Morgunblaðið - 28.03.2019, Side 52

Morgunblaðið - 28.03.2019, Side 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 ✝ Helga Kristins-dóttir fæddist í Reykjavík 1. júní 1923. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Droplaug- arstöðum 21. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Kristinn Pétursson blikk- smíðameistari, f. 16. febrúar 1889, d. 5. maí 1965, og Guðrún Otta- dóttir húsfreyja, f. 16. desember 1892, d. 23. apríl 1972. Systkini Helgu voru: 1) Pétur, f. 1917, d. 1984, 2) Otti, f. 1920, d. 1941, 3) Jón Bjarni, f. 1922, d. 1975, 4) Guðmundur Kristinn, f. 1925, d. 2001, og 5) Anna Kristjana f. 1927, d. 1984. Hinn 23. september 1944 gift- ist Helga Sveinbirni Sigurðssyni byggingameistara, f. 3. október 1919, d. 27. maí 2005. Foreldrar hans voru Sigurður Oddsson, lóðs á Hvítabirninum, f. 24. apríl 1874, d. 9. apríl 1942, og Herdís Jónsdóttir, húsfreyja, frá Bílds- felli í Grafningi, f. 6. júlí 1884, d. 23. júní 1963. Helga og Svein- mar og Birkir. 5) Anna María, gullsmíðameistari, f. 1961, fyrr- verandi sambýlismaður er Egill Ingibergsson, f. 1962. Börn þeirra eru Máni og Sveinbjörn. Barnabarnabörn Helgu og Sveinbjörns eru 36 talsins. Helga ólst upp á Vesturgötu 46 í Reykjavík. Hún lauk versl- unarprófi frá Verzlunarskóla Ís- lands og starfaði hún hjá Sjóvá þar til hún giftist Sveinbirni. Helga var dugmikil húsmóðir á stóru heimili, ásamt því aðstoð- aði hún Sveinbjörn við rekstur verktakafyrirtækis hans. Á efri árum tók Helga virkan þátt í störfum Kvennadeildar Rauða kross Íslands. Hún var mikil hannyrðakona og skapaði fjölda fallegra gripa sem seldir voru á jólabasar Rauða krossins. Árið 1974 byggðu Helga og Svein- björn sumarbústað í landi Al- viðru í Grímsnesi. Þar undu þau hag sínum vel og ræktuðu skóg og ýmsar plöntur ásamt því að taka vel á móti gestum. Helga bjó á eigin heimili í Miðleiti 7, fram yfir 95 ára af- mælið þann 1. júní 2018. Hún veiktist þá um sumarið og dvaldi á Vífilsstöðum allt fram í febr- úar 2019 þegar hún flutti á Droplaugarstaði þar sem hún lést. Helga verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 28. mars 2019, klukkan 15. björn hófu búskap á Laugavegi 22, en lengst af bjuggu þau í Safamýri 73. Síðustu árin bjuggu þau í Miðleiti 7. Helga og Svein- björn eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Kristinn, húsasmiður og byggingafræð- ingur, f. 1945, d. 2018, var kvæntur Valgerði Bjarnadóttur f. 1942. Börn þeirra eru Helga, Berglind, El- ínóra, Herdís og Bjarni. 2) Sig- urður, byggingameistari, f. 1949, kvæntur Dagnýju Jón- asdóttur, f. 1948. Börn þeirra eru Sveinbjörn, Kristín og Anna Lára. 3) Árni, byggingameistari, f. 1952, kvæntur Áslaugu Sig- urðardóttur, f. 1953. Börn þeirra eru Sigurður Ríkharð, Andrea og Helga Björk. 4) Sveinbjörn, byggingameistari, f. 1955, kvæntur Soffíu Theodórs- dóttur, f. 1965, fyrr kvæntur Magneu S. Bjartmarz, f. 1953. Börn Sveinbjörns og Magneu eru Gunnar, Sveinbjörn, Bjart- Tengdamóðir mín er búin að fá hvíldina eftir tæp 96 ár. Helga ólst upp á Vesturgötu 46a en hún hafði gaman af að rifja upp æskuárin sín þar. Í húsinu bjuggu tvær fjölskyldur, hvor á sinni hæðinni, bræðurnir Krist- inn, faðir hennar, og Bjarni en þeir ráku saman Blikksmiðjuna J.B.P við Ægisgötu. Heimilin deildu mörgu saman t.d. einum bíl, einni þvottavél, einum síma og fl. og allt í vinsemd. Þau voru með fjós og beljur í bakgarðinum á Vesturgötunni og rak Helga þær kvölds og morgna vestur á Vegamót á Seltjarnarnesi. Helga byrjaði ung að fara á skíði með Bjarna bróður sínum. Var þá gengið frá Vesturgötunni upp