Morgunblaðið - 28.03.2019, Síða 49

Morgunblaðið - 28.03.2019, Síða 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 ✝ Sigrún BjörkGunnarsdóttir var fædd í Hænuvík við Patreksfjörð 1. ágúst 1944. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Höfða á Akranesi 14. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Anna Ein- arsdóttir, f. 2.9. 1927, d. 25.4. 2003, og Gunnar Þ. Þorsteinsson, f. 11.5. 1918, d. 11.10. 2008. Fóst- urfaðir Sigrúnar var Kristján Kristjánsson, f. 20.8. 1925, d. 4.5. 1999. Stjúpmóðir Sigrúnar er Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir, f. 22.8. 1917. Systkini hennar sammæðra eru Einar Kristjánsson, f. 15.12. 1950, d. 12.11. 2012, Kristján Júl- íus Kristjánsson, f. 27.10. 1955. Systkini hennar samfeðra eru er Egill Örn Arnarson Hansen. Dætur hennar eru Ásrún Telma Hannesdóttir og Iðunn Silfa Hannesdóttir. 3) Gunnar Reynir Þorsteinsson, f. 27.3. 1973. Maki hans er Renqing Zhuoma. Sonur hans er Halldór Ásgeir Gunn- arsson. Hinn 8.7. 1978 gekk Sigrún í hjónaband með Ásgeiri Indr- iðasyni, f. 27.6. 1945, og eign- uðust þau eina dóttur 4) Svava Björk Ásgeirsdóttir, f. 1.10. 1980. Eiginmaður hennar er Kristmundur Anton Jónasson. Börn þeirra eru: Bríet Björk Kristmundsdóttir, Ásgeir Anton Kristmundsson og Emma Björk Kristmundsdóttir. Sigrún Björk ólst upp á Pat- reksfirði. Hún lauk námi í hjúkr- un árið 1967 og starfaði sem hjúkrunarfræðingur alla sína starfsævi. Hún vann lengst af á Heilsugæslustöð Mosfellsbæjar eða frá árinu 1975 og gegndi þar starfi hjúkrunarforstjóra frá árinu 1984 og þar til hún ákvað að láta af störfum árið 2004. Útför hennar fer fram frá Bú- staðakirkju í Reykjavík í dag, 28. mars 2019, klukkan 15. Júlíana Signý Gunnarsdóttir, f. 23.8. 1947, Óðinn Gunnarsson, f. 27.9. 1948, og Anna Mar- grét Gunnarsdóttir, f. 20.4. 1950. Sigrún Björk eignaðist soninn 1) Hjört Eiríksson, f. 13.6. 1963. Eigin- kona hans er Sólrún Inga Ólafsdóttir. Börn þeirra eru: Helga Rún Hjartardóttir, Harpa Hjartar- dóttir, Björg Steinunn Gunn- arsdóttir, Sigrún Björk Hjart- ardóttir og Kristrún Eir Hjartar- dóttir. Barnabörnin eru tvö talsins. Sigrún Björk giftist Þorsteini Pálssyni, f. 23.8. 1943, d. 26.8. 1975, og eignuðust þau tvö börn. 2) Anna Silfa Þorsteinsdóttir, f. 14.9. 1968. Eiginmaður hennar Það er undarleg tilfinning að hripa niður nokkur minningarorð um sína eigin móður. Dýrmætar minningar koma upp í kollinn. Ég var lánsöm að fá að eiga einmitt þessa móður. Vissulega er ég sár yfir því að fá ekki lengri tíma en þakklát fyrir þessi næstum 39 ár sem við fengum. Alla tíð stoð mín og stytta, hefur sýnt mér ást, umhyggju og hvatn- ingu. Hún kenndi mér að mennt er máttur og hvatti mig til náms. Hún vildi ekki hafa áhrif á námsvalið en ég yrði að minnsta kosti að vinna eitthvað með fólki eða dýrum, það eitt vissi hún. Hún kom mér upp á lagið sem barn að elska hunda og síðan þá hafa alltaf verið hundar í kringum okkur. Mamma kenndi mér þraut- seigju, vinnusemi og að stjórna óþolinmæðinni sem stundum var að þvælast fyrir mér. Síðast en ekki síst að fylgja hjartanu. Um- hyggjusemin og hlýjan er til eft- irbreytni og ófáir sem hún