Morgunblaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Hari Strætó Lögð er til vinnustöðvun hjá Almenningsvögnum Kynnisferða. Atkvæðagreiðsla um tillögur samn- inganefndar Eflingar um vinnu- stöðvanir í hópbifreiðaakstri og akstri Almenningsvagna Kynnis- ferða eiga að hefjast á mánudag, að sögn Viðars Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra Eflingar. Tillögurnar voru birtar í gær og þar er miðað við að atkvæðagreiðslu skuli lokið eigi síðar en kl. 22.00 fimmtudaginn 14. mars 2019. Viðar kvaðst eiga von á að atkvæðagreiðslunni lyki fyrr en lagt var til svo áætlun samninga- nefndar um aðgerðir héldist. Í tillögunum um vinnustöðvun í hópbifreiðaakstri segir að „vinnu- stöðvunin taki til þess hóps fé- lagsmanna Eflingar sem vinna hjá fyrirtækjum í hópbifreiðaakstri (að undanskildum áætlunarferðum inn- anbæjar í nafni Strætó BS) skv. al- mennum kjarasamningi milli Sam- taka atvinnulífsins og Eflingar – stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar, Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur og nágrennis og Stéttarfélags Vesturlands sem rann út hinn 31. desember 2018.“ Viðar sagði að verktakar Strætó BS væru samkvæmt þessu undan- þegnir verkfallsboðun en benti á að einnig hefðu verið lagðar fram þrjár sérstakar tillögur um vinnustöðvun hjá Almenningsvögnum Kynnis- ferða. Fyrirtækið sér um akstur á nokkrum leiðum Strætó BS. Auk þess sjá Hagvagnar um akstur fyrir Strætó BS en ekki eru boðaðar að- gerðir gegn þeim í þessari umferð. Vinnustöðvunin á að taka til allra hópbifreiðastjóra og annarra fé- lagsmanna Eflingar sem vinna hjá hópbifreiðafyrirtækjum samkvæmt kjarasamningi Eflingar og SA „að undanskildum áætlunarferðum inn- anbæjar í nafni Strætó BS“. Viðar sagði að strætisvagnaferðir innan- bæjar í Reykjavík og innan þétt- býlisins á höfuðborgarsvæðinu féllu þar undir. Þannig teldist Kjalarnes- strætó vera innanbæjar en ekki strætóar til Hveragerðis eða Selfoss. Viðar sagði einu ástæðu þess að svo margar tillögur væru lagðar fram að á þær kynni að reyna fyrir félagsdómi. gudni@mbl.is Kosning um næstu aðgerðir eftir helgi  Verkfall í hópbifreiðaakstri mun ná til eins verktaka hjá Strætó en ekki leiða Strætó innanbæjar 4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019 Njóttu þess að hlakka til 8nætur, allt innifalið frá186.300 kr.* *á mann m.v. 2 í herbergi þann 2. júní. Bodrum Salmakis Resort★★★★★ Afbragðs þjónusta og frábær verð 5 stjörnu lúxus í Bodrum og Marmaris 8nætur, allt innifalið frá183.300 kr.* *á mann m.v. 2 í herbergi þann 2. júní. Marmaris Green Nature Diamond ★★★★★ Veður víða um heim 1.3., kl. 18.00 Reykjavík 5 rigning Hólar í Dýrafirði 2 alskýjað Akureyri 1 alskýjað Egilsstaðir 1 slydda Vatnsskarðshólar 7 rigning Nuuk 5 skýjað Þórshöfn 7 rigning Ósló 4 heiðskírt Kaupmannahöfn 4 heiðskírt Stokkhólmur 0 heiðskírt Helsinki -4 heiðskírt Lúxemborg 6 rigning Brussel 7 skýjað Dublin 11 rigning Glasgow 9 alskýjað London 10 skýjað París 10 rigning Amsterdam 6 rigning Hamborg 6 skýjað Berlín 5 skýjað Vín 10 skýjað Moskva -1 snjóél Algarve 19 heiðskírt Madríd 19 heiðskírt Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 13 léttskýjað Aþena 15 heiðskírt Winnipeg -18 skýjað Montreal -8 léttskýjað New York 0 rigning Chicago -1 alskýjað Orlando 23 rigning  2. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:33 18:48 ÍSAFJÖRÐUR 8:43 18:48 SIGLUFJÖRÐUR 8:26 18:31 DJÚPIVOGUR 8:03 18:16 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á sunnudag Norðaustan 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu um landið norðan- og austanvert, en bjartviðri suð- vestantil. Hiti kringum frostmark. Lægir og dregur úr úrkomu. Norðaustan 5-13 m/s síðdegis með éljum fyrir norðan og austan en léttir til sunnan heiða. Kólnandi veður. Kjaradeilur „Þátttakan er lítil en það kemur ekki sérstaklega á óvart hversu margir greiða at- kvæði með verk- fallinu,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Há- skóla Íslands, um atkvæðagreiðsl- una um verkfall Eflingar á hótelum sem lauk í fyrradag. 