Morgunblaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019
✝ Jóhannes Run-ólfsson fæddist
á Dýrfinnustöðum í
Skagafirði 6.
nóvember 1923.
Hann lést á Dvalar-
heimili aldraðra á
Sauðárkróki 18.
febrúar 2019.
Foreldrar Jó-
hannesar voru
María Jóhannes-
dóttir, fædd 16. apr-
íl 1892 á Sævarlandi á Skaga, lát-
in 24. júní 1986, og Runólfur
Þórbergur Jónsson, fæddur 25.
mars 1881 á Stóru-Ökrum í
Blönduhlíð, látinn 23. mars 1937.
Systkini Jóhannesar eru:
Sigurjón, f. 13. ágúst 1915, d. 27.
maí 2000, Guðbjörg Jóhannesína,
es Björgvin Eyjólfsson, f. 16.
ágúst 1935, d. 12. desember 1961,
og Guðrún Eyjólfsdóttir, f. 4.
október 1936, d. 22. ágúst 2017.
Jóhannes ólst upp á Dýrfinnu-
stöðum til átta ára aldurs en fór
þá í Brimnes, þar sem hann var
fram undir fullorðinsár. Þá flutti
hann suður þar sem hann starf-
aði og lærði vélvirkjun. Hann
vann við iðn sína og fjölmargt
annað. Hann starfaði lengi hjá
Vélsmiðjunni Héðni en síðustu
árin syðra byggði hans hús í
Kópavogi og seldi. 1970 keypti
hann Reykjarhól í Fljótum þar
sem hann bjó þar til aldur fór að
segja til sín. Þar stundaði hann
búskap með sauðfjár- og hrossa-
rækt og reisti sér hús. Jóhannes
var hagmæltur og söngelskur og
á seinni árum kom í ljós að hann
var líka tónskáld.
Jóhannes var ókvæntur og
barnlaus.
Útförin fer fram frá Sauðár-
krókskirkju í dag, 2. mars 2019,
klukkan 15.
f. 28. júlí 1916, d. 13.
október 2016, Ant-
on Valgarður, f. 9.
júlí 1917, d. 1. apríl
1993, Björn Þórður,
f. 20. mars 1919, d.
2. maí 2007, Pálmi
Anton, f. 24. júlí
1920, d. 29. janúar
2012, Sigríður Sól-
veig, f. 23. nóv-
ember 1925, d. 1.
mars 2005, Stein-
unn, f. 9. nóvember 1926, Una, f.
7. september 1928, Kristfríður
Friðrika, f. 23. ágúst 1929, d. 24.
október 2015, Friðfríður Dodda,
f. 8. desember 1931, d. 19. febr-
úar 2013, og Hólmfríður Svandís,
f. 11. desember 1932, d. 5. ágúst
1987. Fóstursystkini eru Jóhann-
Jóhannes, áður bóndi á Reykj-
arhóli á Bökkum, oftast kallaður
Jói, er genginn á vit feðra sinna.
Jói var að mörgu leyti sérstæður
og hygg ég að hann hafi oftar en
ekki farið sínar eigin leiðir, látið
álit annarra sig litlu skipta. Kynni
mín af honum hófust ekki fyrr en
eftir lát Jonna bróður míns, en
þeir voru góðkunningjar, þar áður
var ég honum aðeins málkunn-
ugur.
Við Jói ræddum margt hin síð-
ari ár. Hann var vel gerður, skarp-
greindur, lesinn og víða heima.
Þekkti ættir og tengsl þeirra er
um var rætt. Átti létt með að setja
saman vísur, kvæði og samdi lög.
Hann var listrænn og naut hylli
kvenna þótt hlutur hans yrði að
ganga einn gegnum lífið. Sumar
vísur er hann fór með gætu talist
„tvíræðar“ en meiddu engan.
Hann kvað það hafa verið þung
spor er hann yfirgaf systkini sín
og foreldra á Dýrfinnustöðum,
átta ára, og fór til fósturs að Brim-
nesi, undir forsjá Guðfinnu, ein-
stæðrar eldri konu er var þar í
heimili. Þar leið honum vel, en
heimþráin var samt til staðar.
