Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is TIL SÖLU Dugguvogur 17 – 104 Reykjavík Stærð: 750 m2 Gerð: Atvinnuhúsnæði s 534 1020 Til sölu 750 m² atvinnuhúsnæði á þremur hæðum við Dugguvog 17 í Reykjavík. Heildareign sem stendur á sérlóð. Óskað er eftir kauptilboði. Á jarðhæð Kænuvogsmegin eru tvö lagerrými 107 m² og 143,4 m² og er annað þeirra með afgirtu porti. Innkeyrsludyr og inngöngudyr eru á báðum einingum. 1. hæð/jarðhæð Dugguvogsmegin eru 8 herbergi/vinnustofur auk kaffistofu, sturtuaðstöðu og tveggja salerna. 2. hæð er með 7 herbergjum/vinnustofum, eldhúsi, sturtuaðstöðu og snyrtingum. Stórir gluggar með opnanlegum fögum eru í öllum herbergjum. Á gólfum er dúkur og parket. Kerfisloft með lýsingu er á báðum hæðum. Úr stigagangi er opið inn í þakrými sem býður upp á möguleika til að stækka húsið. Leigusamningar eru á báðum iðnaðarbilum á jarðhæð Kænuvogsmegin en báðar hæðir frá Dugguvogi eru tómar í dag. Á bak við húsið er stórt malbikað bílaplan. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Jóhannsson löggiltur fasteignasali, s. 824 6703, olafur@jofur.is Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta verður skemmtilegupplifun fyrir alla fjöl-skylduna þar sem sápurverða í aðalhlutverki. Með- al annars verðum við með úlf í raun- stærð sem gerður er úr sápu,“ segir Erla Gísladóttir, en í tilefni af Hönn- unarmars ætlar hún ásamt hönn- unarstúdíóinu Wolftown að opna í kvöld sýninguna Úlfur í sauðargæru, í garðskála Listasafns Einars Jóns- sonar. Erla á og rekur ilm- og húð- vörumerkið URÐ og með sjálfbærni, umhverfissjónarmið og íslensk hrá- efni að leiðarljósi ætlar hún að kynna á sýningunni nýjar umhverf- isvænar sápur úr íslenskum hráefn- um. „Grafíski hönnuðurinn André Visage hefur unnið umbúðir með okkur í URÐ, og þar sem hönnunarstúdíóið hans heitir Wolf- town, eða úlfabær, þá langaði hann til að búa til úlf. Andri eyddi ótrú- lega mörgum klukkutímum í að búa úlfinn til úr pappír, síðan hellti hann yfir hann bræddum sápuafgangi sem hann hafði fengið á hótelum og líka frá framleiðslunni minni. Nú er úlfurinn orðinn að flottum táknræn- um sápuskúlptúr sem standa mun ofan á sjónvarpsskjá og mun grafík varpast á úlfinn. Pælingin hjá okkar með nafninu á sýningunni, Úlfur í sauðargæru, tengist ferða- mannabransanum á Íslandi, sem við teljum að hluta til vera úlf í sauð- argæru, því þar er ekki allt sem sýn- ist. Við erum að skoða skuggahlið- arnar á ferðamannabransanum, og koma í leiðinni fram með ákveðna lausn, því við erum að framleiða sáp- ur og fleira hér heima og þess vegna þarf ekki endilega að flytja allt inn.“ Flutt inn til að nota einu sinni Erla segir að hún og André hafi pælt mikið í umbúðum og hvernig hægt sé að minnka kolefnissporin okkar, enda nauðsynlegt eins og ástandið í umhverfismálum er. „Hann fór að skoða hina miklu einnota neyslu ferðamanna sem koma til Íslands. Til dæmis er mikið um einnota mataráhöld og fleira sem ferðamenn nota aðeins einu sinni og að því loknu er því hent. Þessar um- búðir eru margar fluttar inn til landsins í þeim eina tilgangi að nota þær einu sinni. Til dæmis sápur á hótelum og gististöðum, þessi litlu sápustykki enda í sturtubotninum eftir að hafa verið notuð einu sinni og síðan er þeim hent. André fékk mikið af slíkum afgangssápum á hót- eli í miðbænum og þá spratt upp sú hugmynd að þrátt fyrir að margt mjög jákvætt sé við ferðamanna- strauminn til Íslands, þá fylgja hon- um þessar skuggahliðar, meðal ann- ars í einnota neyslu. Við höfum velt fyrir okkur hvað við Íslendingar get- um framleitt hér heima og hvernig við getum verið umhverfisvænni. Fyrirtækið mitt URÐ framleiðir m.a. íslenskar sápur og við leitumst við að nota íslenskt hráefni eins og kostur er. Sápurnar eru handgerðar og ég nota íslenska kaldpressaða repjuolíu í sápugerðina. Í skrúbb- sápuna nota ég íslenskan sand, í sjampóbarinn nota ég íslenskan þara og blóðberg og ég nota hafra frá Sandhóli í sápuna sem er fyrir við- kvæma húð og börn. Það er því hægt að nota ýmislegt úr náttúrunni okk- ar í vöruframleiðslu, í stað þess að flytja allt inn með tilheyrandi meng- un,“ segir Erla og bætir við að auk þess sé steinasápunum hennar pakk- að í pappír en ekki plast. „Lögun sápanna minnir á brotna hrafntinnu, því hrafntinna er táknræn fyrir hina viðkvæmu íslensku náttúru. Ég valdi hrafntinnu af því hún er friðuð og stundum nefnd steinn sannleikans.“ Sápurnar frá URÐ hafa átt góðu gengi að fagna og hafa m.a verið seldar í verslunum Anthropologie í Bretlandi, auk verslana hér á landi. Sápuúlfur í sauðagæru Þari, blóðberg, hafrar, sandur og repjuolía eru meðal þeirra íslensku hráefna sem Erla Gísladóttir notar í handgerðar steinsápur sínar. Hún og André Visage vilja minna af einnota vörum í ferðamannabransa. Morgunblaðið/Eggert Skúlptúr Erla og André með sápuúlfinum. Steinsápurnar sem Erla býr til hanga nokkrar saman á statífi. Ilm- og húðvörumerkið URÐ og hönnunarstúdíóið Wolftown opna sýninguna Úlfur í sauðargæru í garðskála Listasafns Einars Jóns- sonar í dag, fimmtudag 28. mars, kl.17-20. Þar má sjá sápuskúlptúr- inn, sápukúluvél verður í styttu- garðinum og gestir fá að taka heim með sér sápu úr nýju vöru- línu URÐAR á meðan birgðir end- ast. Sýningin stendur yfir út Hönn- unarmars á opnunartíma safnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.