Morgunblaðið - 28.03.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 28.03.2019, Síða 24
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Á laugardaginn eru 70 ár liðin frá því að Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Þetta var 30. mars 1949. Ekki gekk það átakalaust fyrir sig, hvorki innan þings né utan. Harðar umræðu urðu á Alþingi og höfðu andstæðingar málsins uppi stór orð um svik ríkisstjórnarinnar og þing- meirihlutans við fullveldi og sjálf- stæði Íslands. Efnt var til mótmæla- fundar við Miðbæjarbarnaskólann, steinsnar frá þinghúsinu, þar sem krafist var þjóðaratkvæðagreiðslu um ákvörðunina. Að fundinum lokn- um komu þúsundir manna saman á Austurvelli og leið ekki á löngu þar til upp úr sauð og allt logaði í óspekt- um. Þarna urðu mestu óeirðir á Ís- landi á öldinni sem leið og verður að leita til búsáhaldabyltingarinnar í janúar 2009 um samjöfnuð. Viðbrögð við útþenslu Á þessum tíma var heimsbyggðin enn í sárum eftir heimsstyrjöldina sem lauk 1945. Í Evrópu var kalt stríð skollið á milli kommúnistaríkj- anna í austri og lýðræðisríkjanna í vestri. Eftir að Sovétríkin innlimuðu fjölda landa í Austur-Evrópu ákváðu Bandaríkin og forysturíki í Vestur- Evrópu að stofna varnarbandalag til að koma í veg fyrir frekari útþenslu þeirra. Þótt Íslendingar væru her- laus þjóð var þeim boðin þátttaka enda hernaðarleg lega landsins mik- ilvæg og ekki útilokað að Sovétmenn myndu reyna að komast til áhrifa á norðurslóðum. Strax og fréttist um þetta boð lýsti Sósíalistaflokkurinn, sem þá hafði 10 menn á Alþingi, yfir ein- dreginni andstöðu við þátttöku Ís- lands í bandalaginu. Inn í þá afstöðu spilaði að flokkurinn var í nánum tengslum við alþjóðahreyfingu kommúnista og málsvari Sovétríkj- anna og fylgiríkja þeirra. Á afar fjöl- mennum fundi sósíalista 24. mars voru hafðar uppi heitstrengingar um að tugþúsundir manna myndu koma saman til að hindra að samningurinn um aðild að NATO yrði samþykktur. Lögreglan og forystumenn stjórn- arflokkanna skildu þetta sem hótun um ofbeldi. Hóf lögreglan þegar að undirbúa viðamiklar ráðstafanir til að verja þinghúsið, m.a. með því að kalla út varalið. Þá voru fengnar heimildir dómara til að hlera síma forsprakka væntanlegra mótmæla til að reyna að komast að því hvað þeir hefðu í hyggju. Fyrri umræða um þingsályktun- artillöguna um þátttökuna í NATO fór fram mánudaginn 29. mars. Safnaðist þá mikill mannfjöldi sam- an við þinghúsið og lét ófriðlega. Var grjóti kastað og brotnuðu flestar rúður á framhlið hússins. Aðsúgur var gerður að þingmönnum utan- húss eftir að þingfundinum lauk. Maður nokkur veittist að Bernharð Stefánssyni, þingmanni Framsókn- arflokksins, og gerði sig líklegan til að veita honum högg áður en hann áttaði sig á að hann fór mannavillt. „Fyrirgefðu, ég hélt að þú væri hel- vítið hann Bjarni Benediktsson. Ég ætlaði að drepa hann!“ sagði hann. Bjarni var utanríkisráðherra og einn helsti hvatamaður inngöngunnar í NATO. Fjölmenni á Austurvelli Sósíalistar höfðu á þessum tíma mikil ítök í verkalýðshreyfingunni og beittu henni óspart fyrir sinn pólitíska vagn. Til mótmælafund- arins við Miðbæjarskólann 30. mars, þegar seinni umræðan um NATO- aðildina var fyrirhuguð, var því boð- að af fulltrúaráði verkalýðsfélag- anna í Reykjavík og Verkamanna- félaginu Dagsbrún, þótt Sósíalistaflokkurinn stæði þar raun- verulega að baki. Forystumenn stjórnarflokkanna, Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæð- isflokksins, brugðust við fundinum með því að senda þennan sama dag frá sér hvatningu til friðsamra borg- ara í Reykjavík og hvetja þá til að koma á Austurvöll til að tryggja að Alþingi fengi starfsfrið. Í varaliði lögreglunnar inni í þinghúsinu voru um 85 manns, allt félagar í ungliða- samtökum Sjálfstæðisflokksins, og átti það eftir að sæta mikilli gagn- rýni. Þingmönnum var mjög heitt í hamsi við umræðurnar og ekki dró úr spennunni og æsingnum þegar Mestu óeirðir á Íslandi á 20. öld  Þúsundir manna voru á Austurvelli 30. mars 1949 til að mótmæla inngöngu Íslands í NATO  Grjóti, eggjum og moldarkögglum rigndi yfir þinghúsið  Lögreglan beitti kylfum og táragasi Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Táragas Sögufræg mynd sem sýnir mótmælendur flýja af Austurvelli eftir að lögreglan hefur kastað táragassprengjum. Einn mótmælenda er með barefli. Forsíða Morgunblaðsins 31. mars 1949, daginn eftir mótmælin. Forsíða Þjóðviljans 31. mars 1949, daginn eftir mótmælin.  SJÁ SÍÐU 26 24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 *SENDUM UM LAND ALLT Skoðaðu úrvalið okkar á W D8 0N 64 2 Verð 159.900,- W W 90 M 64 3 Verð 119.900,- W W 80 M 64 2 Verð 139.900,- DV 80 M 62 53 2 Verð 139.900,- Settu hana í gang Með síMaNuM ByltiNg í þvottaheiminum! Þvottavél/Þurrkari Þvottavél Þurrkari Þvottavél Mótmælin á Austurvelli 1949

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.