Morgunblaðið - 28.03.2019, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Mér kemur þetta ástand mjög á
óvart. Ég er vanur því að það sé
gengið frá öllum lausum endum jafn-
óðum og það séu
engar svona
uppákomur,“ seg-
ir Bárður Haf-
steinsson, skipa-
verkfræðingur
hjá Nautic ehf.
Bárður er
þrautreyndur
skipahönnuður og
kom meðal ann-
ars að hönnun nú-
verandi Herjólfs
sem byggður var 1992. Hann furðar
sig á því hvernig haldið hefur verið á
málum við smíði nýs Herjólfs.
Krefjast 1,2 milljarða
Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær tilkynnti Vegagerðin
að skipasmíðastöðin Crist S.A. í Pól-
landi, sem smíðar nýjan Herjólf,
hefði á lokametrum verksins krafist
viðbótargreiðslu sem nemur nærri
þriðjungi af heildarverði skipsins. Í
tilkynningu Vegagerðarinnar var
rakið að í upphafi hefði verið samið
um að smíði Herjólfs myndi kosta
26.250.000 evrur. Síðar hefði bæst við
aukaverk að upphæð 3.492.257 evrur,
svo sem rafvæðing Herjólfs, en skrif-
legir samningar væru um öll þessi
aukaverk. Krafan um viðbót-
argreiðslu hljóðaði upp á um 8,9
milljónir evra eða ríflega 1,2 millj-
arða íslenskra króna.
Björgvin Ólafsson, umboðsmaður
Crist S.A. á Íslandi, gagnrýndi fram-
göngu fulltrúa Vegagerðarinnar í
samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég
er nú búinn að vera í mörgum ný-
byggingum, hef tekið þátt í að smíða
20-30 skip, en hef aldrei sé neitt
þessu líkt. Þetta hlýtur að vera van-
kunnátta. Menn bara haga sér ekki
svona,“ sagði hann og nefndi að eng-
in tilraun hefði verið gerð til sam-
ræðna um uppgjör, stóð lögfræðinga
hefði verið sent í stað kunnáttufólks.
Skipið of þungt og of mjótt
Bárður Hafsteinsson segir í sam-
tali við Morgunblaðið að saga nýs
Herjólfs sé hálf klúðursleg frá upp-
hafi.
„Það er nokkuð langur aðdragandi
að þessu öllu saman. Vegagerðin
leggur eftir því sem ég best veit fram
teikningar að þessu skipi. Sá sem
gerir frumhönnunina er Jóhannes
Jóhannsson, skipatæknifræðingur,
sem býr í Danmörku, og svo var boð-
in út frekari teiknivinna. Það var
norskt fyrirtæki sem fékk þá vinnu.
Síðan er skipasmíðastöðin látin bera
ábyrgð á þessum teikningum þegar
samið er, eftir því sem mér er sagt.
Mér finnst það dálítið undarlegt.
Þeir eiga að standa ábyrgð á djúp-
ristu og þyngd skipsins, sem hönn-
uðu skipið. Svo heyrir maður að þeg-
ar þeir fara að vinna úr þessu þá
komi í ljós að skipið verður allt of
þungt. Það er líka of mjótt.“
Bárður kveðst reyndar telja að
vandamálin megi rekja lengra aftur
en að hönnun nýs Herjólfs og kveður
þá við kunnuglegt stef. „Það er aldrei
minnst á það að þegar þessi höfn var
hönnuð þá var hún hönnuð fyrir litla
ferju. Hún var hönnuð fyrir miklu
minni skip en verið er að tala um í
dag. Alls ekki fyrir þessa ferða-
mannatraffík í dag og síðustu árin.
Þetta er hálfgert klúður frá upphafi,
hönnunin á höfninni og öllu saman.
