Morgunblaðið - 02.03.2019, Side 8

Morgunblaðið - 02.03.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019 TILBOÐSDAGAR 50% AFSLÁTTU R ALLT AÐ 3.356 Áður: kr. 4.795 3.356 Áður: kr. 4.795 1.998 Áður: kr. 3.995 1.498 Áður: kr. 2.995 998 Áður: kr. 1.995 4.196 Áður: kr. 5.995 -30% -30% -30% -50% -50% -50% Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16. Sunnud. kl. 12–16 Rúmlega níu af hverjum tíu fé-lagsmönnum í Eflingu, sem voru á kjörskrá vegna kosningar um verkfall, sáu ekki ástæðu til að styðja þann gjörning. Aðeins 769 af 7.950 studdu verkfallið, flestir kusu ekki, aðrir greiddu at- kvæði gegn verk- falli.    Þetta gerðistþrátt fyrir að félagið stæði fyrir umfangsmikilli smölun og miklum áróðri, keyrði bíla á milli vinnustaða og reyndi að draga sem flesta inn í færan- legan kjörklefann.    Þátttakan, sem var rúmlega10%, er fjarri því lágmarki sem tilskilið er í lögum, sem er 20%.    Viðbrögð Sólveigar Önnu Jóns-dóttur, formanns Eflingar, voru þau að lýsa því yfir að hún væri „innilega stolt af fé- lagsmönnum okkar, sem hafa nú sent mjög skýr og sterk skilaboð með atkvæðum sínum“.    Ef þetta eru skýr skilaboð umað félagsmenn vilji fara í verkfall, þá er ekki gott að segja hvað þyrfti til að senda skýr skilaboð um að þeir hefðu ekki áhuga á verkfalli.    En afstaða Sólveigar Önnu lit-ast sennilega af því að hún var fyrir tæpu ári kosin formaður með 12,7% stuðningi fé- lagsmanna.    Í því samhengi er innan við 10%stuðningur við að fara í verk- fall ekki eins rýr og á flesta aðra mælikvarða. Sólveig Anna Jónsdóttir Rýr stuðningur við verkfall STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Söfnunin sem staðið hefur yfir í viku fór miklu betur af stað en við þorðum að vona. Við höfum náð 56% af markmiðinu sem við fórum af stað með á fjármögnunarsíðunni Karo- lina Fund,“ segir Einar Aron Fjal- arsson, verkefnastjóri Hins íslenska biblíufélags. Einar Aron segir að söfnuninni ljúki 15. mars og hann vonist til þess að á þeim tíma náist 2.000.000 króna markmiðið. „Okkur þykir vænt um hvað Ís- lendingar taka vel í að hljóðrita Nýja testamentið á íslensku. Með því opn- ast möguleikar á að hægt sé að lesa eða hlusta á Nýja testamentið fyrir alla, alls staðar og ókeypis,“ segir Einar Aron og bætir við að ef mark- miðið náist verði byrjað á því að hljóðrita lesturinn en hugmyndin sé að fá leikara til þess að lesa. Að því loknu taki við hljóðvinnsla. Þegar henni ljúki þurfi að búta niður lest- urinn svo hægt verði að nýta hann í hljóðbækur, á netið og í öpp í snjall- tækjum. „Ef allt gengur upp má búast við að hljóðupptökurnar verði aðgengi- legar með haustinu,“ segir Einar Ar- on og bendir á að á vefsíðunni bibli- an.is sé að finna tengil á söfununina. Safnað fyrir hljóðritun Biblíunnar  Söfnunin gengur vel  Nýja testa- mentið fer á hljóðbók, net og app Ljósmynd/Pixabay Tækni Biblían fylgir tækninni. Heilbrigðisráðherra hefur undir- ritað reglugerð um merkingar á um- búðum rafrettna og áfyllinga og efni upplýsingabæklings sem fylgja skal rafrettum og áfyllingum. Reglugerð- in á að taka gildi 1. júní næstkom- andi. Með áfyllingu er átt við ílát sem inniheldur nikótínvökva eða annan vökva til að fylla á rafrettur. Kveðið er á um útlit viðvörunarmerkinga sem eiga að vera á umbúðunum og þekja 30% af yfirborði einingapakka og allra ytri umbúða vörunnar. Text- inn á að vera: „Þessi vara inniheldur nikótín sem er mjög ávanabindandi efni. Ekki er mælt með notkun þess fyrir þá sem reykja ekki.“ Auk þess á að birta lista yfir öll innihaldsefni vörunnar. Með pakkningum rafrettna og umbúðum áfyllinga á að fylgja bækl- ingur með upplýsingum á íslensku. Þær eiga m.a. að innihalda leiðbein- ingar um notkun og geymslu vör- unnar, þar með talið ráðleggingu um að ekki sé mælt með vörunni til notkunar fyrir börn og þá sem ekki reykja. Einnig um frábendingar, viðvaranir fyrir tiltekna áhættu- hópa, hugsanlega skaðleg áhrif, ávanabindandi áhrif og eiturhrif og hvernig sé hægt að hafa samband við framleiðanda eða innflytjanda. Lögin um rafrettur og áfyllingar gengu í gildi í gær. Með setningu þeirra hefur tilskipun Evrópuþings- ins og -ráðsins, um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnvaldsfyr- irmælum aðilarríkjanna varðandi framleiðslu, kynningu og sölu á tób- aki og tengdum vörum, verið inn- leidd að hluta í íslensk lög, að sögn ráðuneytisins. gudni@mbl.is Rafrettur og áfyll- ingar með viðvörun  Reglugerð um merkingar tekur gildi 1. júní Morgunblaðið/Hari Rafrettur Viðvaranir og upplýs- ingabæklingur eiga að fylgja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.