Morgunblaðið - 28.03.2019, Qupperneq 16
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Dönsk hönnun
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Ársfundur 2019
fimmtudaginn 11. apríl
- Heildareignir: 229,5 milljarðar
- Skráðir sjóðfélagar: 46 þúsund
- Hæsta nafnávöxtun 2018: 7,0%
- Hæsta raunávöxtun á ári sl. 10 ár: 4,9%
Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verður haldinn á Icelandair
Hótel Reykjavík Natura fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 17:15.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningur 2018 og tryggingafræðileg athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs.
3. Kynning á fjárfestingarstefnu.
4. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags.
7. Ákvörðun um laun stjórnar.
8. Önnur mál.
Framboðum til stjórnar (aðalmenn) skal skila viku fyrir ársfund sjóðsins. Framboðs-
frestur rennur út þann 4. apríl 2019.Hægt er að senda inn framboð á netfangið
almenni@almenni.is.
Ársreikningur sjóðsins, tillögur um breytingar á samþykktum og nánari upplýsingar
um ársfundinn eru á heimasíðu sjóðsins. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.
Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.
Nánar á:
www.almenni.is
- A.m.k. 1/3 skyldusparnaðar í séreign
- Hagstæð lífeyrisréttindi
- Daglegt gengi ávöxtunarleiða á heimasíðu
- Sjö ávöxtunarleiðir í boði
Almenni í hnotskurn
Nú eru margir að horfa tilframandi landa með áætlunum að leggja land undir fót.
Að upplifa framandi menningu,
skrýtna siði, stórbrotið landslag,
smakka og prófa nýjan mat er allt
hluti af skemmtilegri upplifun ferða-
langsins. En skemmtileg ferðalög
geta snúist upp í andhverfu sína ef
heilsan er ekki í lagi. Á www.heilsu-
vera.is er að finna mörg heilsutengd
ráð fyrir ferðalanginn og eins bjóða
heilsugæslustöðvar upp á ferða-
mannaráðgjöf. Gott er að hafa sam-
band um tveimur mánuðum fyrir
áætlaða ferð svo mögulegt sé að
framkvæma nauðsynlegar bólusetn-
ingar. Hér koma nokkur heilsutengd
atriði sem gott er að huga að:
Er ég með bólu-
setningarnar í lagi?
Almennt má segja að þeir sem
ferðast til Norðurlandanna, Vestur-
og Suður-Evrópu, Kanada, Banda-
ríkjanna og Japan þurfi ekki að hafa
miklar áhyggjur af alvarlegum sjúk-
dómum. En það skiptir þó máli hvað
ferðamaðurinn er að gera í þessum
löndum. Þeir sem ætla á vit náttúr-
unnar gætu þurft að huga að bólu-
setningu. Þeir sem ferðast til landa
utan þessara svæða þurfa að ráð-
færa sig við heilbrigðisstarfsfólk
tímanlega, það er tveimur til þremur
mánuðum áður en lagt er upp í ferð
til að ganga úr skugga um hvort
ástæða er til bólusetninga.
Á heilsugæslustöðvum má fá ráð
og leiðbeiningar um mikilvægar
bólusetningar sem og á göngudeild
sóttvarna sem er til húsa í Þöngla-
bakka 1 í Mjódd í Reykjavík.
Borðið ekki grænmetið hrátt
Það eru næstum helmings líkur á
því að fólk fái niðurgang ef ferðinni
er heitið til landa í Austur-Evrópu,
Asíu, Suður-Ameríku og Afríku.
Besta forvörnin er handþvottur og
huga vel að mataræðinu. Hafa í huga
að borða ekki hrátt grænmeti eða
ávexti með hýðinu. Öruggast er að
afhýða sjálfur ávexti og grænmeti.
Almennt ætti ekki að borða hráan
mat eða endurhitaðan. Öruggastur
er nýsoðinn matur. Ekki ætti að
borða ís eða nota ísmola.
Við niðurgang skal gæta þess að
drekka nóg af vökva sem inniheldur
sykur og sölt, lítið í senn. Einnig get-
ur verið gott að hafa með sér í ferð-
ina lyf sem fást í lausasölu í apóteki,
til dæmis Imodium sem geta dregið
úr niðurgangi. Ef niðurgangurinn er
svæsinn og blóðugur og honum
fylgir hiti þá skal leita lækn-
isaðstoðar og fá sýklalyf.
Smyrsl fæla skordýrin
Mikilvægt er að nota skordýrafæl-
andi smyrsl eða úða til að minnka
líkur á skordýrabitum. Bera þarf vel
á alla hluta líkamans sem ekki er
hulinn fötum. Mörg skordýr bíta í
gegnum föt og því er ágætt að úða
líka á fötin. Efnið diethyltoluamide
(DEET) er útbreiddasta, ódýrasta
og virkasta skordýrafælan sem
óhætt er að nota á húð. Gæta þarf að
styrkleika efnisins, 30% er lágmark
til að verjast skordýrum sem geta
borið sjúkdóma en óþarfi er að fara
yfir 50% styrk. Á svæðum þar sem
malaría er landlæg er mikilvægt að
verjast biti eftir að skyggja tekur.
Moskítónet meðhöndlað með skor-
dýraeitri ber að nota á nóttunni.
Sé fólk bitið getur bit verið mjög
hvimleitt og hægt er að minnka
óþægindin talsvert með því að taka
ofnæmislyf eins og Loritin og bera
vægan steraáburð á bitin. Þessi lyf
er gott að hafa með sér og þau fást
án lyfseðils í lyfjabúðum.
Sólin er það fyrirbæri sem gerir
okkur mögulegt að lifa hér á jörð-
inni. Hún yljar okkur, sendir okkur
orku, birtu og þegar hún skín á húð-
ina framleiðir húðin D-vítamín sem
er okkur nauðsynlegt. En sólin get-
ur líka brennt. Húð hefur nátt-
úrulega vörn gegn geislum sól-
arinnar sem hún byggir upp smám
saman þegar við erum úti í sólinni.
Húðin dökknar og það veldur því að
við þolum sólina lengur.
Aðferðir til að verjast skaðlegum
geislum sólarinnar:
Besta leiðin er að klæðast ljós-
um, léttum fötum á heitum sól-
ardögum og gleyma ekki sólhatti ef
menn eru langtímum saman úti í
meðal áhættu eða meiri. Fólk sem
býr sunnar á hnettinum hefur til-
einkað sér að vera að mestu innan-
dyra eða í skugga yfir bjartasta tíma
dagsins til að forðast sólina þegar
geislun hennar er mest yfir hádag-
inn. Á ferðum til sólríkra landa er
ágætt að taka upp siði heimamanna í
þessum efnum og leita í skuggann á
heitasta tíma dagsins.
Vera á hreyfingu í sólinni.
Verst er liggja kyrr og láta sólina
skína stöðugt á sama hluta líkamans.
Nota sólgleraugu sem eru CE
merkt með breiðum örmum.
Nota sólkrem eftir þörfum.
Gott er að hafa sólkremin með sér í
ferðalagið.
Þeir sem ætla að ferðast til sól-
ríkra landa með ung börn þurfa að
gæta þess sérstaklega vel að verja
þau fyrir sólinni.
Hugað að heilsu á leið út í heim!
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Indland Það eru næstum helmingslíkur á því að fólk fái niðurgang ef ferðinni er heitið til landa til dæmis í Afríku.
Heilsuráð
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjúkrunar, og
Margrét Héðinsdóttir, vefstjóri hjá
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.