Morgunblaðið - 28.03.2019, Side 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019
✝ Kristín Jóhann-esdóttir fæddist
á Hólmum í Austur-
Landeyjum 18.
september 1928.
Hún lést á dvalar-
heimilinu Eir 14.
mars 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhannes
Steinn Sveinsson, f.
1903, d. 1960, og
Margrét Jóhanns-
dóttir, f. 1906, d. 1993. Kristín
átti fjögur hálfsystkin, þau eru
börn Jóhannesar, Sigursveinn, f.
1933, Guðmundur Lúðvík, f.
1938, Pétur, f. 1941, og Svein-
fríður, f. 1947, d. 2008.
Eiginmaður Kristínar var
Garðar Guðjónsson, f. 7.6. 1925,
d. 14.3. 2018. Foreldrar Garðars
voru þau Guðjón Guðmundsson,
f. 1884, d. 1975, og Lilja Gam-
alíelsdóttir, f. 1894, d. 1993.
Garðar og Kristín giftust 3.
apríl 1947. Garðar og Kristín
eignuðust fjögur börn. 1) Sævar,
f. 1946, kvæntur Jónu Fríðu
Gísladóttur, f. 1948, sonur þeirra
er Garðar, f. 1986, maki Margrét
Aðalbjörg Blængsdóttir, f. 1988,
synir þeirra eru Sævar Hrafn, f.
2013, og Sölvi Viktor, f. 2017,
fyrir á Sævar Sigurð Rúnar, f.
börn þeirra eru Elísa Mist, f.
2005, Viktor Berg, f. 2008, og
Milla Dís, f. 2016. 3) Hrefna, f.
1951, gift Hildibrandi Bjarna-
syni, f. 1936, d. 2017, börn a)
Guðjón, f. 1980, b) Hulda, f. 1984,
maki Hreiðar Már Jóhannesson,
f. 1984, börn þeirra eru Hrefna
María, f. 2014, og Hildur Birna, f.
2017, og c) Kristján, f. 1987, fyrir
átti Hildibrandur Brynjar, f.
1959, kvæntur Herborgu Sigríði
Sigurðardóttur, f. 1973, þau eiga
eitt barn. 4) Úlfar, f. 1955,
ókvæntur.
Kristín ólst upp með móður
sinni að Hólmum til 9 ára aldurs,
fluttust þær þá að Þórisholti í
Mýrdal og gekk hún í barnaskól-
ann á Reyni. 15 ára dvaldi hún í
hálfan vetur í Héraðsskólanum á
Laugarvatni. 16 ára fór hún í vist
í Reykjavík. Kristín var heima-
vinnandi en vann jafnframt við
kjólasaum, síðar vann hún á
Hrafnistu í Reykjavík og hjá
Sjálfsbjörgu við umönnunarstörf
og svo í Laugarnesskóla í mötu-
neyti. Kristín vann mikið í fé-
lagsstörfum meðal annars í Ás-
kirkju og hjá Hestamannafélag-
inu Fáki.
Kristín og Garðar byrjuðu
sinn búskap á Brúarlandi í Blesu-
gróf og bjuggu þar í tvö ár, fluttu
þá að Hjallavegi 64 og bjuggu
þar í 65 ár. Árið 2014 fluttu þau í
Fróðengi 5 og þaðan fluttu þau
bæði á Hjúkrunarheimilið Eir.
Útför Kristínar fer fram frá
Guðríðarkirkju í dag, 28. mars
2019, klukkan 13.
1971, kvæntur
Monu Erlu Æg-
isdóttur, f. 1972,
barn Kristrún Erla,
f. 2012. Fyrir á Sig-
urður Rúnar Einar
Snorra, f. 1992, og
Heiðrúnu Ósk, f.
1994, fyrir á Mona
Erla fjögur börn,
fyrir á Jóna Fríða
Jón Birgi Valsson, f.
1970, kvæntur Mar-
íu Pálsdóttur, f. 1964. Þau eiga
tvö börn. 2) Rúnar, f. 14.8. 1949,
maki Þóra Einarsdóttir, f. 1955.
Rúnar var kvæntur Helgu Bergs-
dóttur, f. 1945, d. 2000, börn
þeirra eru a) Margrét, f. 1971,
maki Geir Guðjónsson, f. 1967,
börn þeirra eru Sindri, f. 1991,
Tumi, f. 1993, Bjartur, f. 1999, og
Kári, f. 2004, b) Kristinn, f. 1973,
maki Júlía Þorsteinsdóttir, f.
1975, börn þeirra eru Ívar, f.
2001, og Þorsteinn, f. 2002, c)
Þórhildur, f. 1973, maki Jón Elí-
as Gunnlaugsson, f. 1971, börn
þeirra eru Hugi Snær, f. 2001,
Elías Örn, f. 2003, og Garðar
Þór, f. 2010, d) Birna Pála, f.
1975, maki Þórður, f. 1958, barn
þeirra er Matthías Rúnar, f.
2013, e) Hulda Rún, f. 1978, maki
Benedikt Þór Bárðarson, f. 1976,
Elsku amma, ég mun seint
gleyma mörgum ánægjulegum
stundum með þér. Á Hjallaveg-
inn, heimili ykkar afa, var maður
alltaf velkominn. Oftar en ekki
varstu í símanum þegar ég gekk
inn í anddyrið, „þetta er hann
Garðar yngri sem labbar hér
inn“ sagðirðu í símann við við-
mælandann, þú vildir alltaf vita
af öllu því sem var í gangi hjá
vinum og fjölskyldu og vissir af
flestu því sem dreif á daga sam-
ferðamanna þinna.
„Hún amma þín er mikil fé-
lagsvera,“ sagði góður maður við
mig eitt sinn sem þekkti þig vel,
fátt lýsir þér betur en einmitt
það að þú varst ákaflega fé-
lagslynd og hafðir mjög gaman
af samskiptum og samveru með
þínu fólki.
Þegar ég var í kringum tvítugt
bjó ég heima hjá ykkur afa í
nokkrar vikur meðan á flutning-
um stóð heima fyrir, þú naust
þess mikið að hafa mig á heim-
ilinu, öll kvöld barstu fram dýr-
indiskvöldverð, þú þvoðir allan
þvott og meira að segja strauj-
aðir og þegar þessum tíma lauk
sagðirðu að þú myndir sakna mín
mikið, þrátt fyrir að alla mína tíð
hafi ég verið nánast daglegur
gestur á heimili ykkar afa á
Hjallavegi.
Það var því afar einkennandi
fyrir þig að síðustu dagana á
meðan ég sat hjá þér, kom fjöldi
starfsmanna á dvalarheimilinu
Eir til þín og nefndi sérstaklega
hversu skemmtilegt væri að vera
í kringum þig og hversu léttlynd
og lífsglöð þú værir. Þú lást ekki
á skoðunum þínum um menn og
málefni og verða mér alltaf
minnisstæðar samræðurnar okk-
ar á milli, ekki vorum við alltaf
sammála en þó hafði ég alltaf
gaman af, afi hafði sig sjaldnast
mikið í frammi á meðan við
ræddum og leystum heimsins
mál. Þið afi voruð afar ólík að
flestu leyti en ástfangin upp fyrir
haus alla tíð, ykkar sambúð varði
í yfir 70 ár og áttu þið góðar
stundir saman, sérstaklega í
ferðalögum um fjöll og dali með
tjald og á jeppa, nokkrum dögum
fyrir andlát þitt sagðirðu frá því
að þú værir að fara í ferðalag,
einu ári upp á dag frá andláti afa
þann 14. mars, sameinuðust þið
afi og efast ég ekki um að þið er-
uð haldin af stað í ferðalag út á
land með tjald og á Bronco-
jeppa.
Garðar Sævarsson.
Hún amma var frábær kona.
Við systkinin fundum alltaf gríð-
arlegan stuðning frá henni, sama
hvert tilefnið var, þó að afrekin
okkar væru lítil þá fylltist hún
stolti sem smitaðist til okkar.
Hún hafði einstakt lag á því að
láta okkur líða eins og við gætum
gert allt sem við lögðum fyrir
okkur. Það var alltaf gaman að
koma í heimsókn á Hjallaveginn
til afa og ömmu, bæði í æsku og á
fullorðinsárunum. Þau komu líka
mjög reglulega í sveitina til okk-
ar. Þau voru alltaf mikið á ferð-
inni. Þau voru dugleg að ferðast
um landið og voru heimsóknir til
barnabarnanna stór hluti af þeim
ferðalögum. Þegar foreldrar
okkar fóru af heiman komu þau
til að passa okkur og hlökkuðum
við alltaf mikið til þess. Á haustin
komu þau í sláturgerð en amma
bjó til besta slátrið. Þegar okkur
vantaði samastað í Reykjavík
voru dyrnar þeirra ávallt opnar.
Amma og afi voru frábær
saman, samheldnari hjón er erf-
itt að finna. Þau voru frábært
teymi og mynduðu saman eina
heild.
Það var gaman að heimsækja
ömmu og afa núna í seinni tíð.
Amma var mjög fróð kona og
þótti gaman að segja frá, henni
þótti gaman að lesa og fylgdist
vel með öllu sem var að gerast í
samfélaginu. Það var gaman að
ræða við ömmu um mál líðandi
stundar. Hún hafði sterkar skoð-
anir en þrátt fyrir það þróaðist
umræðan aldrei í rökræður. Þar
sat hún yfirleitt í stólnum sínum
í stofunni og með útvarp, lampa,
sjónvarpsfjarstýringu og bunka
af dagblöðum á borðinu við hlið-
ina á sér. Hún hafði einstaklega
gaman af því að segja sögur frá
sínum yngri árum og hún var
einstaklega minnug. Meira að
segja að þegar minnið fór að
bregðast henni á allra síðustu ár-
unum opnaðist pláss fyrir ennþá
eldri minningar.
Við erum ánægð og þakklát að
hafa átt hana sem ömmu. Minn-
ing hennar mun lifa með okkur
það sem eftir er. Hún hefur
kennt okkur að líta lífið réttum
augum og fagna því góða. Núna
er hún sameinuð á ný með afa og
mynda þau enn á ný þá sterku
heild sem þau eru.
Guðjón, Hulda
og Kristján.
Kristín
Jóhannesdóttir
✝ Sigríður fædd-ist í Reykjavík
10. febrúar 1929.
Hún lést á Hrafn-
istu, Hlévangi, í
Reykjanesbæ 13.
mars 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Ragnhildur
Jónsdóttir hús-
freyja, f. 26. júlí
1893, d. 1. maí
1961, og Einar
Tómasson kolakaupmaður, f.
18. febrúar 1893, d. 12. sept-
ember 1966. Börn þeirra eru:
Elín, f. 1917, Jóna Sigurveig, f.
1920, Ásta, f. 1922, Anna, f.
1923, Guðrún, f. 1925, Tómas, f.
1927, Sigríður, f. 1929, Inga, f.
1930, Ragnhildur, f. 1931,
Soffía, f. 1932, og Kristján, f.
1935. Öll eru þau látin nema
Guðrún og Inga.
Sigríður ólst því upp í stórum
systkinahópi og sleit barnsskón-
um við hefðbundna skólagöngu
og að unglingaprófi loknu hélt
hún til Siglufjarðar til systur
sinnar og gætti drengja hennar í
Sigurður og Sigríður eign-
uðust fimm dætur og einn son
og þau eru; Björg, f. 1950, maki
Jan Erik Larsson. Hún á þrjú
börn og tvö barnabörn. Ragn-
hildur, f. 1952, maki Jónas
Ragnarsson og eiga þau þrjú
börn og fjögur barnabörn en
eitt er látið. Ásta, f. 1957, hún á
þrjá syni og þrjú barnabörn.
