Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019
✝ Lýður Ægissonfæddist á
Siglufirði 3. júlí
1948. Hann lést 20.
mars 2019.
Foreldrar Lýðs
voru Kristján Ægir
Jónsson, f. 4.5.
1921, d. 15.12.
1993, vélstjóri og
verkamaður á
Siglufirði, og kona
hans Þóra
Frímannsdóttir, f. 19.12. 1921,
d. 21.3. 2010, verkakona á Siglu-
firði. Albræður Lýðs eru Gylfi, f.
10.11. 1946, fyrrv. sjómaður og
lagasmiður; Jón, f. 19.5. 1953, d.
22.4. 2014, fyrrv. sjómaður í
Hveragerði; Sigurður, f. 21.9.
1958, sóknarprestur á Siglu-
firði, og Matthías, f. 1.6. 1960,
skrifstofumaður í Reykjavík.
Hálfsystkini Lýðs, sam-
höfn en kona hans er Hrönn
Harðardóttir og eiga þau fjögur
börn; Finnbogi, f. 20.4. 1974,
handverksmaður og verktaki í
Reykjavík og á hann þrjú börn;
Sigurjón, f. 17.9. 1976; tölv-
unarfræðingur í Hafnarfirði, en
kona hans er Þórey Ágústsdótt-
ir og eiga þau þrjú börn; Ófeig-
ur, f. 22.3. 1983, ljósmyndari,
búsettur í Reykjavík en kona
hans er Kristjana Hlín Val-
garðsdóttir og eiga þau eina
dóttur, og Selma Hrönn Mar-
íudóttur, f. 18.8. 1969 (fóstur- og
bróðurdóttir), framkvæmda-
stjóri á Siglufirði en maður
hennar er Smári Sæbjörnsson
og eiga þau fimm börn.
Seinni eiginkona Lýðs var
Rannveig Kristjánsdóttir, f.
26.6. 1962, skrifstofutæknir en
dóttir hennar er Bylgja Ægis-
dóttir, f. 26.8. 1980, búsett í
Danmörku.
Útför Lýðs fer fram frá Selja-
kirkju í dag, 28. mars 2019,
klukkan 13.
mæðra, eru Frí-
mann Ingimund-
arson, f. 12.6. 1941,
rennismíðameistari
í Reykjavík; Ríkey
Ingimundardóttir,
f. 1.6. 1942, listmál-
ari og myndhöggv-
ari í Reykjavík,
Þorsteinn
Ingimundarson, f.
3.12. 1943, d. 17.1.
1963, sjómaður á
Siglufirði, sem lést af slysförum
nítján ára. Hálfbróðir Lýðs,
samfeðra, er Ríkharð Krist-
jánsson, f. 3.3. 1940, d. 24.5.
2009, rennismíðameistari og
vélstjóri í Reykjavík.
Börn Lýðs og fyrri konu hans,
Hörpu Sigurjónsdóttur, f. 2.1.
1951, húsfreyju, eru Þorsteinn,
f. 13.3. 1969, umsjónarmaður
íþróttamannvirkja í Þorláks-
Nú er ævintýrafleyið þitt lent
hér í þessu lífi en við tekur ný
vegferð á nýjum slóðum. Ég verð
að viðurkenna að mér finnst eilít-
ið skrýtið að skrifa minningar-
grein um pabba minn. En ef það
er eitthvað sem við eigum öll
sameiginlegt er það dauðinn.
Pabbi var góður vinur og sam-
ferðamaður. Hann háði marga
hildina í lífinu en sama hvað á
gekk alltaf lét hann jákvæðni
vera sinn vegvísi. Síðustu árin
voru erfið fyrir pabba, mikil
veikindi en alltaf sagðist hann
taka slaginn og við það stóð
hann. Gaf læknavísindunum
reglulega langt nef og við bræð-
ur töluðum oft um að eftir hans
síðasta andardrátt væri ráð að
gefa Kára Stefáns og deCODE
líkamsleifarnar enda líkt og að
pabbi hefði 19 líf.
Það er alltaf stórt skarð sem
faðir skilur eftir sig en pabbi var
líka tengdafaðir, afi, langafi, vin-
ur, fyrirmynd í svo mörgu.