Jói var lærður vélvirki. Sumar-
ið er hann sótti um í Iðnskólanum í
Reykjavík var hann á sjó er inn-
tökuprófið í skólann fór fram.
Hann fékk frest á sínu prófi um
hálfan mánuð. Inntökuprófin
reyndust vera tvö fög, reikningur
og stíll. „Ég fékk 0 í reikningi en
10 í stílnum,“ sagði hann. „Þrátt
fyrir þessar hrakfarir fékk ég
skólavist og stóð mig ekkert verr
en félagar mínir.“ Jói var hand-
laginn. Auk fagsins var hann lag-
inn smiður, fékkst við múrverk og
lagði hönd að mörgu. „Höllin“ ber
gleggst vitni um hæfileika hans.
Eitt það minnisstæðasta kvað
hann hafa verið er ísvélin hjá þeim
Steingrími Hermannssyni og
Pálma, síðar í Hagkaup, bilaði.
„Þeir voru ungir Skagfirðingar á
uppleið. Ég varð að smíða nýtt
stykki um nóttina svo íssalan
stöðvaðist ekki,“ sagði hann. Á
sjötta áratugnum byggði Jói
nokkur hús í Kópavogi. Ég tel að
hann hafi þá lent í þrengingum af
annarra völdum. Eftir það keypti
hann Reykjarhól og flutti norður.
Á Reykjarhóli undi hann sér
vel, byggði þar öll hús, en íbúðar-
húsið er sérstætt, stórt og mikið
og gengur undir nafninu „Höllin“.
Hin síðari ár undi hann sér við
grúsk og bóklestur. Hann söng,
spilaði og samdi lög, og með að-
stoð vina og kunningja gaf hann út
geisladisk með lögum sínum.
Hjá Jóa var gestkvæmt og sími
notaður. Hross hans voru ekki
síðri en margra annarra og margir
áttu við hann hrossakaup, sumir
oft. Þrennt skynjaði ég í fari Jóa:
Hann var lífhræddur, þjófhrædd-
ur og „reimleikahræddur“. Ég
spurði hvort hann væri skyggn en
fékk ekki afgerandi svar. Hann
taldi að yfir sér væri verndarhönd
og sér hefði nokkrum sinnum ver-
ið forðað frá áföllum. Ég aðstoðaði
hann, ásamt fleirum, er hann flutti
frá Reykjarhóli. Áður en hann
yfirgaf „Höllina“ bað hann mig að
fara upp á háaloft, og er ég stóð í
loftopinu sagði hann: „Lyftu upp
borðendanum og réttu mér um-
slagið sem þar er. Ég ætla ekki að
láta stela öllu frá mér.“
Eftir að hann flutti frá
Reykjarhóli fór að halla verulega
undan fæti.
Með honum er horfin sérstæð
persóna og góður drengur.
Blessuð sé minning hans.
Guðm. Óli.
Jóhannes Runólfsson bjó á
Reykjarhóli í Vestur-Fljótum hátt
í hálfa öld, hann keypti jörðina
1969 og flutti þangað 1970.
Jóhannes var frá Dýrfinnustöð-
um í Akrahreppi í Skagafirði, úr
stórum hópi systkina sem öll hafa
reynst dugnaðar- og sómafólk og
var Jóhannes þar engin undan-
tekning, hagur bæði á tré og járn
og múraði þegar svo bar undir;
„höllin“ hans á Reykjarhóli ber
Jóa fagurt vitni, en um árabil helg-
aði hann líf sitt byggingu þessa
húss.
Jói var árum saman í Reykja-
vík, lærði þar rennismíði og þótti
öðrum fremri í þeirri iðn. Margar
sögur sagði hann frá Reykjavík-
urárum sínum, þá ungur maður og
kvennaljómi. Eftir að hann flutti
norður í Reykjarhól fékkst hann
talsvert við múrverk, en það fag
hafði hann tileinkað sér í lífsins
skóla. Hann múraði hjá bændum
og fékk í sumum tilfellum folöld
upp í vinnulaun m.a. á Flugumýri;
þannig kom hann sér upp hross-
um. Kynni okkar Jóa má rekja til
þessa; það voru hrossin sem
leiddu okkur saman.
