréfunum og falla frá mögulegum forkaups- rétti að bréfum í félaginu, yrði það skráð á markað. Þar sem ekki tókst að ljúka viðræðunum hafa upphaflegir skilmálar bréfanna virkjast að nýju og semja þarf að nýju við skuldabréfa- eigendurna. Laun starfsmanna WOW air voru greidd út í gær, 1. mars, degi síðar en almennt tíðkast hjá félaginu. Höfnuðu viðræðum við WOW  Skúli Mogensen óskaði eftir aðkomu Icelandair að WOW air  Fyrri samningaviðræður flæktust fyrir  Laun starfsmanna greidd út í gær  Viðræður við skuldabréfaeigendur komnar á byrjunarreit WOW Félagið berst í bökkum.  „Það sem helst hefur áhrif á bíla- söluna eru kjaraviðræðurnar og óvissa varðandi þá niðurstöðu,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formað- ur Bílgreinasambandsins, en bíla- sala dróst saman um 30% í febr- úarmánuði frá því sem var í sama mánuði í fyrra. Jón Trausti segist þó hafa búist við meiri samdrætti í sölu í mánuðinum en raun ber vitni en salan í janúarmánuði dróst sam- an um tæplega 50% á milli ára. Jón Trausti nefnir einnig að undan- þága, sem rann út um áramót, vegna álagningar vörugjalda á bif- reiðar sem ætlaðar eru til útleigu skipti máli í þessu samhengi. »20 Bílasala dregst saman um 30% Bílar Sala á bílum dróst saman um 30%.  Aha.is fer ekki troðnar slóðir þegar kemur að heimsendingum á mat, fatnaði og fleiri vörum. Með umhverfissjónar- mið að leiðarljósi eru vörurnar ým- ist keyrðar á áfangastað í raf- magnsbílum eða sendar með drónum á fyrirfram ákveðnum flugleiðum. Í dag er hægt að fá sendingar með dróna ef veður leyfir. Til að bæta þjónustuna eru nýir og fullkomnari drónar væntanlegir. Maron Kristófersson, forstjóri Aha.is, segist leggja metn- að í að finna betri leiðir fyrir ís- lenskar netverslanir til að keppa við erlendar. »10 Flygildi koma með vörurnar heim Dróni kemur með vörur. Því var víða fagnað á öldurhúsum og handverks- brugghúsum að í gær voru 30 ár liðin frá því sala á bjór var heimiluð á ný hér á landi eftir langt hlé. „Bjórdeginum mikla“ var til að mynda fagn- að vel af gestum á Bryggjunni brugghúsi á Grandagarði, eins og myndin ber með sér. Morgunblaðið/Eggert Víða skálað á knæpum landsins fyrir bjórdeginum Helgi Bjarnason Ómar Friðriksson Verkalýðsfélögin fjögur á höfuð- borgarsvæðinu og nágrenni sem eru í samfloti í kjaraviðræðum áætla röð margháttaðra verkfallsaðgerða gagnvart ferðaþjónustufyrirtækjum á næstu vikum og ótímabundnu alls- herjarverkfalli frá 1. maí. Verkfallsáætlanir VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness voru kynntar í gær en stjórn Verkalýðs- félags Grindavíkur ákveður aðgerðir síðar. Aðgerðirnar beinast að hótel- um, gistiheimilum og hópferðafyrir- tækjum. Dreifast aðgerðir VR og Eflingar á 15 daga í mars og apríl. Efnt verður til atkvæðagreiðslna um þessar aðgerðir eftir helgi. Beint fjárhagslegt tap ferðaþjón- ustunnar á hverjum degi verkfalla getur numið hundruðum milljóna, að mati Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferða- þjónustunnar. Tjónið eykst hratt ef aðgerðir standa marga daga í einu í margar vikur. „Þetta yrðu efnahags- legar hamfarir.“ Á sama tíma og samflotið skipu- leggur verkföll eru önnur verkalýðs- sambönd á stöðugum vinnufundum í Karphúsinu. „Það er ágætis gangur í viðræðunum. Vinnufundum verður haldið áfram í fyrramálið, alla helgina og inn í næstu viku,“ sagði Bryndís Hlöðversdóttir ríkissátta- semjari í gær, eftir langan vinnufund Starfsgreinasambandsins og Sam- taka atvinnulífsins. »2, 4, 6 og 8 Áætla allsherjarverkfall frá 1. maí  Tjóni ferðaþjónustu vegna aðgerða á næstunni líkt við „efnahagslegar hamfarir“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.