Elsku pabbi, takk fyrir allar
stundirnar, takk fyrir ástina,
takk fyrir tónlistina þína, takk
fyrir öll lögin, takk fyrir strák-
ana mína, takk fyrir að vera vin-
ur minn, takk fyrir allar sögurn-
ar, takk fyrir allan hláturinn og
ekki síst, takk fyrir öll knúsin
sem ég á mest eftir að sakna.
Skilaðu kveðju til ömmu Þóru,
Ægis afa og bræðra þinna. Við
hittumst vonandi aftur á nýjum
stað en bara ekki alveg strax.
Þínum anda fylgdi glens og gleði
gamansemin auðnu þinni réði
því skaltu halda áfram hinumegin
með himnaríkisglens við mjóa veginn.
(Lýður Ægisson)
Þinn sonur,
Sigurjón Lýðs.
Elsku pabbi. Ég vil þakka þér
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
mig í gegnum tíðina, öll símtölin,
alla leikina í enska boltanum, alla
fréttatímana – með auglýsingun-
um í botni, veislurnar okkar þar
sem oftast voru lambahjörtu,
slátur eða uppáhaldið þitt; sviða-
kjammar. Þú varst mér algjör-
lega ómetanlegur. Þrátt fyrir að
fyrstu árin á ævi minni hafi mest
verið símtöl og nokkrar heim-
sóknir í borgina á ári þá urðu
heimsóknirnar og símtölin enn
fleiri eftir því sem ég varð eldri
og fór að ferðast sjálfur í heim-
sókn til þín. Svo ennþá meira eft-
ir að ég flutti í borgina. Ég er svo
þakklátur fyrir stuðning frá þér
þegar ég fór í stýrimannanámið í
Eyjum á sínum tíma. En mest af
öllu vil ég þakka þér fyrir allan
þann stuðning sem þú veittir
mér í ljósmyndanáminu mínu. Þú
varst alltaf rosalega stoltur af
mér á þeim vettvangi og hikaðir
aldrei við að segja mér og öðrum
hvað ég væri góður ljósmyndari.
Ég gleymi því aldrei þegar ég
var í náminu og sá myndir af þér
úr fyrri krabbameinsmeðferð-
inni þar sem þú varst með grím-
una fyrir geislunina á hausnum
og ég hugsaði að það gæti verið
geggjað að fá að mynda svona
meðferð. Svo kom upp að krabb-
inn fór aftur á stjá og seinni með-
ferðin var nýhafin þegar ég náði
að mana mig upp í það að spyrja
þig hvort ég mætti fá að fylgja
þér eftir og mynda þig í því ferli.
Svarið þitt var einfaldlega: „Já,
að sjálfsögðu, Ófeigur minn. Þú
tekur svo flottar myndir.“ Allt
árið 2012 fylgdi ég þér eins og
skugginn með vélina í andlitinu.
Fór með þér í hverja einustu
lyfjagjöf, geislameðferð, blóð-
prufu, sneiðmyndatöku og í raun
allar læknisheimsóknir sem þú
þurftir að fara í. Myndaði þig
heima og að heiman. Tók meira
að segja af þér portrett í hverri
viku um tíma. Hvert sem þú fórst
fylgdum við myndavélin. Á þess-
um tíma kynntumst við enn frek-
ar og er sá tími mér afar dýr-
mætur og ég veit að hann var það
líka fyrir þig. Ég fékk að heyra
margar sögur, nýjar og gamlar
sem þú sagðir svo skemmtilega
frá.
Eitt það minnisstæðasta frá
þessum tíma var þegar ég kom
með í sneiðmyndatöku og ég náði
mynd af lungnamyndinni þinni.
Það fannst mér alveg magnað að
ná. Og þar sást mjög vel hvað
annað lungað var orðið skemmt
eftir krabbann. Það var alveg
sama hvað gekk á í þínum veik-
indum alltaf hélstu ótrauður
áfram. Ávallt með bjartsýnina að
vopni.
