Morgunblaðið - 02.03.2019, Page 20
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Danska fyrirtækið Munck Gruppen
A/S, móðurfélag verktakafyrirtæk-
isins Munck Íslandi ehf., skilaði tapi
í fyrsta skipti í 30 ára rekstrarsögu
þess fyrir reikningstímabil þess frá
1. október 2017 til 30. september ár-
ið 2018. Tapið nam 129 milljónum
danskra króna, eða um 2,3 milljörð-
um íslenskra króna, að því er fram
kemur á heimasíðu félagsins.
Í henni kemur einnig fram að
starfsemi fyrirtækisins, sem stofnað
var af Hans Christan Munck, sem
einnig er starfandi framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins hér á landi, hafi
skilað hagnaði af verkefnum félags-
ins í Danmörku en tap Munck á Ís-
landi, áður LNS Saga, og niður-
færsla eigna hafi dregið hagnaðinn
saman að miklu leyti. Segir þar að
Munck Gruppen hafi þurft að færa
niður virði íslenska félagsins og við-
skiptavild þess. Er Munck á Íslandi
ehf. lýst sem „vandræðabarni“ í
samstæðu félagsins og var tap þess
„mjög stórt“.
Óendanlega pirrandi
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
Morgunblaðsins náðist ekki í Munck
í gær. Í samtali hans við danska
miðilinn Fyens á fimmtudag sagðist
hann ekki vilja upplýsa um ná-
kvæmt tap Munck á Íslandi en sam-
kvæmt ársreikningi félagsins fyrir
árið 2017 var tap félagsins 1,3 millj-
arðar króna. „Þetta pirrar mig
óendanlega mikið,“ sagði Munck við
Fyens. Munck Gruppen keypti
verktakafyrirtækið LNS Saga í árs-
lok 2016. Í fyrrnefndri fréttatilkynn-
ingu kemur einnig fram að fjárhags-
staða LNS hafi verið umtalsvert
óstöðugri en gert var ráð fyrir. Í bí-
gerð sé gerðardómsmál danska
móðurfélagsins á hendur seljandan-
um, LNS, þar sem því er haldið
fram að upplýsingagjöf síðarnefnda
félagsins hafi verið ófullnægjandi og
ýmsa lesti væri þar að finna í
tengslum við söluferlið. Ásgeir
Loftsson var framkvæmdastjóri
LNS Saga og tók við sömu stöðu í
Munck á Íslandi, en lét af störfum
síðasta haust.
Munck Íslandi ehf. hefur verið
umsvifamikið í útboðum síðustu ár
en rekstrartekjur félagsins árið
2017 námu átta milljörðum króna. Á
meðal verkefna félagsins var bygg-
ing á fjögurra hæða sjúkrahóteli
Nýja Landspítalans ohf. (NLSH)
sem fór fram á tafarlausa afhend-
ingu þess í lok síðasta árs, en fram-
kvæmdum var ólokið. Gerðu NLSH
og Munck á Íslandi gerðardóms-
samning sem gerir ráð fyrir að gerð-
ardómur muni fjalla um þau ágrein-
ingsatriði sem upp komu. Snerust
þau. m.a. um umsamin verklok.
Fram kom í umfjöllun RÚV að taf-
arbæturnar skiptu allt að hundruð-
um milljónum króna. Þá urðu einnig
tafir á framkvæmdum fyrirtækisins
við uppbyggingu nýs hjúkrunar-
heimilis við Sólvang í Hafnarfirði en
þar er stefnt að afhendingu 15. júní í
ár í stað 20. september 2018.
Skera niður starfsemina
Í september 2017 kom fram í
Morgunblaðinu að talið væri að
pólska fyrirtækið Koman, sem starf-
aði sem undirverktaki fyrir Munck á
Íslandi við framkvæmdir á Þeista-
reykjavirkjun, hefði ekki greitt
starfsmönnum eftir íslenskum
kjarasamningum og að ráðningar-
samningar starfsmanna hefðu verið
falsaðir. Var það í annað sinn sem
félagið lenti í þessum aðstæðum.
„Munck Gruppen hefur nú kosið
að skera niður starfsemi Munck Ís-
landi ehf. til bráðabirgða og nota
næstu misseri til þess að móta fram-
tíð fyrirtækisins,“ segir í frétta-
tilkynningu. Fyrirtækið Munck
Constructions Icel ehf. var stofnað
hinn 19. desember síðastliðinn en
Hans Christan Munck er skráður
forráðamaður þess.
Vandræðabarn á Íslandi
Morgunblaðið/Hari
Munck Starfsmenn vinna hér að byggingu sjúkrahótels NLSH.
Móðurfélag Munck á Íslandi tapaði 2,3 milljörðum íslenskra króna á síðasta
rekstrarári og skrifar tapið að stórum hluta til á íslenskt dótturfélag þess
Munck Íslandi ehf.
» Tap fyrirtækisins árið 2017
nam 1,3 milljörðum króna.
» Rekstrartekjur félagsins
námu 8 milljörðum.
» Tap Munck Gruppen A/S
nam 2,4 milljörðum íslenskra
króna á síðasta rekstrarári.
