Morgunblaðið - 28.03.2019, Side 58

Morgunblaðið - 28.03.2019, Side 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Ég verð að geta unnið og lifað. Laus við verki. Fyrir góða líðan nota ég Gold, Active og gelið. Erna Geirlaug Árnadóttir – innanhússarkitekt Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hönnunarhátíðin HönnunarMars hefst í dag og stendur til og með 31. mars. Hátíðin er nú haldin í ellefta sinn og er að vanda umfangsmikil með fjölda viðburða, fyrirlestra, uppákoma og sýninga. Á Hönnun- arMars er hönnun kynnt sem at- vinnugrein sem byggist á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlut- verki í samtímanum, eins og það er orðað á vef hátíðarinnar og á henni sameinast hinar ólíku greinar hönn- unar, þ.e. fatahönnun, arkitektúr, húsgagna- og innanhúshönnun, graf- ísk hönnun og vöruhönnun. Ástþór Helgason er nýr stjórn- andi HönnunarMars og hefur yf- irumsjón með viðburðum og verk- efnum tengdum hátíðinni. Hann er gullsmiður að mennt og tók við starfinu fyrir um hálfu ári. Ástþór segist hafa unnið að hönnun og list, starfað mikið með öðrum hönnuðum, m.a. komið að stofnun Hönnunar- sjóðs. HönnunarMars er stærsta verkefni Hönnunarmiðstöðvar og er með skrifstofur í sama rými og hún í Aðalstræti. Hönnunarmiðstöð er kynningar- og upplýsingamiðstöð fyrir íslenska hönnun á Íslandi og erlendis og hefur það meginhlutverk að efla skilning þjóðarinnar á mik- ilvægi hönnunar fyrir samfélagið og íslenskt efnahagslíf og benda á þá miklu verðmætasköpun sem getur falist í íslenskri hönnun fyrir þjóðfé- lagið allt. Tengingar Valnefnd er skipuð fyrir Hönn- unarMars og fer hún yfir umsóknir þeirra sem vilja taka þátt og velur úr. „Þetta snýst aðallega um hvort þú ert faglegur hönnuður,“ segir Ástþór, spurður út í hvað ráði vali á þátttakendum. Tugir manna komi að þessu vali þó svo að starfsmenn HönnunarMars séu fáir. En hver eru markmiðin með HönnunarMars? Ástþór brosir og hugsar sig stuttlega um. „Það er náttúrlega að tengja okkur inn- byrðis og út í heim. Þó að hátíðin fari fram hér kemur fjöldi erlendra gesta, bæði fagaðilar, kaupendur og blaðamenn. Þetta er eitt sterkasta tækið til að kynna íslenska hönnuði bæði hér heima og erlendis,“ segir Ástþór. Og líkt og með tónlistar- hátíðir sem haldnar eru á Íslandi þá sækir fólk í þessa hátíð og vill heim- sækja Ísland og íslenskir hönnuðir fá á hátíðinni tækifæri til að selja hönnun sína erlendum aðilum. „Við erum á hverju ári með DesignMatch á HönnunarMars, það er eitt af þessum tækjum. Þá fáum við hönn- unarstúdíó eða þekkta framleiðend- ur, bjóðum þeim að koma hingað og þeir fara á einskonar ,,speed date“ með hönnuðum,“ segir Ástþór og að með slíkum hraðstefnumótum geti hönnuðir m.a. kynnst eigendum þekktra hönnunarfyrirtækja sem erfitt geti verið annars að komast í návígi við. Ástþór bætir við að hátíðin sé ekki lagskipt þar sem allir hitti alla. Þekkt fólk í hönnunarheiminum, sem sæki hátíðina, hitti unga hönn- uði jafnt sem gamalreynda og hinum ólíku hönnunarfögum sé blandað saman. „Við erum að mynda alls konar tengingar við atvinnulífið og að hrista saman ólíka hópa. Sem dæmi þá er