Morgunblaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 6
Fyrirhuguð verkföll
á hótelum
• Eins dags verkfall 8. mars
• Smærri aðgerðir 18.-30. mars
• Full vinnustöðvun á ákveðnum
dögum 22.mars - 25. apríl
• Ótímabundið verkfall 1. maí
Fosshótel Reykjavík
Grand Hótel Reykjavík
Fosshótel Baron
Hótel Reykjavík Centrum
Fosshótel Rauðará
Fosshótel Lind
Hilton Reykjavík Nordica
Icelandair Hótel Reykjavík
Natura
Icelandair Hótel Reykjavík
Marina
Canopy Reykjavík City
Centre
Reykjavík Konsúlat hótel
Hótel Plaza CenterHotel
CenterHotel Miðgarður
Hótel Arnarhvoll
CenterHotel
Hótel Þingholt CenterHotel
Hótel Klöpp CenterHotel
Hótel Skjaldbreið
CenterHotel
Exeter Hotel
Reykjavík Lights Hotel
Skuggi Hótel
Hótel Borg
Storm Hótel
Sand Hótel
Apótek Hótel
Hótel Cabin
Hótel Klettur
Hótel Örk
Radisson BLU Hótel Saga
Radisson BLU 1919 Hótel
Hotel Víking
Hótel Holt
Hótel Frón
Hótel Óðinsvé
The Capital Inn
City Center Hotel
City Park Hotel
Kex Hostel
101 Hótel
Hótel Leifur Eiríksson
Hótel Smári
Fosshótel Reykjavík ehf.
Íslandshótel hf.
Flugleiðahótel ehf.
Cabin ehf.
Hótel Saga ehf.
Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf.
Hótel Klettur ehf.
Örkin Veitingar ehf.
Keahótel ehf.
Hótel Frón ehf.
Hótel 1919 ehf.
Hótel Óðinsvé hf.
Hótel Leifur Eiríksson ehf.
Hótel Smári ehf.
Fjörukráin ehf. (Hotel Viking)
Hótel Holt Hausti ehf.
Hótelkeðjan ehf.
CapitalHotels ehf.
Kex Hostel
101 (einn núll einn) hótel ehf.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Röð margháttaðra verkfallsaðgerða
blasir við á næstu vikum og fram eft-
ir vori á vegum VR, Eflingar og
Verkalýðsfélaga Akraness og
Grindavíkur, verði þær samþykktar í
atkvæðagreiðslum og náist ekki
samningar fyrir þann tíma.
Verkfallsáætlanir VR, Eflingar og
VLFA voru birtar í gær. Stjórn VR
hefur samþykkt að boða til leynilegr-
ar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá
hópbifreiðafyrirtækjum á fé-
lagssvæði VR og í hótel- og gisti-
þjónustu á vegum 20 fyrirtækja á
þeim hluta félagssvæðisins sem nær
yfir allt höfuðborgarsvæðið og
Hveragerði.
Samninganefnd Eflingar sam-
þykkti á fimmtudag að boða til at-
kvæðagreiðslu um verkfall sem næði
til 40 hótela og allra hópbifreiðafyr-
irtækja á félagssvæði Eflingar á til-
teknum dagsetningum. Auk þess
ætlar Efling að láta greiða atkvæði
um fjölmargar smærri verkfallsað-
gerðir bæði á hótelum og meðal bíl-
stjóra hópferðafyrirtækja á tíma-
bilinu frá 18. mars til 30. apríl.
Liggi samningar ekki fyrir er lagt
til að ótímabundin vinnustöðvun fé-
laganna hefjist frá og með 1. maí.
Dagbundin verkföll í 15 daga
Dagbundnu verkföllin dreifast yf-
ir 15 daga og er þar um samræmdar
aðgerðir VR og Eflingar að ræða
sem eiga fyrst að koma til fram-
kvæmda með fullri vinnustöðvun frá
miðnætti til miðnættis 22. mars. Því
næst tekur við tveggja sólarhringa
verkfall 28.-29. mars og síðan
þriggja sólarhringa löng verkföll
sem hefjast dagana 3. apríl, 9. apríl,
15. apríl og 23. apríl.
