Morgunblaðið - 28.03.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019
Veður víða um heim 27.3., kl. 18.00
Reykjavík 0 skýjað
Hólar í Dýrafirði 2 alskýjað
Akureyri 1 skýjað
Egilsstaðir 4 léttskýjað
Vatnsskarðshólar 3 skýjað
Nuuk -3 skýjað
Þórshöfn 7 skýjað
Ósló 11 heiðskírt
Kaupmannahöfn 9 alskýjað
Stokkhólmur 10 heiðskírt
Helsinki 2 heiðskírt
Lúxemborg 11 léttskýjað
Brussel 11 skýjað
Dublin 13 léttskýjað
Glasgow 11 alskýjað
London 12 skýjað
París 12 heiðskírt
Amsterdam 11 skýjað
Hamborg 8 súld
Berlín 10 skýjað
Vín 8 skýjað
Moskva 0 snjóél
Algarve 19 heiðskírt
Madríd 3 heiðskírt
Barcelona 15 heiðskírt
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 14 skýjað
Aþena 13 léttskýjað
Winnipeg 2 þoka
Montreal 2 léttskýjað
New York 5 heiðskírt
Chicago 9 skýjað
Orlando 17 rigning
28. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:01 20:06
ÍSAFJÖRÐUR 7:03 20:14
SIGLUFJÖRÐUR 6:45 19:57
DJÚPIVOGUR 6:29 19:36
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á föstudag
Vestlæg átt 3-10 m/s, en 10-15 A-lands. Víða él, en
þurrt SA-til. Frost 0 til 5 stig. Hægari norðanátt um
kvöldið og herðir á frosti.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Minnkandi suðvestanátt, 10-18 m/s með éljum um landið S- og V-vert, annars úrkomulítið.
Kynntu þér afsláttarþrep
Orkunnar á orkan.is.
Nú eru allar 55
stöðvar Orkunnar
þínar stöðvar.
Helgi Bjarnason
Jóhann Ólafsson
„Við vonumst til þess að þetta gefi
tóninn og góð fyrirheit um framhald-
ið og að ekki verði af verkföllum á
næstu vikum,“ segir Jóhannes Þór
Skúlason, framkvæmdastjóri Sam-
taka ferðaþjónustunnar, um þá
ákvörðun Eflingar – stéttarfélags og
VR að aflýsa verkföllum á tiltekin
fyrirtæki í hópferðaakstri og hótel-
rekstri í dag og á morgun.
Samninganefndir Samtaka at-
vinnulífsins og sex verkalýðsfélaga
og samtaka, Eflingar, VR, Verka-
lýðsfélags Akraness, Verkalýðs-
félags Grindavíkur, Framsýnar og
Landssambands íslenskra verslun-
armanna, fundu nýjan umræðu-
grundvöll á rúmlega fjögurra tíma
sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara í
gær. Var ákveðið að aflýsa verkföll-
um Eflingar og VR, sem hefjast áttu
á miðnætti í gærkvöldi og standa í
tvo sólarhringa, til þess að samn-
ingamenn gætu einbeitt sér að vinnu
við samningagerð.
Samninganefndirnar eru bundnar
af fréttabanni Ríkissáttasemjara
auk þess sem þær mega ekki segja
frá því sem rætt er á sáttafundum.
Af orðum Vilhjálms Birgissonar, for-
manns Verkalýðsfélags Akraness,
má þó ráða að Samtök atvinnulífsins
hafi lagt fram hugmyndir um ýmsa
þætti sem verkalýðsfélögin telji vera
umræðugrundvell eftir að skerpt
hafði verið á ákveðnum atriðum.
„Við teljum að það sé kominn
grundvöllur til þess að hefja viðræð-
ur eða gera alvarlega atlögu að því
að klára kjarasamning,“ segir Ragn-
ar Þór Ingólfsson, formaður VR,
þegar hann er spurður um ástæður
þess að verkfalli var aflýst. „Við
hefðum ekki farið þessa leið ef við
hefðum ekki séð alla vega til sólar,“
segir Ragnar Þór.
Góður umræðugrundvöllur
„Við teljum að það hafi myndast
góður umræðugrundvöllur, að því að
gera kjarasamning,“ segir Halldór
Benjamín Þorbergsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins.
„Nú munum við halda áfram að
þroska þær hugmyndir sem fram
hafa komið og geta orðið grundvöllur
kjarasamninga. Mest er um vert að
það takist vel til, til þess að byggja
áfram undir þann lífskjarabata sem
náðst hefur á undanförnum árum.
Það er óvissa í hagkerfinu núna, við
sjáum það bæði á væntingum heim-
ila og stjórnenda fyrirtækja auk þess
sem útflutningsatvinnuvegirnir hafa
orðið fyrir talsverðum skakkaföllum
vegna loðnubrests og tvísýnnar
stöðu flugrekstrar. Aðilar eru sam-
mála um að nýta næstu daga og
helgina til að ná samningum,“ segir
Halldór.
Öllum verkföllum verði frestað
Samninganefndirnar koma saman
til fundar hjá Ríkissáttasemjara
klukkan 13 í dag. Stefnt er að því að
nýta næstu daga og helgina til að
semja. Næsta verkföll verða að
óbreyttu á mánudag þegar boðað er
verkfall hjá strætisvagnabílstjórum
hjá Kynnisferðum sem aka á 10 leið-
um fyrir Strætó. Aðfaranótt mið-
vikudags hefst síðan þriggja sólar-
hringa verkfall sem Efling og VR
hafa boðað hjá rútufyrirtækjum og
hótelum, hafi samningar ekki náðst.
Fulltrúar ferðaþjónustufyrir-
tækja fagna því að verkföllum þess-
arar viku hafi verið aflýst og hvetja
samningsaðila til að ná samningum
áður en næstu verkföll skelli á eða
aflýsa þeim einnig.
„Það er mjög mikilvægt að náðst
hafi góð sameiginleg sýn við samn-
ingaborðið sem varð til þess að stétt-
arfélögin féllust á að fresta verkfalli.
Við vonumst til að menn haldi áfram
að vinna að sameiginlegri lausn við
samningaborðið en það er rétti stað-
urinn til að leysa úr svona málum en
ekki verkföll,“ segir Jóhannes Þór
Skúlason.
Tjón myndast áfram
Ferðaþjónustan hefur orðið fyrir
miklu tjóni vegna verkfallsaðgerða
og verkfallsboðana. Jóhannes Þór
segir að hótelin hafi lokað á bókanir
fram í tímann og geti ekki opnað á
bókanir á þeim dögum sem boðuð
verkföll hitta á. „Það er vænlegast að
fresta öllum verkföllum þannig að
ferðaþjónustan geti komist í samt
lag og farið að vinna af fullum
krafti.“ Hann segir að það taki lang-
an tíma að vinna upp tapið sem hlot-
ist hefur af verkföllum.
Kynnisferðir opnuðu strax fyrir
sölu á ferðum og sendu tilkynningar
á hótel og til farþega um að óbreytt
þjónusta yrði í dag og á morgun, að
sögn Björns Ragnarssonar fram-
kvæmdastjóra.
Morgunblaðið/Hari
Samstaða Eflingarfólk lagði niður störf nýverið og fór í kröfugöngu í miðbænum. Ekki varð af verkfalli í dag.
Aflýstu 2ja daga verk-
falli á ferðaþjónustu
Samninganefndir freista þess að ná samningum um helgina
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er búið að vera strembinn
mánuður við undirbúning en viðtök-
urnar hafa verið frábærar. Það hafa
margir komið til að prófa og það er
búið að vera mikið að gera,“ segir
Nikulás Albert Árnason, versl-
unarmaður á Vopnafirði.
Nikulás og fjölskylda hafa um ára-
bil rekið einu verslunina á staðnum,
Kauptún. Á dögunum tók fjöl-
skyldan við rekstri sjoppunnar í
bænum, Ollasjoppu. Nú kallast
sjoppan Robbinn, í höfuðið á afa
Nikulásar sem byggði einmitt húsið
sem hún er í.
„Fyrri eigendur voru að hætta
rekstrinum svo við stukkum á þetta.
Þetta fellur vel að rekstri verslunar-
innar. Við sáum fram á að geta sam-
nýtt innkaup og fleira.“
Nikulás segir að ákveðið hafi verið
að hressa upp á útlit sjoppunnar á
þessum tímamótum. Pabbi hans er
smiður og smíðaðar voru nýjar inn-
réttingar og notast við hillur úr búð-
inni. „Þetta er sjoppa en það er hægt
að fá hérna mjólk, ost, álegg og
fleira. Svo leggjum við áherslu á
grillið og reynum að gera það vel.
Við kaupum nautakjöt héðan úr
Vopnafirði og hökkum og pressum
sjálfir í hamborgara. Svo búum við
til okkar eigin sósur,“ segir hann.
Þessi lína var lögð í Kauptúni síðasta
sumar þegar Nikulás og hans fólk
hófu að selja aðeins vopnfirskt kjöt á
grillið með eigin marineringum.
„Þetta er vopnfirskt þema. Ég held
að bæði heimamenn og ferðamenn
kunni að meta það.“
Nikulás fer undan í flæmingi þeg-
ar umfang þessa litla verslunar-
veldis fjölskyldunnar er nefnt og
hváir þegar það er borið saman við
ónefnt samvinnufélag á árum áður.
„Verslunarveldi? Æ, ég veit það nú
ekki. Það hefur nú ekki alltaf verið
glæsilegur rekstur hér síðustu ár.
Kannski gera þessi samlegðaráhrif
með búðinni og sjoppunni okkur
kleift að láta þetta ganga vel.“
Mikil uppbygging hefur verið á
Vopnafirði síðustu ár en veturinn
hefur verið erfiður vegna aflabrests.
„Þetta hefur verið hálfgerður
draugabær og eiginlega engin
vinnsla síðan í október. Oft hefur
verið lítið af loðnu og útlitið slæmt
en aldrei svona slæmt. En það verð-
ur að reyna að gera eitthvað hérna,“
segir Nikulás kaupmaður.
Verslunarveldi
á Vopnafirði
Eigendur verslunarinnar Kauptúns
taka við rekstri sjoppunnar í bænum
Robbinn Nikulás Albert Árnason
hefur tekið við rekstri sjoppunnar.
Landsréttur hefur staðfest úrskurð
Héraðsdóms Suðurlands þess efnis
að karlmaður sem ákærður er fyrir
manndráp á Selfossi sæti áfram
gæsluvarðhaldi allt þar til dómur
fellur í máli hans, en þó eigi lengur
en til 16. apríl næstkomandi.
Maðurinn sem um ræðir er Ís-
lendingur, fæddur 1965, og er hann
grunaður um að vera valdur að
eldsvoða á Kirkjuvegi 18 á Selfossi
31. október síðastliðinn. Tvennt lést
í brunanum, kona fædd 1. október
1971 og karlmaður fæddur 29. nóv-
ember 1969. Þau voru bæði gest-
komandi í húsinu. Konan lætur eftir
sig þrjá syni.
Samkvæmt ákæru sem gefin var
út í lok janúar lagði maðurinn eld
að pappakassa og gardínum í stofu
á neðri hæð íbúðarhússins og leiddi
það til þess að húsið varð alelda
með fyrrgreindum afleiðingum. Er
hinn ákærði sagður hafa vitað af
hinum látnu í húsinu er hann
kveikti eldinn.
Parið lést af völdum kolmónoxíð-
eitrunar vegna innöndunar á reyk
og húsið gjöreyðilagðist. Í ákæru
segir enn fremur að ákærði hafi
enga tilraun gert til að aðvara fólk-
ið um eldinn eða koma því til bjarg-
ar áður en hann yfirgaf húsið.
Gæsluvarðhald hefur í tvígang
áður verið framlengt yfir mann-
inum.
Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir
karlmanni vegna eldsvoðans á Selfossi