Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Blaðsíða 4
INNLENT
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2019
Stundum finnst mér heilsufríkin vera algjörlegaóþolandi. Það er eins og þau geti ekki stungiðupp í sig bita án þess að taka mynd af honum og
svo horfa þau með blöndu af meðaumkvun og fyrirlitn-
ingu ofan í körfuna hjá manni í Krónunni. Þau fara
náttúrlega ekki út úr heilsuganginum og gætu ekki
fundið pakka af kókópöffsi þótt þau ættu lífið undir
því.
Þau eru bara brosandi út að eyrum í ísböðunum sín-
um, ef þau eru ekki berfætt uppi á fjöllum að skipu-
leggja næsta hundraðkílómetrahlaup í Nepal.
Auðvitað er þetta ekkert svona. Þannig. Ég er að-
eins að ýkja. En það er samt eitthvað svo óþolandi
heilagur andi sem fylgir fólki sem er hætt að borða
sykur og hefur fundið veginn. Það minnir mann á trú-
boða sem geta varla opnað munninn án þess að tala um
hvernig þeir losnuðu undan hinum sataníska sykri,
djöfullega hveitinu og öllu hinu sem maður á víst ekki
að borða. Sjálft er það bara að ketóa sig í drasl og get-
ur hreinlega ekki talað um neitt annað.
Ég er hins vegar veikgeðja. Ég viðurkenni það. Mér
finnst sykur góður. Sem hann er! Ef maður ætti ekki
að borða sykur, af hverju er hann þá svona sætur? Það
er engin glóra í því. Ekki frekar en því að vondu Nóa-
konfektmolarnir séu líka fullir af hitaeiningum.
Ég heyrði vinkonu mína og vinnufélaga tala um það í
útvarpinu að hún hefði keypt sér súkkulaði. Uppá-
haldssúkkulaðið og það meira að segja í fríhöfninni,
sem gerir það að sjálfsögðu enn heilagra. En hún ótt-
aðist svo mikið að hún myndi borða það að hún henti
því!
Ég er ekki þar.
Ég fékk póst fyrir helgi frá samstarfskonu. Sonur
hennar var að safna sér fyrir handboltaferð. Eða fim-
leikum. Eða skátaferð. Í hreinskilni sagt þá tók ég
ekki eftir því og er eiginlega alveg sama. Ég sá bara
hálft kíló af lakkrís á þúsundkall!
Ég vildi eðlilega styrkja strákinn til að gera hvað
sem þetta var og keypti tvo poka. Bara til að styrkja
hann. Alls ekki af því að ég ætlaði að borða allan þenn-
an lakkrís. Ég var meira að hugsa þetta fyrir gesti og
kannski vinnufélaga. Svona upp á stemninguna.
Nú er staðan sú, þegar þetta er skrifað, að vikan er
hálfnuð og ég er langt kominn með seinni pokann.
Einn. Ég hef verið á einhverju sykurskýi alla vikuna.
Reglulega kallar pokinn á mig: Logi! Logi! Ætlarðu
ekki að fá þér að-
eins meira? Ég hef
tekið fullvel í það.
Konan mín er í
útlöndum og þegar
hún kemur heim
sit ég örugglega
eins og klessa með
tóma poka og stari
á hana fjarrænu
augnaráði. Frávita
af lakkrísdoða.
Það eina sem ég
get huggað mig við er að samkvæmt fréttum, sem ég
tel áreiðanlegar, er það víst svo að ekki aðeins verður
þetta ketólið allt andfúlt, heldur kemur líka af þeim
undarleg líkamslykt.
Eftir allan þennan lakkrís erum við víst í sama lið-
inu.
Lakkrísdoðinn
’Ég er hins vegar veikgeðja. Égviðurkenni það. Mér finnst syk-ur góður. Sem hann er! Ef maðurætti ekki að borða sykur, af hverju
er hann þá svona sætur? Það er
engin glóra í því. Ekki frekar en því
að vondu Nóakonfektmolarnir séu
líka fullir af hitaeiningum.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
„Aldrei lent í öðru eins“
Láta mun nærri að um 340.000dósir af bjór hafi verið seldarúr verslunum ÁTVR í gær-
dag er bjórsala var leyfð í fyrsta sinn
síðan árið 1915. Á höfuðborgarsvæð-
inu voru seldar 213.000 dósir af bjór.
Í samtölum Morgunblaðsins við
verslunarstjóra ÁTVR kom fram að
tegundirnar Löwenbrau og Egils
Gull voru vinsælastar. Budweiser
seldist upp en mjög lítið magn af
honum kom til landsins fyrir bjór-
daginn eða einn gámur.“
Með þessum orðum hófst frétt í
Morgunblaðinu fimmtudaginn 2.
mars 1989, daginn eftir Bjórdaginn
mikla. Það er líklega til marks um
það hversu óvanir fjölmiðlar á Ís-
landi voru að fjalla um bjór að nafn
þýsku tegundarinnar, sem rann í
stríðum straumum niður í landann,
var ranglega stafsett; Löwenbräu
heitir sá ágæti mjöður.