Ákveðið hefur verið að aðeins þeir
félagsmenn sem verkfallsboðunin
tekur til greiði atkvæði um tillögurn-
ar og þarf þá lágmarksþátttakan að
vera 20% samkvæmt lögum um
stéttarfélög og vinnudeilur. Þetta er
ólíkt þeirri aðferð sem Efling notaði í
nýafstaðinni atkvæðagreiðslu um
boðun verkfallsins sem á að fara
fram 8. mars en hún náði til um átta
þúsund félagsmanna vegna vinnu-
stöðvunar um 700 starfsmanna á
hótelum og öðrum gististöðum.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, segir í samtali við Morgunblað-
ið, að atkvæðagreiðsla um aðgerð-
irnar hjá VR hefjist væntanlega
strax upp úr næstu helgi, líklegast á
þriðjudag. Atkvæðagreiðslum hjá
Eflingu um vinnustöðvanir og minni
verkfallsaðgerðir á að vera lokið 14.
mars.
„Þetta eru samræmdar aðgerðir á
milli okkar og Eflingar, nákvæmlega
sömu fyrirtæki sem um ræðir,“ segir
Ragnar.
„Að sjálfsögðu snúast þessar að-
gerðir sem við erum að fara að setja í
kosningu, fyrst og fremst um að fá
samningsaðila að borðinu. Okkur
fellur það nokkuð þungt að þurfa að
fara svona langt í aðgerðir en því
miður er það allt of algengt að hlut-
unum er fleytt í slíkan farveg eins og
gerðist árið 2015. Þá voru aðgerð-
irnar miklu víðtækari og miklu
meira undir en sem betur fer komu
menn þá að borðinu þegar aðgerð-
irnar voru samþykktar. Ég vona að
þannig verði það líka núna. Það er
alltaf okkar meginmarkmið.“
Þær smærri verkfallsaðgerðir
sem Efling samþykkti að láta greiða
atkvæði um á framangreindum
vinnustöðum eiga að fara fram frá
18. mars til 30. apríl á þeim dögum
sem falla utan fullrar vinnustöðvun-
ar. ,,Þær aðgerðir fela í sér að starfs-
menn mæta til vinnu en fella niður
einstaka verkþætti […],“ segir í
fréttatilkynningu Eflingar.
Gangi þetta eftir ásamt fyrirhug-
uðum dagsverkföllum yrðu einhverj-
ar verkfallsaðgerðir í gangi á hverj-
um degi frá 18. mars út aprílmánuð
þegar ótímabundið verkfall tæki við.
Um er að ræða margháttaðar að-
gerðir sem stigmagnast eftir því sem
líður á bæði meðal bílstjóra og á hót-
elum. 18. mars munu t.d. félagsmenn
á hótelum eingöngu vinna störf sem
tilgreind eru í starfslýsingu, frá og
með 23. mars mun starfsfólkið ekki
þrífa klósett og sameiginleg rými
verði aðgerðirnar samþykktar í at-
kvæðagreiðslu. Frá og með 30. mars
bætist svo á aðgerðalistann að
starfsmenn þrífa aðeins þau her-
bergi sem gestir hafa útritað sig úr
og þeir munu ekki sinna morgun-
verði gesta. 26.-30. apríl munu
starfsmenn einnig hætta að sinna
þvotti á hótelunum.
Fargjaldaverkfall 18. mars
,,Verkafólk á lægstu launum í röð-
um Eflingar hefur stigið fram og
skipulagt ýmsar nýstárlegar verk-
fallsaðgerðir sem eru hluti af verk-
fallsáætlun Eflingar. Bílstjórar á
einkareknum strætóleiðum, sem
starfa undir miklu álagi og verða fyr-
ir ítrekuðum brotum á kjarasamn-
ingi, hafa lagt til fargjaldaverkfall
sem hefst 18. mars. Þetta verkfall er
viðbót við hefðbundnar vinnustöðv-
anir bílstjóra Eflingar,“ segir í til-
kynningu frá Eflingu.
,,Hótelstarfsfólk mun gera mikil-
vægi starfa sinna ljóst á afgerandi
máta með því að hætta hluta þeirra,
af stigvaxandi þunga. Til að mynda
munu þau hætta klósettþrifum og
leggja niður störf tengd morgun-
verði, þar til ótímabundið verkfall
hefst á baráttudegi verkalýðsins, 1.
maí,“ segir þar ennfremur.
Í tillögu um vinnustöðvun hjá Al-
menningsvögnum Kynnisferðum
ehf. er m.a. lagt til að frá og með 18.
mars hliðri starfsmenn til reglu-
bundnum störfum til að þeim sé unnt
að dreifa kynningarefni. 23.-29. mars
muni bílstjórar stöðva bifreiðar sín-
ar á stoppistöð í 5 mínútur dag hvern
kl. 16 og þá daga verða bifreiðar ekki
þrifnar að utanverðu.
