Morgunblaðið - 28.03.2019, Side 63
MENNING 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019
Canada Goose Rossclair Parka er framúrskarandi vörn
gegn kuldanum og glæsileg hönnun fyrir borgarlífið. Okkar
verð er sambærilegt eða betra en í flestum öðrum löndum.
CANADA GOOSE FÆST Í NORDIC STORE LÆKJARGÖTU
www.nordicstore.is
Opið kl . 9 -22 alla daga
C
an
ad
a
G
o
o
se
R
o
ss
cl
ai
r
P
ar
ka
11
9
.9
9
0
k.
Kuldaþol: -20°C
Kvikmyndadagar helgaðir jap-
anska leikstjóranum Yasujiro Ozu
hefjast í Bíó Paradís í dag og
standa yfir til og með 31. mars.
Fjórar kvikmyndir eftir Ozu verða
sýndar og segir í tilkynningu frá
kvikmyndahúsinu að kvikmyndir
Ozu fjalli um fjölskyldulíf, hjóna-
bönd, líf fólks í háskólum og á skrif-
stofunni. Ozu hafi verið þekktur
fyrir að nýta sér „mono no aware“
við gerð kvikmynda sinna sem er
fagurfræðilegt japanskt hugtak
sem lýsir hinum óblendnu tilfinn-
ingum gagnvart fegurð náttúrunn-
ar, hverfulleika lífsins sem og sorg-
inni sem fylgir dauðanum, eins og
því er lýst. Boðið verður upp á
ókeypis origami námskeið í anddyri
kvikmyndahússins.
Kvikmyndirnar sem sýndar
verða eru Ochazuke no aji, The Fla-
vor of Green Tea over Rice á ensku;
Sôshun eða Early Spring, Ukigusa
sem nefnist Floating Weeds á ensku
og Tôkyô Monogatari, Tokyo Story.
Ozu fæddist 1903 og lést árið
1963. Hann er talinn einn af meist-
urum japanskrar kvikmyndalistar
og mjög áhrifamikill sem slíkur.
Hann gekk til liðs við Shochiku
Film Company á þriðja áratugnum
sem aðstoðarkvikmyndatökumaður
og leikstýrði sinni fyrstu árið 1927.
Á ferli sínum leikstýrði hann 54
kvikmyndum og þá m.a. nokkrum
stuttum gamanmyndum en hann
sneri sér að alvarlegri og drama-
tískari umfjöllunarefnum á fjórða
áratugnum. Kvikmyndir Ozu nutu
mikilla vinsælda í Japan en voru
svo til óþekktar á Vesturlöndum
fram að sjöunda áratugnum. Hafa
leikstjórar á borð við Jim Jar-
musch, Wim Wenders, Abbas Kiar-
ostami, Mike Leigh, Aki Kaur-
ismaki, Hou Hsiao-hsien, Pedro
Costa og Clair Denis sagt Ozu hafa
haft mikil áhrif á listsköpun þeirra.
Tokyo Story, frá árinu 1953, er
þekktasta kvikmynd Ozu og talin
eitt af meistaraverkum kvikmynda-
sögunnar.
Fjórar kvikmyndir
eftir Ozu í Bíó Paradís
Einn af japönsku meisturunum
Meistari Japanski kvikmynda-
leikstjórinn Yasujiro Ozu.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Agnes Joy, væntanleg kvikmynd
leikstjórans Silju Hauksdóttur, var
ein þeirra sem kynnt var sem verk
í vinnslu á Stockfish-kvik-
myndahátíðinni í byrjun mánaðar.
Silja skrifaði handrit kvikmyndar-
innar með Göggu Jónsdóttur og Jó-
hönnu Friðriku Sæmundsdóttur og
var myndin tekin upp að langmestu
leyti á Akranesi.
Í Agnesi Joy segir af mæðgum,
Rannveigu sem er 52 ára og
Agnesi sem er 19 ára, sem búa á
Akranesi með föður Agnesar, Ein-
ari. Rannveig er í tilvistarkreppu,
óánægð í starfi sínu í fjölskyldu-
fyrirtækinu og hjónaband þeirra
Einars er komið á endastöð. Sam-
band fjölskyldunnar einkennist af
stjórnsemi og spennu og Agnes er í
uppreisn. Þegar þær eignast nýjan
nágranna sjá mæðgurnar stöðu
sína í nýju ljósi og öðlast styrk til
að breyta henni. Með hlutverk
mæðgnanna fara Katla Margrét
Þorgeirsdóttir og Donna Cruz og
með önnur hlutverk fara Björn
Hlynur Haraldsson, Þorsteinn
Bachmann, Anna Kristín Arn-
grímsdóttir og Kristinn Óli
Haraldsson.