Löng biðröð myndaðist
„Ég hef aldrei lent í öðru eins,“ sagði
Birgir Axelsson, útsölustjóri ÁTVR í
Keflavík. Löng biðröð myndaðist
fyrir utan áfengisútsöluna þegar leið
að opnun verslunarinnar. Birgir
sagði að um 15 þúsund dósir hefðu
selst, fyrir 1,5 milljónir.
Fólk víða um heim fylgdist með er
Íslendingar kneyfuðu fyrstu ölsop-
ana. Komu margir erlendir frétta-
menn sérstaklega hingað til lands til
að gera viðburðinum skil. Má nefna
þegar talið var niður að því augna-
bliki að bjórsalan mætti hefjast.
Fólk lærir að neyta bjórs
„Það er mjög gaman að þessu og við
teljum að þetta verði til þess að vín-
menning í landinu batni til muna,
vonum það að minnsta kosti,“ sögðu
nokkrar starfsstúlkur Ferðaskrif-
stofunnar Úrvals í samtali við Morg-
unblaðið á öldurhúsi um kvöldið.
Þær stöllur voru sammála um að
líklega myndu þær oftar freistast til
þess að fara út á kvöldin, nema að
þannig æxlaðist að bjórkrárnar fyllt-
ust af unglingum, þá gilti öðru máli.
„Fólk lærir örugglega að neyta
bjórs smám saman. Íslendingar eru
orðnir þvílíkir heimsborgarar og
hafa það mikil kynni af bjór að
ástæðulaust er að ætla að allt hlaupi
úr böndunum,“ sögðu Úrvalsstúlk-
urnar við Morgunblaðið að kvöldi
Bjórdagsins 1989.
Gestir Gauks á Stöng í
banastuði á Bjórdeginum.
Morgunblaðið/RAX
Bærinn var málaður
rauður miðvikudaginn
1. mars 1989 þegar sala
á bjór var leyfð að nýju
á Íslandi eftir meira en
sjö áratuga hlé. Fullt var
út úr dyrum í vínbúð-
um og á öldurhúsum og
erlendir fjölmiðlar
komu til landsins til að
fylgjast með.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
sem dæmi að tvær bandarískar sjón-
varpsstöðvar, ABC og NBC, sendu
menn út af örkinni svo og danska
stöðin Kanal 2. Peter Laurence,
fréttastjóri ABC í Evrópu, sagði í
samtali við Morgunblaðið að mönn-
um væri enn í fersku minni frá því að
leiðtogafundurinn var haldinn hér að
ekki hefði verið hægt að fá áfengan
bjór. Það hefði því þótt áhugavert að
koma hingað er fréttist að breyting
yrði þar á 1. mars.
Þegar Laurence var spurður hvað
hann ætlaði að sýna bandarískum
áhorfendum sagði hann að fyrst yrði
sýnt frá sölu á bjór í áfengisverslun,
síðan yrði viðtal við formann ís-
lenskra bjóráhugamanna, sýndar
fallegar myndir af fólki á skautum á
Tjörninni og sagt aðeins frá sögu
landsins og hefðum. Þá yrði sýnt við-
tal við þingmanninn Guðrúnu Agn-
arsdóttur, sem hefði greitt atkvæði
gegn bjórnum og frá veitingahúsi
„Ég er sáttur við bjórinn, svo
framarlega sem fólk drekkur
hann en þambar ekki,“ sagði
Símon Sigurjónsson, en hann
vann á barnum á Naustinu í yfir
þrjátíu ár. Símon var kallaður til
á bjórdaginn til að afgreiða
gesti veitingastaðarins Ölvers í
Glæsibæ. Staðurinn var þá opn-
aður á ný eftir gagngerar end-
urbætur og til að laða fram
réttu stemninguna lék írska
hljómsveitin The Dubliners við
opnunina.
Þó svo að Símon hafi ekki af-
greitt áfengi um tíma vegna
veikinda átti hann ekki von á að
hafa gleymt neinu. „Það sem
maður einu sinni hefur lært
gleymist ekki,“ sagði hann.
Símon starfaði um borð í Gull-
fossi um nokkurt skeið og af-
greiddi þá farþega með bjór.
Árið 1953 fékk Símon viður-
kenningu frá Tuborg fyrir störf
sín og sagði hann að slíkt þætti
mikill heiður í dag.
Hann sagði að það tæki heil-
an mannsaldur að læra að
drekka bjór. „Ég vona að Íslend-
ingar taki bjórnum af skynsemi.
Í góðum selskap léttir bjórinn
mönnum lífið,“ sagði Símon
Sigurjónsson.
Tekur mannsaldur að
læra að drekka bjór