Frá og með 18. mars og í ótil-
greindan tíma er í tillögunni um
stakar verkfallsaðgerðir bílstjóra í
hópferðabifreiðaakstri og hjá Kynn-
isferðum lagt til að bílstjórar annist
ekki eftirlit með greiðslu fargjalds,
óháð greiðslumáta. Verði tillagan
samþykkt munu félagsmenn leggja
niður alla vinnu dag hvern til og með
1. maí frá kl. 7 til 9 að morgni og aft-
ur frá kl. 16 til 18 síðdegis.
Frá og með 6. apríl bætist við að
bílstjórar mæta ekki til vinnu fyrr en
kl. 12 á hádegi og 15 apríl og í ótil-
greindan tíma eiga starfsmenn sem
vinna við eftirfarandi störf að leggja
niður alla vinnu við þrif bifreiða að
utanverðu og að innanverðu, dæl-
ingu eldsneytis á bifreiðar og lagn-
ingu bifreiða í stæði.
Leggja til röð verkfallsaðgerða
Vinna verði lögð niður á 15 dögum á hótelum og hjá fólksflutningafyrirtækjum
Aðgerðir í gangi dag hvern frá 18. mars Ótímabundið verkfall hefjist 1. maí
Morgunblaðið/Hari
Efling Kosningarúta fór á milli staða og gat fólk þar kosið um verkfall.
Fyrirhuguð verkföll VR og Eflingar
MARS
MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN
25 26 27 28 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
APRÍL
MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 1 2 3 4 5
Tímabundin vinnustöðvun: VR Efling Ótímabundin vinnustöðvun VR og Eflingar
6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019
Páskaveisla í Vínarborg
sp
ör
eh
f.
Vor 3
Þessi glæsilega páskaferð hefst í Passau sem er við ármót
Dónár, Inn og Ilz í Bæjaralandi og margir telja eitt fegursta
borgarstæði Evrópu. Þaðan verður farið til Vínarborgar þar sem
fagrar byggingar prýða borgina og munum við skoða helstu
staði hennar svo sem Schönbrun höllina og hið þekkta hús
Hundertwasser. Ferðin endar svo í hinni heillandi München.
13. - 20. apríl
Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 214.400 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS
Mjög mikið innifalið!
Kjaradeilur
Stjórn Verkalýðsfélags Akraness
hefur ákveðið að láta fara fram
allsherjaratkvæðagreiðslu um
verkfallsboðun meðal fé-
lagsmanna sinna sem heyra und-
ir kjarasamning sem félagið á
við Samtök atvinnulífsins vegna
veitinga-, gisti-, þjónustu og
greiðasölustaða, afþreyingarfyr-
irtækja og hliðstæðrar starfsemi.
Samkvæmt upplýsingum
verkalýðsfélagsins mun at-
kvæðagreiðslan hefjast 29. mars
og standa til 5. apríl. Ef kosning
um verkfall verður samþykkt
mun allsherjarverkfall þeirra
sem heyra undir áðurnefndan
kjarasamning skella á 12. apríl.
Félagið bendir á að þessi kosn-
ing um verkfallsboðun er partur
af aðgerðaplani sem stétt-
arfélögin fjögur, VLFA, VR, Efl-
ing og Verkalýðsfélag Grinda-
víkur, standa sameiginlega að.
Ákvörðun VLFG á þriðjudag
Stjórnendur Verkalýðsfélags
Grindavíkur hafa ekki gengið
frá ákvörðun um verkfallsboðun
en að sögn Harðar Guðbrands-
sonar, formanns félagsins, mun
stjórn félagsins koma saman til
fundar næstkomandi þriðjudags-
kvöld til að ákveða til hvaða að-
gerða verður gripið. Félagið hef-
ur verið í nánu samstarfi við
VLFA, Eflingu og VR og að sögn
Harðar verða tillögur um vænt-
anlegt aðgerðaplan sams konar
og þær aðgerðir sem félögin þrjú
hafa tilkynnt. Félagssvæðið nær
til Grindavíkur og m.a. ferða-
þjónustustarfsemi á aðliggjandi
svæðum s.s. Bláa lónsins.
VLFA leggur til
verkfall 12. apríl