Michael Morris að koma á DesignTalks í gegnum bandaríska sendiráðið. Fyrir utan að tala á DesignTalks-fyrirlestradeginum þá tekur hann þátt í DesignDiplomacy í sendiherrabústað bandaríska sendi- ráðsins, svo mun hann vera í Háskól- anum í Reykjavík og í Listaháskól- anum með fyrirlestra,“ nefnir Ást- þór en Morris þessi er þekktur arkitekt sem vinnur með geimtækni og geimarkitektúr. Hönnun teygir sig víða Hönnun spannar mjög vítt svið, eins og flestir ættu að vita og segir Ástþór að hönnun sé farin að teygja sig yfir víðara svið en áður og t.d. orðin sterkt tæki í skipulagningu og stjórnkerfum. „Í fyrirtækjum er verið að nýta hönnun til að skipu- leggja ferli. Þegar þú gengur í gegn- um nýja flugstöð er búið að hanna upplifun og líðan farþega, ekki bara hvernig hún lítur út,“ segir Ástþór og á þar við aðferðafræði hönnunar og upplifunarhönnun. Fleira er hönnun en fólk gerir sér almennt grein fyrir og góð hönnun eykur lífs- gæði, bendir Ástþór á. En aftur að HönnunarMars. Hátíðin hefur vaxið töluvert frá því að hún var haldin í fyrsta sinn og eru viðburðir nú í kringum hundrað tals- ins. „Ég myndi giska á að um 600 Aukin lífsgæði með góðri hönnun  Um hundrað viðburðir eru á dagskrá HönnunarMars sem hefst formlega í dag  Markmið hátíðarinnar er að tengja fólk og hönnuði innbyrðis og út í heim, að sögn nýs stjórnanda hennar Morgunblaðið/Árni Sæberg Stýrir Ástþór Helgason er nýr stjórnandi HönnunarMars og hefur yfirumsjón með viðburðum og verkefnum tengdum hátíðinni. Fótboltastelpur nefnist heimildar- mynd Þorsteins J. sem sýningar hefjast á í dag í Sjónvarpi Símans Premium. Í henni er fjallað um kvennaknattspyrnu og sjónum beint að Símamótinu í Kópavogi og fylgst með liðum Gróttu, Grinda- víkur og Breiðabliks. „Hugmyndin kviknaði þegar ég áttaði mig á því hvað Símamótið á sér langa sögu,“ segir Þorsteinn en það hét í upphafi Gull- og silfurmót- ið og var sett á laggirnar fyrir 34 árum. Mótið hefur vaxið að um- fangi með árunum og voru þátttak- endur í fyrra um 3.200 talsins. „Svo kom í ljós að það var miklu meiri saga þarna líka á bak við,“ bætir Þorsteinn við og nefnir í því sam- bandi Hendrik Skúlason sem er einn þeirra sem stofnuðu upp- haflega til mótsins og var duglegur við að festa það á myndband. Þess- ar dýrmætu upptökur nýtti Þor- steinn sér við gerð myndarinnar. Hugrún Halldórsdóttir fjölmiðla- kona vann myndina með Þorsteini en hún lék fótbolta með Breiðabliki þegar hún var ung stúlka og keppti á Gull- og silfurmótinu. Hún þekkti því ágætlega til umfjöllunarefn- isins. Þorsteinn segir að til að setja söguna í stærra samhengi hafi þau Hugrún ákveðið að taka líka viðtöl við landsliðskonur sem hafi leikið á mótinu. „Það er einn þráðurinn í viðbót, þær tala ekki bara um þetta mót sem slíkt heldur eru líka að gefa ungum fótboltastelpum ráð og segja þeim frá sinni reynslu,“ út- skýrir Þorsteinn. Myndin sé því einkum ætluð knattspyrnustúlkum til fróðleiks og hvatningar. helgisnaer@mbl.is Fótboltastelpur í Sjón- varpi Símans Premium Einbeittar Lið Gróttu undirbýr sig fyrir leik á Símamótinu í fyrrasumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.