Jóhannes hafði á sínum yngri
árum háa og fallega tenórrödd
sem trúlega hefði sómt sér í virt-
ustu tónleikahúsum Evrópu, hefði
hann haft aðstöðu og áhuga á að
feta þá slóð.
Þegar árin færðust yfir fór Jói
að helga sig tónsmíðum og eru
lögin hans talin í tugum, flest sam-
in við ljóð eftir þekkt íslensk
skáld. Til að koma böndum á lögin
sín þá söng hann þau sjálfur,
undirspilslaust, inn á hljóð-
snældur. Á efri hæðinni í „höll-
inni“ hans var, sem sagt, hljóm-
leikasalur, þar sem náttúrubarnið
Jóhannes eyddi mörgum stundum
og ef gesti bar að garði þá voru
þeir oftar en ekki leiddir á efri
hæðina og fengu að hlýða á eitt
eða tvö lög.
Árið 2008 stóðu vinir Jóhann-
esar fyrir útgáfu hljómdisks með
14 lögum hans og var það gert í til-
efni 85 ára afmælis hans og árið
2013 var gefið út nótnahefti með
þessum lögum. Jóhannes varð ní-
ræður það ár og var útgáfan helg-
uð þeim tímamótum.
Með þessum orðum kveð ég vin
minn, Jóhannes Runólfsson. Við
áttum saman margar eftirminni-
legar stundir sem auðguðu lífið og
tilveruna.
Ingimar Ingimarsson.
Jóhannes
Runólfsson
Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir
Rúnar Geirmundsson
Sigurður Rúnarsson
Þorbergur Þórðarsson
Elís Rúnarsson
Stofnað 1990
Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis á Sléttuvegi 13,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 19. febrúar, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
5. mars klukkan 13.
Jóna Helgadóttir
Eysteinn Helgason Kristín Rútsdóttir
Matthildur Helgadóttir Tómas Óli Jónsson
Guðleif Helgadóttir Haraldur Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
MATTHÍAS EINARSSON,
fv. lögregluvarðstjóri á Akureyri,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn
27. febrúar. Útförin fer fram frá
Bústaðakirkju föstudaginn 8. mars klukkan 13. Þeim sem vildu
minnast hans er bent á líknarsjóð Oddellowreglunnar.
Jóhanna María Pálmadóttir
Pálmi Matthíasson Unnur Ólafsdóttir
Stefán E. Matthíasson Ásdís Ólöf Gestsdóttir
Gunnar Rúnar Matthíasson Arnfríður Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku hjartans fallega eiginkona mín og
besti vinur, móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐFINNA INGA GUÐMUNDSDÓTTIR
kennari,
Rjúpnasölum 14,
Kópavogi,
lést á kvennadeild Landspítalans að morgni 26. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi föstudaginn
8. mars klukkan 13.
Kristján Sigfússon
Sveinborg Lára Kristjánsd. Lárus Ársælsson
Sigfús Kristjánsson Arndís Friðriksdóttir
Sigurjón Örn Sigurjónsson
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn,
GYLFI THORLACIUS,
hæstaréttarlögmaður,
sem lést á Landspítalanum föstudaginn
22. febrúar, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni mánudaginn 4. mars
klukkan 15.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Svala Thorlacius
Elskuleg móðir mín, mágkona og frænka,
KAREN SIGURÐARDÓTTIR,
Gógó,
Faxabraut 13, Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu Hlévangi
sunnudaginn 24. febrúar.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 5. mars
klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag
Suðurnesja.
Guðmundur Kristinn Þórðarson
Þóra Ragnarsdóttir
Emil Birnir Sigurbjörnsson
Auður Birna Egilson
Þórður Kr. Jóhannsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÓLFUR FRIÐGEIRSSON,
fyrrverandi skólastjóri og kennari,
Árskógum 8, Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi
föstudaginn 22. febrúar, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
miðvikudaginn 6. mars klukkan 13.
Kristín Lilja Halldórsdóttir
Ágústa Þórólfsdóttir Sveinn K. Guðjónsson
Elsa Björg Þórólfsdóttir Alfreð S. Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn