Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 ✝ Halldóra Sig-ríður Jónsdótt- ir fæddist í Reykja- vík þann 2. janúar 1924. Hún lést á Landspítalanum 12. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Kolbeinsdóttir, húsmóðir, f. 10.8. 1900, d. 20.5. 1997, og Jón Sigfússon, bakari, f. 27.7. 1891, d. 3.7. 1944. Systkini Halldóru voru Stefanía Jónsdóttir, verkakona, f. 4.5. 1926, d. 13.4. 1999, og Grétar Th. Jónsson, háseti og verka- maður, f. 4.5. 1928, d. 15.6. 1997. Fjölskylda Halldóru, foreldr- ar og systkini, var öll heyrn- arlaus og setti það stórt mark á lífshlaup hennar, þar sem hún barn að aldri varð tengiliður fjölskyldu sinnar og túlkur í samskiptum við hinar ýmsu stofnanir samfélagsins. Fátækt setti einnig sitt mark á ævi Hall- dóru, en hún var alla tíð lág- launakona, fékkst við af- greiðslu- og skrifstofustörf meira og minna alla sína starfs- 10.12. 1946, og Gústaf Adolf Skúlason, framkvæmdastjóri, f. 26.7. 1949. En auk þess ól Hall- dóra upp systurdóttur sína, Jónu Guðrúnu Skúladóttur, sjúkraliða og táknmálskennara, f. 8.1. 1944, d. 10.9. 2010. Sonur Jónu og Arnolds Sie- vers er Halldór Óskar. Synir Sigurðar og fyrri konu hans, Olgu Hafberg, eru Einar Skúli og Hrannar. Sonur Sig- urðar og seinni konu hans, Drafnar Guðmundsdóttur, f. 20.3. 1947, d. 13.6. 2013, er Sindri. Synir Gústafs og eiginkonu hans, Ólafar Baldursdóttur, eru Ólafur Þorkell, Jón Símon og Gústaf Agnar. Barnabarnabörn Halldóru eru Júlíanna Ósk og Svavar Skúli, börn Einars Skúla og Tu- ridar Hansen; Arnold og Jökull, synir Halldórs Óskars og Að- alheiðar Daníelsdóttur; og Oli- ver Colley Gustafsson, sonur Ólafs Þorkels og Agie Colley Gustafsson. Halldóra var mikil jafnaðar- kona alla sína ævi og lagði sitt lóð á vogarskálarnar með margs konar starfi í þágu jafn- aðarstefnunnar. Útför Halldóru fer fram frá Grensáskirkju, kirkju heyrn- arlausra, í dag, 28. mars 2019, og hefst athöfnin kl. 13. ævi. Á sínum tíma fór hún í Verslunarskólann, en hvarf frá námi þar eftir einn vetur þrátt fyrir afburða námshæfileika og árangur til þess að fara út á vinnumarkaðinn og leggja sitt af mörk- um til fjölskyld- unnar. Ung að árum vann hún í Soffíubúð í Austurstræti. Einnig vann hún um langt árabil í Vogue, fyrst á Laugavegi og síð- ar á Skólavörðustíg. Síðustu starfsár sín vann hún á skrif- stofu Alþýðuflokksins og Al- þýðublaðsins sem gjaldkeri og skrifstofumaður. Halldóra giftist tvisvar, fyrra skiptið árið 1945 Skúla Sig- urbjörnssyni, leigubílstjóra, f. 18.3. 1923, d. 11.1. 1998. Þau skildu. Síðari eiginmaður Hall- dóru var Jón Pétursson, leigu- bílstjóri, f. 8.6. 1912, d. 5.11. 