Morgunblaðið - 28.03.2019, Page 41

Morgunblaðið - 28.03.2019, Page 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Tré Krummi er lunkinn við að finna sér æti. Eggert Auðlindagjöld í haftengdri starfsemi hafa verið til um- ræðu í Noregi um nokkurt skeið. Hefur þar bæði verið hugað að gjaldtöku í fisk- veiðum og fiskeldi. Í liðinni viku bárust hins vegar fréttir af því að Høyre, flokkur Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefði ályktað á þann veg að Noregur ætti að leitast við að laða í auknum mæli að fjárfestingar í þessum at- vinnugreinum og að flokkurinn væri gagn- rýninn á álagningu auðlindaskatts. Í álykt- un þeirra sagði jafnframt að bæði samfélagið og atvinnulífið væru betur sett ef grunnrentunni væri ráðstafað í formi fjárfestinga fyrirtækja við strendur lands- ins. Tveir aðrir flokkar í ríkisstjórn Ernu Solberg, Venstre og Fremskrittspartiet, hafa einnig tekið sambærilega afstöðu. Norðmenn hafa aukinheldur sett sér það markmið að tvöfalda útflutningsverðmæti frá haftengdri starfsemi fyrir árið 2030 og fimmfalda verðmætin fyrir árið 2050! Hér er metnaðarfullt markmið á ferðinni. Í ljósi þess að sjávarafurðir hér á landi eiga í harðri samkeppni við norskar sjáv- arafurðir, ber okkur eyjaskeggjum á Ís- landi að gefa þessum fréttum frá Noregi sérstakan gaum. Í vikunni sem leið mælti Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- ráðherra fyrir frumvarpi til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó. Fyrir nokkru mælti hann einnig fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um fiskeldi. Bæði þessi frumvörp kveða á um aukna gjaldtöku í fiskeldi. Markmið boðaðrar skattheimtu er meðal annars að styrkja uppbyggingu inn- viða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Það má sannanlega taka undir mikilvægi uppbyggingar samfélags og atvinnulífs á landsbyggðinni. Hér er um sama markmið að ræða og frændur okkar í Noregi stefna að. Stjórnvöld hér á landi hafa hins vegar kosið að fara allt aðra leið að þessu markmiði en Norðmenn – og því miður er nokkuð fyrirsjáanlegt að leið ís- lenskra stjórnvalda mun ólíklega skila okk- ur á leiðarenda. 50 ára samkeppnisforskot Í fyrsta lagi er mikilvægt að tryggja samkeppnishæfni íslenskra sjávarafurða í harðri erlendri samkeppni. Skattlagning á fiskeldi, umfram það sem þekkist hjá samkeppnisað- ilum okkar, mun binda hend- ur fyrirtækja í kapphlaupinu. Sjókvíaeldi er að hefja veg- ferð sína hér á landi. Í þeim efnum hafa Norðmenn meira en 50 ára forskot. Fram- leiðslukostnaður þeirra er lík- lega um 30% lægri en fram- leiðslukostnaður íslenskra fiskeldisfyrirtækja. Hér á landi er framundan mikil fjár- festing í tækjum, búnaði og markaðsstarfi, svo fátt eitt sé nefnt. Hvað sem þessu líður ætla stjórnvöld að leggja á atvinnugreinina verulega skatta umfram það sem þekkist í Noregi. Verði frumvörpin tvö að lögum ber að greiða sér- stakt gjald í fiskeldissjóð, hækkað gjald í umhverfissjóð, sérstakt gjald vegna fisk- eldis í sjó og mögulega gjald gegn veitingu leyfis í útboði. Er þá óátalið hið séríslenska aflagjald sem fyrirtækin greiða þegar. Með svo umfangsmikilli gjaldtöku hægja stjórn- völd verulega á nauðsynlegum fjárfest- ingum og draga úr samkeppnishæfni grein- arinnar. Á