Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Gunnar Rögn-valdsson fjallar um þá til- finningu vestra, sem greip marga eftir skýrslu Mueller saksókn- ara, að valdamenn ríkislögreglu og leyniþjónustu í tengslum við flokk forseta- frambjóðanda hafi verið í stell- ingum sem jafna megi við tilraun til valdaráns. Gunnar horfir svo heim:    Á Íslandi ganga hlutirnir hinsvegar þannig fyrir sig að smá biti af fullveldi landsins kemur til útborgunar í launaumslag þing- manna, og það er síðan notað til innkaupa þeirra erlendis. Sé bitinn, „pakkinn“, nógu stór sem færður er yfir á erlendar hendur þá fá þeir punkta erlendis, sem jafnvel nægja til að kaupa sér embætti, sem er mun tryggari staða en að þurfa að láta kjósa sig á flótta, svífandi um í fallhlíf burt frá fólkinu, þar sem nauðlending meðal hins almenna borgara er það versta sem hægt er að lenda í ...“    Gunnar bætir við: „ … að þegarbúið sé að sundra þjóðinni nógu mikið, þá er eftirleikurinn mun auðveldari. Því með því að sundra íslensku þjóðinni, þá snýst hún ekki gegn embættismanna- þingmönnum sjálfum, nei nei, held- ur snýst þjóðin þá gegn klofinni sjálfri sér, og opnar þar með leið fyrir „björgunarpakka“ utanfrá í formi ESB. Einu sinni var það Nor- egur sem átti að halda friðinn með- al þjóðarinnar, sem þá hafði verið klofin. En núna er það ESB, sem kallað verður á vettvang, vegna þess að stjórnmálamenn klufu þjóð- ina.    Þeir eru að reyna að eyðileggjaþað sem hún stóð sameinuð um eins og járnkall; sjálfstæðið og full- veldið.“ Gunnar Rögnvaldsson Hitnar í kolum STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Nýja sjúkrahótelið á Landspítala- lóðinni tekur til starfa 23. apríl nk. Byggingin var afhent spítalanum í lok janúar og síðan hefur verið unnið að því að hnýta alla lausa enda svo hægt sé að taka það í notkun. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðissviðs Landspítalans, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fjórir hjúkr- unarfræðingar myndu starfa á hót- elinu, tveir á vakt fyrrihluta sólar- hrings og aðrir tveir á kvöldin og næturnar. Þá verða þar starfandi nokkrir sjúkraliðar, ræstingafólk og starfsfólk í eldhúsi. Verið er að ganga frá ráðningu hótelstjóra. Í sjúkrahótelinu eru 75 herbergi. Starfsemin verður mikil lyftistöng fyrir Landspítalann sem undanfarin ár hefur þurft að nota dýr úrræði til að leysa vanda ýmissa sjúklinga og aðstandenda þeirra. Sjúkrahótelið er þó ekki eingöngu fyrir spítalann heldur er það opið úrræði fyrir alla sjúkratryggða. Meðal þeirra sem líklega munu nýta það eru sjúkling- ar sem bíða eftir meðferð og fjöl- skyldur þeirra, konur sem bíða fæð- ingar og fólk sem er að jafna sig eftir skurðaðgerðir. Gestir verða að vera sjálfbjarga. Hægt verður að dvelja 21 dag á hótelinu í senn. Nýja sjúkrahótelið opnað 23. apríl  75 herbergi fyrir sjúklinga og aðstandendur  Opið öllum sjúkratryggðum Morgunblaðið/Eggert Hótel Verður senn tekið í notkun. PÁSKATILBOÐ 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM INNRÉTTINGUM TIL PÁSKA Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að frestun birtingar á áliti siðanefndar Alþingis um Klausturmálið hafi ekkert með and- mælarétt að gera. Fjórir þingmenn Miðflokksins gerðu athugasemdir við birtingu álitsins á vef Alþingis á þriðjudagskvöldið og sögðu birtingu „fráleita“ áður en frestur til að skila andmælum rynni út. Slíkt væri and- stætt stjórnsýslulögum. „Það stóð aldrei til annað, og gerð um það sérstök samþykkt, en að birta þetta gagn í málinu. Þetta er álit siðanefndar um hvort málið falli undir gildissvið siðareglna en ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort um brot á siðareglum hafi verið að ræða. Forsætisnefnd tekur málið síðan til meðferðar og metur framhald þess í því ljósi. Þetta hefur ekkert með andmæla- rétt þeirra að gera, hann stendur, eftir ósk um framlengingu, til 2. apríl. Það er líka rétt að benda á í þessu sambandi að vissulega fengu þessir aðilar allir tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum og and- mælum á framfæri við siða- nefndina,“ segir Helgi. Áliti siðanefndar var skilað á mánudagsmorgun til forsæt- isnefndar. „Það var rætt og það var búið að ákveða að það yrði birt u.þ.b. um sama leyti og það kæmi fram. Síðan var ákveðið að sýna þá tillitssemi að fresta birtingu um sólarhring, til kl. 19 á þriðjudag þannig að þeir sem viðriðnir voru málið hefðu tækifæri til að kynna sér álitið áður en það yrði birt opinberlega á vef þingsins. Síðan barst póstur 6 mínútum fyrir klukkan sjö í gær um að það væri óskað eftir því að birtingu yrði frestað vegna nýrra gagna sem væru að koma og á það var fallist,“ segir Helgi, en vinna við innfærslu tilkynningar og skjalsins var þá vel á veg komin. Í yfirlýsingu frá Miðflokknum var tekið fram að nýjar og veigamiklar upplýsingar sem sýndu að mat siða- nefndarinnar væri byggt á röngum forsendum lægju fyrir. Spurður segist Helgi ekki kannast við þau gögn. „Nei, en nefndin óskaði eftir því að fá nánari upplysingar um hvers eðlis þau væru og myndu fresta birtingunni til fjögur [í gær]. Ef það kæmu einhver ný gögn fram yrði það mál skoðað að nýju. For- sætisnefndin var á fundi áðan. Henni bárust engin ný gögn eða upplýsingar og þess vegna verður álitið birt á vef þingsins.“ Birtingin ekkert tengd andmælarétti  Engin ný gögn bárust frá Miðflokknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.