2001. Þau skildu. Börn Halldóru og Skúla eru Sigurður Skúlason, leikari, f. Elsku mamma og tengda- mamma. Þú veist um vorið, mamma, og vorsins fuglaklið. Er það sem allir þagna og þurka tárin við? (Þorsteinn Erlingsson) Söknuðurinn við andlát þitt er mikill, það var eins og heimurinn stöðvaðist eitt andartak. Við er- um óendanlega þakklát fyrir að hafa notið samveru þinnar á Landspítalanum nokkrum dög- um áður en þú kvaddir. Hugsunin var skýr en kraftarnir á þrotum. Það var sárt að skiljast að, í dag fylgir fjölskyldan þér síðustu sporin. Þú hefur alltaf reynst okkur, sonum okkar og öðrum í fjöl- skyldunni einstaklega góð. Frá blautu barnsbeini var það hlut- skipti þitt að hjálpa foreldrum, systkinum og síðar stækkandi hópi heyrnleysingja. Við töluðum oft um söguna af svarta svaninum sem var öðruvísi en hinir en þú varst ætíð sá hvíti. Fyrir okkur sem heyrum er erfitt að útskýra vorsöng lóunnar eða lýsa tónlist fyrir þeim heyrnarlausa. Getur heyrandi og heyrnarlaus nokkru sinni alveg skilið hver annan? Saga þín er lykill í dyrum hljóðs og þagnar og lifir áfram eins og öll bútateppin þín. Þú lifðir alltaf fyrir ættingjana bæði þá heyrnarlausu og þá heyr- andi. Lífið kenndi þér að lifa fyrir aðra án þess að eyða tíma í sjálfa þig. Alltaf réttir þú öðrum hjálp- arhönd og hafðir velferð annarra í huga. Dugnaður þinn kom þremur börnum á legg og til mennta sem ekki var sjálfgefið á þeim tíma. Hjarta þitt dugði fyrir okkur öll. Hvernig þú nýttir efni í föt á börn, barnabörn og barnabarna- börn er dæmi um að gera hið ómögulega mögulegt. Og búta- saumurinn sem þú þróaðir síð- ustu æviárin er listaverk fyrir komandi kynslóðir. Handgert jólaskraut þitt prýðir jólatréð okkar á jólunum og gerir það að því fallegasta sem völ er á. Saumaskapur þinn umvefur okk- ur hlýju og kærleika og skilur eft- ir skilaboðin þín um hversu vænt þér þótti um okkur. Við fluttum til Svíþjóðar 1984 með drengina okkar og það var fyrst mörgum árum seinna, sem við skildum hvað það tók þig sárt að missa okkur úr landi. En þú varst dugleg að heimsækja okkur en fjarlægðin setti strik. Síðasta sinn sem þú komst til Svíþjóðar fékkstu aðstoð á flugvellinum til að komast í og úr flugvélinni. Þær eru fallegar myndirnar af þér með sænskan blómakrans á höfði þegar þú hélst upp á miðsumar- daginn með okkur oftar en einu sinni. Eða þegar þú komst sem stolt amma í íslenska þjóðbún- ingnum sem þú hafðir saumað til að vera viðstödd fermingu yngsta sonarins. Elsku mamma og tengda- mamma, við þökkum þér fyrir hafa verið til, fyrir að hafa gefið okkur og fjölskyldunni þinn dýr- mæta tíma. Líf þitt var krafta- verk birtu og góðrar fyrirmyndar annarra í óeigingirni, dugnaði, trú á það góða og kærleika til annarra. Með þér er, mamma, þetta farið, og þeim finnst eftir kalt og hljótt, sem strit þitt hefur vermt og varið og vökur þínar marga nótt, sem hafa flúið heim til þín úr hverri nauð með tárin sín. (Þorsteinn Erlingsson) Guð geymi þig mamma og tengdamamma um aldur og ævi. Blessuð sé minning þín. Við kveðjum þig með söknuði. Gústaf Adolf Skúlason, Ólöf Ingibjörg Baldursdóttir. Elsku amma Dóra. Þú varst sönn listakona, slóst öllum við í fingrafimi, og varst stöðugt að skapa persónuleg listaverk af fínustu gerð sem þú gafst síðan frá þér á óeigingjarn- an hátt til þinna nánustu. Þú varst á allan hátt hugsjónamann- eskja, sem alltaf settir velferð annarra fram fyrir þína eigin. Við gleymum aldrei dögunum, þegar við sváfum hjá þér með frænda okkar Hrannari Má í svefnpokum á gólfinu og tuggð- um tyggigúmmí eins og enginn væri morgundagurinn og hlust- uðum á break dance músík. Eða þau skipti sem þú komst í heim- sókn til okkar í Svíþjóð eins og þegar Gústi „litli“ fermdist og þú hélst upp á það með okkur klædd í íslenskan þjóðbúning. Það voru stundir sem við minn- umst með gleði og við erum þakk- látir fyrir að hafa fengið svo mörg ár og sameiginlegar endurminn- ingar, þrátt fyrir fjarlægðina sem fylgir því að eiga heima sitt í hvoru landi. Þú varst alltaf sjálfsagður hluti af lífi okkar og varst alltaf til stað- ar. Það verður mjög tómt núna þegar þú ert farin. Þú munt alltaf finnast með í hjarta okkar og hugsun. Þín verður alltaf saknað og þú munt ætíð verða elskuð. Við hefðum ekki getað beðið um betri ömmu, þakka þér fyrir að þú varst með í lífi okkar. Blessuð sértu, amma Dóra, hvíl í friði. Ólafur Þorkell Gústafsson, Jón Símon Gústafsson, Gústaf Agnar Gústafsson. Það var amma Dóra sem kenndi mér að nota saumavél. 16 árum seinna lærði ég fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Sem barn fór ég og eyddi heilu dög- unum heima hjá henni. Þar feng- umst við við hin ýmsu sauma- og föndurverkefni. Í hvert sinn sem ég heimsótti hana, alveg frá því að ég man eftir mér, eyddi ég klukkustundum inni í herbergi að skoða allt hennar saumadót. Ég opnaði hverja einustu skúffu og litla kassa og fann þar gull og gersemar í formi nála, talna og alls kyns efna. Um sex ára aldur vissi ég ekkert betra en að hlaupa yfir til ömmu Dóru í Bústaða- hverfinu og leika við hana búð- arleik, en hún átti glæsilegt safn af alls kyns varningi sem sex ára gömul ég var einkar góð í að selja. Hún var mikil bútasaumskona og sá til þess að við hvert nýtt rúm ætti hver fjölskyldumeðlimur teppi sem passaði. Hún saumaði þau af varkárni og sérgerði þau fyrir hvern og einn eftir þeirra persónuleika og smekk. Það má því segja að hún hafi átt stóran hlut í því að móta sköp- unargleðina í mér sem er einn sá eiginleiki sem ég er hvað stoltust af í dag. Hún var algjör nagli, lítil kona sem lét ekkert á sig fá, með þykka skel, en að innan var hún jafn dúnmjúk og fingurnir á henni voru. Ég er þakklát fyrir líf mitt sem afleiðingu af hennar lífi, fyrir minningarnar sem ég á með henni og fyrir allt það sem hún hefur kennt mér. Takk fyrir allt, amma mín, ég vona að þú finnir leið þína þangað sem þú trúir að þú sért að fara næst, og hugsa til þín með hlýju hjarta. Þín, Júlíanna Ósk Hafberg. Látin er elskuleg frænka mín, Halldóra Sigríður, 95 ára að aldri, alltaf kölluð Dóra. Við bárum báðar nafn ömmu okkar Sigríðar. Dóra var alveg sérstaklega dugleg, vinnusöm og flink í hönd- unum. Hún þurfti oft að hafa mik- ið fyrir lífinu með börnin sín þrjú. Meðan hún ól þau upp var hún alltaf á leigumarkaði og vann fulla vinnu. En hún á góð börn sem hjálpuðu til og gerðu sitt besta. Siggi var ekki hár í loftinu þegar hann var orðinn blaðsölu- drengur í miðbænum, sjálfsagt hefur Gústaf gert það sama. Eitt sinn leigði Dóra íbúð sem var aðeins eldhús, salerni og eitt stórt herbergi með einum glugga. En Dóra var hugmyndarík og kom öllu svo haganlega fyrir. Alltaf var allt