Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019
Norðmanna og um 20% af fram-
leiðslu Færeyinga svo annað dæmi sé
tekið. Að auki eru framleidd hér um 5
þúsund tonn af bleikju í stöðvum á
landi og þar eru Íslendingar í fremstu
röð.
Í kjölfar Troms?
Þótt laxeldið hér sé smátt í þessum
samanburði hefur það nokkur efna-
hagsleg áhrif. Útflutningsverðmæti
lax á síðasta ári var um 9 milljarðar
króna, samkvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofu Íslands, og fiskeldisins í
heild um 14 milljarða. Fyrirtækin eru
öll í stækkunarferli þannig að töl-
urnar munu hækka mjög á komandi
árum.
Á fimmta hundrað launþegar voru
hjá fiskeldisfyrirtækjunum á árinu
2017 og launakostnaður hátt í 4 millj-
arðar.
Sjókvíaeldi á laxi hefur langmest
áhrif á Vestfjörðum þar sem það hef-
ur snúið við íbúaþróun og á Aust-
fjörðum þar sem fiskeldið er komið
skemmra á veg en hefur orðið mikil
áhrif á Djúpavogi og vaxandi áhrif á
Eskifirði.
Gunnar Davíðsson, deildarstjóri
hjá fylkisstjórn Troms-fylkis í Nor-
egi, sagði frá uppbyggingu fiskeldis í
Norður-Noregi og þeim jákvæðu
breytingum sem það hefur haft í för
með sér fyrir hinar dreifðu byggðir.
Bar hann stöðuna hér saman við
Troms-fylki. Sagði að framleiðslan
þar hefði verið svipuð fyrir 20 árum
og nú er á Íslandi. Taldi hann mögu-
leika á að það tæki strandbyggðir hér
10 og í mesta lagi 15 ár að auka fram-
leiðsluna svipaða stærð og nú er í
Troms, eða um 180 þúsund tonn.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka fyr-
irtækja í sjávarútvegi, vitnaði til upp-
lýsinga frá Samtökum atvinnulífsins
þegar hún sagði að til þess að viðhalda
3% hagvexti á næstu árum þyrfti að
tvöfalda útflutning á 20 árum. Út-
flutningur þyrfti því að vaxa um 1.000
milljarða króna.
Hár flutningskostnaður
Ýmsar áskoranir eru í sölumál-
unum. Neil Shiran Þórisson, fjár-
málastjóri Arctic Fish, bendir á að ís-
lensk fiskeldisfyrirtæki fái lægra
skilaverð fyrir laxinn en framleið-
endur í nágrannalöndunum auk þess
sem dýrara er að framleiða laxinn hér.
Lægra skilaverð stafar ekki síst af
meiri flutningskostnaði.
Fram kom hjá Shiran að það tæki
7-8 daga að flytja ferskan lax frá
Bíldudal með skipi til Rotterdam á
leið til laxaverksmiðju í Póllandi og
það gæti tekið upp undir 12 daga við
erfið veðurskilyrði. Flutningur frá
Norður-Noregi alla leið í verksmiðj-
una tekur 4 daga. Nokkuð er flutt út
með flugi en Shiran segir að þróa
þurfi þann flutningsmáta frekar, auka
flutningsgetu og minnka kostnað.
Laxabændur hafa lengi kvartað
undan miklum flutningskostnaði.
Shiran nefndi sláandi mun á flutnings-
kostnaði frá Vestfjörðum og Norður-
Noregi til verksmiðjunnar í Póllandi,
eða 0,35 til 0,47 evrur á kíló frá Íslandi
á móti 0,20 til 0,25 evrum frá Noregi.
Ofurkæling hefur hjálpað framleið-
endum á laxi á Íslandi að varðveita
gæðin alla leið á markað. Það kom
hins vegar fram á ráðstefnunni að
kaupendur líta aðallega á dagafjölda
frá slátrun þegar þeir velja sér vöru.
Gera þurfi átak í að kynna kosti of-
urkælingar fyrir kaupendum og neyt-
endum afurðanna.
Breytingar fylgja auknu magni
Afurðir íslenska fiskeldisins eru að
langmestu leyti fluttar úr ferskar, að-
eins 5% eru flutt út frosin. Er það
mjög líkt útflutningi Norðmanna. Aft-
ur á móti flytja Færeyingar 15% af-
urða sinna út frosnar. Íslendingar og
Norðmenn selja um 80% afurða sinna
í Evrópu en afganginn til Asíu og
Bandaríkjanna. Íslendingar selja þó
meira beint til Ameríku en Norð-
menn. Mynstrið er allt öðruvísi hjá
Færeyingum sem einir hafa aðgang
að Rússlandsmarkaði. Fara um 38%
afurða þeirra á þann markað en af-
gangurinn skiptist tiltölulega jafnt á
milli annarra helstu markaða.
Talsmenn flutningafyrirtækja
segja að þau muni laga sig að þörfum
fyrirtækjanna. Þurfi meiri fram-
leiðslu og jafnari til þess að keðjan
virki sem best.
Fiskeldisfyrirtækin eru bjartsýn
um að hægt verði að fá gott verð fyrir
laxinn, þegar framleiðslan eykst og
hægt verður að afhenda vöruna allar
vikur ársins. Vísa þeir til reynslu ann-
arra útflytjenda íslenskra sjávaraf-
urða. Neytendur taki vöru frá Íslandi
fagnandi.
Borgar sig að vinna saman
Ómar Grétarsson, sölu- og mark-
aðsstjóri Arnarlax, sagði á ráðstefn-
unni að þegar tekist hefði að fá hærra
verð en Norðmenn færi sú uppbót að-
allega í vasa flutningsfyrirtækjanna.