Þetta verður allt að hanga saman, al-
veg frá upphafi.“
„Hálfgert klúður frá upphafi“
Skipaverkfræð-
ingur furðar sig á
smíði nýs Herjólfs
Fimm ára saga vörðuð skrautlegum uppákomum
2014 FEBRÚAR Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkis-
ráðherra heimilaði að auglýst yrði útboð
um hönnun nýrrar Vestmannaeyjaferju á
Evrópska efnahagssvæðinu.
x
2016 JÚNÍ Ríkiskaup auglýsa útboð á nýsmíði og rekstri
nýrrar Vestmannaeyjaferju. Í útboðinu er
valið á milli þess að gera þjónustusamn-
ing um smíði og rekstur skips til allt að 12
ára eða að semja um smíði nýs skips fyrir
allt að 4,8 milljarða króna.
2016 8. SEPTEMBER Sam-skip kæra útboðs Herjólfs
vegna fyrirspurnar sem var ekki svarað.
Opnun tilboða frestað um viku.
2016 15. SEPTEMBER Átján tilboð bárust í ferjuna. Flest voru frá erlendum skipa-
smíðastöðvum og fyrirtækjum og meirihlutinn aðeins
í nýbyggingu skips. Samskip, Eimskip og Sæferðir
buðu í einkaframkvæmd sem felst í að leggja til skip
og reka það í tólf ár. Lægstu tilboð í smíði ferjunnar
voru á bilinu 2,7 til 2,8 milljarðar króna, nærri því 800
milljónum undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.
2016 OKTÓBER Norska skipasmíðastöðin
Fiskerstrand Verft AS sem Vegagerðin og
Ríkiskaup töldu að væru með hagstæð-
asta tilboðið dró tilboð sitt til baka án
skýringa. Tilboð áttu að vera bindandi.
2017 JANÚAR Ríkiskaup hafa ákveðið að velja tilboð pólsku skipasmíða-
stöðvarinnar Crist í smíði nýrrar Vestmanna-
eyjaferju. Engin kæra barst frá öðrum sem buðu í
verkið. Tilboð Crist hljóðaði upp á rúmlega
26,2 milljónir evra, aðeins undir kostnaðaráætl-
un en rúmlega 600 milljónum kr. yfir lægsta til-
boði. Stefnt að afhendingu skipsins 20. júní 2018.
2018 SEPTEMBER Tafir ásmíði ferjunnar, bæði
vegna breytinga að ósk Vegagerðar-
innar og tafa hjá skipasmíðastöðinni.
Ólíklegt að afhending verði fyrir lok árs.
2019 FEBRÚAR Verið að leggja loka-hönd á smíði Herjólfs í Póllandi.
2019 15. MARS Herjólfur fullbúinn og tilbúinn til af-
hendingar. Deilt um lokauppgjör vegna tafa
á smíði og aukaverka sem pöntuð voru.
2019 26. MARS Vegagerðin tilkynnir að skipasmíða-
stöðin krefjist 1,2 milljarðs króna í
viðbótargreiðslu. Óvíst hvenær eða
hvort Herjólfur fæst afhentur
2014 ÁGÚST Samið við norska fyrirtækið Polarkonsult
A/S um hönnun nýrrar Vestmanna-
eyjaferju. Samningsupphæðin er um
124 milljónir króna. Reiknað er með að
smíði ferjunnar ljúki síðla árs 2016.
2016 ÁGÚST Á annað hundrað fyrirspurnir berast Ríkis-
kaupum vegna útboðsins og margir óska
eftir að tilboðsfrestur verði framlengdur. Því
er í fyrstu neitað en síðan er þeirri ákvörðun
breytt og fresturinn lengdur um tvær vikur.
Bárður
Hafsteinsson
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
TORMEK T-4
Vinsæla brýnsluvélin
Tryggingastofnun flytur frá Laugavegi í Hlíðasmára 11 í Kópavogi. Vegna flutninganna
verður lokað fimmtudaginn 28. mars og föstudaginn 29. mars. Opnað verður á nýjum
stað mánudaginn 1. apríl með betra aðgengi og nægum bílastæðum. Verið velkomin.
Tryggingastofnun
Hlíðasmára 11 | 201 Kópavogur
Sími 560 4400 | tr@tr.is | tr.is
HLÍÐASMÁRA 11
OPNUM MÁNUDAGINN 1. APRÍL Í