sinnti í starfi sínu sem hjúkrunarfræðing- ur. Mamma var alltaf til staðar, leiðbeindi og kenndi manni að skoða hlutina út frá mörgum sjón- arhornum. Mamma fékk sinn skerf af áföllum í lífinu sem hún tæklaði með þrautseigju og dugn- aði. Hún var fylgin sér, staðföst og ákveðin sem kom henni oft vel. Mamma varð ung amma, síðan hafa nokkur barnabörn og lang- ömmubörn bæst í hópinn hennar og pabba og verið elskuð og dáð. Dýrmætt var fyrir börnin okkar að eiga hana að þó að tíminn hefði ekki verið langur. Ófáar stundir sem við mamma höfum átt saman á meðan karlarnir fóru í reiðtúr eða að stússa eitthvað. Við fengum okkur cappuccino og Earl Grey sem reyndar er alltaf kallað „Ölli greyið“ eins og þær Helga sögðu alltaf. Við getum ekki lýst hversu ómetanlegt það hefur verið að finna stuðning þeirra og stolt í okkar garð alla tíð. Við reynum að taka þessi yndislegu hjón okkur til fyrirmyndar. Ástarsaga þeirra er ein sú fallegasta og sú virðing sem þau báru alltaf fyrir hvort öðru var aðdáunarverð. Þau áttu gæfuríkt hjónaband fullt af ást og gleði. Mamma greindist með alzheim- er-sjúkdóminn fyrir fimm árum. Hún átti góðan tíma á dagdeild Eirar og fáum við starfsfólkinu þar seint þakkað fyrir sín ómet- anlegu störf. Í lok árs 2018 var ljóst að sjúkdómurinn var að ná yf- irhöndinni og mamma var lögð inn á B4 í Fossvogi. Við tók bið eftir hjúkrunarrými í Mosfellsbæ og dvaldi mamma á Höfða á Akranesi þar til hún lést. Þeim sem komu að umönnun hennar færum við okkar hjartans þakkir, það var sérstak- lega eftirtektarverð sú hlýja og virðing sem starfsfólk á Höfða sýndi henni. Það var ómetanlegt. Ég kveð þig, elsku mamma mín, og veit að þú hefur fengið góðar móttökur í draumalandinu hjá Steina þínum, Önnu ömmu og afa Kristjáni, Gunnari afa, ömmu Svövu, Emmu, Dóra og öllu okkar góða fólki. Ó, leyf mér þig að leiða til landsins fjalla heiða með sælu sumrin löng. Þar angar blóma breiða við blíðan fuglasöng. Þar aðeins yndi fann ég þar aðeins við mig kann ég þar batt mig tryggða band því þar er allt sem ann ég, það er mitt draumaland. (Jón Trausti) Við pössum upp á kallinn og hvert annað. Þar til næst, elsku besta. Svava Björk og Kristmundur Anton. Kveðja frá barnabörnunum í Víðigerði Hvíldu í friði, elsku amma mín. Ég elska þig óendanlega mikið. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Ég sakna þín svo mikið. Elsku besta amma mín, þú ert svo sæt og fín. Og ég mun alltaf sakna þín, elsku amma mín. (Bríet Björk, 1. janúar 2019.) Bríet Björk. Elsku besta amma mín ég elska þig svo mikið. Ég mun sakna þín hvert sem þú ferð. Þú varst alltaf svo góð við mig og varst alltaf til staðar, við munum sakna þín svo mikið og alltaf þeg- ar eitthvað gerðist og ég var leið þá komst þú og huggaðir mig. Þú ert svo hjálpsöm, amma, og frá- bær og skemmtileg og samvisku- söm. Elsku besta amma mín, þú ert svo sæt og fín, ég elska þig mjög mikið. Þín Emma Björk. Elsku besta amma mín. Takk fyrir að vera svona góð við okkur. Þú varst besta amma í heimi. Ég elska þig svo mikið að það er ekki hægt að útskýra það. Megir þú hvíla í friði. Ég skal vera góður. Ég sakna þín mjög mikið. Hund- arnir skila