því tapa allir. Einkaframtak tryggir byggðafestu Í öðru lagi má segja að sporin hræði. Líkt og áður var vikið að kann markmiðið um nýtingu skatttekna til uppbyggingar at- vinnulífs að vera göfugt. Ef litið er til sög- unnar má hins vegar með algerri vissu segja að stjórnvöldum hefur ekki tekist sérstaklega vel til við uppbyggingu at- vinnulífs. Vestfirðir eru þar gott dæmi. Samdráttur atvinnutekna og fólksfækkun hafði verið viðvarandi um margra ára skeið. Nú horfir hins vegar öðruvísi við – og ráð- stöfun hins opinbera á skattfé hafði þar engin áhrif. Uppbygging fiskeldis á sunn- anverðum Vestfjörðum hefur leitt til þess að fólki hefur fjölgað, sér í lagi ungu fólki, og atvinnutekjur hafa aukist. Það hafa með öðrum orðum verið fjárfestingar einka- aðila, eldisfyrirtækja í þessu tilviki, sem hafa blómgað byggðir. Dæmi sem þessi ættu að öllu jöfnu að leiða íslensk stjórn- völd að sömu niðurstöðu og norsk stjórn- völd. Aukið svigrúm einkaaðila til fjárfest- inga er lykillinn að sjálfbærri byggðastefnu. Á því græða allir. Auknar álögur á landsbyggð Í þriðja lagi ætti það að vera landsbyggð- inni sérstakt áhyggjuefni að leggja þurfi sérstaka skatta á fyrirtæki, sem loks ákveða að skjóta þar niður rótum, til þess að unnt sé að byggja þar upp nauðsynlega innviði. Skilaboð stjórnvalda í þess háttar ákvörðun eru þau að landsbyggðin hafi ekki lagt nægilega mikið til samneyslunnar til þess að þau eigi inneign hjá stjórnvöldum fyrir nauðsynlegum innviðum – innviðum sem við höfuðborgarbúar teljum sjálf- sagða! Það er grundvallarskylda stjórnvalda að tryggja að innviðir mæti þörfum atvinnu- lífs. Stjórnvöldum ber að tryggja að jarð- vegur sé til staðar, þannig að fyrirtæki geti skotið niður rótum og skapað verðmæti fyr- ir samfélagið. Auk þess eru það ekki bara Vestfirðingar og Austfirðingar sem græða á því að fiskeldi blómgist á þeim svæðum. Samfélagið allt nýtur ábatans í auknum út- flutningsverðmætum og skatttekjum fyr- irtækjanna og starfsmanna þeirra. Af þess- um sökum er sú hugsun varhugaverð að láta atvinnulíf á tilteknum svæðum greiða fyrir uppbyggingu innviða sem samfélagið í heild nýtur góðs af. Þegar fiskeldi vex fiskur um hrygg Í sáttmála sitjandi ríkisstjórnar er að því vikið að fiskeldi sé vaxandi atvinnugrein sem feli í sér tækifæri til atvinnuuppbygg- ingar, en hana þurfi að byggja upp með ýtr- ustu varúð. Þá segir jafnframt að eftir því sem fiskeldinu vaxi fiskur um hrygg þurfi að ræða framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku vegna leyfisveitinga. Orðatiltækið „að vaxa fiskur um hrygg“ þýðir að eitthvað dafni vel og eflist. Samkvæmt þessu átti því að ræða, en ekki ákveða, framtíðarfyr- irkomulag gjaldtöku þegar fiskeldið hefði dafnað vel. Sjókvíaeldi hér á landi er á byrjunarreit í starfsemi sinni. Aðeins eitt fyrirtæki hafði tekjur á liðnu ári af sölu á laxi úr sjóeldi, ekkert fyrirtækjanna hefur enn trygg rekstrarleyfi og uppsafnað rekstrartap á tímabilinu 2013-2017 er 5,1 milljarður króna. Það telst varla ósanngjarnt að biðla til stjórnvalda að leyfa atvinnugreininni að taka nokkra andardrætti við upphaf ævi- skeiðs áður en verulegar álögur er lagðar á hana. Slíkt væri enda í samræmi við fyrr- greint orðalag stjórnarsáttmálans. Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur » Það er grundvallar- skylda stjórnvalda að tryggja að innviðir mæti þörfum atvinnulífs. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri SFS. Ólíkt hafast menn að í skattheimtu Sá sem þetta ritar hefur blandað sér lít- illega í umræður um hinn svokallaða þriðja orkupakka ESB. Hef ég í umfjöllun minni vitnað í orðalag orku- löggjafar ESB og bent á að með orkupökkum ESB sé verið að leggja grundvöll að sameig- inlegum orkumarkaði EES. Þriðji orkupakkinn fjallar að talsverðu leyti um flutning orku yfir landamæri. Slíkur flutningur er ekki mögulegur, né tenging Íslands við framangreint markaðssvæði, án þess að lagður verði sæstrengur til Ís- lands. Í orkupakkanum eru ákvæði um valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA í álitamálum sem upp gætu komið við flutning raforku til eða frá landinu um sæstreng í framtíðinni. Ég hef talið að í orkulöggjöf ESB sé að finna ákvæði sem færi vald frá Íslandi til fjölþjóðlegrar eftirlitsstofnunar, ESA, sem yrði kostuð af okkur en myndi sækja valdheimildir sínar til Evrópuréttar. Umræðan Það hafa margir lagt sig fram um að sannfæra mig um að ég hafi rangt fyrir mér, þótt alla jafnan sé það ekki gert á persónulegum nótum. Sá kór er sannarlega hávær þótt ekki syngi allir sama lagið. Kórinn skipa m.a. Michael Mann, sendi- herra Evrópusam- bandsins á Íslandi, ut- anríkisráðherra Íslands Guðlaugur Þór Þórð- arson, ferðamála-, iðn- aðar-, nýsköpunar- og dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reyk- dal Gylfadóttir, fyrrver- andi ráðherra Björn Bjarnason, hæstarétt- arlögmaðurinn Einar S. Hálfdánarson, Hilmar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður og LLM í orkurétti, yfirlögfræðingur Icelandair Group, Ari Guðjónsson. Eru þessir aðilar þó aðeins fremstir meðal jafningja. Lögfræðingapundið í kórnum er mjög þungt. Því hef ég vænst þess að fá tækifæri til að lesa – svart á hvítu – tilvitnanir í orkutilskipanir ESB sem staðfesta að ekki sé um valdaframsal að ræða. Á því hefur orðið bið þar til nú. Nýmælið Á vef utanríkisráðuneytisins hefur verið birt sameiginleg yfirlýsing Guð- laugs Þórs Þórðarsonar utanrík- isráðherra og Miguel Arias Canete framkvæmdastjóra orkumála í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins. Varðar yfirlýsingin gildi þriðja orku- pakkans gagnvart Íslandi. Það er ekki síst sá hluti yfirlýsing- arinnar, sem fjallar um efnisatriði orkupakkans um grunnvirki yfir landamæri, eða um sæstreng í tilfelli Íslands, sem vekur athygli. Tekið er fram að „stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans, sem varða viðskipti og grunnvirki fyrir raforku yfir landa- mæri (hafi) ekki gildi eða neina raun- hæfa þýðingu fyrir Ísland á meðan enginn raforkustrengur er til stað- ar.“ Síðan er bætt við: „Verði grunn- virki yfir landamæri sett upp í fram- tíðinni hefur eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvörðunarvald um málefni sem ná yfir landamæri, en ekki ACER.