Morgunblaðið - 28.03.2019, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019
Te
riy
aki
lax
2399 kr.kg
Laxaflök beinhreinsuð
599 kr.pk.
Street Kitchen Teriyaki
259 kr.pk.
Gestus hrísgrjón, 500 g
Svarið við
erfiðustu
spurningu
dagsins er ...
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
kronan.is/
korteri4
Þú finnur
uppskriftina á
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samkvæmt nýrri talningu Samtaka
iðnaðarins í mars eru nú 4.988 íbúðir
í byggingu á höfuðborgarsvæðinu.
Það eru 3% fleiri íbúðir en voru í
byggingu í september. Fram kemur
í greinargerð SI að minni vöxtur hafi
ekki verið milli mælinga síðan 2015.
Af þessum
4.988 íbúðum eru
93% eða 4.625 í
fjölbýli. Hefur
þeim fjölgað um
3,6% frá því í
september. Hins
vegar voru 363
sérbýli í bygg-
ingu sem er 4,2%
fækkun milli taln-
inga. Alls 2.642
íbúðir eru í bygg-
ingu í Reykjavík, 1.081 í Kópavogi,
637 í Garðabæ, 510 í Mosfellsbæ, 104
í Hafnarfirði og 14 á Seltjarnarnesi.
„Samkvæmt talningu SI var
mesta fækkunin í íbúðum sem eru á
fyrstu byggingarstigum, þ.e. að fok-
heldu. Slíkar íbúðir eru nú 2.558 sem
er fækkun um 110 íbúðir eða 4,1%
frá því í septembertalningu SI.
Samdráttur er mestur í íbúðum í
fjölbýli en þeim fækkar um 4,6% eða
116 frá því í september … Íbúðum á
þessu byggingarstigi hefur verið að
fjölga í talningu SI frá því 2015.
Fækkunin nú endurspeglar að
stærstum hluta versnandi efnahags-
ástand og aukna efnahagsóvissu,
m.a. vegna stöðu kjarasamninga,“
segir í greinargerð samtakanna.
Önnur skýring á samdrætti geti
verið að veturinn hafi verið erfiður
fyrir vinnu við grunna og sökkla.
Jafnvægi að skapast
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
segir talninguna benda til að jafn-
vægi sé að skapast á markaði.
Fækkun íbúða á fyrstu byggingar-
stigum megi mögulega skýra með
því að dregið hafi úr útlánum vegna
óvissu í efnahagsmálum.
„Sala nýrra íbúða hefur líka verið
hægari sem kann að hafa tafið ein-
hver verkefni. Það er eftirspurn eftir
ódýrum íbúðum en sala á dýrari
íbúðum hefur gengið hægar. Það er
aðalatriði hvað varðar eftirspurn.
Það hefur verið markaðsbrestur.
Eftirspurn eftir ódýrum íbúðum hef-
ur ekki verið mætt,“ segir Sigurður.
Hann segir aðspurður að ef spá SI
rætist verði meira jafnvægi milli
framboðs og eftirspurnar. Síðustu
misseri hafi verið umframeftirspurn.
Um 530 íbúðir eru í byggingu í
Reykjanesbæ og vel á þriðja
hundrað í Árborg og á Akureyri.
Bendir greining samtakanna til að
fjölgun íbúða á hvern íbúa í Reykja-
nesbæ, Árborg, Vogum og Hvera-
gerði sé um þriðjungi meiri en að
meðaltali á höfuðborgarsvæðinu.
Þétting færir til miðjuna
„Gefur þetta vísbendingar um að
hátt fasteignaverð á höfuðborgar-
svæðinu og aðrir annmarkar, m.a.
tengt þéttingu byggðar, séu að
stuðla að tilfærslu eftirspurnar til
nágrannasveitarfélaga. Búsetumiðja
þeirra sem sækja vinnu á höfuðborg-
arsvæðinu er því að öllum líkindum
að færast til að einhverju leyti, þrátt
fyrir fyrirætlanir um þéttingu sem
koma fram í svæðisskipulagi höfuð-
borgarsvæðisins 2015-2040,“ segir í
greinargerðinni um þessa þróun.
„Athygli vekur að vöxturinn er um
tvisvar sinnum meiri í Mosfellsbæ og
Garðabæ heldur en að meðaltali á
höfuðborgarsvæðinu miðað við
mars-talningu árið 2019. Ef horft er
til baka á hagsveifluna 2011-2018 má
álykta að landrými og vandamál
tengd þéttingu byggðar séu tak-
markandi þættir fyrir Reykjavík en
fjöldi skráðra íbúða í Reykjavík
jókst um 5% á árunum 2011-2018
meðan fjöldi skráðra íbúða í Mos-
fellsbæ og Garðabæ jókst um tæp-
lega 30% og 20%, í þeirri röð, svo
dæmi séu tekin,“ segir þar m.a.
Sigurður segir verkefnastöðuna
almennt góða á byggingarmarkaði.
„Hvað varðar íbúðamarkaðinn er
útlitið ágætt. Heilt yfir er aukning
varðandi samgöngur og margt í píp-
unum. Hins vegar eru blikur á lofti.
Stærri verkefni hafa frestast. Það
hefur áhrif á móti. Til dæmis hefur
útboði vegna meðferðarkjarnans við
Hringbraut verið frestað fram á
haust en átti að vera í mars. Nefna
mætti fleiri dæmi,“ segir Sigurður.
Heilt yfir sé minni spenna á markaði.
Dregið hafi úr yfirvinnu og orðið
auðveldara að fá fólk til starfa.
Minnsti vöxtur frá árinu 2015
Talning Samtaka iðnaðarins bendir til að hægt hafi á smíði nýrra íbúða Óvissa í efnahagsmálum
ein skýringin Þétting byggðar stuðlar að tilfærslu á búsetumiðju Stórverkefnum slegið á frest
Fokhelt og
lengra komið
Að fokheldu
Heimild:
Samtök iðnaðarins
Fokhelt og lengra komið Að fokheldu
maí
2010
mars
2011
nóv.
2011
sept.
2012
feb.
2013
sept.
2013
mars
2014
okt.
2014
mars
2015
okt.
2015
feb.
2016
sept.
2016
feb.
2017
sept.
2017
mars
2018
sept.
2018
mars
2019
N O R Ð U R L A N D N Á G R A N N ASV E I TA R F É L Ö G H Ö F U Ð B O R G A R SVÆ Ð I S I N S O G S U Ð U R L A N D H Ö F U Ð B O R G A R SVÆ Ð I Ð
Húsavík Eyjafj. og
nærsveitir
Sauðár-
krókur
Akureyri Grindavík Hella Þorláks-
höfn
Hvols-
völlur
Vogar Suður-
nesjabær
Hvera-
gerði
Akranes Árborg Reykja-
nesbær
Seltjarnar-
nes
Hafnar-
fjörður
Mosfells-
bær
Garða-
bær
Kópa-
vogur
Reykja-
vík
2.642
510530
260
1.081
637
104
250
14
Íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu Íbúðir í
byggingu
eftir
sveitar-
félögum
Íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu á árinu
4.625 íbúðir í fjölbýli
363 íbúðir í sérbýli
93%
7%
Alls
4.988
4.988 íbúðir
í byggingu
2019 2020 2021
Spá um fullbúnar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu
2019 til 2021
2.848
2.596
2.265
Sigurður
Hannesson