Ég hélt áfram að mynda þig,
en ekki eins mikið og áður en
þær myndir eru mér mjög dýr-
mætar. En þær allra dýrmæt-
ustu eru myndirnar sem ég tók
síðustu dagana þína, alveg fram
á síðustu stund og áfram dagana
á eftir. Ljósmyndunin mín er bú-
in að hjálpa mér mikið síðustu
daga. Ég var búinn að týna henni
en ég er smátt og smátt að finna
hana aftur. En ég hóf þetta á
þökkum og vil enda á því að
þakka þér fyrir allan húmorinn
sem þú hafðir og þá sér í lagi alla
fimmaurabrandarana. Það er eitt
af því sem ég fékk í vöggugjöf frá
þér, að geta sagt mikla fim-
maurabrandara.
Takk. Ég elska þig ávallt.
Þinn yngsti sonur,
Ófeigur.
Í dag kveð ég elskulegan fóst-
urföður minn Lýð Ægisson með
söknuði og þakklæti. Hann var
jákvæðasti og lífsglaðasti maður
sem ég hef umgengist. Hann
gerði óspart grín að sjálfum sér
og tók hverri áskoruninni á fæt-
ur annarri með jafnaðargeði.
Hann greindist með insúlín-
háða sykursýki 29 ára og þurfti
að sprauta sig við henni mörgum
sinnum á dag allt til lífsloka. Of-
an á þetta lenti hann í bílslysi þar
sem hann skaddaðist á hálsi og
seinna rann hann til á dekki
þannig að hryggjarliður gekk til.
Eftir síðara slysið var hann met-
inn 75% öryrki. Hann greindist
með Addison-sjúkdóminn og
lungnakrabbamein sem dreifði
sér í heila, nýrnahettu og lifur.
Hann fékk rektappa í heila og
lungnaþembu. Geislameðferð
vegna krabbameinsins olli tauga-
og heilaskemmdum og það var
þyngra en tárum taki að horfa á
þennan sköpunarglaða mann
missa getuna smátt og smátt og
hverfa inn í heim sem varð sífellt
minni. Þegar ég spurði Lýð
hvernig hann hefði það, þá svar-
aði hann yfirleitt: „Það er ekkert
að mér“ eða „ég er alveg í klessu,
fáum okkur kaffi.“
Við Lýður vorum mjög náin og
töluðum yfirleitt saman mörgum
sinnum í viku. Umræðuefnið var
margvíslegt; lífið, dauðinn og allt
þar á milli. Tónlistin skipaði stór-
an sess og þau voru ófá símtölin
þar sem kastað var á milli texta-
brotum og vísum eða hlustað á
heilu lögin.
Þegar við bjuggum í Sand-
gerði var Lýður duglegur að
koma til okkar og kom þá oftar
en ekki færandi hendi. Við Smári
höfum haldið í þá hefð að vera
með lambalæri á sunnudögum og
valdi Lýður þann dag oft til að
koma. Þá hringdi hann á undan
sér til að kanna hvort Smári væri
ekki örugglega að undirbúa
steikina því hann væri að koma. Í
einni slíkri ferð spurði hann mig
út í málverk sem hékk upp á vegg
á blindramma. Hann spurði
hvernig ramma mig langaði í og
ég svaraði því. Nokkrum dögum
síðar mætti gamli seinni part
dags, án þess að gera boð á und-
an sér. Hann var vel klyfjaður,
með rammaefni, veggljós og öll
þau tól sem þarf til innrömmun-
ar. Á meðan Smári stóð yfir pott-
um í eldhúsinu og töfraði fram
máltíð handa gamla, innrömmuð-
um við þessa fínu mynd á eldhús-
borðinu og fífluðumst eins og
enginn væri morgundagurinn.
Myndin hangir hér inni í stofu og
minnir okkur á hláturinn og
sprellið í gamla.
Fyrir þremur árum eignuð-
umst við okkar fyrsta barnabarn.
Þá var Lýður orðinn valtur á fót-
um og átti það til að detta. Okkur
leist ekki á að hann væri sjálfur
að útrétta og báðum við hann að
nýta frekar alla sem voru tilbúnir
að skutlast fyrir hann. Eitt
kvöldið þegar við komum til hans
þá tekur hann upp nokkrar
fallegar samfellur sem hann hafði
keypt á barnabarnið. Hann hafði
þá skrölt út í búð í orðsins fyllstu
merkingu því þetta var eitthvað
sem hann ætlaði að gera sjálfur.
