Morgunblaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019
FISKHAKK
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
NÝSTEIKTAR FISKIBOLLUR
FISKFARS
N FRÁ
GLÆNÝ ÝSA
SÆLKERABOLLUR
Bæjaryfirvöld í Kópavogi bíða enn
svara frá WOW air varðandi lóð fé-
lagsins í Kársnesi. Vegna anna hjá
WOW air vannst ekki tími til að
svara fyrirspurn í síðari hluta
febrúar. WOW air áformaði að reisa
höfuðstöðvar á landfyllingu við
Vesturvör í Kársnesi. Lóðin snýr að
Nauthólsvík en þaðan er áformað að
leggja brú yfir á Kársnesið.
Byggingarlóðin er í eigu félagsins
TF-Kóp en það er í eigu Skúla
Mogensen, forstjóra WOW air.
Fyrirspurn bæjarlögmanns
Fram kom í Morgunblaðinu í nóv-
ember að bæjarlögmaður Kópavogs
hefði ritað félaginu bréf. Tilefnið var
fyrirspurn um gang verkefnisins.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri
Kópavogs, segir
bæinn hafa fyrir-
hugað fund með
WOW air út af
þessu máli í síðari
hluta febrúar.
„Af þeim fundi
gat ekki orðið.
Við höfum gefið
fulltrúum WOW
air svigrúm enda
virðast þeir önn-
um kafnir, sem er kannski skiljan-
legt. Það hafa verið bréfaskipti milli
lögmanna. Við bíðum endanlegra
svara,“ segir Ármann.
Óvissa er um framtíð WOW air.
Þegar fréttin birtist í Morgun-
blaðinu í nóvember var útlit fyrir að
Icelandair myndi kaupa félagið.
Teikning/Yrki arkitektar
Drög Þessi hugmynd varð í 3. sæti í lokaðri hugmyndasamkeppni WOW air.
Kópavogur bíður
svara frá WOW air
Varðar lóð undir höfuðstöðvar
Ármann Kr.
Ólafsson
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Nýliðun hefur verið léleg í norsk-ís-
lenska síldarstofninum í fjölda ára.
Nú standa vonir til að loksins sé
sterkur árgangur á leiðinni því ár-
gangur frá 2016 virðist vera sterkur.
Um þetta er fjallað í Vestlandsnytt í
Noregi í gær og þar er haft eftir Pål
Cato Reite, skipstjóra á norska skip-
inu Eros, að árgangurinn sé sá
stærsti og besti frá árinu 2004. Ný-
lokið er síldarleiðangri þriggja skipa í
norskri lögsögu og eiga sérfræðingar
eftir að vinna úr gögnum. Haft er eft-
ir Reite að ánægjulegt hafi verið að
sjá sterka árganga ungsíldar, sem sé
farin að hrygna, og þá einkanlega
2016-árganginn sem byrji væntan-
lega að hrygna að einhverju leyti á
næsta ári.
Lengi hafi verið beðið eftir góðri
nýliðun til að bera uppi síldveiðar
næstu ára. Stórsíld sem komin sé á
efri ár hafi verið veigamikil í veiðinni
síðustu ár. Þannig hafi elsta síldin
sem fékkst í leiðangrinum verið talin
19 ára gömul.
Jákvætt, en töluverð óvissa
Samkvæmt upplýsingum Guð-
mundar J. Óskarssonar, fiskifræð-
ings á uppsjávarsviði Hafrannsókna-
stofnunar, sýndu niðurstöður leið-
angurs í maí í fyrra í Barentshafi
hærri vísitölu af fjölda tveggja ára,
árgangi 2016, heldur en sést hafði
lengi. Þessi vísitala hafi verið notuð í
stofnmati.
Töluverð óvissa hafi hins vegar
verið í þessari mælingu, en vonandi
takist að ná annarri mælingu á ár-
gangnum í maí í vor og fá ábyggilegra
mat á stærð hans. Sama eigi við um
mat á stærð annarra yngri árganga,
en aðrir nýlegir árgangar hafi verið
litlir, ef frá sé talinn árgangurinn frá
2013 sem er „þokkalegur“, sam-
kvæmt upplýsingum Guðmundar.
Í stofnmatsskýrslu um norsk-ís-
lensku síldina má lesa eftirfarandi á
heimasíðu Hafrannsóknastofnunar:
Fiskdauði hefur farið hækkandi síðan
2015. Hrygningarstofninn hefur farið
minnkandi en er metinn undir að-
gerðamörkum árið 2018.
Stofninn hefur getið af sér fjóra
stóra árganga síðan 1998 (árgangar
1998, 1999, 2002 og 2004). Árgangar
frá 2005–2015 voru undir meðalstærð
eða litlir. Árgangurinn frá 2016 er
hinsvegar metinn yfir meðalstærð.
Norsk-íslenski síldarstofninn hef-
ur lengi verið meðal mikilvægustu
nytjastofna í N-Atlantshafi. Í ráðgjöf
Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES)
um síldveiðar ársins 2019 fyrir norsk-
íslenska síld er byggt á nýrri afla-
reglu sem strandríkin samþykktu í
fyrrahaust. ICES ráðleggur að afli
ársins 2019 verði í heild ekki meiri en
588.562 tonn.
Ráðgjöf síðasta árs var upp á 384
þúsund tonn og er því um að ræða
nær 53% aukningu í ráðlögðum afla.
Ástæða þess er fyrst og fremst þær
breytingar sem gerðar hafa verið á
aflareglunni, sem leiða til hærri veiði-
dánartölu. Hrygningarstofninn held-
ur áfram að minnka og nýliðun hefur
verið slök um langt árabil.
Vonir um betri nýliðun
með síldarárgangi 2016
Ekki góðir árgangar norsk-íslensku síldarinnar í fjölda ára
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn Síld á færiböndum í frystihúsinu Ísfélagsins.