Morgunblaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 14
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019
Bolla, bolla...
Bolla, bolla...
Bolla, bolla...
Bolla, bolla...
Bolla, bolla...
Bolla, bolla...
Bolludagur
að hætti
Jóa Fel
Jói Fel býður upp á einstakt úrval
af gómsætum bollum.
Á boðstólnum verða
bollur með rjóma og sultu,
bollur með hindberjafrómas,
bollur með súkkulaðifrómas,
bollur með karamellukrókant,
bollur með irish coffee og
ýmislegt annað gott.
Verið velkomin!
Holtagarðar & Smáralind & Garðabær & Hringbraut & Spöngin
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
segir að markmið sitt með því að
leggja fram þingsályktunartillögu
um breytta framsetningu á launa-
seðlum ríkisins sé að auka gagnsæi
við skattheimtu. Því leggi hún og
meðflutningsmenn hennar til að sér-
staklega verði tilgreint hversu mikið
fer til ríkisins og hversu mikið fer til
sveitarfélaganna, sem útsvar.
„Markmiðið er auðvitað fyrst og
fremst að auka gagnsæi, en líka að
auka þekkingu fólks á því hvert
skattarnir sem það greiðir eru að
fara,“ sagði Áslaug Arna í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Hún segist hafa fengið jákvæð við-
brögð við þessari tillögu, enda telji
hún að fáir geti verið á móti auknu
gagnsæi þegar kemur að skattamál-
um.
Hún bendir á að í tillögunni sé
jafnframt lagt til að fram komi á
launaseðlum hver kostnaður launa-
greiðanda sé við tryggingagjöld og
önnur launatengd gjöld vegna
starfsins.
Með einhæfa tekjustofna
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
kveðst telja að þingsályktunartillag-
an komi í kjölfar nýlegrar umræðu
um að nú sé komið að sveitarfélög-
unum að lækka útsvar.
„Eitt er að vera með upplýsingar
um það hvernig þær greiðslur sem
fólk er að inna af hendi skiptast á
milli ríkis og sveitarfélaga og
kannski ekkert óeðlilegt að slíkar
upplýsingar séu veittar. En ég bendi
nú samt á að þessar upplýsingar er
allar að finna nú þegar á heimasíðu
Ríkisskattstjóra, rsk.is,“ sagði Aldís
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Hún segir að menn megi ekki
gleyma því að sveitarfélögin hafa
mjög einhæfa tekjustofna og útsvar-
ið er sá mikilvægasti.
„Það er ekki þannig að hægt sé í
sífellu að setja auknar kröfur á sveit-
arfélögin, eins og ríkið hefur gert, og
halda síðan að það sé hægt að standa
straum af aukinni þjónustu með
lækkandi tekjum,“ sagði Aldís.
Hún segir að það komi vel til
greina að sveitarstjórnarmenn verði
duglegri að upplýsa íbúana um það
hvað hlutirnir kosta. Hún nefnir sem
dæmi hver kostnaðurinn sé við að
vera með barn á leikskóla, hvað
mötuneyti í grunnskóla kosti, hvað
sé verið að borga með almennings-
samgöngum og svo framvegis.
„Við þurfum einnig að vera dug-
legri að upplýsa íbúa um það hvaða
verkefnum sveitarfélögin eru að
sinna, sem eru ekki lögbundin verk-
efni sveitarfélaganna, eins og t.d. frí-
stundaskólinn, tónlistarskólinn og
fleira,“ sagði Aldís ennfremur.
Markmiðið að auka
gagnsæi í skattgreiðslum
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga bendir á að
upplýsingarnar um laun sé allar að finna á vefnum rsk.is
Aldís
Hafsteinsdótir
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Áfram verður leitað í og við Ölfusá
um helgina að Páli Mar Guðjóns-
syni sem talið er að hafi ekið bifreið
sinni út í ána á Selfossi síðastliðið
mánudagskvöld. Leitað verður með
drónum í dag en nokkuð stór hópur
mun ganga með ánni á morgun og
leita af bátum.
