Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Blaðsíða 16
VIÐTAL
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2019
ferðismálum, stofnaði m.a. Siðfræðistofnun
Háskóla Íslands og lagði sig mikið eftir því að
vekja samferðamenn sína til umhugsunar og
ígrundunar. Að við áttuðum okkur öll á okkar
eigin ábyrgð og á okkar þætti í að móta sam-
félagið en týndum okkur ekki bara í hraðanum
og tækninni. Faðir minn smitaði mig af
óslökkvandi áhuga á að skilja heiminn betur,
og hjálpaði mér að skilja hve óendanlega mikið
ævintýri er að fá að vera til.“
Uppreisn sem endaði með látum
Kolbrún segist hafa verið svolítill „gaur“.
Strákastelpa, sjálfstæð og kraftmikil. Jafnvel
hefði grunnskólakerfi dagsins í dag, þar sem
nemendur eru markvisst virkjaðir og hvattir
til að láta skoðanir sínar og meiningar í ljós,
hentað henni betur en það sem var upp á ten-
ingnum þegar hún var að alast upp.
„Ég lét gjarnan skoðanir mínar í ljós og fór
svolítið mínar eigin leiðir. Ég held það hafi
bara komið sér vel en spratt kannski út í svo-
litlum látum á unglingsárum.“
Varstu þá uppreisnargjörn?
„Já, ég var það, mér lá mikið á að verða full-
orðin og ég fór skarpt í uppreisn þegar ég varð
unglingur, í sannleika sagt reyndi ég verulega
á þolrif foreldra minna. Árið sem ég útskrif-
aðist úr grunnskóla eignaðist ég frumburð
minn þannig að haustið sem félagar mínir voru
að byrja í menntaskóla var ég heima með lítið
barn og það breytti auðvitað mjög miklu fyrir
mig. En ég tók hlutverkið að vera ábyrg móðir
afskaplega hátíðlega, alveg heilluð af þessari
litlu mannveru!“
Hvernig tókstu á við þetta verkefni?
„Á vissan hátt gaf þetta mér stefnu og festu
í lífinu. Ég sem hafði verið fremur rótlaus ung-
lingur og farið svolítið fram úr sjálfri mér, fann
þarna að ég vildi taka ábyrgð, líka gagnvart
því að mennta mig. Ég sagði við sjálfa mig að
nú yrði ég að fara í menntaskóla og klára það.
Á menntaskólaárunum vann ég á sumrin á
leikskóla og var 19 ára gömul orðin formaður í
foreldrafélaginu á leikskólanum og man eftir
mér sitjandi inni á kaffistofu í vinnunni lesandi
fyrstu uppeldisáætlun dagvistarheimilanna
sem kom út 1985.
En ég var vissulega líka mjög heppin, for-
eldrar mínir stóðu algerlega við bakið á okkur,
ég tók sex mánaða hlé frá námi og hóf svo nám
utanskóla í MH á vormisseri. Dóttir mín fékk
leikskólapláss árið eftir og þá gat ég farið á
fullt.
En á menntaskólaárunum var ég fyrst og
fremst ung móðir. Ég tók ekki þátt í félagslífi
og átti fáa vini. Það var ekki fyrr en síðar sem
ég hafði tíma til að taka þátt í félagsstörfum,
kynnast fólki og sinna áhugamálum í tóm-
stundum. Enda hef ég lært að það er aldrei of
seint að byrja á einhverju nýju, eignast fleiri
vini og læra eitthvað nýtt!“
Kolbrún segir að henni hafi í raun verið
kappsmál að eignast eigin fjölskyldu og vera
móðir. Og fór svo að hún eignaðist sitt annað
barn þegar hún var að klára menntaskóla og
þrítug átti hún alls fimm börn, elstu tvær dæt-
urnar af fyrra sambandi og saman eiga þau
Róbert svo þrjú börn en þau hafa verið gift í 25
ár.
Fimm börn hljóta að kenna manni ýmislegt?
„Jú, vissulega. Það kemur sá tími í lífi
margra foreldra að þeir fara að læra af börn-
unum sínum. Ég hef lært mikið af mínum
börnum og þroskast af samskiptum við þau, til
dæmis að taka sjálfa mig ekki of alvarlega. Það
er ekki hægt að vera fullkomið foreldri, en
börnin mín eru skemmtilega gagnrýnin á upp-
eldishætti mína, enda hef ég gert ýmis mistök.
Við gerum öll okkar besta hverju sinni og ég
held að fátt komi í staðinn fyrir kærleik, hlýju
og stuðning.“
Formaður í foreldrafélagi 19 ára
Af hverju heldurðu að þú hafir tekið þetta
svona föstum tökum og verið svona ígrundandi
strax sem þetta ung móðir?
„Ég veit það kannski ekki almennilega. Ég
hef alltaf haft alveg gríðarlega mikinn áhuga á
fólki og ólíkum fjölskyldum. Maður átti vini
sem komu úr annars konar aðstæðum en mað-
ur sjálfur og ég var snemma farin að velta því
fyrir mér hvers vegna við erum eins og við er-
um; hvað hefur áhrif á okkur og hvernig við
getum haft áhrif á bæði líf okkar sjálfra og tek-
ið þátt í og breytt samfélaginu.