Hann sagðist sjá ýmis tækifæri til að
ná árangri í sölumálum með því að
fara lengra inn á markaðinn og nefndi
dæmi frá Noregi, Færeyjum og Skot-
landi.
Ómar sagðist sjá það sem ýmsir
tala um ógnanir við fiskeldið, eins og
áhættumat Hafrannsóknastofnunar
og lágan sjávarhita sem sérstöðu og
góða sölupunkta. Áhættumatið sýndi
að umhverfisvæn vara kæmi frá Ís-
landi enda væri það eina landið sem
væri með slíkar reglur.
Shiran og Ómar vöktu báðir máls á
því að íslensku fiskeldisfyrirtækin
þyrftu að bindast samtökum um sölu
afurðanna og koma sér upp eigin
gæðamerki eins og Skotar hafa gert.
Ómar bætti því við að gjarnan mættu
þeir fá meiri stuðning stjórnvalda í
því efni.
Áskoranir í markaðsmálum
Fiskeldi hefur margfaldast í heiminum og litið er til enn frekari aukningar til að brauðfæða mann-
fjöldann Laxeldi á Íslandi er enn í smáum stíl en áform eru um aukningu á komandi árum
Útflutningsverðmæti eldisfisks 2008-2018
15.000
14.000
13.000
12.000
11.000
10.000
9.000
8.000
7.000
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
15
14
13
12
11
10
9
8
7
6
5
4
3
2
1
0
Eldislax
Eldissilungur
Lax Silungur Aðrar tegundir (tonn) Heildarverðmæti útfl utnings (milljarðar kr.)
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18
3
6
563
1.279
1.412
1.837 1.598 1.361 1.720
2.006
2.355
2.814
3.306
3.602
4.795 3.037
1.791 1.192 1.621
2.089
5.526
8.691
9.636
milljarðar kr.
tonn
Útfl utningsverðmæti eldislax- og -silungsafurða
2008-2018, milljarðar kr.
Heimild: Hagstofa Íslands
Verðmæti
(milljarðar)
1,8
Verðmæti (milljarðar)
13,7 13,1
9
8,8
0,5
3,4
1,2
Morgunblaðið/Eggert
Strandbúnaður Metþáttaka var í ráðstefnunni í ár, um 350 manns.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þótt umræða um fiskeldi sé nokkuð
fyrirferðamikil hér á landi er fram-
leiðslan varla merkjanleg á heims-
markaði, enn sem komið er. Það setur
flutningum og markaðsstarfi miklar
skorður og enginn grundvöllur er fyr-
ir fullvinnslu. Íslenskum afurðum er
tekið vel á mörkuðunum en kostn-
aður við framleiðslu og flutning
skerðir samkeppnisstöðu fiskeld-
isfyrirtækjanna gagnvart samkeppn-
isfyrirtækjum. Fjallað var um þessi
mál í sérstakri málstofu á fiskeld-
isráðstefnunni Strandbúnaði sem lok-
ið er í Reykjavík.
Umfang fiskeldis í heiminum hefur
margfaldast á síðustu tveimur til
þremur áratugum á meðan afli úr
fiskveiðum hefur nokkurn veginn
staðið í stað. Þau tíðindi urðu fyrir fá-
einum árum að fiskeldið tók fram úr
veiðum. Ekki eru vaxtarmöguleikar í
fiskveiðum og vexti ýmissa annarra
greina matvælaframleiðslu takmörk
sett þar sem þær ganga nærri land-
inu. Er því víða horft til ræktunar á
fiski, ekki síst í sjó, til að standa undir
aukinni eftirspurn eftir matvælum
vegna fólksfjölgunar í heiminum og
sérstaklega í þeim löndum þar sem
kaupgeta almennings fer vaxandi.
Það er að gerast í stórum stíl í fjöl-
mennustu ríkjum heims.
Vöxtur fiskeldis hefur vissulega
verið mestur í Asíu. Atlantshafslax
sem meðal annars er alinn í okkar
heimshluta er ekki stór grein í þeim
samanburði en keppir við verðmæt
matvæli á kröfuhörðum mörkuðum.
Gott dæmi frá Noregi
Júlíus B. Kristinsson, fjár-
málastjóri Orf líftækni og fyrrverandi
stjórnandi fiskeldisfyrirtækja, tók
Noreg sem gott dæmi um það hvað
hægt er að gera í uppbyggingu stórs
og arðbærs atvinnuvegar, í erindi
sem hann flutti á ráðstefnu Strand-
búnaðar. Uppbyggingin byggðist á
vel útfærðri stefnumótun og aðgerða-
áætlun í upphafi þar sem opinberir
aðilar og fyrirtæki unnu saman.
Fram kom á ráðstefnunni að Norð-
menn áætla að margfalda eldið á
næstu árum og spá 5 þúsund tonna
framleiðslu eftir 30 ár.
Norðmenn framleiða nú um 1.300
þúsund tonn af laxi og hefur verð-
mæti afurðanna margfaldast á fáum
árum. Framleiðslan í Síle er um
helmingur af framleiðslunnar í Nor-
egi en nær 150 þúsund tonnum í
Bretlandi og Kanada. Hér voru fram-
leidd rúm 13 þúsund tonn af eldislaxi
á síðasta ári eða um 1% af framleiðslu
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
NÝR &
KRAFTMEIRI
Mitsubishi Outlander PHEV er rafdrifinn & svo miklu meira. Tvær öflugar
rafvélar og S-AWC-aldrifið skila auknu afli og afköstum sem gera allar
aðstæður leikandi léttar. Kynntu þér vinsælasta bílinn á Íslandi.
Verð frá
4.690.000 kr.