Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 8. M A R S 2 0 1 9
Stofnað 1913 74. tölublað 107. árgangur
UM HUNDRAÐ
VIÐBURÐIR
Á DAGSKRÁ ÓEIRÐIR Á ÍSLANDI
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
MÓTMÆLIN Á AUSTURVELLI 1949 24 FINNA VINNU ÁTTA SÍÐURHÖNNUNARMARS 58
Samkvæmt nýrri talningu Sam-
taka iðnaðarins í mars hefur íbúð-
um sem eru á fyrstu byggingar-
stigum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e.
að fokheldu, fækkað um 4,1% frá
síðustu talningu í september. Slíkar
íbúðir voru 2.558 talsins í mars.
„Fækkunin nú endurspeglar að
stærstum hluta versnandi efna-
hagsástand og aukna efnahags-
óvissu, m.a. vegna stöðu kjara-
samninga,“ segir í greinargerð
Samtaka iðnaðarins (SI) um málið.
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri SI, segir verk-
efnastöðuna almennt góða.
„Hvað varðar íbúðamarkaðinn er
útlitið ágætt. Heilt yfir er aukning
varðandi samgöngur og margt í
pípunum. Hins vegar eru blikur á
lofti. Stærri verkefni hafa frestast.
Það hefur áhrif á móti. Til dæmis
hefur útboði vegna meðferðar-
kjarnans við Hringbraut verið
frestað fram á haust en það átti að
verða í mars,“ segir Sigurður. »20
Íbúðir í byggingu á höfuðborgar-
svæðinu 2018-2019
Heimild: SI
Mars 2018 Sept. 2018 Mars 2019
Fokhelt og lengra komið Að fokheldu
4.9884.845
4.093
2.558
2.430
2.668
2.177
2.040
2.053
Vísbendingar um
að hægt hafi á upp-
byggingu íbúða
Ein kindin í Árbæjarhjáleigu tók forskot á sæluna
í vetur með þeim afleiðingum að hún bar tveimur
lömbum í gærmorgun, mánuði fyrr en almennur
sauðburður hefst hjá bændunum Kristni Guðna-
syni og Marjolijn Tiepen. Annað lambið er bíldótt
og hitt dökkmórautt. Vilhelm Bjartur og Áslaug
María Eiríksbörn fóru í fjárhúsin með afa og
ömmu og fengu að skoða lömbin. Vorið leggst vel
í Kristin, klakalaus jörð veit á gott.
Morgunblaðið/RAX
Bar tveimur lömbum mánuði á undan áætlun
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
360° snúningur | Innbyggður fótaskemill
Hallanlegt bak | Stillanlegur höfuðpúðiWizar
HÆGINDASTÓLL
Fyrir lífsins ljúfu stundir.
Efni: Leður/tau
20% AFSLÁTTUR
Verð: 159.920
Fullt verð: 199.900
Skortur á gjörgæslurýmum er við-
varandi vandamál á Landspítalanum
og lausn á því ekki í sjónmáli, að
sögn Gunnars Mýrdal Einarssonar,
yfirlæknis hjarta- og lungnaskurð-
deildar Landspítalans. Hann segir
vanta stærra húsnæði og fleira sér-
hæft starfsfólk svo hægt sé að fjölga
gjörgæslurýmum á spítalanum.
„Ef við lítum á tölfræðina þá vant-
ar okkur 7-10 gjörgæslupláss til að
standast alþjóðlegan samanburð
miðað við fólksfjölda.“
Á Landspítala eru 13 gjörgæslu-
pláss. „Þetta er allt gjörgæslurýmið
á höfuðborgarsvæðinu og í raun fyr-
ir megnið af landinu. Þetta er ekki
nóg fyrir 350 þúsund íbúa og alla
ferðamennina sem hingað koma,“
segir hann. »6
Brýn þörf á að
stækka gjörgæslu
Helgi Bjarnason
Jóhann Ólafsson
Nýr og jákvæðari tónn virðist vera
kominn í samningaviðræður sam-
flots sex verkalýðsfélaga og samtaka
og Samtaka atvinnulífsins á sátta-
fundum í Karphúsinu. Samtök at-
vinnulífsins lögðu fram nýjar hug-
myndir á fundi í gær sem
forystumenn verkalýðsfélaganna
töldu að gætu orðið nýr viðræðu-
grundvöllur.
Til þess að samningamenn gætu
einbeitt sér að samningum næstu
daga ákváðu Efling og VR að aflýsa
tveggja daga verkfalli á ferðaþjón-
ustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu
sem hefjast átti á miðnætti.
Samningamenn eru bundnir af
fréttabanni ríkissáttasemjara þann-
ig að ekkert fæst uppgefið um efni
þeirra hugmynda sem nú er verið að
vinna með.
„Raunverulegur samningsvilji“
Samninganefndirnar hittast
klukkan 13 í dag og verður unnið
næstu daga og um helgina til að
reyna að ná samningum, helst áður
en ný verkfallslota hefst. Næsta
verkfall verður á mánudag og nær til
hluta strætisvagnabílstjóra á höfuð-
borgarsvæðinu en þriggja daga
verkfall Eflingar og VR hjá rútufyr-
irtækjum og hótelum verður seinni
hluta næstu viku.
„Það er vænlegast að fresta öllum
verkföllum þannig að ferðaþjónust-
an geti komist í samt lag og farið að
vinna af fullum krafti,“ segir Jó-
hannes Þór Skúlason, framkvæmda-
stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
„Það er mikilvægt að það komi
fram að við hefðum ekki tekið
ákvörðun um að aflýsa þessum verk-
föllum nema vegna þess að við upp-
lifum að það sé raunverulegur samn-
ingsvilji fyrir hendi,“ segir Sólveig
Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
stéttarfélags. „Við hefðum ekki farið
þessa leið ef við hefðum ekki séð alla
vega til sólar,“ segir Ragnar Þór
Ingólfsson, formaður VR.
Nýr tónn á sáttafundum
Efling og VR aflýsa verkföllum þessarar viku Samningsaðilar telja að nýr
grundvöllur hafi fundist Reynt að semja áður en næsta verkfallslota skellur á
MAflýsa verkfalli »4