Elsku besti Lýður minn,
hjartans þakkir fyrir allt. Takk
fyrir ástina, hlýjuna, hláturinn,
sprellið, samtölin og knúsið.
Takk fyrir allt sem þú skildir eft-
ir; minningarnar, ljóðin og tón-
listina. Uns við hittumst á ný í
ljósi hins fyrirheitna lands.
Þín dóttir,
Selma Hrönn Maríudóttir.
Sjáumst, bróðir.
Þangað til er gott að hugga sig
við, að minningin er blóm sem
aldrei fölnar.
Sigurður Ægisson.
Við Lýður vorum jafnaldrar
og ólumst upp í Villimannahverf-
inu á Siglufirði. Nafnið varð ekki
til að tilefnislausu. Það var ekki
sjálfgefið að guttarnir af eyrinni
eða úr Bakkahverfinu kæmust
óhultir í gegnum okkar svæði.
Við Lýður urðum fljótt nánir vin-
ir, einkum vegna örlaganna. For-
eldrar Lýðs voru ekki alltof efn-
uð og synirnir sjö talsins.
Heimilisaðstæðum Lýðs eru
gerð ítarlegri skil af Gylfa Æg-
issyni, bróður hans, í bókinni
„Sjúddirarí rei“. Lýður var
fæddur holgóma – með skarð í
vör. Slík fötlun krafðist endur-
tekinna skurðaðgerða í Reykja-
vík. Foreldrar Lýðs höfðu ekki
ráð á slíkum ferðum með dreng-
inn til Reykjavíkur. Það varð að
ráði að foreldrar mínir, Gyða og
Sigurður, tóku að sér fjármögn-
un og aðstoð við að fara með Lýð
í læknisaðgerðirnar í Reykjavík.
Þá var Lýður orðinn nokkurra
ára gamall. Foreldrar mínir, ég
og Valtýr bróðir, urðum á þann
hátt nokkurs konar fósturfjöl-
skylda Lýðs. Í seinni tíð rifjaði
Lýður oft upp þennan tíma –
með þeirri kímni sem einkenndi
hann. Lýður sagði svo frá: Í einni
ferðinni til Reykjavíkur hitti ég
vinkonu Gyðu. Hún kenndi aug-
ljóslega í brjósti um mig og
reyndi að benda mér á björtu
hliðarnar. „En hvað þú ert í fín-
um stígvélum Lýður minn,“
sagði konan. „Hann Jóhann á
þau,“ svaraði Lýður. „Og fín úlpa
sem þú ert í,“ sagði þá konan
traustvekjandi. „Já, hann Valtýr
á hana,“ svaraði Lýður. – Og svo
hló Lýður að þessari sögu sinni.
Við líka. Það var alltaf glatt á
hjalla þegar við hittumst, en
jafnframt sameiginlegur skiln-
ingur á því hvaða alvara og hvílík
örlög lágu að baki.
Lýður var húmoristi, músík-
alskur og vel greindur eins og
allt fólkið hans af Lambanesætt-
inni. Ég man ekki annað en að
hann hafi ætíð verið hæverskur
og drengur góður. Þannig séð
ekki neinn „villimaður“. Vegir
okkar skildu eftir unglingsárin,
hann fór á sjóinn og fluttist um
tíma til Vestmannaeyja og ég til
Reykjavíkur. Oft höfðum við þó
samband í gegnum árin sem liðu.
Skólasystir okkar, Þórdís Pét-
ursdóttir, hefur svo átt heiðurinn
af því að kalla saman „ferming-
arsystkini 4́8“ með reglulegu
millibili á Siglufirði. Á slíkum
samverustundum var eins og
tíminn stæði í stað. Við fórum öll
í okkar gömlu hlutverk frá
barnaskólaárunum – yndislegt.
Lýður var oft með í byrjun, en
varð síðar, vegna langvarandi
veikinda, að láta sér nægja að
senda okkur línu og fylgjast með
úr fjarlægð. Lýðs er nú sárt
saknað af okkar gömlu skóla-
félögum. Ég sendi fjölskyldu
Lýðs innilegar samúðarkveðjur.
Jóhann Ág. Sigurðsson.
Lýður Ægisson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
KARL V. STEFÁNSSON,
lést á dvalarheimilinu Ási laugardaginn
16. mars.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Aðstandendur þakka starfsfólki dvalarheimilisins Áss hlýja og
góða umönnun.
Unnur Einarsdóttir
Inga Lára Karlsdóttir
Helga Karlsdóttir Garðar Rafn Halldórsson
Unnur María Pálmadóttir Jóhann Kristinn Jóhannesson
Birna Ósk Björnsdóttir Tony Vokey
Linda Björg Björnsdóttir Ísak Óli Sigurjónsson
og barnabarnabörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GRÓA ARADÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Eyri,
Ísafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Eyri fimmtudaginn
14. mars. Útför hennar fer fram frá
Ísafjarðarkirkju laugardaginn 30. mars klukkan 14.
Ágústa Bragadóttir Hallur Páll Jónsson
Einar D. Bragason
Margrét J. Bragadóttir Sveinn S. Sveinsson
Ólína Bragadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Þökkum innilega öllum þeim sem sýnt hafa
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát
og útför eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
SÉRA SIGURÐAR HELGA
GUÐMUNDSSONAR.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem önnuðust hann í erfiðum
veikindum síðastliðin ár og sýndu honum vináttu og hlýhug í
orðum og verkum.
Brynhildur Ósk Sigurðardóttir
Sigurður Þór Sigurðarson Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir
Margrét Sigurðardóttir Örn Hauksson
Vilborg Ólöf Sigurðardóttir Jóhannes Rúnar Jóhannsson
og barnabörn
Amma Gógó var
ekki bara heimsins
besta amma, hún var
ekki síður manns
besti vinur og henni fannst svo
gaman að spjalla við okkur barna-
börnin um daginn og veginn.
Síðastliðið vor, þegar heilsan
var farin að gefa eftir bæði hjá
ömmu og afa, fór ég röltandi til
þeirra í góðu veðri og ætlaði að at-
huga hvernig þau hefðu það. Er ég
kom að húsinu sé ég ömmu á fjór-
um fótum í blómabeði að reita arfa
og setja niður sumarblóm eins og
enginn væri morgundagurinn „Æ,
það var ekki sjón að sjá garðinn
hjá mér svona, ég varð að drífa í
þessu fyrst veðrið er svona gott.“
Þetta fannst mér lýsa vel kraft-
inum og dugnaðinum sem amma
hafði, þó svo að líkaminn byrjaði
að gefa eftir var hugurinn ekki
deginum eldri en um tvítugt!
Ég á mikið eftir að sakna allra
stundanna sem við amma Gógó
áttum saman, þá eru mér sérstak-
lega kærar þær stundir sem við
áttum saman núna í vetur.
Allar stundirnar í kaffikrókn-
um í Háaberginu yfir nýbökuðu
pönnukökunum hennar ömmu eða
nýtíndum bláberjum með rjóma
Sigurlaug Jónína
Jónsdóttir
✝ Sigurlaug Jón-ína Jónsdóttir
fæddist 25. ágúst
1935. Hún andaðist
11. mars 2019.
Útför Sig-
urlaugar fór fram
26. mars 2019.
og sykri, margar
góðar minningar
sem hlýja á stund
sem þessari.
Ég á ömmu og afa
í Háabergi mikið að
þakka, þegar ég
veiktist fyrir fjórum
árum voru þau mér
ómetanlegur stuðn-
ingur. Í minni end-
urhæfingu labbaði
ég nær daglega til
þeirra, fékk hressingu í hádeginu
og lagði mig áður en ég hélt heim á
ný eða fékk far heim þegar veður
var vont. Þessir göngutúrar til
ömmu og afa hjálpuðu mér mikið
og ekki síður samverustundirnar
okkar saman.
Ég kveð þig amma mín með
uppáhaldslaginu okkar.
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængja víddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartasláttinn rósin mín.
Er kristallstærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður kyssa blómið
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur G. Halldórsson)
Ég elska þig amma mín,
Andri Fannar Guðmundsson