Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. JAPANSKIR HNÍFAR Allt fyrir eldhúsið Hágæða hnífar og töskur Allir velkomnir Einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin! 28. mars 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.82 121.4 121.11 Sterlingspund 159.85 160.63 160.24 Kanadadalur 90.18 90.7 90.44 Dönsk króna 18.311 18.419 18.365 Norsk króna 14.17 14.254 14.212 Sænsk króna 13.087 13.163 13.125 Svissn. franki 121.61 122.29 121.95 Japanskt jen 1.0941 1.1005 1.0973 SDR 168.25 169.25 168.75 Evra 136.72 137.48 137.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.0573 Hrávöruverð Gull 1315.25 ($/únsa) Ál 1855.5 ($/tonn) LME Hráolía 67.36 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Tólf mánaða verðbólga stendur í 2,9% samkvæmt nýjustu mælingu Hag- stofunnar. Dregur því úr verðbólgunni frá því í febrúar þegar hún mældist 3,0%. Litið aftur til marsmánaðar fyrir ári mældist 12 mánaða verðbólga í þeim mánuði 2,8%. Án húsnæðisliðar hefur vísitalan hækkað um 2,4% síðastliðna 12 mán- uði. Vetrarútsölum er nú lokið og hækk- aði verð á fötum og skóm um 9,5% í marsmánuði. Hefur það áhrif á vísitöl- una sem nemur 0,31%. Vísitalan hækkar og verðbólgan lækkar Útsölur Verð á fatnaði og skóm hækkaði um 9,5% milli mánaða. Morgunblaðið/Hari STUTT fyrir mér, og ímyndaði mér að mögulega hefði getað náðst betri árangur með því að hefja verkefni öðruvísi,“ segir Knapp og bætir við: „Ég held að enginn hafi áður hugsað um þennan „miklahvell“ í ferlinu, og ég fór að ímynda mér að ég gæti komið með eitthvað sem gæti fangað hann. Ég þróaði hug- myndafræðina jafnt og þétt í gegn- um verkefni mín hjá Google, meðal annars hjá Google Ventures [fram- taksfjárfestingararmur Alphabet, móðurfélags Google] þar sem ég prófaði hugmyndafræðina í sam- starfi við meira en 150 nýsköp- unarfyrirtæki í þau fimm ár sem ég starfaði þar. Svo skrifaði ég bók um aðferðafræðina og þá fór fólk að nýta sér þetta, ekki bara tæknifyrirtæki heldur einnig stærri fyrirtæki, opinber fyrirtæki og aðilar í stjórnsýslunni.“ Hann segist hafa verið heppinn að því leyti að Google hafi verið já- kvætt fyrir því að leyfa honum að vinna við þessar prófanir samhliða störfum sínum hjá félaginu. Í dag er Knapp hættur hjá Go- ogle Ventures, vinnur í eigin verk- efnum, kennir Design Sprint, vinn- ur með teymum, og er með fleiri bækur í smíðum. „Ég eyði mestum tíma í skriftir, og ekki eingöngu um Design Sprint.“ Engar sambærilegar aðferðir Spurður að því hvort til séu fleiri sambærilegar aðferðir sem séu í notkun, segir Jake að svo sé í raun ekki. „Ég þekki enga aðra sam- bærilega uppskrift að því að hefja verkefni, það er það sem er áhuga- vert við þetta. Það eru margar leið- ir og hugmyndafræði til fyrir vinnslu verkefna þegar komið er lengra fram í ferlið, en ég þekki ekkert sem tekur á þessu upphafi eins og Design Sprint gerir.“ En hvað dregur Jake til Íslands? „Ég fæ reglulega boð um að koma hingað og þangað um heiminn. Það er hluti af því sem er gaman við þetta, að fá tækifæri til að ferðast. Ég hef aldrei komið til Íslands, en alltaf langað til að koma. Þegar ég heyrði að nemar í HR hefðu sett heimsmet í Design Sprint og gert 92 spretti í röð, þá fannst mér það frábært, og ég vildi hitta fólkið og kynnast menningunni.“ Spólað inn í framtíðina Verkefni Jake Knapp er á leið til landsins og kennir Design Sprint í Háskólanum í Reykjavík 4. apríl næstkomandi. Upphafsreitur » Bók sem Knapp skrifaði um málið, „Sprint – how to solve big problems and test new ideas in just five days“, hefur verið þýdd á 22 tungumál. » Nemar í HR settu heimsmet í Design Sprint þegar þeir gerðu 92 spretti í röð. » Knapp prófaði hugmynda- fræðina í samstarfi við meira en 150 nýsköpunarfyrirtæki þegar hann vann hjá Google Ventures.  Design Sprint hugmyndafræðin nýtist í upphafi verkefna  Höfundurinn Jake Knapp fékk hugmyndina þegar hann vann hjá bandaríska tæknirisanum Google BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Design Sprint hugmyndafræðin er vel þekkt í íslenskum fyrirtækjum, en hún gengur út á að prufuútgáfa af vöru eða þjónustu er þróuð og prófuð á aðeins fimm dögum. Hugsunin með aðferðinni er að spóla hratt inn í framtíðina eins og það er orðað, og viðbrögð vænt- anlegra viðskiptavina könnuð, áður en lagt er í kostnaðarsama og tímafreka þróunarvinnu. Höfundur þessarar hugmynda- fræði, Jake Knapp, heldur nám- skeið í Háskólanum í Reykjavík 4. apríl næstkomandi, þar sem farið verður í saumana á „sprettunum“ eins og aðferðin er gjarnan kölluð hér á landi. Bók sem Knapp skrifaði um mál- ið, „Sprint – how to solve big pro- blems and test new ideas in just five days“, hefur verið þýdd á 22 tungumál. Kviknaði hjá Google Knapp segir í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin hafi kviknað þegar hann starfaði hjá tæknirisanum Google. „Ég hef ver- ið áhugasamur um tölvur og tækni síðan ég var barn og byrjaði snemma að búa til vefsíður. Ég fékk vinnu hjá Microsoft þar sem ég vann m.a. við Microsoft Encarta alfræðiorðabókina, en síðar réð ég mig til Google þar sem ég vann meðal annars að þróun á póstfor- ritinu Gmail og samfélagsmiðlinum Google Hangouts. Á þeim vinnu- stað hafði ég væntingar um að við lýði væru góðir verkferlar við hug- búnaðarþróun. Ég komst hinsvegar að því að þó að hugmynd væri góð og starfsfólkið sömuleiðis, þá voru alltaf erfiðleikar við að koma verk- efnum af stað. Ég velti þessu mikið Vinsæl Bók Knapp hefur notið mik- illa vinsælda og selt mjög vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.