“ Þetta orðalag er rakið til að- lögunartexta sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 93/2017, sem end- urspeglar sjálfstæði stofnana EFTA undir „tveggja stoða kerfi“ samn- ingsins um Evrópska efnahags- svæðið. Sú setning, sem er skáletruð hér að framan, staðfestir það sem ég hef haldið fram að ákvörðunarvald um orkumálefni, sem ná yfir landamæri, verður samkvæmt Evrópurétti og á EES svæðinu hýst í eftirlitsstofnun EFTA að því er Ísland varðar. Án þess að ég geri lítið úr eftirlitsstofnun EFTA, heyrir hún ekki undir íslensk stjórnvöld. Í deilunni um IceSave komst þessi eftirlitsstofnun að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu brot- ið lög með því að neita að láta ís- lenska skattgreiðendur borga skuldir einkabanka. Hún fór í mál við Ísland og tapaði. Mótsögnin Í næstu málsgrein yfirlýsingar ráðherrans og framkvæmdastjóra orkumála ESB segir á hinn bóginn: „Gildandi ákvæði þriðja orkupakka ESB hafa engin áhrif á fullveldi rík- isstjórnar Íslands yfir orkulindum Ís- lands og ákvörðunarvald yfir nýtingu og stjórnun þeirra. Ákvörðunarvald um raforkustrengi milli Íslands og innri raforkumarkaðar ESB liggur alfarið hjá íslenskum stjórnvöldum.“ Nú er það svo að ef þessar tvær fullyrðingar eru bornar saman, stangast þær efnislega á. Sú fyrri segir að málefni er varði sæstreng og tengingu orkumannvirkja yfir landa- mæri falli undir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Sú stofnun er óháð ráðherravaldi á Íslandi. Seinni fullyrðingin segir að „ákvörðunarvald um raforkustrengi milli Íslands og innri raforkumark- aðar ESB liggi alfarið hjá íslenskum stjórnvöldum.“ Þótt yfirlýsingar utanrík- isráðherra Íslands og fram- kvæmdastjóra orkumála ESB séu mótsagnakenndar, eru þær þó heldur til bóta, eins og skipulegt undanhald er jafnan. Fyrir það er ég þakklátur báðum þessum aðilum. En ljóst má vera að málinu er ekki lokið. Það hefur ekki síður verið athygl- isvert að fylgjast með umræðum um þennan þriðja orkupakka en því, sem birt hefur verið um niðurstöðu Mann- réttindadómsstóls Evrópu um dóm- araskipanir á Íslandi. Rökvísin Einar S. Hálfdánarson lýkur lofs- orði á sendiherra ESB fyrir að hafa staðfest að Íslandi er ekki skylt að opna raforkumarkað sinn og virðist sáttur við að völd í orkumálum á Ís- landi lúti Eftirlitsstofnun EFTA. Um leið og Einar þakkar sendiherranum, tekur hann fram að „uppbygging valdastofnana ESB minni um margt á Sovétríkin.“ Hvort sú samlíking flokkast undir kaldhæðni, skal ósagt látið. Björn Bjarnason lýkur svo lofsorði á Einar S. Hálfdánarson. Þórdís Kol- brún Gylfdóttir fullyrðir að ekki sé útilokað að grunnreglur EES- samningsins geri það að verkum „að óheimilt sé að leggja fortakslaust bann við lagningu strengs (til Ís- lands)...“ og að svo hafi verið frá því að EES samkomulagið var fullgilt í ársbyrjun 1994. Ráðherrann hefur þó látið undir höfuð leggjast að þakka sendiherra ESB fyrir að staðfesta það að Íslandi sé ekki skylt að opna raforkumarkað sinn. Þessi málflutningur allur nálgast það sem Grikkir kölluðu til forna ka- kófóníu en Jóhann S. Hannesson heitinn nefndi óhljóm. Eftir Tómas I. Olrich »Ég hef talið að í orku- löggjöf ESB sé að finna ákvæði sem færi vald frá Íslandi til fjöl- þjóðlegrar eftirlitsstofn- unar, ESA, sem yrði kostuð af okkur en myndi sækja valdheimildir sínar til Evrópuréttar. Tómas Ingi Olrich Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Evrópuréttur og yfirlýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.