Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019
Fyrir Skjaldmeyjar hafsins voru
tekin viðtöl við tíu eiginkonur sjó-
manna á Norður- og Austurlandi á
aldrinum 26 til 93 ára. „Viðtölin not-
uðum við síðan til að skapa þrjár heild-
stæðar persónur. Við vorum ekki að
gera okkur hlutina auðveldari með því
að fara þessa leið, því við þurftum auð-
vitað að gæta samræmis milli frá-
sagnabrotanna þannig að hver og ein
persóna yrði heildstæð,“ segir Jenný
Lára og tekur fram að hver persóna
verksins byggist að mestu leyti á einni
burðarsögu.
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Titill sýningarinnar vísar í lagið
„Fisherman’s Woman“ eftir Emili-
önu Torrini en þar segir: „The gladia-
tor of all fisherman’s wives“ sem
þýða mætti sem skjaldmeyjar hafs-
ins,“ segir Jenný Lára Arnórsdóttir,
höfundur og leikstjóri leikritsins
Skjaldmeyjar hafsins sem leikhóp-
urinn Artik frumsýnir í Samkomu-
húsinu á Akureyri
28. mars. Verkið
er sannsögulegt
leikverk um líf
eiginkvenna sjó-
manna og er
fyrsta frumsýn-
ingin í röð gróð-
urhúsaverkefna
Leikfélags Ak-
ureyrar sem er
liður í auknu sam-
starfi við sjálf-
stæða listamenn og leikhópa á Norð-
urlandi eins og fram kom í viðtali við
Mörtu Nordal, leikhússtjóra LA, fyrr
í vetur. „Gróðurhúsaröðin er frábær
vettvangur fyrir fólk sem menntað
hefur sig í sviðslistum erlendis og
flutt er aftur heim til að sýna sig og
sanna,“ segir Jenný Lára og fagnar
framtaki LA.
Að sögn Jennýjar Láru er verkið
Skjaldmeyjar hafsins unnið með að-
ferð sem á ensku nefnist „verbatim“
sem hún segir best þýtt sem bein-
heimildaverk. Undir merkjum Artik
hefur Jenný Lára sett upp tvær aðr-
ar sýningar unnar með þessari að-
ferð, Djúp spor og Elska – ástar-
sögur Norðlendinga sem báðar voru
settar upp árið 2016. „Aðferðin bygg-
ist á því að tekin eru viðtöl við fólk
sem tengist efninu og þau síðan
klippt saman til að mynda eina heild,
án þess að orðalagi sé breytt. Þannig
er öllum hikorðum haldið inni og mis-
mælum, enda segir það mikið um til-
finningar viðkomandi hvort og hvar
hann ruglast. Þetta hjálpar til við alla
persónusköpun leikaranna.“
Aðspurð hvernig hún hafi fundið
viðmælendur segist Jenný Lára hafa
látið orð út berast og spurst fyrir hjá
vinum og kunningjum. „Þegar ég setti
upp Elsku auglýsti ég eftir viðmæl-
endum, en fékk lítil viðbrögð. Það var
eins og að fólk væri feimið og héldi að
það hefði ekki merkilega sögu að
segja. En málið er að við höfum öll
merkilega sögu að segja,“ segir Jenný
Lára og rifjar upp að sjómannskonur
sem ekki höfðu lent í alvarlegum áföll-
um hafi verið fúsari til að tala um líf
sitt en hinar.
Erfitt að finna viðmælendur
„Það var erfiðara að finna viðmæl-
endur sem höfðu farið í gegnum erfiða
atburði. Það kemur meðal annars til af
því að öryggi sjómanna hefur aukist
og því hefur slysum sem betur fer
fækkað miðað við hvernig það var hér
áður fyrr. Þegar við ræddum við kon-
ur af eldri kynslóðinni um reynslu
þeirra af missi kom í ljós að margar
þeirra höfðu aldrei talað um þessa
reynslu sína áður,“ segir Jenný Lára
og bendir á að blessunarlega hafi
margt breyst í samfélaginu hvað þetta
varðar.
„Í dag er hægt að fá stuðning og
áfallahjálp, en það var ekki í boði hér
áður fyrr. Ein rifjaði meira að segja
upp að presturinn hefði ekki einu sinni
komið í heimsókn til að sinna sálusorg-
un eftir andlát eiginmanns hennar,“
segir Jenný Lára og segist þakklát
fyrir að sjómannskonur af eldri kyn-
slóðinni hafi verið tilbúnar að deila erf-
iðri reynslu sinni.
Innt eftir því hvernig hugmyndin að
uppfærslunni hafi vaknað rifjar Jenný
Lára upp að hún hafi verið í fæðingar-
orlofi og maður hennar upptekinn á
lokametrunum í krefjandi námi.