Oddur Árnason, yfirlögreglu-
þjónn hjá Lögreglunni á Suður-
landi, segir að aðaláherslan sé á
sunnudag. Leitin er skipulögð af
svæðisstjórn björgunarsveitanna í
Árnessýslu. Gunnar Ingi Frið-
riksson, stjórnandi leitar, segir að
um 30 björgunarsveitarmenn af
Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu
muni taka þátt í leitinni á sunnudag.
Gengið verði með ánni og siglt á
bátum og líklegir staðir leitaðir. Í
dag verði leitað með drónum en það
ræðst af veðri hversu mikið er hægt
að gera. Reiknað er með að þyrlur
Landhelgisgæslunnar fljúgi yfir
svæðið, þegar færi gefst.
Leita með fjölgeislamæli
Unnið er að undirbúningi þess að
nota fjölgeislamæli til að reyna að
staðsetja bíl Páls Mars en talið er
líklegt að hann sé í gjánni neðan við
Ölfusárbrú en þar er dýpi allt að 13
metrum. Slík leit hefur ekki verið
reynd áður.
Lögreglan, Björgunarfélag Ár-
borgar, sérsveit ríkislögreglustjóra,
Landhelgisgæslan og Brunavarnir
Árnessýslu vinna að þessu verkefni.
Slíkir mælar eru meðal annars
notaðir til að kortleggja sjávarbotn
og leita að skipsflökum. Oddur yf-
irlögregluþjónn segir vitað að þeir
séu góðir í kyrru vatni. Ekki sé vit-
að hvernig þeir nýtist á þessum
stað þar sem straumur er mikill.
Stefnt var að því að fara í þessa
tilraun um miðja næstu viku en
Oddur segir ekki víst að það takist.
Allt þurfi að fara saman, tækin
þurfi að vera klár og veður gott. Þá
sé vonast til að rennsli í ánni fari nú
minnkandi. Lögreglan heimilar ekki
köfun í gjánni vegna þeirrar áhættu
sem í henni fælist.
Umfangsmeiri leit á morgun
Undirbúa notkun fjölgeislamæla til að reyna að staðsetja
flak bílsins í gjánni í Ölfusá Leitað með drónum í dag
Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson
Ölfusá Síðustu daga hefur mest verið leitað með bátum niður með ánni.
Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem
hvarf sporlaust í Dublin fyrir þremur
vikum er vongóður um að lögreglan í
Dublin kveðji írsku björgunarsveitar-
innar til leitar á næstunni. „Við áttum
fund með lögreglunni í dag og fórum
yfir ábendingar sem þeir eru að skoða
og annað. Það eru jákvæð teikn á lofti
varðandi aðkomu björgunarsveitar-
innar. Það mun skýrast mjög fljót-
lega,“ sagði Davíð Karl Wiium, bróðir
Jóns Þrastar, í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi.
Davíð segir að það myndi breyta
miklu að fá björgunarsveitina til leit-
ar, væntanlega nokkur hundruð sér-
hæfða leitarmenn
með sporhunda og
dróna. Þeir muni
setja upp leitar-
áætlun og fín-
kemba svæðið.
Fjölskylda og
vinir Jóns Þrastar
hafa verið að leita
og spyrjast fyrir
um hann undan-
farna daga, eins
og þau hafa gert frá því hann hvarf.
„Við erum að banka upp á hjá fólki,
spyrjast fyrir, hengja upp miða og
vinna í ábendingum eða nýjum stöð-
um,“ segir Davíð. Það hefur ekki bor-
ið tilætlaðan árangur enn sem komið
er.
Þrjár vikur liðnar
Ef írska björgunarsveitin verður
ekki kvödd til leitar allra næstu daga
mun hópurinn skipuleggja nýja stóra
leit með írskum sjálfboðaliðum, með
svipuðu sniði og leitin sem var skipu-
lögð síðasta laugardag.
Jón Þröstur hvarf 9. febrúar. Hann
sást síðast í öryggismyndavélum,
ekki langt frá hótelinu sem hann bjó
á. Í dag eru því þrjár vikur frá því
hann hvarf. helgi@mbl.is
Björgunarmenn til leitar?
Vonast til að lögreglan í Dublin kveðji til leitarflokka
Jón Þröstur
Jónsson