Sigríður, f. 1962, maki Helgi
Gísli Eyjólfsson, þau eiga þrjár
dætur og eitt barnabarn. Erna,
f. 1964, hún á tvö börn og Guð-
brandur, f. 1969, maki Helga
Birna Rúnarsdóttir, hann á tvö
börn.
Fyrstu fjórtán árin bjuggu
þau hjónin í Reykjavík og árið
1964 fluttu þau til Keflavíkur og
bjuggu til ársins 2012 að Að-
algötu 19 þar í bæ alla tíð, þar til
þau fluttu sumarið 2012 í örygg-
isíbúð fyrir eldri borgara að
Njarðarvöllum 6 í Reykjanesbæ.
Í október sl. flutti hún á
Hrafnistu, Hlévangi.
Sigríður var húsmóðir alla tíð
og valdi það að vera heimavinn-
andi eins og algengt var á þeim
tímum fyrir utan að vinna við
fiskvinnslu hluta úr degi þegar
sonurinn var komin á legg.
Sigríður verður jarðsungin
frá Keflavíkurkirkju í dag, 28.
mars 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
tvö ár. Þar undi
hún sér vel og alltaf
átti Siglufjörður
stóran sess í huga
hennar. Þegar
heim var komið á
ný vann hún í sæl-
gætisgerðinni Ópal
í Reykjavík.
Hún giftist 28.
október 1950 Sig-
urði Ragnari Guð-
brandssyni, f. 22.
október 1923, en hann lést 10.
mars 2014. Foreldrar hans voru
Friðbjörg Eyjólfsdóttir hús-
freyja, f. 14. desember 1898, d.
11. október 1992, og Guð-
brandur Gíslason bóndi, f. 28.
janúar 1892, d. 31. október 1975.
Hann var næst elstur sjö systk-
ina og ólst upp á Kambsnesi í
Laxárdal í Dalasýslu. Sigurður
vann hjá vélsmiðjunni Héðni í
Reykjavík frá 1950 - 1960 en þá
hóf hann störf hjá Íslenskum að-
alverktökum á Keflavíkur-
flugvelli til ársins 1993 sem
verkstjóri í blikksmíðadeild Að-
alverktaka.
Elsku amma Sigga mín hefur
nú kvatt þennan heim. Margs er
að minnast þegar maður lítur yfir
farinn veg og minningarnar
hrannast upp. Þegar ég var lítil
stelpa þá fékk ég stundum að fara í
bíó eftir hádegi á sunnudögum og
þá komum við krakkarnir alltaf við
á Aðalgötunni á leiðinni heim. Allt-
af voru nýbakaðar pönnukökur í
boði fyrir okkur krakkana og svo
var horft á Húsið á sléttunni heima
hjá ömmu og afa. Þessar minning-
ar eru mér dýrmætar. Amma hafði
alltaf tíma til að sitja og spjalla.
Hún fór með vísur og ljóð sem hún
kenndi okkur krökkunum og hafði
mjög gaman af söng. Þegar ég
varð eldri þá flutti ég til Banda-
ríkjanna, þau afi leyfðu okkur að
búa í kjallaranum á Aðalgötunni
eitt sumarið sem við komum heim.
Maður óneitanlega kynnist fólki
betur þegar maður býr í svona
miklu návígi við það og við eigum
bara góðar minningar frá þessu
sumri. Amma kom stundum niður
til að spjalla við okkur og við vor-
um alltaf velkomin upp til þeirra.
Sér í lagi þar sem Ragnhildur dótt-
ir okkar var þá aðeins tveggja ára
og þeirra fyrsta langömmu- og
langafabarn. Eftir því sem ég varð
eldri þá sá ég hvaða miklu kosti
hún amma mín hafði. Að sjálf-
sögðu hafa allir tekið eftir því sem
hana þekktu hversu geðgóð og
glöð hún var. En þeir sem virki-
lega þekktu hana vissu að líf henn-
ar var ekki alltaf dans á rósum,
hún t.d. glímdi við sjúkdóm alla
sína fullorðinstíð sem er psoriasis,
en þá er húðin á þér eitt stórt flak-
andi sár. Einnig lærbrotnaði hún
þegar hún var orðin frekar fullorð-
in og margir héldu þá að nú gæti
þetta verið byrjunin á endalokun-
um, en hún reif sig upp úr því án
þess að kvarta. Einnig var hún að-
eins með um 10% sjón síðustu ár
ævi sinnar en hún vildi nú ekkert
endilega viðurkenna það eða tala
mikið um það. Hún var mikill húm-
oristi og elskaði góðan mat, enda
var hún listakokkur. Hún kvartaði
aldrei, heldur einblíndi hún alltaf á
það góða í lífinu sem er svo mikill
kostur sem fleiri mættu tileinka
sér. Hún var alltaf þakklát fyrir
það sem hún hafði en einblíndi
ekki á það sem hún hafði ekki. Mér
finnst það vera mesta lexían þegar
ég hugsa um hana ömmu mína.
Nú er komið að leiðarlokum,
elsku amma mín og nafna. Ég mun
ætíð minnast þín með gleði og
hlýju, því þú varst gleðigjafi.
Þín
Sigríður Ragna Jónasdóttir
(Sirrý).
Mikið væri lífið fátæklegt ef þín
hefði ekki notið við í æsku minni,
elsku amma mín. Rölta við á Aðal-
götunni, fá sér kakó, tekex með
smjöri og osti, loftkökur á jólun-
um, skötu á Þorláksmessu, hlusta
á vínylplötur, gramsa á háaloftinu,
leika við frændsystkinin, lesa, lita,
spjalla eða spila. Þú varst alltaf svo
kát og glöð, elsku amma mín, og
tókst á móti öllum sem á vegi þín-
um urðu með faðminn útbreiddan
og bros á vör, hallmæltir aldrei
nokkrum manni.
Einu sinni kom ég til þín og var
eitthvað að kvarta yfir dóti og
þvotti heima hjá mér, þá bentir þú
mér pent á það hversu lánsöm ég
væri nú að eiga fjölskyldu til að
taka til eftir og þvo þvottinn af.
Þessi setning hefur oft komið nið-
ur í kollinn á mér síðan þá. Þetta
varst þú í hnotskurn, amma, alltaf
svo jákvæð og með fallegt viðhorf
til lífsins.
Takk fyrir allt sem þú kenndir
mér, bænirnar sem þú baðst með
mér, lögin sem þú söngst fyrir mig
og fötin sem þú prjónaðir.
Farðu í friði yfir í sumarlandið,
elsku amma mín, og skilaðu kveðju
til afa. Megi algóður Guð geyma
þig og minningu þína. Þangað til
við sjáumst aftur hinumegin:
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vinda leiða.
Draumalandið himinheiða
hlær og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt!
Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin.
Mundu, að það er stutt hver stundin,
stopult jarðneskt yndi þitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt!
Allt hið liðna er ljúft að geyma,
– láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma,
– segðu engum manni hitt!
Vorið kemur heimur hlýnar,
hjartað mitt!
(Jóhannes úr Kötlum)
Elsku mömmu, systkinum
hennar og öðrum eftirlifandi sendi
ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Arna Björg Jónasdóttir.
Ef ég ætti að velja eitt orð til
þess að lýsa Sigríði Einarsdóttur,
móðursystur minni, þá væri það
sólskinsbros. Það var bros glað-
værðar, hlýju og kærleika, sprott-
ið af innstu hjartarótum. Það er
líka tengt mínum fyrstu minning-
um því Sigga frænka, eins og hún
var alltaf nefnd af okkur, var á
unglingsaldri fengin norður til
Siglufjarðar til þess að hafa ofan
af fyrir mér á fyrstu árum ævi
minnar. Hún söng fyrir mig,
kenndi mér vísur og lög og á þeim
árum var ég þess fullviss í eigin-
girni minni að hún væri mín
einkaeign og því lítt hrifinn þegar
vinkonur hennar komu til þess að
spjalla við hana.
Á unglingsárum endurnýjuð-
ust kynni okkar þegar ég var einn
vetur í skóla í Reykjavík. Þá bjó
ég á heimili Siggu og Sigurðar
Guðbrandssonar, eiginmanns
hennar. Hjá þeim var gott að vera
og bar aldrei skugga á í samskipt-
um okkar. Þau voru svo samrýnd
að varla var hægt að minnast svo
á annað að hitt væri ekki nefnt í
sama orði. Sigga var sjöunda í röð
ellefu systkina af Bergstaða-
strætinu og var mjög kært með
þeim öllum. Þegar þau hittust var
mikið talað og smitandi hlátur yf-
irgnæfði öll önnur hljóð einkum
þegar systurnar voru margar
saman. Ekki var alltaf árennilegt
að blanda sér í samræðurnar en
Siggi hafði sérstakt lag á að finna
rétta augnablikið til að skjóta inn
orði af sinni hæglátu og notalegu
kímni.
Sigga og Siggi voru farsæl í
sínu lífi. Gott var að koma til
þeirra í litla húsið við Aðalstræti í
Keflavík þar sem þau ólu upp
börn sín af alúð og kærleika. Siggi
lést fyrir fimm árum og fljótlega
eftir það var Sigga tilbúin að
kveðja en hún naut samt lífsins til
síðustu stundar og nú sé ég þau
fyrir mér brosandi í sólarbirtu ei-
lífðarinnar.
Við Maggý minnumst þeirra
með þakklæti og söknuði og send-
um börnum þeirra og fjölskyldum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Helgi Hafliðason.
Sigríður
Einarsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina mbl.is/sendagrein
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar
Elsku amma, ég
átti ullarsokka sem
þú hafðir gefið mér
nýlega sem þú
hafðir auðvitað prjónað sjálf, þú
varst alltaf að prjóna, hættir því
aldrei. Eftir að ég kvaddi þig, fór
ég heim og þefaði af sokkunum í
von um að þeir ilmuðu af þér.
Áslaug Jóelsdóttir
✝ Áslaug Jóels-dóttir fæddist
16. desember 1921.
Hún lést 11. mars
2019.
Útför Áslaugar
fór fram 22. mars
2019.
Því ilmurinn varst
þú og allar minn-
ingarnar okkar. Í
augnablik varð ég
aftur lítil stelpa í
rúminu mínu í
Kaupmannahöfn
með klútinn sem þú
hafðir gefið mér
þegar þú kvaddir
eftir heimsókn hjá
okkur, þú sagðir að
ég ætti svo að skila
honum næst þegar við myndum
hittast. Klúturinn ilmaði af þér
og veitti mér hugarró. Ég sakn-
aði þín alltaf svo mikið þegar þú
fórst. Í barnaskap mínum með
sokkaparið við nasirnar vonaðist
ég til að lyktin af þeim myndi
aldrei hverfa og kannski væri
mögulegt á einhvern hátt að
varðveita lyktina að eilífu. Ilm-
urinn af þér var öryggi, um-
hyggja, gleði og sorg, stuðning-
ur, hvatning, góðmennska og
sköpunarkraftur, æska mín. Þú
ert allt þetta og verður alltaf. Ég
geymi minningarnar vel, elsku
amma, passa upp á þær og segi
strákunum mínum sögur af mér
hjá þér og afa á Kópavogsbraut,
þetta er góðar sögur. Ég fékk að
kveðja þig með sömu orðum og
þú kvaddir alltaf mig. Elsku
amma, takk fyrir allt, ég er kom-
inn í sokkana og gleymi ekki ilm-
inum.
Sigríður Arngrímsdóttir
(Silla).