svo hreint og snyrtilegt hjá henni. Á þessum tíma var Jóna farin að búa og báðir strákarnir komnir í menntaskóla. Þarna sannaðist að þröngt mega sáttir sitja. Já, hún Dóra varð að spara hverja krónu. Ekki var mikið um sumarfrí, það var helst að farið væri að heim- sækja ættingja. Dóra kom til for- eldra minna á Siglufjörð en þá var það langt ferðalag. Þegar ég vann í þrjá vetur fyr- ir sunnan hafði ég mikið samband við Dóru sem þá bjó í miðbænum en ég leigði herbergi við Lauga- veginn. Mikill gestagangur var hjá Dóru, hún var viljug að að- stoða fólk sem var mállaust og þurfti aðstoð við að láta túlka fyr- ir sig hjá læknum, lögfræðingum og á öðrum stöðum. Dóra átti for- eldra sem báðir voru mállausir og tvö systkini hennar þau Stefanía og Grétar voru líka mállaus. Það mæddi því mikið á Dóru strax í æsku að sjá um ýmis samskipti fyrir fjölskylduna. En þrátt fyrir að lífið hafi ekki boðið Dóru upp á það besta átti hún gott skap og það var gaman að hlæja með henni. Hláturinn dillandi og smitandi. Fyrir nokkrum árum fórum við í bíltúr og skoðuðum þau hús sem amma Sigríður og afi Sigfús höfðu búið í, oftast í kjallaraíbúð eða öðrum ódýrum íbúðum. Þau voru fátæk en yndislegar mann- eskjur. Afkomendur þeirra eru orðnir fjölmargir, allt að ég held gott og vel gert fólk. Dóra var með fulla reisn til þess síðasta. Hún hafði góða sjón og fyrir stuttu saumaði hún búta- saumsteppi sem krefst mikillar færni í saumalist. Allt sem hún gerði í höndunum var gert af mik- illi vandvirkni og smekkvísi í lita- vali. Að endingu vil ég þakka Dóru fyrir þær stundir sem við áttum saman í gegnum árin. Það var gaman að fá hana í heimsókn vestur í Ólafsvík, það hefði mátt vera oftar. Með þessum orðum vil ég kveðja þig, elskulega frænka. Sigríður Þóra Eggertsdóttir. Látin er í hárri elli kær vin- kona okkar hjóna sem gott er að minnast við ævilok. Við Dóra, eins og hún var ávallt nefnd með- al ættingja og vina, kynntumst á heimili foreldra hennar fyrir tug- um ára, þar sem skólafélagar úr Málleysingjaskólanum komu saman. Halldóra ólst upp við sérstakar aðstæður, en foreldrar og systk- ini voru heyrnarlaus en Dóra heyrandi. Það hefur því vissulega reynt á hana sem barn, en þá prófraun stóðst hún með prýði og gat miðlað öðrum sem ekki þekktu til þessara mála. Það gat lengst í kaffiboðum hjá Sigríði móður hennar þegar Dóra var heima og fræddist um málefni heyrnarlausra, á fingrastafróf- inu, sem hún tileinkaði sér, og síð- ar táknmálinu. Fyrir um þrjátíu árum komum við feðgin að ritun bókar um Fé- lag heyrnarlausra sem inniheldur niðjatal og sögulegt yfirlit um þessa tíma sem nú er að baki. Þar var m.a. greint frá heimildum sem skýra þessa tíma. Þeir sem voru heyrnarlausir og höfðu lokið skólanámi áttu engan vísan stað á þessum árum þar sem þeir gátu komið saman til tjáskipta sem var mjög mikilvægt á tímum þar sem tækninnar naut ekki við eins og í snjalltækjum sem víða eru til í dag. Það var því ekki óalgengt að þeir sem réðu yfir stóru húsnæði eða höfðu stofnað heimili yrðu til að skjóta skjólshúsi yfir þá sem leituðu eftir félagsskap. Heimili