Þessi áhugi ágerðist þegar ég varð móðir
og strax þegar ég eignaðist dóttur mína fór
ég að velta fyrir mér uppeldis- og mennta-
málum og viðaði að mér allri fræðslu um upp-
eldi sem ég gat. Ég gerði mér fljótt grein fyr-
ir því að sá stuðningur sem börn fá skiptir
miklu máli og að aðbúnaður barna er mjög
misjafn, þannig að sá stuðningur sem sam-
félagið getur boðið upp á, gegnum skólakerfið
og tómstundastarf skiptir svo miklu máli til
að jafna stöðu barna.
Foreldrar mínir höfðu alltaf haldið að okkur
þessum gildum um mikilvægi menntunar og
líka bara þess að afla sér upplýsinga, vera
gagnrýninn og fylgjast með því sem er í gangi,
og það mótaði mig auðvitað.“
Þessi áhugi Kolbrúnar á uppeldi og mennt-
un reyndist engin bóla. Eftir að hún útskrifað-
ist úr heimspeki 25 ára gömul fór hún í meist-
aranám í uppeldis- og menntunarfræði og lauk
svo doktorsprófi á sviði menntunarfræða frá
Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla
Íslands árið 2012.
Síðustu árin áður en hún tók við starfi for-
seta Menntavísindasviðs var hún dósent við
Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda við
Háskóla Íslands en rannsóknir hennar hafa
einkum beinst að tengslum formlegs og óform-
legs náms, hlutverki frístundaheimila fyrir sex
til níu ára börn og hvernig vinna megi að heild-
stæðri sýn á menntun.
„Ég fann fljótt eftir heimspekina að ég vildi
skoða menntakerfið. Ég vildi tengja og nýta
heimspekina á þeim vettvangi sem ég hafði
mestan áhuga á, sem var á sviði menntunar.
En þegar ég tala um menntun þá á ég bæði
við formlegt nám og svo það óformlega. Það er
nefnilega svo mikilvægt að muna að menntun
er ekki bara eitthvað sem á sér stað innan
skólakerfisins. Hún á sér stað alls staðar, um
leið og við fæðumst hefst menntunin og henni
lýkur ekki fyrr en við kveðjum.
Eftir að ég útskrifaðist úr meistaranáminu
og hafði eignast mitt fimmta barn hóf ég störf
hjá Reykjavíkurborg, sem umsjónarmaður í
skóladagvist og starfaði hjá Reykjavíkurborg í
sex ár. Þar tók ég þátt í uppbyggingu frí-
stundaheimilanna og það varð aftur sú reynsla
sem varð til þess að ég fór síðan í doktorsnám
og ákvað að rannsaka og skrifa um frístunda-
starfið.“
Þurfti að leita alla leið til Ástralíu
Að skrifa doktorsritgerð um frístundaheimili;
jafnvel á heimsvísu hafði nær enginn gert það
á þessum tíma eða hvað?
„Já, það er rétt og ég þurfti reyndar að leita
alla leið til Ástralíu til að finna sérfræðing sem
kom inn í mína doktorsnefnd en sú kona,
Jennifer Cartmel, hafði skrifað sambærilega
doktorsritgerð um samstarf skóla og frí-
stundastarfs í Ástralíu.
Á þessum tíma voru fræðimenn ekki mikið
að hugsa um, hvað þá skrifa um eða rannsaka
gildi frístundastarfs. En í samfélaginu sjálfu
hafði æskulýðs- og tómstundastarfi vaxið
verulega fiskur um hrygg og byggði þar meðal
annars á hugmyndafræði frístunda frá Dan-
mörku og Svíþjóð þar sem þegar var til fag-
stétt sem leiddi slíkt starf.
Það sem mér þótti nefnilega svo umhugs-
unarvert þegar ég hóf störf á þessum vett-
vangi var hve lítil meðvitund var um að nýta
frístundastarfið til að efla og styðja við óform-
legt nám og velferð barna. Þarna dvöldu börn
að jafnaði um þrjá tíma á dag, oft heilu dagana
þegar frí var í skólanum. Þetta var langur tími
og tækifæri sem átti að vera hægt að nýta til
að vinna með styrkleika barnanna og nám og
valdefla þau. Ég sá þetta glöggt í mínu starfi
og ákvað að vinna doktorsverkefni mitt og
setja fókusinn á markmið og hlutverk frí-
stundaheimila.“
Hvernig stendur starfið í dag að þínu mati?
„Ég held að það sé mjög góð þróun að eiga
sér stað og ég fyllist mikilli gleði þegar ég
heimsæki vönduð frístundaheimili í dag og sé
metnaðinn og fagmennskuna sem endur-
speglast í umhverfinu og innra skipulagi.
Löggjafinn staðfesti ákveðin viðmið fyrir
sveitarfélög og skóla sem frístundastofnanir
„Ég bý vissulega að því að hafa rætt
mikið við pabba minn um heimspeki og
menntamál og það er auðvitað sökn-
uður að því að geta ekki rætt við hann
um þau verkefni sem ég sinni í dag.“
Fjölskyldan á fermingardegi Páls Kára 2015: Róbert, Kolbrún Brynja, Ragnhildur, Páll
Kári, Sunna, Sóley Auður og Kolbrún sjálf.
Kolbrún og faðir hennar, Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrverandi háskólarektor, saman í níu
daga hestaferð árið 1985 en þau deildu alla tíð miklum áhuga á hestamennsku.
Móðirin unga með frumburði sínum, Sunnu.
Kolbrún með móður sinni, Auði Birgisdóttur, eftir að hafa stýrt
brautskráningu frá Menntavísindasviði í fyrsta sinn nú í febrúar.