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019
Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta
Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda
og hagræða málin fyrir húsfélög
Traust - Samstaða - Hagkvæmni
eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005
Ráðgjöf
Veitum faglega ráðgjöf
til húsfélaga
Bókhald
Höfum umsjón með
bókhaldi fyrir húsfélög
Þjónusta
Veitum persónulega þjónustu
sem er sérsniðin að hverju
og einu húsfélagi
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
var umfram mínar væntingar,“ segir
Jón Trausti í samtali við Morg-
unblaðið.
„Það sem helst hefur áhrif á bíla-
söluna eru kjaraviðræðurnar og
óvissa varðandi þá niðurstöðu. Það
vegur þyngst. Önnur ástæða er
óvissa bílaleiga varðandi vörugjöld,“
segir Jón Trausti en um síðustu ára-
mót féll niður undanþága vegna
álagningar vörugjalda á bifreiðar sem
ætlaðar eru til útleigu hjá bílaleigum.
Segir Jón Trausti að Samtök ferða-
þjónustunnar (SAF) hafi rætt við
stjórnvöld um framlengingu á þessari
undanþágu. Vonast hann til þess að
leið verði fundin á vormánuðum til
þess að gera bílaleigum auðveldara
fyrir að endurnýja flotann.
„SAF hefur óskað eftir því við
stjórnvöld fyrir hönd bílaleiganna að
það verði framhald á undanþágunni
til þess að stuðla að eðlilegri og nauð-
synlegri endurnýjun bílaleiguflotans.
Bílagreinasambandið styður það
einnig. Ég tel það mjög mikilvægt
fyrir Ísland, ef það ætlar sér að vera
gæðaland í ferðaþjónustu, að bjóða
upp á nýlega bíla til útleigu fyrir
ferðamenn.“
Sala á fólksbílum dróst saman um
30% í febrúarmánuði frá því sem var í
sama mánuði í fyrra. Alls seldist 801
bíll í febrúarmánuði í ár en í fyrra
seldust 1.159 bílar. Að sögn Jóns
Trausta Ólafssonar, formanns Bíl-
greinasambandsins, var salan í febr-
úarmánuði í ár aftur á móti meiri en
gert var ráð fyrir en bílasala í jan-
úarmánuði dróst saman um tæplega
50% á milli ára.
„Þetta er meiri bílasala en ég bjóst
við og því kemur þetta á óvart miðað
við umræðuna í þjóðfélaginu um
kjarasamninga og flugmálin. Salan
Bílasala dregst saman um 30%
Óvissa um kjarasamninga vegur þungt en einnig undanþága um vörugjöld
Morgunblaðið/Ómar
Bílar Bílasala dróst saman um 30%.
● Íslenska ríkið hefur samið við Arion
banka um kaup á um 38% hlut bankans í
Farice, sem rekur sæstrengina FARICE-1
og DANICE. Eftir kaupin á íslenska ríkið
um 65% hlutafjár Farice en Landsvirkjun
33% og er félagið því alfarið í eigu rík-
isins. Kaupverð er 740 milljónir króna.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Þar
segir einnig að íslenska ríkið hafi skil-
greint fjarskiptasambönd til útlanda sem
innviði og kaupin séu gerð í ljósi þess.
Farice ehf. var stofnað árið 2002 af ís-
lenska ríkinu og íslenskum og fær-
eyskum fjarskiptafyrirtækjum. Farice er
langstærsti aðilinn í sölu á samböndum
milli Íslands og útlanda. Viðskiptavinir
fyrirtækisins eru fjarskiptafyrirtæki
hvers konar og stærri viðskiptavinir
gagnavera.
Ríkissjóður kaupir hlut
Arion banka í Farice
2. mars 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 119.08 119.64 119.36
Sterlingspund 158.48 159.26 158.87
Kanadadalur 90.37 90.89 90.63
Dönsk króna 18.188 18.294 18.241
Norsk króna 13.943 14.025 13.984
Sænsk króna 12.951 13.027 12.989
Svissn. franki 119.66 120.32 119.99
Japanskt jen 1.0745 1.0807 1.0776
SDR 166.3 167.3 166.8
Evra 135.72 136.48 136.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.6679
Hrávöruverð
Gull 1325.45 ($/únsa)
Ál 1898.0 ($/tonn) LME
Hráolía 66.38 ($/fatið) Brent
● Hrein ávöxtun
Lífeyrissjóðs verzl-
unarmanna, LIVE,
var 4,3% á árinu
2018 og jukust
eignir sjóðsins um
48 milljarða, en
þær námu 713
milljörðum í árslok.
Í tilkynningu
sjóðsins segir að
ávöxtunin svari til
1,0% hreinnar raunávöxtunar. Fjárfest-
ingartekjur sjóðsins voru 29,7 millj-
arðar, samkvæmt tilkynningunni, og
segir sjóðurinn að langtímaraunávöxtun
sé góð. Fimm ára meðalávöxtun sé
þannig 4,8%, tíu ára meðalávöxtun er
4,5% og tuttugu ára meðalávöxtun
3,9%. tobj@mbl.is
Hrein ávöxtun LIVE
4,3% árið 2018
Lán Sjóðfélagalán
námu 92,9 mö.
STUTT