Morgunblaðið - 02.03.2019, Page 41

Morgunblaðið - 02.03.2019, Page 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Ungan bónda dreymir um að verða leikari í bíómynd en það vill enginn leika við hann. Fastur í eigin heimi leikur hann senur úr gömlum bíó- myndum við sjálf- an sig, allan lið- langan daginn. Dag einn ákveður hann að láta draum sinn ræt- ast og rænir 5 listamönnum úr borginni. Leik- konu, rithöfundi, tónlistarmanni, leikstjóra og myndlistarmanni og neyðir þau til að gera bíómynd með sér með gömlu VHS vélinni sinni úti í hlöðu.“ Þannig er söguþræði fyrstu kvik- myndar Magnúsar Jónssonar, Taka 5, lýst á vef Stockfish kvikmyndahá- tíðarinnar í Bíó Paradís en myndin verður frumsýnd á henni annað kvöld, 3. mars, kl. 20. Með aðal- hlutverk fara Hilmir Jensson, Þóra Karítas Árnadóttir, Halldór Gylfa- son, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Margrét Kristín Sigurðardóttir, Ólaf- ur Ásgeirsson, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Kári Hjaltason og leikstjórinn Magnús og í kynningu á myndinni á vef Stockfish er tekið fram að hún hafi að mestu verið framleidd án styrkja og öll verið tekin upp á aðeins níu dögum. Kvikmyndagerð er dýr í fram- kvæmd og Magnús segir fólk al- mennt ekki ráðast í að gera kvik- mynd nánast án styrkja, eins og hann gerði. „Þetta er ekki sólósport,“ segir hann og viðurkennir að það hafi verið dálítið galið að láta verða af þessu. Hann hafi líka viljað prófa að vera ekki öðrum háður og ekki undir þeim þrýstingi að þurfa að klára myndina fyrir ákveðinn tíma. Spark í rass frá Herzog Magnús segist lengi hafa velt því fyrir sér hvort hann ætti að láta slag standa, gera kvikmyndina og hvernig hann ætti þá að gera hana. Hvort það væri yfirleitt hægt. „Ég fékk mér masterklass með Werner Herzog þar sem hann situr bara í sjö klukkutíma í stól og segir þér hvernig þú átt að gera ódýra mynd,“ segir Magnús og á þar við masterklass í formi vídeós á netinu. „Það er algjör snilld,“ bætir hann við, „hann var rosa innspýting fyrir mig því aðeins mánuði eftir þetta var ég kominn í tökur.“ Magnús segir Herzog hafa sparkað hressilega í rassinn á honum og hann í kjölfarið farið að leita að heppilegum tökustað. Hann fann svo einn sem var líkt og sérsniðinn fyrir verkefnið, Kollabæ í Fljótshlíð. Magnús ólst upp þar í sveit, á Sámsstöðum sem er ör- fáum bæjarstæðum frá Kollabæ en segist þó ekki hafa þekkt þann bæ sérstaklega. Alltaf í bíó En er eitthvað í handritinu byggt á hans eigin reynslu? Nei, ekki segir Magnús svo vera en bendir á að höf- undar byggi líklega alltaf sín verk að hluta til á eigin reynslu og sjálfum sér. „Ég var rosalega bíóglaður, var kallaður Maggi bíóglaði þegar ég var krakki. Ég var alltaf í bíó og alveg óð- ur í bíómyndir,“ segir Magnús og hlær. „En ég er kannski ekki með þennan sama draum og þessi bóndi, að ræna fólki til að gera bíómynd. Reyndar fór þetta að vissu leyti svo- lítið út í það því ég rændi fólki til að gera þessa mynd með mér. Svo er annað líka, þegar maður er að gera svona hráa indímynd sem á að vera það, verður til svolítið önnur spenna en ég hef kynnst sjálfur. Ég hef leikið mikið í þáttum og bíómyndum og þá er þetta alltaf meiri pródúksjón en þarna var nándin meiri, allir þátttak- endur í verkefninu og allir sem tóku þátt í myndinni eiga lítinn hlut í henni. Það voru launin.“ Magnús var allt í öllu hvað gerð myndarinnar varðar en Hrund Atla- dóttir, kærastan hans, sá um mynda- töku. „Hún hefur verið ótrúleg hjálp í þessu ævintýri með mér og svo var ég með þrjá hljóðmenn til að taka upp hljóð en ég klippti myndina m.a. sjálf- ur,“ segir Magnús og að hann hafi tekið sér góðan tíma í alla eftir- vinnsluna sem hafi reynt á og hann þurft hvíld inn á milli. En fylltist hann aldrei örvæntingu? „Nei, nei, það góða líka við að gera svona ódýra indímynd er að maður þarf ekki að hafa áhyggjur ef það koma ekki 20 þúsund manns á hana í bíó,“ svarar Magnús Svört kómedía – Af söguþræðinum einum að dæma gæti þetta bæði verið gaman- mynd og hryllingsmynd? „Það er nefnilega málið, ég skrifaði þetta fyrst sem hryllingssögu en fannst þetta svo vera orðið svo óhuggulegt allt. Þetta var miklu flóknari saga hjá mér fyrst og á ein- hverjum tímapunkti fór ég að sjá húmorinn í þessu og þetta fór að breytast í svarta kómedíu,“ svarar Magnús. Erfitt geti verið að finna lín- una á milli hins óhugnanlega og hins spaugilega. Hún sé oft á tíðum hárfín og áhorfendur verði að fá tækifæri til að meta myndina á sínum forsendum. Maggi bíóglaði gerir bíómynd Öskur Þóra Karítas Árnadóttir og Halldór Gylfason í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Taka 5.  