Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 57
DÆGRADVÖL 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Frábært úrval af sundfötum Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú berð heitar tilfinningar til einhvers en verður að gæta þess að fæla ekki viðkom- andi í burtu með ákafa þínum. Einhverjar endurbætur og breytingar eru framundan á heimilinu. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert friðsæl/l og í góðu jafnvægi og hefur því góð áhrif á alla í kringum þig. Nýttu þetta sem best þér til framdráttar. Einhver gengur á eftir þér með grasið í skónum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Notaðu daginn til þess að vera sem mest í félagsskap annarra. Tilfinningarnar sem hellast yfir þig vegna fréttar sem þú færð eru af hinu góða. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt þér finnist gaman að taka áhættu af og til þá er sú stund ekki núna. Hafðu það hugfast og gefðu þér tíma til þess að sinna hugðarefnum þínum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vertu ósmeyk/ur við að sækja það sem þú vilt. Lífið verður betra ef þú nærð að slaka á og lofa öðrum að hjálpa þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er mikill ábyrgðarhluti að gefa öðrum ráð sem þeir eiga að fara eftir. Rósemi og einbeiting eru lykilatriði til þess að ná ár- angri. 23. sept. - 22. okt.  Vog Með því að taka höndum saman við fólk sem hugsar eins og þú, getur þú gert miklar breytingar til batnaðar. Þú ert með hjartað á réttum stað. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gamlir vinir líta inn og þið eigið skemmtilega stund saman. Minntu þig á að ástríkt samtal við ungan einstakling getur haft mikil áhrif á þroska viðkomandi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hver dagur er nýtt tækifæri til að láta drauma sína rætast. Einbeittu þér að þínu verki og láttu aðra um sín verk. Ekki reka hornin í allt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Fréttir af börnum gætu haft áhrif á þig í dag. Ef þér finnst eitthvað að í ástarsam- bandinu ættirðu að hugleiða hvað þú getur gert til að laga það. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er gott að finna stuðning þeirra, sem standa manni næst. Sýndu fyr- irhyggju og gerðu áætlanir um framtíðina. Reyndu að forðast átök við nágranna ef mögulegt er. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þetta er rétti tíminn til að fá smá róm- antík inn í lífið. Treystu því að þú verðir sam- þykkt/ur af þeim sem þess þurfa og láttu þína innri rödd leiða þig áfram. Davíð Hjálmar Haraldssonskrifaði á Leir á sunnudag: „Eftir 38 ára búsetu á sama stað hef ég nú flutt mig um set innan bæjarins. Við Flatasíðu var gott, þar var frábært skjól af trjánum en óneitanlega var útsýnið orðið lítið. Fyrst ég flutti um set var sjálfgefið að setjast að í götunni sem nefnd er eftir mér. Á nýja staðnum er skjóllaust með öllu en kostir bjóð- ast í staðinn; afbragðs útsýni og stutt í búðina. Hér er frjálst og fátt til baga, fjöll ég sé og dal og hól. Ég er eins og hross í haga; heyin næg og vatn og skjól.“ Sigrún Haraldsdóttir svaraði að bragði: Þetta er hvorki þrugl né blaður, þvæla eða grín; óvænt hefur okkar maður öðlast víða sýn. Og bætti síðan við: „Til ham- ingju með nýja heimilið, Davíð, og víðsýnið. Það er ekki amalegt af Akureyrarbæ að nefna götuna eft- ir þér.