í Ártúnsbrekku með skíðin á bakinu, einnig var farið í Skálafell og gengið þangað frá þjóðvegin- um. Helga stundaði nám við Verzl- unarskóla Íslands sem þá var við Grundarstíg og það var eins, gengið þangað og stundum tvisv- ar á dag. Helga sat aldrei auðum höndum, sagði að lífið væri vinn- an. Hún var mikil húsmóðir með stóra fjölskyldu og ásamt því rak hún byggingafyrirtæki með eig- inmanni sínum Sveinbirni Sig- urðssyni. Hún sá um að greiða alla reikninga, allt var gert við eldhúsborðið og minnist ég að í hádeginu komu Sveinbjörn og synirnir í mat og Sveinbjörn átti það til að koma með fleiri án fyr- irvara en það var alltaf til nægur matur. Hádegin voru því oft annasöm en á milli þess sem Sveinbjörn var í símanum kallaði hann á Helgu að skrifa út ávís- anir. Helga starfaði mikið fyrir Kvennadeild Rauða krossins, fyrst í verslunum spítalanna, síð- an við að föndra fyrir basar fé- lagsins. Þar eignaðist hún marg- ar góðar vinkonur sem hittust einu sinni í viku. Hún var einstak- lega handlagin, það lék allt í höndum hennar og hún var mjög útsjónarsöm, nýtti gamalt dót og prjónuðu englarnir hennar voru einstakir. Upp úr 1970 eignuðust þau Sveinbjörn land í Grímsnesinu og komu þar fyrir bústað, það var mikill sælureitur fyrir þau. Sveinbjörn fór í mikla skógrækt og Helga sá um blóm og garð- rækt. Hún var með græna fingur en ekkert elskaði hún meira en að tína ber. Eftir að Sveinbjörn féll frá eignaðist hún viðhald eins og hún sagði en það var sjónvarpið sem hún kveikti á þegar hún vaknaði en þá var hún ekki ein. Hún var mikil tungumálakona og eftir að heyrnin versnaði þá gat hún lesið textana á nánast öllum tungumál- um. Þegar hún fór í stuð átti hún til að syngja Lorelei á þýsku. Þegar barnabörnin spurðu hvar hún hafi lært þetta þá var það í Verzlunarskólanum fyrir tæpum áttatíu árum. Þegar Helga var sextug fórum við Árni með henni til Bandaríkj- anna í hjartaaðgerð. Hún tók þessu sem hverju öðru verkefni, sagði okkur að hún væri búin að lifa góðu lífi og ef illa færi þá ætt- um við ekki að syrgja hana, bara sakna en hún fékk tæp 36 ár í við- bót. Helga bjó heima í Miðleiti þar til fyrir níu mánuðum, meira af dugnaði en getu. Hún vildi ekki láta hafa mikið fyrir sér en var alltaf mjög þakklát þegar við komum til hennar en lét okkur vita að við þyrftum ekki að stoppa lengi. Ég á yndislegar minningar um einstaka konu sem kenndi mér margt. Ég kveð þig með söknuði. Áslaug Sigurðardóttir. Elsku amma Helga hefur kvatt okkur. Hún skilur eftir sig stóran hóp af barnabörnum og barna- barnabörnum. Hún var afskap- lega stolt af þessum hópi og taldi iðulega upp fjöldann af afkom- endum sem sífellt fór stækkandi. Amma var meistarakokkur, því kynntist ég vel þegar ég var í Verzlunarskólanum og fékk að koma í hádeginu í mat til ömmu og afa í Miðleitinu. Þar var oft margt um manninn en amma tók öllum fagnandi og reiddi fram hverja stórmáltíðina á eftir ann- arri. Eftir að ég flutti til útlanda hafa heimsóknir til ömmu verið fastur punktur í Íslandsferðum. Börnunum mínum hefur alltaf þótt merkilegt og vænt um að eiga langömmu. Amma var alltaf jafn glöð að sjá litlu Lúxarana og fannst gaman að heyra sögur frá lífinu í Lúx. Amma kunni ennþá ljóð á þýsku utanað, Loriley og í einni heimsókninni söng hún það með okkur. Þetta er dýrmæt minning sem við munum ávallt varðveita. Eftir því sem árunum leið þurftum við að hækka röddina í samtölum þar sem heyrn ömmu versnaði. Í síðustu heimsóknun- um sagði hún mér að hún væri svo virkilega sátt og svo hvíslaði hún með glettnistón að vonandi þyrfti ég ekki að heimsækja sig aftur. Svona var amma, ekkert að mikla hlutina fyrir sér og tók ör- lögum sínum af yfirvegun. Takk fyrir allt, elsku amma. Andrea Árnadóttir. Loksins ertu búin að fá hvíld- ina, elsku amma. Þú varst farin að bíða, en varst þolinmóð. Þú varst búin að kveðja svo marga sem voru þér kærir, meðal ann- ars elsta son þinn. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um þig, er opinn og hlýr faðmur þinn. Maður komst ekki inn á heimili þitt án þess að vera kysstur og knúsaður. Þú varst hlý og yndisleg manneskja, glað- lynd og brosmild. Þú vildir alla tíð gleðja fólkið þitt og varst dugleg að bjóða upp á nammi. Eitt sinn sagðir þú: „Ég heiti ekki amma nammi, ég heiti Helga.“ Þú varst Reykjavíkurmær. Al- in upp á Vesturgötunni, þar sem þitt hlutverk var að reka kýrnar frá bakgarði hússins og inn á bit- hagann við Vegamót, á Seltjarn- arnesi. Það hefur svo sannarlega margt breyst frá því þú varst lítil stelpa. Æskuheimili þínu lýstir þú sem einhvers konar umferð- armiðstöð. Þar var fólk ávallt vel- komið og fengu gestir höfðingleg- ar móttökur. Þessa gestrisni tileinkaðir þú þér og fólkið þitt naut góðs af. Sem elsta stúlkan í systkinahópnum fékkst þú það hlutverk að baka fyrir gesti. Síð- ar á ævinni kom sú reynsla þér vel, þar sem þú varst dugmikil húsmóðir og fær handverkskona. Þú naust þess að ganga í skóla og rifjaðir oft upp árin í Verzló og nýttir þér námið þar fram til dauðadags. Nokkrum dögum áð- ur en þú lést söngst þú öll erindi þýska ljóðsins Die Lorelei, eins og þú hefðir lært það í gær. Afa Sveinbirni kynntist þú í hestaferð í Þórsmörk og þar voru örlög okkar afkomenda þinna ráðin. Afi var byggingaverktaki í Reykja- vík og með aðstoð þinni gekk fyrirtækið vel. Borgarleikhúsið, fjölmargir leikskólar og Breið- holtslaug eru meðal þeirra bygg- inga sem fyrirtækið ykkar byggði. Afi stólaði á þig í einu og öllu og varst þú honum mjög góð eiginkona, barnsmóðir og lífs- förunautur. Börnin ykkar fimm eru öll mikið handverks- og hæfi- leikafólk. Þrír yngri drengirnir byggingameistarar en sá elsti byggingafræðingur og dóttirin gullsmíðameistari. Auk þess að sinna stóru heimili og aðstoða eiginmanninn við fyrirtækj- arekstur varst þú alltaf að prjóna og vinna eitthvað í höndunum. Kvennadeild Rauða krossins og við nutum góðs af því. Afurðirnar voru svo vandaðar að eftir því var tekið. Þú barst titilinn „ættmóðir og fyrirmynd“ einstaklega vel. Þú hugsaðir ávallt vel um fólkið þitt og sýndir því áhuga. Systir þín féll frá fyrir aldur fram og gerðir þú þitt besta í að sinna hennar börnum og barnabörnum. Þegar aldurinn færðist yfir og þú varst ófær um að búa ein, var fólkið þitt duglegt að heimsækja þig. Þú minntist orða móður þinnar oft: „Maður fær ekki meira en maður gefur,“ í þeim orðum felst lífsspeki sem þú til- einkaðir þér og uppskarst eftir. Alltaf varstu þakklát fyrir heim- sóknirnar. Síðasta tæpa árið dvaldir þú á Vífilsstöðum. Þar leið þér vel. Þú varst þakklát og hógvær í framkomu allt fram til dauðadags. Þú hafðir góðan húm- or og varst nösk í að sjá spaugi- legar hliðar á flestu. Það var gott að tala við þig og þú fékkst mann alltaf til að hlæja. Hvíl í friði, elsku amma. Fyrir hönd Kristinsbarna, Berglind Kristinsdóttir. Helga Kristinsdóttir ✝ Hartmann Ey-mundsson fæddist 8. mars 1929 á Seyðisfirði, sonur Eymundar Ingvarssonar og Sigurborgar Gunn- arsdóttur. Hann lést 18. mars 2019 á Hjúkrunarheim- ilinu Lögmannshlíð. Hann fór ungur að árum í fóstur til móðursystur sinnar Friðgerðar Gunnarsdóttur og eiginmanns hennar, Kristins Magnússonar að Hrollaugsstöðum. Maki hans var Ingibjörg