kveðju, Bruno, Gucci, Kilja og Kara. Takk fyrir að vera besta amma í heimi. Líka takk fyrir að vera svona skemmtileg við okkur og við elskum þig öll mjög mikið. Sunnan yfir sæinn breiða sumarylinn vinda leiða. Draumalandið himinheiða hlær og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin. Mundu, að það er stutt hver stundin, stopult jarðneskt yndi þitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Allt hið liðna er ljúft að geyma, – láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, – segðu engum manni hitt! Vorið kemur heimur hlýnar, hjartað mitt! (Jóhannes úr Kötlum) Hjartans kveðja, Ásgeir Anton. Bríet Björk, Emma Björk, Ásgeir Anton. Fyrstu kynni af fólki reynast oftar en ekki fyrirboði að því sem koma skal og gefa gjarnan tóninn fyrir samskipti framtíðar. Þessi staðreynd kemur sterkt upp í hug- ann þegar ég minnist elskulegrar mágkonu minnar, hennar Sigrún- ar, sem kvödd er í dag. Frá okkar fyrsta fundi streymdi alla tíð frá henni hlýja og notalegheit til mín og míns fólks og síðan eru liðnir rúmir fjórir áratugir. Hún hafði einhvern veginn einstakt lag á að láta fólki líða vel í návist sinni með sterkri og hlýrri nærveru og til þess þurfti ekkert orðaflóð eða há- vaða. Heimsóknir í Arkarholtið urðu fljótt fastur liður í lífsmunstrinu allt fram undir það síðasta þar sem gjarnan var setið í borð- króknum í eldhúsinu og málin krufin til mergjar með þeim hjón- um og oft bættust afkomendur, skyldmenni og vinir í hópinn. Fyr- ir okkur ungu hjónin að byrja okk- ar vegferð, var ekki ónýtt að eiga hjúkrunarfræðinginn og reynslu- boltann Sigrúnu að. Lífið hafði þá þegar farið um hana ómjúkum höndum og aðeins rúmlega þrítug stóð hún ein uppi með þrjú ung börn eftir sviplegt fráfall Þor- steins, eiginmanns síns en þegar hér var komið sögu var ljúfmennið Ásgeir kominn til sögunnar og líf- ið brosti við henni á ný. Skömmu eftir að elsta dóttir okkar fæddist komu upp alvarleg heilsufarsleg vandamál sem leiddu til þess að við urðum að fara í skyndi af landinu til að leita lækninga. Litla telpan okkar var þá enn „munaðarlaus“ á fæðing- ardeildinni og einhvern veginn var það bara sjálfsagt að það skyldi vera Sigrún sem sótti hana og hafði hjá sér, þar til við komum til baka. Slíkt vinarbragð gleymist seint og varð til að styrkja enn frekar samskipti og samband, sem þó var einstaklega gott fyrir. Síðustu árin urðu Sigrúnu erfið þar sem illur vágestur sem engu eirir tók að hreiðra um sig í líkama hennar og óminnishegrinn tók smátt og smátt völdin. Áður höfðu þau Ásgeir náð að ferðast talsvert, einkum um Evrópulönd og það var ævinlega áhugavert að heyra þau segja frá þeim ferðum og upp- lifunum í tengslum þar við. Kveðjustund er runnin upp. Að leiðarlokum er okkur Önnu og dætrunum ljúft að minnast allra góðu stundanna og þakka fyrir allt og allt. Fjölskyldunni allri eru færðar innilegar samúðarkveðjur. Megi góður Guð blessa minn- ingu Sigrúnar Bjarkar Gunnars- dóttur. Guðmundur Jóelsson. Sigrún, elskuleg vinkona og hollsystir, er látin. Hugurinn reik- ar aftur til ársins 1964 þegar við hittumst fyrst. Það var í ágúst- mánuði í anddyri Hjúkrunarskóla Íslands þar sem við