Morgunblaðið - 28.03.2019, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019
hönnuðir kæmu að þessu, innlendir
sem erlendir,“ segir Ástþór. Hann
hafi fyrst áttað sig almennilega á
þessum mikla fjölda og umfangi
þegar hann tók að sér stjórnun
hátíðarinnar.
Ástþór er beðinn um að nefna við-
burði sem standa upp úr að þessu
sinni og segir hann af nægu að taka;
til að mynda opnunarhófið í Hafnar-
húsinu á fimmtudeginum, þar séu
margar sýningar undir sama þaki og
þaðan sé hægt að fara rakleitt á fjöl-
margar sýningar í nágrenninu fram
á kvöld. Á morgun sé líka tilvalið að
rölta milli opnana og mögulega muni
gestir rekast óvænt á hönnuð sem sé
að sýna nýja línu og sú sýning geti
verið stórkostleg uppgötvun.
Gott að velja nokkra viðburði
Eins og sjá má á vef Hönnunar-
Mars er dagskráin afar þétt og
framboðið gæti ært óstöðugan. Á
Ástþór góð ráð handa þeim sem ætla
að njóta HönnunarMars í fyrsta
sinn? Ætti fólk að sníða sér áætlun
fyrirfram eða bara láta sig fljóta
með straumnum? „Dagarnir 28., 29.
og 30. mars eru þeir stærstu og
hægt er að skoða alla dagskrána á
vefsíðunni en dagkráin er mest
hérna miðsvæðis,“ svarar Ástþór.
„Mér finnst best að finna sér tvo eða
þrjá viðburði sem mann langar að
sjá, fara á þá og svo sér maður til
hvað gerist á leiðinni og fréttir af ein-
hverju þegar maður er kominn á
staðinn,“ segir Ástþór og bendir fólki
á að svipast um eftir HönnunarMars-
skiltunum sem merkja sýningarstað-
ina. „Aðalmálið er að koma sér á
staðinn,“ bætir Ástþór við.
Sem fyrr segir má finna hina ítar-
legu dagskrá á vef HönnunarMars,
honnunarmars.is og á sýningar- og
viðburðastöðum má einnig fá bækl-
ing hátíðarinnar. Að auki má nefna
að HönnunarMars er með Facebook-
síðu þar sem finna má margvíslegar
upplýsingar.
Margar hönnunarsýningar má finna á dagskrá hátíð-
arinnar og verða hér nefndar þrjár forvitnilegar.
Fyrirvari – Hafnarborg
Hönnuðirnir Brynjar Sigurðarson og Veronika
Sedlmair sýna í aðalsal Hafnarborgar. Á þessari sýn-
ingu verður sköpunarferlið sjálft sýningarefnið, mis-
munandi stig hluta og hugmynda eru sýnd og opnuð
almenningi til skoðunar. Með því að opna ferlið allt
og sýna þróun hugmynda gefst viss dýpt og ný sjón-
arhorn myndast.
Holmen
Svømmehall
Verkefnið Hol-
men Svømmehall
verður kynnt í
Hannesarholti á
laugardaginn, 30.
mars. Holmen
Svømmehall var valin bygging ársins í Noregi 2017 á Bygg Dagene í Osló
og í Hannesarholti verða sýndar teikningar og módel af verkefninu frá
kl. 10.30 og fyrirlestur verður haldinn um verkefnið kl. 14. Holmen
svømmehall er sundhöll sem staðsett er í Asker í Noregi og verkefnið
unnið af íslenskum ráðgjöfum. Við sundlaugina eru 15 orkubrunnar sem
nýta jarðvarma úr svæðinu og 650m2 af sólarsellur eru á húsinu.
Vetrarlína 2019 – Aníta Hirlekar
Aníta Hirlekar frumsýnir Vetrarlínu 2019 með listrænni innsetningu. Hún
sækir innblástur í myndlist og vinnur fatalínuna á forsendum hennar. Sem fyrr
einkennist hönnun hennar af litríkum munstrum og handbróderuðum textíl.
Fjölda sýninga má finna á dagskrá HönnunarMars
Þrjár forvitnilegar
Judith Ingólfsson leikur einleik í fiðlukonsert Felix
Mendelssohn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands
í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30. Önnur verk á efnis-
skrá eru Impression on a Windy Day eftir Malcolm Sar-
gent og Sinfónía nr. 7 eftir Ludwig van Beethoven, en
hljómsveitarstjóri kvöldsins er Yan Pascal Tortelier.
„Judith tók fyrstu skrefin í tónlistinni sem nemandi í
Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Hún sigraði í Al-
þjóðlegu fiðlukeppninni í Indianapolis 1998 og gagn-
rýnandi New York Times líkti leik hennar við kraft-
mikla flugeldasýningu. Hún er nú prófessor í fiðluleik
við Tónlistarháskólann í Stuttgart,“ segir í tilkynningu
frá SÍ. Þar er fiðlukonsertinum lýst sem gleðigjafa sem
sé „léttur og leikandi en líka tilþrifamikill og gefur ein-
leikaranum færi á að sýna hinar ólíku hliðar hljóðfær-
isins“. Sjöunda sinfónía Beethovens þykir ein sú fjör-
ugasta sem hann samdi. Annar kafli verksins hljómaði
m.a. í kvikmyndinni The King’s Speech. Tónleikakynn-
ing Árna Heimis Ingólfssonar fyrir tónleikana hefst í
Hörpuhorni kl. 18.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Judith Ingólfsson einleikari kvöldsins
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 31/3 kl. 13:00 Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 16:00 Aukas.
Sun 31/3 kl. 16:00 Sun 28/4 kl. 16:00 Sun 19/5 kl. 13:00
Sun 7/4 kl. 13:00 Sun 5/5 kl. 13:00 Sun 19/5 kl. 16:00
Sun 7/4 kl. 16:00 Sun 5/5 kl. 16:00 Sun 26/5 kl. 13:00
Lau 13/4 kl. 12:00 Sun 12/5 kl. 13:00 Sun 2/6 kl. 13:00
Sun 14/4 kl. 13:00 Sun 12/5 kl. 16:00 Lau 8/6 kl. 13:00
Sun 14/4 kl. 16:00 Lau 18/5 kl. 13:00 Aukas.
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fös 29/3 kl. 19:30 Lau 13/4 kl. 19:30 Mið 8/5 kl. 19:30
Fös 5/4 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 12/4 kl. 19:30
Lau 6/4 kl. 19:30 Fös 3/5 kl. 19:30
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 29/3 kl. 18:00 Aukas. Fös 5/4 kl. 18:00 Aukas. Lau 13/4 kl. 15:00
Lau 30/3 kl. 15:00 Lau 6/4 kl. 15:00 Lau 13/4 kl. 17:00
Sun 31/3 kl. 15:00 Sun 7/4 kl. 15:00 Sun 28/4 kl. 15:00
Sun 31/3 kl. 17:00 Sun 7/4 kl. 17:00 Aukas. Sun 28/4 kl. 17:00
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas. Mið 24/4 kl. 19:30
Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 26/4 kl. 19:30
Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fim 11/4 kl. 19:30
Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 12/4 kl. 19:30
Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor
Loddarinn (Stóra Sviðið)
Lau 27/4 kl. 19:30 Frums. Fim 2/5 kl. 19:30 3.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Þri 30/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 6.sýn
Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 3/4 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Brúðkaup Fígaros (Stóra Sviðið)
Lau 7/9 kl. 19:30 Frums. Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn
Sun 15/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn
Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 28/3 kl. 21:00 Lau 30/3 kl. 22:00 Lau 6/4 kl. 19:30
Fös 29/3 kl. 19:30 Fim 4/4 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 22:00
Fös 29/3 kl. 22:00 Fös 5/4 kl. 19:30
Lau 30/3 kl. 19:30 Fös 5/4 kl. 22:00
Dimmalimm (Brúðuloftið)
Lau 30/3 kl. 14:00 Lau 6/4 kl. 14:00 Lau 6/4 kl. 15:30
Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Mið 29/5 kl. 19:00 36. s
Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Fim 30/5 kl. 19:00 37. s
Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Sun 2/6 kl. 19:00 38. s
Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s Mið 5/6 kl. 19:00 39. s
Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Fös 3/5 kl. 19:00 aukas. Fim 6/6 kl. 19:00 40. s
Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s Fös 7/6 kl. 19:00 41. s
Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s Mán 10/6 kl. 19:00 42. s
Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Mið 15/5 kl. 19:00 31. s Fim 13/6 kl. 19:00 43. s
Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Fim 16/5 kl. 19:00 32. s Fös 14/6 kl. 19:00 44. s
Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Mið 22/5 kl. 19:00 33. s Sun 16/6 kl. 19:00 45. s
Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Fim 23/5 kl. 19:00 34. s
Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Sun 26/5 kl. 19:00 35. s
Frumsýning 15. mars.
Elly (Stóra sviðið)
Lau 30/3 kl. 20:00 209. s Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fös 24/5 kl. 20:00 216. s
Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s
Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s
Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Fös 29/3 kl. 20:00 15. s Fim 4/4 kl. 20:00 16. s Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu sýningar!
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Lau 30/3 kl. 20:00 45. s Lau 6/4 kl. 20:00 46. s
Allra síðustu sýningar!
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Fös 10/5 kl. 20:00 13. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Sun 12/5 kl. 20:00 14. s
Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Mið 15/5 kl. 20:00 15. s
Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Club Romantica (Nýja sviðið)
Fim 28/3 kl. 20:00 7. s Fös 5/4 kl. 20:00 8. s Lau 13/4 kl. 20:00 9. s
Síðustu sýningar.
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 aukas.
Aukasýning komin í sölu.
Bæng! (Nýja sviðið)
Fös 26/4 kl. 20:00 Frums. Mið 8/5 kl. 20:00 4. s Fim 23/5 kl. 20:00 7. s
Sun 28/4 kl. 20:00 2. s Fim 9/5 kl. 20:00 5. s Sun 26/5 kl. 20:00 8. s
Fös 3/5 kl. 20:00 3. s Fim 16/5 kl. 20:00 6. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s
Alltof mikið testósterón
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!