Þroskasaga móður
Silja segir kvikmyndina á síðustu
metrunum í klippingu og allar tök-
ur því búnar. Hún er því býsna
langt komin og stefnt að frumsýn-
ingu í haust. Silja segir að þróun
handritsins hafi tekið nokkur ár og
sagan og persónurnar breyst og
þroskast með tímanum.
Hvað söguna varðar segir Silja
hana fyrst og fremst mæðgnasögu
þó kalla megi myndina fjölskyldu-
drama. „Kjarninn í því fjölskyldu-
drama er mæðgnasaga, mæðgna-
sambandið,“ útskýrir Silja, „þetta
er þroskasaga Rannveigar, hún er
miðaldra kona í krísu og stendur
frammi fyrir því að ákveða og finna
út úr því hvernig manneskja og
móðir hún vill vera,“ útskýrir leik-
stjórinn.
– Eiga þessar persónur sér raun-
verulegar fyrirmyndir?
„Þetta er mjög persónuleg saga
án þess að vera endilega ævisögu-
leg. Okkur fannst svo spennandi að
skoða þessar krossgötur sem
Rannveig er á og birtast svo glöggt
í sambandi hennar við dóttur sína.
Við höfum sem dætur, mæður, vin-
konur og sögukonur einhvern veg-
inn leynt og ljóst stúderað svona
sambönd alla tíð. Agnes var að-
alsöguhetjan upphaflega en hægt
og rólega tók móðirin yfir og við
drógumst alltaf meir og meir að
henni, hennar sögu og hennar
ströggli sem okkur fannst svo
áhugavert og djúsí og jafnframt
eitthvað sem brann á okkur að
fjalla um.“
Hæfileikarík leikkona
Donna Cruz fer í Agnesi Joy
með sitt fyrsta stóra hlutverk í
kvikmynd og er það jafnframt
hennar stærsta leiklistarverkefni til
þessa. Donna er ekki menntuð leik-
kona en afar hæfileikarík, að sögn
Silju. Hún er íslensk en af filipps-
eyskum ættum og þaðan kemur
ættarnafnið Cruz.
Silja er spurð að því hvernig hún
hafi fundið Donnu þar sem hún er
ekki lærð leikkona og segir hún að
Donna hafi komið í nokkrar leik-
prufur og að lokum hreppt hlut-
verkið. „Við hittum margar hæfi-
leikaríkar og áhugaverðar stelpur
og Donnu meðal annars,“ segir
Silja um leikprufurnar.
– Voru einhverjar praktískar
ástæður fyrir því að þið völduð
Akranes sem aðaltökustað?
„Handritið var upphaflega hug-
mynd frá Mikael Torfasyni sem við
unnum með góðfúslegu leyfi hans
og snerum algjörlega á hvolf en
eftir sat Akranes og Agnes og upp-
lifun Agnesar af sjálfri sér í litlu
samfélagi,“ svarar Silja. Þar sem
mæðgurnar séu í krísu og upplifi
sig staðnaðar og fastar í lífi sínu
hafi fjarlægðin milli Reykjavíkur
og Akraness kristallað það vel, að
langa eitthvað annað en upplifa sig
samt fasta.
„Það eru 45 km á milli Reykja-
víkur og Akraness en það eru ekki
kílómetrarnir heldur þú sjálf sem
ert fyrirstaðan. Þannig að við erum
að leika okkur með nálægð og fjar-
lægð við það sem þig dreymir um,
eitthvað sem getur verið bæði erf-
itt og auðvelt að nálgast,“ segir
leikstjórinn að lokum.
Ljósmyndir/Víðir Sigurðsson
Mæðgnasaga Silja og samstarfsmenn hennar við tökur á Agnesi Joy. Silja segir sögu mæðgna í kvikmyndinni.
Á puttanum Donna Cruz fer með
hlutverk Agnesar í Agnesi Joy.
Draumar í nálægð og fjarlægð
Næsta kvikmynd Silju Hauksdóttur, Agnes Joy, verður frumsýnd í haust Miðaldra kona í krísu
stendur frammi fyrir því að ákveða og finna út úr hvernig manneskja og móðir hún vill vera
Spjallað Silja í tökum með tveimur af aðalleikurum kvikmyndarinnar,
þeim Birni Hlyni Björnssyni og Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur.