Morgunblaðið - 02.03.2019, Side 37

Morgunblaðið - 02.03.2019, Side 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hugsanlegt er að eitthvað sem fjölskyldumeðlimir gera valdi þér áhyggj- um eða pirri þig. Hugsaðu fram í tímann og mundu að þetta ástand varir ekki að ei- lífu. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú átt auðvelt með að sjá í gegnum aðra en vertu sanngjarn/gjörn því aðrir geta líka séð í gegnum þig. Slepptu takinu af áhyggjunum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er mikil hætta á að nei- kvæðni nái tökum á þér í dag. Allt sem þú gerir gerirðu vel og af ástríðu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Löngun þín í frelsi og flótta frá hversdagslegu amstri er sterk í dag. Leit- aðu ráða hjá öðrum ef með þarf. Trúðu á sjálfa/n þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gefðu þér tíma til að hafa samband við vini og ættingja. Góða veðrið togar í þig að gera eitthvað þér til skemmtunar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það gefur lífinu lit að hitta góða vini og ræða lífsins gagn og nauðsynjar og skiptast á skoðunum. Reyndu að koma persónu sem skiptir þig máli í skilning um að hún sé þér mikilvæg. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú ertu meira en lítið tilbúin/n til að vera ein/n með sjálfri/um þér og hugsa upp ný plön. Ekki skipuleggja framtíðina um of. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gerðu eitthvað fyrir sjálfa/n þig í dag. Þolinmæði er dyggð og þú þarft að æfa þig í henni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Lokaðu þig ekki af frá umheim- inum þótt þú sért ekki upp á þitt besta. Festu hugsanir þínar á blað, markmið þín verða líka raunverulegri ef þú gerir það. 22. des. - 19. janúar Steingeit Eitthvað mun hugsanlega koma þér á óvart í dag og það innan fjölskyld- unnar. Trúnaðarvinur ræður þér heilt, hlustaðu á hann. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert óhrædd/ur við að láta skoðanir þínar í ljós í dag. Þér finnst best að nýta morgnana til að vinna. Ekki hætta að fara í göngutúra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Því lengur sem þú slærð hlutunum á frest því erfiðara er að koma sér að verki. Prófaðu að viðurkenna að þú gætir haft rangt fyrir þér í staðinn fyrir að rök- ræða. Kvikmyndin Græna bókin vaktiforvitni Víkverja þegar sýningar hófust og í vikunni komst hann loks í bíó að sjá hana. Myndin vann þrenn Óskarsverðlaun. Hún var valin besta myndin, Mahershala Ali besti leikari í aukahlutverki (þótt hann geti tæp- ast talist í aukahlutverki!) og verð- launuð að auki fyrir besta handritið. x x x Myndin fjallar um tónlistarmann-inn Dr. Don Shirley og útkast- arann Tony Vallelonga, sem gerist bílstjóri hans á tónleikaferðalagi um Suðurríki Bandaríkjanna á tímum aðskilnaðar á liðinni öld. Heitið vísar í bók, sem þá var í umferð og var leiðarvísir fyrir svarta ferðalanga í Suðurríkjunum með upplýsingum um veitingahús, gististaði og aðrar stofnanir þar sem þeir væru vel- komnir. x x x Viðbrögð við myndinni hafa veriðblendin. Sumir halda því fram að hér sé komin enn ein myndin úr smiðju Hollywood til að láta hvíta manninum líða vel og vísa til atriða þar sem fordómafulli útkastarinn kemur svarta píanóleikaranum til bjargar. Sú gagnrýni er vissulega ekki út í hött, en myndin er þó flókn- ari og dýpri en það. x x x Myndin er byggð á sönnum at-burðum og hefur fjölskylda Shirleys fundið að því að hún hafi ekki verið með í ráðum og því sé ekki brugðið upp réttri mynd af atburð- um. x x x Víkverji hafði ekki heyrt um Shir-ley áður, en hefur kynnt sér tón- list hans örlítið eftir að myndin kom út og er staðráðinn í að gera það bet- ur. Hann var klassískt menntaður píanóleikari, sem hefði viljað leika klassíska tónlist í helstu tónleikasöl- um heims, en gafst ekki kostur á því vegna húðlitar síns. Finna má fleiri dæmi um slíka tónlistarmenn og má þar nefna bassaleikarann Ron Cart- er, sem vissulega hefur sett mark á djasstónlist með stórkostlegum leik, en átti þess ekki kost að fara þá leið sem hann vildi. vikverji@mbl.is Víkverji bænarkall mitt. Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn minni á bug né tók frá mér miskunn sína. (Sálm: 66.18-20) Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Rúmgott fordyri ranna. Reisulegt stórhýsi er. Hneigist til heldri manna. Hár þarna unir sér. Helgi R. Einarsson svarar: Að lausninni við leitum öll, langar til að vera snjöll. Er hlaupum út um víðan völl á vegi okkar birtist höll. Og bætti við einni limru að loknum þorra, – „Sviðin“: Sæl við borðin sátu þau, smjattað mikið gátu þau. Södd og sátt og sögðu fátt meðan að þau átu þau. Helgi Seljan á þessa lausn: Höll kallast fordyri flottast hér, frægustu stórhýsi köllum vér. Hefðartildur sem helzt ég veit. Hár úr byggð sinni glaður leit. Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna þannig: Fordyri höll má heita víst. Höll byggir álfaþjóðin. Höll undir blók er seimþöll síst. Situr í Valhöll Óðinn. Þá er limra: Nú unnið er höndum hörðum og hlaðið upp minnisvörðum, hallir, sem rísa, menn hástöfum prísa og hótel í kirkjugörðum. Síðan kemur ný gáta eftir Guðmund: Nú er úti þoka þétt, þanki býsna tregur minn, í Vísnahorni harla létt hér er gáta í þetta sinn: Viðarbolur vera kann. Vera þessi skelfir mann. Lítinn stein í flekk ég fann. Fjarska latur þykir hann. Hlymrekur handan kvað: Prins Hamlet á Helsingjaeyri fékkst við heilabrot eins og við fleiri, en lét af að hugsa og hætti að slugsa, enda varð hann af maður að meiri. Og að lokum eftir Guðmund Magnússon lækni: Ljótt er að tæma losta skál, launin sérðu vinur: slepjuð augu, slorug sál, sláttur æða linur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það er mörg höllin Í klípu „ég kemst ekki í burt þetta áriÐ, SVO ÉG TJALDA BARA HÉR.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ertu ekki ENNÞÁ búinn aÐ NÁ TAPPANUM ÚR?” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... skin og skúrir. LETILÖPPIN ÉG. ÉG SVAF ALLAN GÆRDAGINN VAR GÆRDAGUR? ÉG ER KALLAÐUR „TILLITSSAMI TORTÍMANDINN”! ÖÐRU NAFNI „rotinn kjaftur”!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.