“ Árnaðaróskir bárust einn- ig frá Ólafi Stefánssyni:. Margt er í lífinu mönnum í vil, munaðar opnast þar gáttir: hann stendur á berangri, býr sig svo til að blína í fjölmargar áttir. Jón Gissurarson skrifaði á Boðn- armjöð á mánudag: „Í dag er síð- asti dagur góu (góuþræll). Þó svo að nokkuð hafi gustað víða á land- inu síðustu viku góunnar og eitt- hvað snjóað í flestum landshlutum, er snjór þó víða lítill miðað við árs- tíma. Allavega er mjög lítill snjór hér í Skagafirði og er Hólmurinn auður að kalla. Allnokkur snjór mun þó vera í Fljótunum. Gust hún bjó um mel og mó, mýra og flóadrögin. Lítil góa gamla þó gaf hér snjóalögin. Trúlega verður góan að þessu sinni að teljast hafa verið fremur veðra mild og góð. Alla vega hefur góutíðin verið mun harðari árið 1951, en Gissur Jónsson í Valadal sagði góuna það ár hafa verið þá hörðustu sem hann myndi eftir, en vonin eftir vorinu vakti honum þó bjartsýni. Hann orti. Bráðum yljar okkur mar, engum dyljast vorin. Grimmir byljir góunnar gömlu hylja sporin.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Í Davíðshaga og gamla tímatalið „DÝRALÆKNIRINN HELDUR AÐ ÞETTA GETI VERIÐ SMITANDI.” „ERTU BÚINN MEÐ VIÐSKIPTASÍÐURNAR?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að leggja saman í púkk. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ANNAR GÓÐUR KOSTUR … ÞAÐ ER STUTT Í ÓBYGGÐIR! HVAÐ ERU ÞESSAR MÝS AÐ GERA Í STOFUNNI?! ÉG HELD HÖFUÐ- HERÐAR-HNÉ -OG-TÆR GRETTIR … BÍDDU, NÚ ERU ÞÆR AÐ DANSA FUGLADANSINN Íbúðaraunir Víkverja halda áfram.Að þessu sinni þurfti hann að skipta um borðplötu í eldhúsinu, og taldi sig hafa himin höndum tekið þegar hann fann eina slíka sem var tiltölulega ódýr miðað við allt og allt í verkfæraverslun einni sem minnir Víkverja alltaf á lagið Our House með Madness. Það sem meira er, þá bauð verslunin upp á að platan yrði söguð til og sérhönnuð allt eftir því sem þarfir viðskiptavinarins segðu fyrir um. x x x Það skal ekki tekið af versluninni aðallt sem þeir sögðu stóð eins og stafur á bók. Gallinn var hins vegar sá, að þegar Víkverji ætlaði að koma borðplötunni fyrir varð ljóst að hann hafði gefið upp aðeins of nákvæm sentímetramál fyrir sögunina. Þrír fílefldir karlmenn, eða öllu heldur, tveir fílefldir karlmenn og svo Vík- verji, þjösnuðust og þjösnuðust við að koma plötunni fyrir, en inn vildi plat- an ekki. x x x Að endingu neyddist Víkverji tilþess að saga sjálfur af sentimetr- ana sem þurfti til þess að borðplatan passaði, með tilheyrandi sagi, látum og skemmdum á plötunni. Faðir Vík- verja hefur raunar bent honum á að enginn muni sjá skemmdirnar, enda eru þær vandlega faldar á bak við önnur húsgögn eldhússins. En Vík- verji mun alltaf vita af þeim. Alltaf. x x x Sögunarhæfileikar Víkverja voruekki meiri en þeir að hann þurfti að setjast á síðustu plötuna til þess að hún félli á réttan stað. Henni verður líklega ekki komið þaðan aftur með mannlegum mætti. Allavegana mun það hlutverk falla til næsta eiganda íbúðarinnar hafi hann hug á því að gera upp eldhúsið, Víkverji telur sig hafa gert nóg. x x x Þetta var þó ekki allt saman einallsherjar hörmung. Víkverji náði að setja upp nýja eldhúsvaskinn sinn án þess að hann startaði nýju syndaflóði. Fyrir það er hann þakk- látur, enda engin örk í sjónmáli. vikverji@mbl.is Víkverji Ég er ljós í heiminn komið svo að eng- inn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. (Jóh:12.46)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.