Guð- rún Tryggvadóttir frá Þorsteins- stöðum í Svarfaðar- dal og áttu þau saman börnin Hann- es Elfar, Jóhönnu Agnesi og Sólveigu Dóru. Hann nam múr- araiðn við Iðnskól- ann í Neskaupstað og vann við húsa- byggingar víða um sveitir og múrverk um land allt. Þau hjón bjuggu á Akureyri frá 1960 ásamt börnum sínum og afkom- endum í Hafnarstræti 88. Útförin fer fram frá Akureyr- arkirkju í dag, 28. mars 2019, klukkan 13.30. Ég fanga orð og festi þau bestu niðrá blað og í minninganna merki reyni að stafa þá fyrirmynd sem ungur fann í afa! Um hugmyndir og hógværð, um ljóða- og listasmíð hann kenndi mér að skilja meira en skrafa! Ég fann ótal fjársjóði með afa. Ég oft um dýra dellu í barnsins huga bjó og lengi vildi í áhuganum lafa – þá endalaus var þolinmæði afa Nú krossgátan er kannski eins og lífið allt við leita viljum lausnanna án tafa. Ég lærði að gera gátuna hjá afa! Og marga myrka kvöldstund við borð hans beinn ég sat er í náminu var bara nótt að hafa. Þá fann ég aftur eldinn minn hjá afa! Sjá minninganna mistur nú umvefur hér allt – ég sjálfur sit í raun á bólakafi Hafðu þakkir fyrir allt, minn elsku afi. Vilhjálmur B. Bragason. Elsku Hartmann afi. Þegar ég lít til baka yfir farinn veg koma minningar um þig upp oftar en um nokkurn annan. Þú hefur verið til staðar, tilbúinn til að lagfæra, bjarga og redda því sem aflaga fer. Mínar fyrstu og bestu minn- ingar eru tengdar þér. Ég minn- ist þess þegar við löbbuðum sam- an niður að brotajárnshaugunum við Slippinn og fundum hitt og þetta sem var skemmtilegt eða hægt að nota. Ég minnist þess þegar þú last fyrir mig sögurnar um Tom Swift sem urðu ljóslif- andi í huga mér. Ég minnist þess að liggja á dívaninum við hliðina á þér að hlusta á þig lesa. Ég minnist þess að þú tókst upp lest- urinn á spólur sem ég og svo aðr- ir hlustuðu á þangað til spólurnar voru eyddar upp til agna og finn- ast ekki lengur. Ég minnist þess að við smíðuðum saman mixer, settum saman Playmo-kastala og Lego-sett. Ég minnist þess að þú kenndir mér að það á ekki að henda hlutum heldur finna hvað er að og laga þá. Ég minnist þess að framkalla myndir undir rauðu ljósi. Ég minnist þess að skilja hvernig hlutir virka. Ég minnist þess að hugsa áður en ég fram- kvæmi. Ég minnist þess að vinna af skilvirkni en ekki krafti til að ná árangri. Ég minnist þess að þú sagðir minna en hefði þurft. Ég minnist þess að þú varst þar. Ég minnist þess að þú hlustaðir. Ég minnist þess að hlusta. Ég minnist þess og ég minnist þín. Nú ert þú horfinn elsku afi minn, ekki of snemma en miss- irinn er mikill. Það skipti litlu hvort það voru skemmdar úti- dyratröppur, bilaður magnari eða baðherbergi sem þurfti að flísaleggja, því var reddað. Það skipti litlu hvort verkið var stórt eða lítið, það var gert af fag- mennsku. Það skipti litlu hvort umbunin var engin eða mikil, verkið var framkvæmt af alúð og nákvæmni. En þú skiptir ekki litlu, þú skiptir miklu. Þú áttir stóran hlut í að móta þann einstakling sem ég er. Þú skiptir svo marga sem þú snertir í lífinu miklu máli. Þú skiptir okkur öll barnabörnin og barnabarnabörnin þín sem fengu þau forréttindi að kynnast þér svo miklu máli. Það var svo dýr- mætt fyrir okkur að fá að kynn- ast þér. Þegar öllu er á botninn hvolft og allt kemur til alls þá skiptir það eitt máli hvað maður skilur eftir sig í þessum heimi. Þitt fót- spor í þessum heimi er dásemdin ein sem við búum að um ókomna tíð. Mínar dýpstu og bestu þakkir fyrir allt sem þú hefur gert, minn elsku besti Hartmann afi. Þitt barnabarn og barna- barnabörn, Tryggvi R. Jónsson, Hartmann Völundur Tryggvason og Hekla Þorbjörg Tryggvadóttir. Hann Harri er dáinn. Hann lést að morgni mánudags 18. mars sl. á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri. Fullu nafni hét hann Axel Hartmann Eymundsson, fæddur 8. mars 1929 á Seyðisfirði. Um sex ára aldur var hann sendur í sveitina til sumardvalar hjá móður minni sem var móðursystir hans. Það tognaði dálítið úr þessari sum- ardvöl en hún lengdist í 10 til 15 ár. Hann neitaði nefnilega með öllu að fara aftur heim til sín á Seyðisfjörð. Þetta er kannski skiljanlegt þar sem þetta var í miðri kreppunni en þá var þröngt í búi við sjávarsíðuna en nóg að bíta og brenna í sveitinni. Auk þess voru foreldrar mæðra okkar Hartmanns til húsa hjá dóttur sinni, móður minni. Hjá þeim átti hann örugglega gott skjól. Því ólumst við Gunnar bróðir minn, ég og Hartmann upp sem bræður. Þegar ég var 13 ára lærði ég að synda. Einu sinni rak ég nefið í botninn og hruflaði mig. Þá orti Hartmann: Ekki er Einar afleitur er hann fer að kafa bærilega byrjaður botninn nú að skafa. Og um Gunnar sem var yngst- ur orti hann: Voðalega vatnshræddur virðist mér hann Gunni því oft hann sprettur öfugur upp úr sundholunni. Hartmanni var margt til lista lagt. Hann átti létt með að setja saman liprar vísur eins og sést hér að ofan. Hann lék á harm- onikku, smíðaði smáa listmuni úr tré, tók og framkallaði ljósmynd- ir og lærði af bókum radíóvirkjun þá kominn á miðjan aldur og vann dálítið við það á efri árum. Hann var lærður múrari og meistari í faginu. Einar Kristinsson frá Hrollaugsstöðum. Það tekur ætíð í þegar einhver nákominn fer, það átti við er Hartmann Eymundsson kvaddi síðla aðfaranætur mánudags, þrátt fyrir að vitað væri að hverju dró, hann hafði átt við erf- ið veikindi að stríða lengi. Hartmann hefur verið fjöl- skylduvinur svo lengi sem ég man eftir og nú seinni árin gisti hann á stundum hjá föður mínum í Kópavogi þegar hann var á ferðinni í bænum og þá var gam- an að hittast og spjalla. Hann var fróður og gat sagt sögur af æsku- slóðum á Úthéraði, ferðum sín- um um landið sem oft voru tengdar vinnu hans sem múrara- meistara og auðvitað var hann vel heima í öllum fróðleik, haf- sjór. Hvernig er með glerið dökka í Glerá? Var kornyrkja á Héraði á hans uppeldisárum? Hafrar eða bygg? Hvernig smíðaviður var rekin spýta af söndum Héraðsflóa? Seljan var nú ekki einu sinni nýtileg í eld- inn! Víðáttumiklir fljótandi fljótsbakkar. Rólegur, íhugull, mildur og svarið kom. Laus við allan hávaða og læti, stundum glettinn. Ooo jaá. Hartmann var góður fagmað- ur og verkefnin oft í stærri kant- inum eins og fiskiðjuver og skól- ar. Hann var fjölhæfur, til dæmis smiður góður meðfram múrverk- inu. Þannig byggði hann á mörg- um bæjum í Svarfaðardal hér áð- ur og sá þá um alla fagvinnu. Ekki dró úr skapandi starfi Hartmanns er hann hætti að vinna, þá smíðaði hann fjöldann allan af fallegum gripum úr tré. Sagaði út og skapaði listasmíð. Þetta fylgdi honum alla tíð. Hann keypti snemma, líklega um miðja öldina vandaða myndavél og tók mikið af myndum. Hann var áhugasamur um útvörp og raf- magn og gat gert allt í því. Hann smíðaði útvarpstæki handa föður mínum, það var auðvitað með sérlega tærum og skýrum hljómi. Ég kem stundum við á Akur- eyri og ef ég get hef ég skroppið í Hafnarstrætið í kaffi til Hart- manns. Það var alltaf jafn gaman en nú verða minningarnar um góðan dreng að duga. Kæra Dóra, Jóhanna, Hannes og ykkar fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur frá Hadda og Valdimari. Valdimar Harðarson. Hartmann Eymundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.