Morgunblaðið - 02.03.2019, Page 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019
✝ Ingveldur ÁstaHjartardóttir
fæddist 7. júlí 1934 í
Dalbæ í Gaulverja-
bæjarhreppi, sem
nú heitir Flóa-
hreppur. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 23.
febrúar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Guðlaug
Narfadóttir úr
Hafnarfirði og Hjörtur Níelsson
frá Bjarneyjum í Breiðafirði.
Systkini hennar eru: Ólafur, f.
1920, látinn, Halldór, f. 1921, lát-
inn, Guðjón, f. 1927, látinn,
Magnús, f. 1929, látinn, Narfi, f.
1932, Sigurþór, f. 1937.
Ingveldur giftist Sigurði Sig-
urðssyni frá Geirseyri í Patreks-
firði 29. júní 1956. Þeim varð
fjögurra barna auðið, fyrir átti
Ingveldur soninn 1) Ríkhard
Heimi Ásgeirsson frá fyrra sam-
bandi, f. 1954, d. af slysförum
1961. 2) Hjörtur, f. 1956, maki
Sigríður Ólafsdóttir, f. 1964.
Börn: a) Ólafur Hrafn Guðnason,
næstyngst af systkinum sínum og
eina stúlkan.
Ung fór Ingveldur að vinna á
Álafossi, en Guðjón bróðir henn-
ar var þá þar fyrir.
Eftir að til Patreksfjarðar kom
vann Ingveldur í Sigurðarhúsi og
eftir að þau Siggi rugluðu saman
reytum tók hún við sem húsmóðir
á heimilinu. Þegar Ingveldur fór
að vinna utan heimilis er skrif-
stofa Patrekshrepps starfsvett-
vangur hennar í mörg ár, síðar
gegndi hún stöðu skrifstofu-
manns hjá Heilbrigðisstofnun
Patreksfjarðar um nokkurra ára
bil en starfsævinni lauk hún á
skrifstofu sýslumanns og sá þar
um almannatryggingar.
Félagsstörf voru alltaf fyrir-
ferðarmikil hjá Ingveldi en hún
var félagi í slysavarnafélaginu
Unni og kvenfélaginu Sif. Hún
söng með kirkjukór Patreks-
fjarðarkirkju um árabil og tók
þátt í uppfærslum á leikritum
með leikfélagi Patreksfjarðar.
Ingveldur var félagi í sjálfstæðis-
félaginu Skildi og gegndi þar
ýmsum trúnaðarstörfum, m.a.
var hún formaður félagsins um
árabil, ásamt setu í nefndum og
ráðum fyrir sveitarfélagið.
Útför Ingveldar fer fram frá
Patreksfjarðarkirkju í dag, 2.
mars 2019, og hefst athöfnin
klukkan 14.
f. 1982, sonur Sig-
ríðar, fóstursonur
Hjartar. Maki Ólafs
er Anna Margrét
Pétursdóttir, f.
1988. Börn þeirra
eru Emma Guðrún
og Benedikt Óli, f.
5.9. 2014. b) Hjördís
Lára, f. 1992, d.
2002. c) Svandís
Helga, f.1995. d)
Narfi, f. 1997, kær-
asta hans er Arna Lea Magnús-
dóttir. 3) Anna María, f. 1960,
maki Björn Ágúst Jónsson, f.
1957. Börn: a) Ingveldur Ásta, f.
1982, maki Árni Freyr Valdi-
marsson, f. 1979. b) Sigurrós
Guðbjörg, f. 1991, maki Árni
Jónsson, f. 1989. c) Agnes Freyja,
f. 1995, maki Friðrik Bjarnason,
f, 1994. 4) Ríkhard Heimir, f.
1964, maki Thiang Sithan, f.
1971, sonur David Sithong, f.
2003. 5) Sigurður Svanur, f. 1969.
Ingveldur ólst upp við almenn
sveitastörf til 13 ára aldurs en þá
brá fjölskyldan búi og fluttist til
Reykjavíkur. Ingveldur var
Komið er að leiðarlokum.
Mamma fæddist í Flóanum en
fluttist á unglingsárum í Sörla-
skjólið í Reykjavík.
Rúmlega tvítug kom hún til
Patreksfjarðar fljúgandi með sjó-
flugvél og steig á land í fjörunni á
rauðum skóm, með ungan dreng í
fanginu.
Á móti henni tók snaggaraleg-
ur lágvaxinn maður, ekki ósenni-
legt að Reykjavíkurdömunni hafi
þótt hann smá skítugur, enda
örugglega stokkið beint af veg-
heflinum. Það var þá.
Margar sögur voru sagðar úr
Flóanum og úr Skjólunum, við
fyrir vestan gerðum nú stundum
grín að Flóanum, þar væru nú
bara þúfur en engin fjöll, en okkur
hefndist fyrir það, sum af okkur
systkinum hafa fengið þúfnagang-
inn/göngulagið í arf, í stað fjaður-
magnaðs göngulags Vestfirðinga.
Mamma sinnti heimilisstörfum
og búskap í Sigurðarhúsi í nokkur
ár, eftir að búskap lauk var hún á
vinnumarkaði til sjötugs, hún
kynntist tölvuöldinni sem kom sér
vel þegar hún hætti að vinna, var
mjög tæknivædd, virk á sam-
félagsmiðlum, átti sinn snjallsíma
með fésbók og snapchat.
Barnabörnunum var hún vin-
kona, naut þess að fara með þeim í
dekur í spa, á kaffihús og kíkja á
barinn. Narfi horfði á Nágranna
með henni, ef stóru stígvélin sáust
fyrir utan hús þá var heilög stund
hjá Narfa og ömmu. Við barna-
börnin ræddi hún pólitík og heims-
málin og hafði sterkar skoðanir á
því sem þau tóku sér fyrir hendur.
Einnig hafði hún gaman af að
kynnast vinum barnabarnanna og
kallaði sum þeirra barnabörnin sín
og þau hana ömmu.
Við systkinin lærðum fljótt að
bjarga okkur því mamma var allt-
af á fundum, hún tók virkan þátt í
félagsmálum á staðnum og sinnti
því fram á síðasta dag, fór í marg-
ar ferðirnar með Slysavarnafélag-
inu og vil ég þakka öllum ungu
konunum í þeim félagsskap sér-
staklega fyrir síðustu ár, síðasta
ferðin var farin á Snæfellsnesið í
haust og þá var okkar kona klædd
í ABBA-búning.
Eftir að hún varð ein þá velti
hún því fyrir sér hvort hún ætti að
flytja suður á gamlar slóðir, en
ákvað að það gæti hún ekki gert,
því það þyrfti einhver að stjórna
hér, sem sagt á Patreksfirði!
Þessum minningum lýk ég með
Patróvalsinum sem er eftir móður
mína.
Ef að á Patró ég unnusta finn,
ungur og vasklegur verður hann minn
Er út við leiðumst með hönd læsta’ í
hönd,
himinninn roðnar við hafsbrúnarrönd.
Ég held út í vorið á hárauðum skóm,
hafaldan raular með fagnaðarróm.
Ástin þá kviknar og óskirnar rætast,
enginn verður þá ósnortinn
og ungu piltarnir kætast.
Takk fyrir allt.
Þín einkadóttir,
Anna María.
Elsku amma. Drottning er orð
sem kemur í huga okkar systra
þegar við hugsum um þig, ekki
bara af því þú varst alltaf glæsileg-
ust, heldur líka vegna þess að þú
varst mjög ákveðin og sterk kona.
Elsku amma, þú varst einstök
og í okkar huga var engin amma
eins og þú, mesta skvísa í heimi
með dökkbleikan varalit hvert
sem þú fórst og lakkaðar neglur.
Þú settir meira að segja á þig
varalit þegar það var verið að færa
þig á milli deilda á spítalanum eða
þegar þú fórst út með ruslið. Þetta
klikkaði aldrei af því að „maður
veit aldrei í hverju maður lendir
og stíllinn tekur aldrei frí“.
Við systur eigum óteljandi
skemmtilegar minningar um sam-
verustundir með þér sem varst í
raun meiri vinkona okkar en
amma.
Þú hafðir mest gaman af því að
taka þátt í lífinu og fara með okk-
ur og okkar vinum út og hitta fólk,
hvort sem var á barinn eða kaffi-
hús.
Það lýsir þér vel að þegar við
nöfnurnar fórum til Kaupmanna-
hafnar saman vantaði þig flotta yf-
irhöfn til að fara í út og fékkst úlp-
una hennar Agnesar, sem þá var
22 ára, að láni og varst auðvitað
langflottust.
Það verður skrítið að fara til
Patró og fara ekki með þér í pott-
inn, þar mættir þú stundvíslega
nánast daglega, og ræddir m.a.
við gesti um pólitík og lást ekki á
skoðunum þínum þar frekar en
annars staðar. Nágrannar í há-
deginu var annar fastur punktur í
deginum en þú varst svo heppin
að fá félagsskap frá Narfa oftar
en ekki við þá iðju. Þú tókst virk-
an þátt í félagsstarfinu á Patró og
fórst í Selið að syngja, sinna ýms-
um verkefnum, sýna þig og sjá
aðra.
Þegar þú komst í bæinn var
það fastur liður að kíkja í búðir og
á kaffihús og helst í eitthvert dek-
ur.
Þú varst góð vinkona, klár,
hugrökk og ákveðin og hafðir
sterkar skoðanir á því sem við
systur erum að fást við.
Amma, þú varst okkur sterk
fyrirmynd. Minningarnar um þig
eru dýrmætar og við munum
sakna þín.
Inga, Sigurrós og Agnes.
Ingveldur Ásta
Hjartardóttir
Fleiri minningargreinar um
Ingveldi Ástu Hjartardóttur
bíða birtingar og munu birtast
í blaðinu næstu daga.
Við erum til staðar þegar þú
þarft á okkur að halda
551 1266
Skipulag útfarar
Dánarbússkipti
Kaupmálar
Erfðaskrár
Reiknivélar
Minn hinsti vilji
Fróðleikur
Sjá nánar á
www.utfor.is
Vesturhlíð 9 Fossvogi | Sími 551 1266 | utfor.is
Önnumst alla þætti útfararinnar
með virðingu og umhyggju að leiðarljósi
Reynslumikið fagfólk
Elín Sigrún Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri
Jón G. Bjarnason
Útfararþjónusta
Ellert Ingason
Útfararþjónusta
Lára Árnadóttir
Útfararþjónusta
Katla Þorsteinsdóttir
Lögfræðiþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
Útfararþjónusta
Magnús Sævar
Magnússon
Útfararþjónusta
Emilía Jónsdóttir
Félagsráðgjafi
Sigrún Óskarsdóttir
Guðfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
utfor.is
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA MARÍA HALLSDÓTTIR,
Strikinu 12,
Garðabæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 28. febrúar.
Útförin fer fram í kyrrþey mánudaginn 4. mars.
Baldur Ágústsson
Halla Elín Baldursdóttir
Helga Guðbjörg Baldursd. Gísli Baldur Garðarsson
Ágúst Baldursson
Sigurlín Baldursdóttir Guðjón Ómar Davíðsson
barnabörn og langömmubörn