Magnús Jónsson frumsýnir sína fyrstu kvikmynd, Taka 5, á Stockfish  Tekin upp á níu dögum  Bóndi neyðir fimm listamenn til að leika fyrir sig í kvikmynd Magnús Jónsson Kammersveitin Elja kemur fram á næstu tónleikum Sígildra sunnu- daga kl. 12 á morgun, sunnudag, í Norðurljósasal Hörpu. Boðið verð- ur upp á dagskrá sem spannar ann- an áratug 20. aldar til dagsins í dag. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Arvo Pärt, Carl Nielsen, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur og Báru Gísla- dóttur. Um tónsprotann heldur Bjarni Frímann Bjarnason, einn stofnenda Elju. Hljómsveitin er skipuð ungu tónlistarfólki sem flest er komið vel á veg með að skapa sér sess sem einleikarar, hljómsveitar- spilarar og hljómsveitarstjórar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tilnefnd Elja var tilnefnd til Íslensku tón- listarverðlaunanna sem flytjandi ársins í flokknum Sígild og samtímatónlist. Elja á Sígildum sunnudögum Án titils, án höf- undar er yfir- skrift sýningar sem verður opn- uð kl. 16 í dag, laugardag, í Gallery Porti, Laugavegi 23b. Listamenn- irnir Hreinn Friðfinnsson, Magnús Logi Kristinsson og Pétur Magnússon sýna verk sem eru útfærslur hvers fyrir sig á sömu hugmyndinni – hugmynd sem er án titils og án höf- undar. Þremenningarnir eiga að baki litríkan og langan feril í listaheim- inum og hafa allir haldið fjölda einka- og samsýninga. Útfærslur á sömu hugmyndinni Hreinn Friðfinnsson Hinn margverðlaunaði og fjölhæfi hljómsveitarstjóri og píanóleikari André Previn er látinn, 89 ára að aldri. Meðal verðlauna sem féllu honum í skraut á löngum og glæst- um ferli voru fern Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndatónlist – árið 1961 var hann tilnefndur fyrir þrenn – og tíu Grammy-verðlaun – og Grammy-heiðursverðlaunin. Previn lék sér löngum á mörkum klassískrar tónlistar, djass og dæg- urtónlistar. Á sjötta og sjöunda ára- tugnum fyllti hann tónleikasali kvöld eftir kvöld, ýmist sem stjórn- andi sinfóníuhljómsveita eða við pí- anóið í djasshljómsveitum en á því sviði hljóðritaði hann með mörgum stórstjörnum. Previn var einnig aðalstjórnanandi margra kunnra sveita, þar á meðal sinfóníu- hljómsveitanna í London, Los Ang- eles og Pittsburg. Hann var fimm- giftur, síðast fiðluleikaranum kunna Anne-Sophie Mutter. Hinn fjölhæfi André Previn látinn Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Virtur Previn með þáverandi eiginkonu, Miu Farrow, við komuna til Íslands árið 1970 er hann kom fram á Listahátíð. Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari og Gerrit Schuil pí- anóleikari halda styrktartón- leikana Mozart Meditation í Hljóðbergi Hannesarholts á morgun, sunnu- dag, kl. 16. Lista- mennirnir gefa vinnu sína og renn- ur ágóðinn til hússins, til styrktar menningarviðburðum þar. Styrkja reksturinn Guðný Guðmundsdóttir Guðmundur Oddur Magn- ússon sér um leiðsögn og spjall á sýning- unni Safnið á röngunni með Einari Þorsteini í Hönnunarsafni Íslands kl. 13 í dag, laugardag. Einar Þorsteinn, sem lést 2015, var brautryðjandi í rúmfræðirann- sóknum og sérfræðingur í marg- flötungum. Safnið á röngunni Einar Þorsteinn Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is DVERGARNIR R UMFERÐAREYJAR Sérlausnir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki Henta vel til að stýra umferð, þrengja götur og aðskilja akbrautir. Til erumargar tegundir af skiltum, skiltabogum og tengistykkjum sem passa á umferðareyjarnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.