„Fyrsta æviár stráksins okkar var ég
því mjög mikið ein og var reglulega að
vorkenna sjálfri mér. Þá fór ég ósjálf-
rátt að leiða hugann að öðrum konum
sem væru alltaf einar, hvort heldur
væru einstæðar mæður eða sjómanns-
konur. Í framhaldinu fór ég að velta
fyrir mér hvernig væri að lifa við þá
óvissu sem fylgir því að eiga maka úti
á sjó, því það getur allt mögulegt kom-
ið upp á og ákvað að kynna mér þetta
betur,“ segir Jenný Lára og rifjar upp
að fyrir um tveimur árum hafi leikkon-
urnar Jónína Björt Gunnarsdóttir og
Katrín Mist Haraldsdóttir spurt hana
hvort hún væri með hugmynd að sýn-
ingu.
Leikstjórnin togar fastar
„Við það fór þessi hugmynd að gerj-
ast fyrir alvöru. Mér fannst svo spenn-
andi að gera verk upp úr sögum
kvenna. Sjómennska hefur alltaf verið
stór partur af samfélaginu og flest
þekkjum við einhverjar sögur úr þess-
ari mikilvægu atvinnugrein landsins.
Hins vegar hefur farið minna fyrir
sögum af eiginkonunum, sem sjá um
heimili, börn og buru á meðan menn-
irnir eru í löngum túrum. Þær sem
bíða milli vonar og ótta í öllum veðrum
og eru jafnvel sjálfar að takast á við
sína eigin erfiðleika um leið og þær
eru stoð og stytta sjómannsins, fjöl-
skyldunnar og heimilisins,“ segir
Jenný Lára og tekur fram að mark-
mið verksins hafi þannig verið að
skoða menningu sjómennskunnar út
frá margvíslegum sjónarhornum með
því að varpa ljósi á sögur kvennanna.
„Ég ákvað á endanum að hafa þrjár
persónur í verkinu. Þá hafði ég sam-
band við systur mína, Völu Fannell,
sem var þá búsett í London, en er í
millitíðinni flutt heim,“ segir Jenný
Lára, en leikkonurnar þrjár hafa allar
menntað sig í leiklist erlendis, þ.e. í
London og New York, og þreyta
frumraun sína á leiklistarsviðinu á Ak-
ureyri í sýningunni.
Sem fyrr segir leikstýrir Jenný
Lára, en hún lauk námi í leiklist og
leikstjórn við KADA-leiklistarskólann
(Kogan Academy of Dramatic Arts) í
London vorið 2012. Sama haust leik-
stýrði hún Hinum fullkomna jafningja
undir merkjum Artik sem var fyrsta
uppfærsla leikhópsins, en hefur síðan
leikið í uppfærslum Artik. Aðspurð
segir Jenný Lára að leikstjórnin sé
farin að toga meira í hana en leikara-
starfið. „Ekki síst af því að ég hef svo
mikinn áhuga á þessu formi, það er
beinheimildaverkinu. Þá langar mig til
að vinna verkið frá grunni sem höf-
undur og klára ferlið í sviðsetningu
sem leikstjóri,“ segir Jenný Lára og
tekur fram að það hafi lengi blundað í
henni leikstjóri.
„Það togar ekki lengur jafnfast í
mig að leika á sviði,“ segir Jenný
Lára, sem er þakklát fyrir þann með-
byr sem uppfærslan hefur fengið. „Við
fengum styrki frá mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytinu, Uppbygging-
arsjóði Norðurlands eystra auk lista-
mannalauna frá launasjóði sviðs-
listafólks. Það er greinilegt að fólk
hefur trú á okkur.“ Spurð hvernig
gangi að reka sjálfstæðan atvinnu-
leikhóp á Akureyri segir Jenný Lára
að það krefjist mikillar útsjónarsemi
og þrautseigju til að vel eigi að ganga,
en hún er þegar farin að leggja drög
að næsta verkefni. Aðeins eru þrjár
sýningar auglýstar, þ.e. í kvöld, 5. og
12 apríl kl. 20 öll kvöld, en Jenný Lára
segir að bætt verði við sýningum í
samræmi við eftirspurn.
„Þær sem bíða milli vonar og ótta“
Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Artik frumsýnir Skjaldmeyjar hafsins í Samkomuhúsinu á Akureyri í kvöld Byggist á viðtölum
við tíu sjómannskonur Fyrsta frumsýningin í röð gróðurhúsaverkefna Leikfélags Akureyrar
Jenný Lára
Arnórsdóttir
Frumraun Vala Fannell,
Katrín Mist Haraldsdóttir og
Jónína Björt Gunnarsdóttir í
hlutverkum sínum í Skjald-
meyjum hafsins.