nýnemarnir biðum eftir að vera kallaðar sam- an á sal hjá fröken Þorbjörgu skólastjóra. Við vorum fljótlega upplýstar um húsreglur heima- vistar og hvernig fyrirmyndar hjúkrunarnemi ætti að vera. Okk- ur til halds og trausts fengum við prentaðan bækling um boð og bönn skólans. Þar má lesa mörg gullkornin sem hlýja manni um hjartaræturnar: - Nemendur búi þar sem skóla- stjóri ákveður. - Einkennisbúninginn beri nemendur aðeins í skólanum og við verklegt nám og vinnu þar sem búningurinn er borinn í nafni skól- ans. - Sídd á búningnum breytist ekki eftir tísku. - Ekki er leyfilegt að nota kjól- inn sem morgunslopp í heimavist- inni. - Kappinn skal vera vel stífaður, hreinn og vandlega brotinn, festur með ljósum hárspennum, sem smeygt er bak við barðið til hlið- anna, má næla stuttum hattprjóni undir barðið. - Hárið skal tekið frá andlitinu og má ekki ná lengra niður en að kjólkraganum. - Þess skal gætt að kappinn hallist ekki. - Nemendur skulu vera í ljósum sokkum við einkennisbúninginn, en mega þó á sumrin nota hvíta leista. Siðareglurnar voru að sjálf- sögðu lesnar af mikilli samvisku- semi. Strangur agi kom ekki í veg fyrir að við nytum lífsins og eða sveigðum reglur skólans lítið eitt. Ekki var þorandi að ögra yfirvald- inu, sem hafði auga á hverjum fingri! Í dag kveðjum við hollsystur okkar Sigrúnu Björk Gunnars- dóttur. Sigrún hafði forskot fram yfir okkur hinar að hafa tekið áður eina önn í skólanum en varð frá að hverfa þegar hún eignaðist frum- burðinn, þannig voru reglur skól- ans. Inn í ágústholl 6́4 var Sigrún mætt til leiks galvösk, uppfull af fróðleik. Heilsteyptur persónu- leiki og tryggur vinur, sem gott var að leita til og okkur fannst hún kunna hreinlega allt í verklegri hjúkrun. Sigrún bjó alla tíð í Mosfells- sveitinni ásamt Ásgeiri sínum og börnunum fjórum. Hún var mjög farsæl og fær hjúkrunarkona sem vann á Reykjalundi og var síðan ráðin sem hjúkrunarforstjóri heilsugæslunnar í Mosfellsbæ. Skólaárin og heimavistin spunnu þræði samheldni og vin- áttu okkar hollsystra sem hafa haldist í rúm fimmtíu ár. Síðan þá höfum við átt hlutdeild í lífi hver annarrar jafnt í sorg sem og í gleði. Í gegnum áratugina hitt- umst við á hollkvöldum og fórum í margar sumarbústaða- og utan- landsferðir. Í afmælisferð holl- systra- og bræðra, fyrir tveimur árum, fórum við til Ítalíu. Síðasta kvöldið okkar þar var yndislegt, góður matur á borðum, ræður haldnar, mikið skálað og hlegið. Sungið var úr söngbókinni Holl- systur syngja saman. Angurværir tónar hljómuðu í kvöldkyrrðinni við undirleik harmónikunnar Hin gömlu kynni gleymast ei og Hvað er svo glatt sem góðra vina fund- ur. Sigrún naut augnabliksins eins og við öll, þannig munum við hana, káta og glaða. Kæra fjölskylda, Ásgeir okkar, Hjörtur, Anna, Gunnar, Svava, barnabörn og aðrir aðstandendur. Innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd hollsystra, Guðrún Sverrisdóttir. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Fyrir um 40 árum fluttist ég með fjölskyldu minni úr Reykjavík og upp í Mosfellssveit. Fyrir valinu varð hús við Arkar- holt 18. Um leið eignuðumst við fullt af nýjum nágrönnum, sem áttu eftir að reynast okkur vel. Þar á meðal voru sómahjónin á númer 14, þau Sigrún og Ásgeir. Á milli okkar fjölskyldna mynduðust strax sterk vináttutengsl, enda gengu börnin okkar í sama skóla, voru saman í skólalúðrasveitinni og voru auk þess vinir. Þetta þróaðist auðvitað í alls kyns samvinnu með krakkana og gagnkvæma aðstoð. Við hjálpuð- umst að með svo margt. Samvinna með stórafmæli og veislur lá beint við. Kökur voru bakaðar og skreyttar, eldaðir allskyns réttir o.fl. Oft var náttúrulega mjög gaman í þessu sameiginlega brasi. Fræg eru orð Sigrúnar, þegar ein- hverjum þótti fullmikið af veiting- unum, er hún afgreiddi málið með því að segja „o … þetta verður allt saman étið“. Sigrún var hjúkrunarfræðing- ur og nutum við oft góðs af því, þegar veikindi komu upp, eða búa þurfti um og græða sár. Á okkar heimili gekk hún því undir nafninu „Doktor alvís“ enda bjargaði hún öllu slíku og ekki amalegt að eiga slíkan sérfræðing að. Við vinkonurnar kíktum oft í „kaffi“ til hvor annarrar og feng- um okkur þá te og meðlæti og spjölluðum saman. Það voru ómetanlegar stundir. Þegar veikindin bönkuðu svo upp á einn daginn, reyndum við að halda sama hætti og standa sam- an. Nú hefur hún Sigrún mín loks verið leyst frá þrautum. Við eigum eflaust eftir að fá okkur te og með- læti og rifja upp góðu stundirnar þegar við hittumst síðar hjá þeim sem öllu ræður. Kæri Ásgeir, við Ölli, Alli, Rannsa og fjölskyldur sendum þér og allri fjölskyldunni samúð- arkveðjur á þessum erfiðu tímum. Minningin um góða konu mun lifa. Helga Richter. Sigrún Björk Gunnarsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÓLAFUR BJARNASON, fv. fjármálastjóri lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 14. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 28. mars klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á að leyfa Fríkirkjunni í Hafnarfirði að njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Þorgerður María Gísladóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFÍA JÓNA THORARENSEN, Bakkavör 11, lést á Landspítalanum, Fossvogi, 17. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju 1. apríl klukkan 15. Eiður Th. Gunnlaugsson Eva Maria Zwitser Örn Gunnlaugsson Heiðrún Gróa Bjarnadóttir Sunna Gunnlaugsdóttir Scott Ashley McLemore barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ERLA HERMÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR, Lambastekk 1, Reykjavík, lést þriðjudaginn 26 mars. Hún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 5. apríl kl. 13. Sara Bertha Þorsteinsdóttir Kristinn Hilmarsson Sigríður Halldóra Þorsteinsdóttir Páll Ásgeir Pálsson Sigurður Þorsteinsson Caroline Tayar Lilja Þorsteinsdóttir Sverrir Ágústsson Margrét Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, BERGLJÓT LOFTSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Dalbæ föstudaginn 15. mars. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 30. mars klukkan 11. Loftur Gunnar Sigvaldason Guðrún Sigurðardóttir Helga Björk Sigvaldadóttir Sigurður Ásgeirsson Sveinn Haukur Sigvaldason Ágústa Markrún Óskarsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.