89% þeirra sem kusu samþykktu en alls greiddu 862 atkvæði af 7.950 á kjörskrá og þátt- takan því tæp 11%. Aðstæður eru ólíkar milli vinnu- deilna og kosninga um verkföll en skv. upplýsingum Gylfa var kosið í Eflingu um verkfall síðast vorið 2015. Um níu þúsund voru á kjör- skrá og þar var kosningaþátttakan 29,4%. 94% sögðu já við tillögunni um boðun verkfalls. Í atkvæða- greiðslu félaga í Starfsgreina- sambandinu um boðun verkfalls sem fram fór á sama tíma og beindist að um 5.000 félagsmönnum var kjör- sóknin rúmlega 50%. 94,5% sam- þykktu verkfall. Sama vor var verk- fallsboðun í VR samþykkt með 58% atkvæða og var þátttakan 25,2%. Lítil þátt- taka í kosn- ingunni Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Málið sem Samtök atvinnulífsins hafa höfðað gegn Eflingu stétt- arfélagi og krafist að boðað verkfall 8. mars nk. verði dæmt ólögmætt, var þingfest fyrir félagsdómi í gær. Samtökin telja atkvæðagreiðslu Eflingar hafa verið andstæða lögum „enda verði vinnustöðvun, sem ein- ungis sé ætlað að ná til ákveðins hóps félagsmanna, einungis borin undir þá félagsmenn sem vinnu- stöðvun er ætlað að taka til“, segir í rökstuðningi SA. Einnig er vísað til þess að at- kvæðagreiðsla Eflingar hafi ekki verið póstatkvæðagreiðsla í skiln- ingi laga enda hafi atkvæða verið að mestu aflað með kjörfundum fyrir utan einstaka vinnustaði. Þeg- ar atkvæði eru greidd á kjörfundi þurfi a.m.k. 20% félagsmanna á at- kvæðaskrá að taka þátt í atkvæða- greiðslu. Auk þessa hafi fjölmargir aðrir annmarkar verið á kosning- unni og hvorki fylgt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur né reglum miðstjórnar ASÍ um fyr- irkomulag atkvæðagreiðslna hjá að- ildarfélögunum. Í stefnu SA segir m.a. að sú „Hvellskýrt og morgunljóst“  SA og Efling á öndverðum meiði um gildi kosninga Morgunblaðið/Hari Verkfallsboð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, afhenti tilkynningu um boðun verkfalls 8. mars nk. framkvæmd sem viðhöfð var í at- kvæðagreiðslunni sé andstæð lög- um enda sé „hvellskýrt og morg- unljóst samkvæmt 2. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 að tillaga um vinnustöðvun, sem einungis sé ætl- að að ná til ákveðins hóps félagsmanna, verð- ur einungis borin undir þá fé- lagsmenn sem vinnustöðvun er ætlað að taka til“. Þá segir m.a. í umfjöllun um þá kröfu laganna að nást þurfi 20% þátttaka að lágmarki til að at- kvæðagreiðslan teljist lögleg, að formaður og aðrir starfsmenn Efl- ingar hafi haldið fundi þar sem rætt var við félagsmenn og þeim af- hent kynningarefni og áskorun um að greiða atkvæði með verkfalls- boðun. Atkvæðagreiðsla Eflingar geti því ekki talist vera „almenn leyni- leg póstatkvæðagreiðsla“ í skilningi laganna. Hún falli undir þá meg- inreglu að fimmtungur félagsmanna skv. félagaskrá þurfi að taka þátt í atkvæðagreiðslu. ,,Því marki var ekki náð og verkfallsboðun því ólögmæt,“ segir í stefnunni. Heimild en ekki skylda Forsvarsmenn Eflingar eru á öndverðri skoðun og segja at- kvæðagreiðsluna í einu og öllu upp- fylla ákvæði vinnulöggjafarinnar. Í greinargerð lögmanns Eflingar er m.a. bent á að hin umdeilda 2. mgr. 15. greinar laganna um verkfalls- boðun sem tekur einungis til hluta félagsmanna segi að heimilt sé að taka ákvörðun um vinnustöðvun með atkvæðum þeirra sem henni er ætlað að taka til, og gildi þá krafan um 20% kosningaþátttöku. Efling hafi kosið að nýta ekki þessa heimild heldur efna til al- mennrar leynilegrar atkvæða- greiðslu meðal allra félagsmanna sem kjarasamningurinn tekur til. Ekkert banni slíka nálgun. Þá hafi Efling haft allan rétt á að bjóða fé- lagsmönnum að greiða atkvæði ut- an kjörfundar á pappír. omfr@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.