heyrnarlausra voru helstu samkomustaðir heyrnarlausra á þessum árum áður en Félag heyrnarlausra keypti aðstöðu fyrir félagið. Í Þingholtsstræti 8 bjó Ólafur Guðmundsson sjómað- ur með foreldrum sínum og þar komu heyrnarlausir oft saman og á heimili þeirra Sigríðar Kol- beinsdóttur og Jóns Sigfússonar bakara, foreldra Halldóru, var ár- um saman einn helsti samkomu- staður þar sem heyrnarlausir hittust, leituðu frétta og sögðu frá því sem fyrir þá hafði borið. Þar mætti gestrisni og góðvild gestum. Halldóra var elsta dóttir þeirra hjóna og hún túlkaði oft fyrir foreldra sína og systkini þegar hún var lítil stúlka. Eftir að við Guðmundur stofnuðum heim- ili voru reglulegar samkomur heyrnarlausra hjá okkur í Heið- argerði og síðar í Giljalandi. Við nutum þess hjónin að eiga góð samskipti við Sigríði áfram og hún varð tíður gestur á okkar heimili eftir að Jón lést árið 1944. Þau ruddu brautina fyrir fé- lagsstarf heyrnarlausra og erum við alltaf þakklát fyrir. Þörfin fyr- ir eigið húsnæði var heyrnarlaus- um einstaklingum ljós en þeir voru fáir fyrstu árin og of van- megnugir til að eignast eigið hús- næði. Auk þess varð samstaða að vera um slíkt og stofnun félags varð fyrst að koma til en það gerðist síðar með góðu fólki. Dóra bjó við mikið barnalán en synir hennar eru Sigurður Skúla- son og Gústaf Adolf Skúlason. Auk þess ólst Jóna Guðrún Skúladóttir upp hjá Dóru og Skúla manni hennar sem var sómamaður. Við hjónin þökkum Dóru áratugakynni og sendum börnum og ættingjum hlýjar samúðarkveðjur. Hervör Guðjónsdóttir og Guðmundur K. Egilsson. Halldóra Sigríður Jónsdóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Guðmundur Baldvinsson, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Hjartans elsku maðurinn minn, tengdasonur, faðir okkar og fósturfaðir, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, SVEINN JÓNSSON, blikksmiður/tamningamaður og verktaki, Arnarhrauni 25, Hafnarfirði, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans að kvöldi laugardaginn 23. mars. Hann verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 2. apríl klukkan 15.00. Íris Högnadóttir Þyrí Ragnheiður S. Björgvinsdóttir Magnús Björn Sveinsson Jón Páll Sveinsson Bianca Elisabeth Treffer Vera Helgadóttir Lovísa Jónsdóttir Högni Þór Jónsson Björn Jónsson Kerstin Wallquist Jonsson Eyþór G. Jónsson Bryndís Gísladóttir Sigríður Jónsdóttir Alma Högnadóttir Felix Högnason Bára Denný Ívarsdóttir Björgvin Högnason Gauja S. Karlsdóttir Svandís Rós T. Jónsdóttir Heiðdís Fjóla T. Jónsdóttir Alexander Vilmar Jónsson og aðrir aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTRÚN SIGURFINNSDÓTTIR, fyrrverandi húsfreyja Efsta-Dal 1, lést á dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, sunnudaginn 17. mars. Útförin fer fram frá Skálholtsdómkirkju föstudaginn 29. mars klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurfinnur Vilmundarson Margrét J. Þórarinsdóttir Theodór I. Vilmundarson Ragnheiður B. Sigurðardóttir Gunnar Vilmundarson Jóna Bryndís Gestsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.