Morgunblaðið - 02.03.2019, Page 10

Morgunblaðið - 02.03.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við byrjuðum á að senda mat með flutningadrónum á einni tilrauna- flugleið í ágúst 2017. Í fyrra fengum við leyfi til að fljúga á fyrirfram- gefnum leiðum í austurborginni og ég held að ég fari rétt með þegar ég segi að af 90 dögum sem boðið var upp á heimsendingar með drónum hafi rignt í 86 og því ekki hægt að nota drónanna,“ segir Maron Krist- ófersson, framkvæmdastjóri net- verslunarfyrirtækisins Aha.is. „Í dag bjóðum við upp á send- ingar með drónum í nokkra klukku- tíma þegar veður leyfir. Eins og er einskorðast þjónustan við nokkra veitingastaði í kringum Laugardal- inn. Við sækjum matinn sem er í 200 til 300 m. fjarlægð og sendum hann frá Grensásveginum,“ segir Maron og bætir við að Aha.is hafi nýlega fjárfest í drónum sem þola rigningu og geti flogið allt að sjö km frá nýjum höfuðstöðvum Aha.is við Grensásveg. Það sé þrem km lengra en núverandi drónar geti. Með nýju drónunum eigi að vera hægt að senda vörur á stórhöfuðborg- arsvæðinu eftir fyrirfram ákveðnum flugleiðum. Maron segir að áhættumat hafi verið gert vegna drónaflugsins og markmiðið sé að drónarnir fari aldr- ei lengra en svo að 30% séu eftir á rafhlöðunni við heimkomu. Reynsl- an sé hins vegar sú að yfirleitt séu 42% til 47% eftir þegar drónarnir komi til baka úr lengri sendingum. „Veðurupplýsingar yfir 11 ára tímabil á Reykjavíkurflugvelli gefa til kynna að innan nokkurra ára ætti veður ekki að stoppa dróna- flutninga nema í 10% tilfella. Í Bretlandi má reikna með að veður stoppi drónasendingar í 1% tilvika,“ segir Maron sem bendir á að Aha.is setji umhverfismál í öndvegi. Hann segir að drónar muni aldrei anna öllum verkefnum og fyrirtækið noti eingöngu rafmagnsbíla í akstri. „Í framtíðinni mun hver dróni af- kasta á víð þrjá rafmagnsbíla.“ Gamall tækninörd „Það var auðvitað galið að fara út í þetta ferðalag en þar sem ég er gamall tækninörd þá lagðist ég í skoða möguleika og finna betri leið- ir fyrir íslenskar verslanir til að keppa við erlendar netverslanir,“ segir Maron og bætir við íslenski markaðurinn sé fyrstur til að nota heildarlausn í netsölu og dreifingu. Nú sé verið að selja kerfið sem heildarlausn í netsölu og dreifingu fyrir verslunarmiðstöðvar erlendis. Maron fullyrðir að þjónusta Aha.is geri fólki kleift að versla á netinu frá íslenskum fyrirtækjum og fá hraðari og betri þjónustu en hægt sé að fá hjá erlendum netversl- unum. Samstarf Aha.is og Flytrex í sam- bandi við flutningadróna hefur að sögn Marons vakið mikla athygli. Sjálfur hafi hann haldið fyrirlestra um drónanna á 20 til 30 ráðstefnum. Fjallað hafi verið um verkefnið í The Economist, World Economist Forum, á BBC, í fleiri fjölmiðlum og heimildarmyndum. „Við flytjum vörur frá 125 fyr- irtækjum, mat, veitingar, fatnað, búsáhöld ofl. Verðið á sendingu er frá 0 krónum ef keypt er fyrir ákveðna upphæð og allt upp í 1490 krónur,“ segir Maron sem segir stærð fyrirtækisins hafa tífaldast frá 2011 þegar það var stofnað. Mottó Aha.is sé að sígandi lukka sé best enda hafi fyrirtækið verið rek- ið á sömu kennitölu frá upphafi. Maron segir bjarta og spennandi tíma framundan í netverslun og samtvinnun hennar við hefðbundna verslun. Fljúgandi kvöldmatur raunhæfur möguleiki  Drónar og rafmagnsbílar í heimsendingum hjá Aha.is  Drónaflug í áhættumat  30% hleðsla eftir á rafhlöðu Ljósmynd/Jón Páll Vilhelmsson Frumkvöðull Maron Kristófersson fylgist með drónasendingu fara af stað. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunar- ferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum. www.transatlantic.is Sími 588 8900 GLÆSILEGAR MIÐALDA BORGIR Í A-EVRÓPU Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna- yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum, mikið er af söfnum og menningarviðburðir í borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir. Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd- aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. RIGA Í LETTLANDI WROCLAW TALLINN EISTLANDI NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ Vilnius, Budapest, Gdansk, Krakow, Varsjá, Bratislava Vínarborg og Brugge Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu og er gamli bæjarhlutinn sá hluti borga- rinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar, byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni beint aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur henni verið bætt við á heimslista UNESCO. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það þarf að stoppa þetta með einhverjum hætti. Það verður ekki auðvelt,“ segir Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri hjá Gallerí Fold, við Morgunblaðið. Í byrjun vikunnar var hætt við uppboð á tveimur verkum eftir Stefán Jónsson frá Möðrudal, Stórval, hjá galleríinu vegna gruns um að þau væru fölsuð. Um var að ræða tvær Herðubreið- armyndir sem verðmetnar voru á 220-250 þúsund krónur. Málið er komið inn á borð Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. Hann kvaðst í gær ekki geta veitt frekari upplýsingar en að málið væri í skoðun hjá embættinu. „Þetta var eitt af okkar stóru uppboðum. Við höfum ákveðna verkferla fyrir þessi uppboð og hluti af þeim er að velta því fyrir sér hvort allt sé eins og það á að vera. Það koma alltaf annað slagið upp efasemdir um einstaka verk en sem betur fer eru þau í flestum tilfellum í lagi. Eitt af því sem við höfum innleitt eftir stóra föls- unarmálið er að Ólafur Ingi for- vörður skoðar öll verk hjá okkur. Við fengum ábendingar frá öðrum aðilum sem höfðu séð þessi verk annars staðar og eftir að Ólafur Ingi hafði grandskoðað þau kom- umst við að þeirri niðurstöðu að þau gætu ekki verið eftir Stórval,“ segir Jóhann Ágúst. Hann segir að reynt hafi verið að kanna uppruna falsananna. „Það liggur fyrir að sá sem kemur með verkin til okkar er einn af okkar stærri viðskiptavinum. Hann kaupir alls fjögur verk í Rammamiðstöðinni í Síðumúla. Við höfum hvatt hann til að reyna að ganga á eftir reikningum fyrir þessum verkum en það hefur ekki gengið. Þetta virðast því ekki bara vera brot á sæmdarrétti lista- manns heldur líka skattalagabrot.“ Ólafur Ingi Jónsson forvörður sagði í samtali við Morgunblaðið að grunur væri uppi um fleiri ný- legar falsanir á verkum Stórvals. „Ég hef séð fleiri falsanir en get ekki upplýst meira en það. Verkin bera merki um fjöldaframleiðslu,“ segir hann og skorar á yfirvöld að bregðast við. „Samfélagið setur niður ef það er ekki tekið á þessu.“ Telur þú þig vita hver ber ábyrgð á þessum fölsunum? „Ég hef grunsemdir um það, já.“ Morgunblaðið/Einar Falur Að störfum Listamaðurinn Stórval, Stefán V. Jónsson, á heimili sínu við Grettisgötu árið 1991. Bjóða átti upp fölsuð verk Stefáns á dögunum. Verkin bera merki um fjöldaframleiðslu  Fölsuð verk Stórvals í umferð Herðubreið Drottning íslenskra fjalla var listamanninum Stefáni Jónssyni, Stórval, hugleikin. Fölsun Annað af tveimur fölsuðum verkum sem bjóða átti upp. Ólafur Ingi Jónsson Jóhann Ágúst Hansen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.