Morgunblaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 44
laugardaga frá kl. 11 til 17 sunnudaga frá 13 til 17 Sími 568 9512 Opið virka daga frá kl. 11 til 18 Suðurlandsbraut 54 bláu húsin (við faxafen) 40-70% afsláttur af öllum vörum Troðfull verslun af merkjavöru Sýningin Leikreglur með ljós- mynda- og myndbandsverkum hinnar víðkunnu finnsku myndlist- arkonu Elinu Brotherus verður opn- uð í Listasafninu á Akureyri í dag kl. 15. Sýningin var fyrst sett upp í Pompidou-safninu í París árið 2017 og síðan í Listasafni Íslands. Broth- erus verður með leiðsögn um sýn- inguna á morgun, sunnudag, kl. 15. Sýning á verkum Elinu Brotherus á Akureyri LAUGARDAGUR 2. MARS 61. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir að með ráðningu Benedikts Guðmundssonar í gær í starf lands- liðsþjálfara kvenna í körfuknattleik sé stigið skref í átt að því markmiði sambandsins að kvennalandsliðið taki þátt í lokakeppni Evrópumóts- ins árið 2023. Ríkur metnaður sé fyrir hendi til þess. »1 Benedikt ráðinn og stefnt á EM 2023 Dísella Lárusdóttir óperusöngkona verður gestur kollega síns, Gunnars Guðbjörnssonar, í viðtalstónleika- röðinni Da Capo kl. 14 í dag í Salnum í Kópavogi. Þau fara yfir söngferil Dísellu og spjalla um lífið og listina auk þess sem hún flytur valin tón- listaratriði ásamt píanóleikaranum Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur. Dísella kemur reglulega fram í Met- ropolitan-óperunni í New York, í næstu viku tekur hún þátt í upp- færslu á La Clem- enza di Tito og í haust syngur hún burðarhlutverk í nýrri uppfærslu Metropolitan á óperu Philips Glass, Akhna- ten. Dísella um lífið, listina og söngferilinn ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hulda Karen Daníelsdóttir, sérfræð- ingur hjá Menntamálastofnun, er ný- kjörin formaður Þjóðræknisfélags Ís- lendinga. Hún tók við af Hjálmari W. Hannessyni og er fyrst kvenna til að gegna embætti formanns í 80 ára sögu félagsins. „Ég hef setið í stjórn Þjóðræknis- félagsins í nokkur ár og bjó í Winni- peg í Manitoba í 17 ár,“ sagði Hulda Karen. Í Winnipeg var hún ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu og kenndi fullorðnum íslensku við Manitoba- háskóla og eins á námskeiðum hjá sí- menntunarmiðstöð. Auk þess kenndi hún börnum íslensku á námskeiðum og í sumarbúðum. „Það er skemmti- legt að segja frá því að sá sem stýrir íslenskudeildinni við háskólann kunni ekki stakt orð í íslensku þegar hann kom fyrst í tíma til mín. Hann er nú í starfinu sem ég gegndi og er alveg frábær,“ sagði Hulda Karen. Hún sagði að viðvarandi áhugi væri á tengslunum við Ísland á Vest- ur-Íslandi. „Síðastliðið sumar horfði ég á fótboltaleik í Riverton í Mani- toba þar sem var fullt af börnum að spila. Svo heyrði maður alltaf öðru hvoru hrópað „afi“ eða „amma“! Kan- adísku börnin nota þessi orð um ís- lensku afana og íslensku ömmurnar sínar.“ Hulda Karen kvaðst lengi hafa haft áhuga á að laða yngra fólk að félaginu og auka aðgengi ungra íslenskra fræðimanna að þeim fjársjóði sem er að finna í Vesturheimi. Kanadískir fræðimenn geti ekki nýtt hann jafn vel því þeir séu ekki jafn vel læsir á íslensku. Hulda Karen nefndi t.d. ís- lenskan fræðimann sem er að rann- saka leiklistarhefð á meðal Vestur- Íslendinga og nýja rannsókn á konum sem fóru einar vestur um haf auk bókarinnar Sigurtungu um vestur- íslenskt mál og menningu. Hún sagði að mörg tækifæri væru til rannsókna í þjóðfræði, sagnfræði, tungumálinu og fjölmenningu þar vestra. „Ég mun leggja mig alla fram við að upplýsa unga fræðimenn um rann- sóknarmöguleika í Vesturheimi. Svo vil ég gjarnan leggja áherslu á þetta nafn: Þjóðræknisfélag Íslendinga. Um tíma hefði ég viljað breyta því t.d. í Frændræknisfélag. Svo hélt Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, svo frábært erindi á Þjóðræknisþingi 2016 og ég var svo sátt við nafnið á fé- laginu eftir það,“ sagði Hulda Karen. Hún sagði að á stundum hefði heiti fé- lagsins verið tengt við þjóðrembu en forsetinn hefði lagt sérstaka áherslu á að þjóðrækni væri andstæða við þjóðrembu. Þjóðrækni drægi dám af orðinu frændrækni; það að hirða um skyldmenni, rækta fjölskyldu í víð- asta skilningi og sýna ræktarsemi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjóðræknisfélag Íslendinga Hulda Karen Daníelsdóttir tók við formennsku í félaginu af Hjálmari W. Hannessyni. Fjársjóður bíður fræði- manna í Vesturheimi  Hulda Karen nýkjörin formaður Þjóðræknisfélagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.