Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Blaðsíða 6
Bretlandi og raunar víðar og Begum hefur sætt gagnrýni fyrir að sýna ekki iðrun í viðtölum sem dagblaðið The Times og breska ríkisútvarpið, BBC, áttu við hana í síðasta mánuði. Í þeim viðtölum kom fram að Begum styður ekki allt sem Isis hefur gert en sér eigi að síður ekki eftir að hafa gengið til liðs við samtökin. Spurð um hryðjuverkið sem framið var á tón- leikum Ariönu Grande í Manchester Arena í Bretlandi fyrir tæpum tveim- ur árum svaraði hún því til að rangt væri að myrða saklaust fólk en rétt- lætti þó verknaðinn á þeim for- sendum að menn hefðu verið að hefna fyrir sprengjuárásir á svæði Isis. Fyrir liggur að afhöfðun gísla, sem Begum fylgdist með í sjónvarpi, dró hana að Isis, að ekki sé talað um „hið ljúfa líf“ sem hún sá fyrir sér þar. Eigi að síður biður hún bresku þjóðina um að fyrirgefa sér og að hún virði ennþá „sum bresk gildi“. Meðal þeirra sem hafa áhyggjur af þessari afstöðu er faðir hennar, Ahmed Ali. „Bara að hún viðurkenndi að henni hafi orðið á í messunni, þá myndi ég vorkenna henni og aðrir myndu gera það líka. En hún getur ekki viðurkennt að hún hafi haft á röngu að standa,“ var haft eftir honum í vikunni. Síðustu viðbrögð frá Begum sjálfri eru þau að hún iðrist þess að hafa rætt við fjölmiðla og að Bretar séu að reyna að gera hana að fordæmi. Það myndi opna allar flóðgáttirfyrir fólki sem snúist hefur ásveif með hryðjuverka- samtökum á borð við Isis að hleypa Shamima Begum aftur til Bretlands. Þetta er skoðun Scotts Wilsons, fyrr- verandi yfirmanns hryðjuverka- lögreglunnar þar í landi, en hann tjáði sig um málið við fjölmiðla í vik- unni. Sem kunnugt er hefur hin nítján eða tuttugu ára gamla Begum, sem ól son í flóttamannabúðum í Sýrlandi í síðasta mánuði, óskað eftir því að komast aftur heim til Bret- lands. Wilson segir Begum á hinn bóginn hafa valið af fúsum og frjáls- um vilja að ganga til liðs við Isis og verði fyrir vikið að taka afleiðingum gjörða sinna enda þótt hún hafi að- eins verið fimmtán ára á þeim tíma þegar hún flúði til Sýrlands. „Hvar endar það, taki stjórnvöld ákvörðun um að hleypa fólki heim frá Sýr- landi?“ spurði Wilson. „Skyndilega verður fjöldi manns kominn aftur til Bretlands.“ Fyrir liggur að Jack Letts, sem grunaður er um að hafa barist með Isis, vill líka snúa aftur heim til Bret- lands og ef marka má fréttir þá er Sufyan Mustafa, sonur klerksins Abu Hamza, að berjast fyrir því að endurheimta breska vegabréfið sitt. Að sögn Wilsons verja stjórnvöld í Bretlandi „milljónum punda“ í að vakta meinta öfgamenn í landinu nú þegar og ekki sé á það bætandi að fá fólk á borð við Begum heim líka; fylgjast þyrfti grannt með henni næstu árin. Hún sé til alls líkleg. „Menn munu aldrei geta haft aug- un af henni vegna þess að þeir vita ekki hvað kann að gerast,“ sagði Wil- son. „Bryti hún af sér í Bretlandi yrði öryggisþjónustunni og rík- isstjórninni kennt um það.“ Wilson lét þessi orð falla á blaða- mannafundi í aðdraganda ráðstefnu um öryggismál og varnir gegn hryðjuverkum í Bretlandi en þar kom einnig fram að það væri aðeins tímaspursmál hvenær næsta hryðju- verkaárás yrði gerð í landinu sem verið hefur reglulegt skotmark undanfarin ár og misseri. Pete Dalton, yfirmaður öryggis- mála hjá Thames Valley-lögreglunni, sagði á sama blaðamannafundi að hvorki fleiri né færri en 700 hryðju- verkarannsóknir stæðu nú yfir í landinu, sem er met. „Ógnin er ekki yfirstaðin,“ sagði hann. „Við megum alls ekki sofna á verðinum. Mikið verk er óunnið og því miður er aðeins tímaspursmál hvenær næsta atvik á sér stað.“ Svipt ríkisfanginu Eins og fram hefur komið þá svipti innanríkisráðherra Bretlands Beg- um ríkisborgararétti sínum nú í febrúar í því augnamiði að hún geti ekki snúið aftur. Hún er í hópi tutt- ugu kvenna og barna og sex karla, sem sagðir eru hafa barist með Isis, í téðum flóttamannabúðum í Sýrlandi, að því er dagblaðið The Independent hefur heimildir fyrir. „Geta aldrei haft augun af henni“ Shamima Begum, sem gekk til liðs við hryðju- verkasveitir Isis fyrir fjórum árum, vill nú snúa heim til Bretlands til að ala upp nýfæddan son sinn. Ekki hugnast öllum sú hugmynd; fordæmið sé slæmt og hætta geti stafað af stúlkunni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is AFP Shamima Begum. Myndin er tekin heima í Bretlandi áður en hún stakk af til Sýrlands fyrir fjórum árum. Fjölskylda Begum hefur andmælt þeim gjörningi að gera hana ríkis- lausa en yfirvöld í Bangladess, þaðan sem hún er ættuð, hafna því að hún hafi tvöfalt ríkisfang. Samkvæmt breskum lögum er óheimilt að gera fólk ríkislaust og fyrir vikið getur Begum áfrýjað úrskurðinum. Hermt er að hún hafi til vara áform um að biðja um hæli í öðru Evrópulandi, til dæmis Hollandi. Svo er það nýfæddi drengurinn en fjölskylda Begum hefur óskað eftir því að hann fái í öllu falli að koma til Bretlands enda þótt það þýddi að hann yrði viðskila við móður sína. Ekki er einhugur um málið í Bret- landi en Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, er í hópi stjórnmálamanna sem hafa talað fyr- ir því að Begum fái að snúa heim. Scott Wilson þykir það þó af og frá. „Fólk segir að hún hafi verið óharðn- aður unglingur en hún skipulagði þetta sjálf, enginn dró hana upp í flugvélina, hvað þá rændi henni og setti hana þar. Hún fór að yfirlögðu ráði til að ganga til liðs við Isis og væri þar ugglaust enn hefðu mál ekki þróast með þeim hætti sem raun ber vitni,“ sagði Wilson en fjarað hefur undan hryðjuverkasamtökunum al- ræmdu á undanförnum misserum. Mikið hefur verið fjallað um málið í ERLENT 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2019 ÚGANDA Milljónir landsmanna eru hættar að nota netið eftir að refsiskattar voru lagðir á notkun samfélagsmiðla og millfærslur fjár gegnum farsíma. Fyrstu þrjá mánuðina eftir að skatturinn var lagður á fækkaði netáskriftum um hálfa þriðju milljón og eru menn farnir að hafa áhyggjur af afl eiðingunum fyrir hagkerfi landsins. ARGENTÍNA Ellefu ára gömul stúlka, sem varð barnshafandi eftir að henni var nauðgað, ól barnið á dögunum eftir að yfi rvöld höfnuðu beiðni hennar um fóstureyðingu. Málið hefur vakið mikla reiði en stúlkan var aðeins komin 23 vikur á leið þegar hún þurfti að gangast undir keisaraskurð. Barninu er vart hugað líf. ÁSTRALÍA Veðurstofa landsins hefur staðfest að sumarið, sem nú stendur yfi r þar neðra, sé það hlýjasta í sögunni. Þar með féll met sem sett var fyrir sex árum. Loftslagsfræðingar eru þess sinnis að þetta sé ein af afl eiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum LÚXEMBORG Það datt í dúnalogn á þingi Evrópusambandsins og arabaríkja þegar forsætisráðherra Lúxemborgar, Xavier Bettel, las aröbun- um pistilinn vegna afstöðu þeirra til mannréttinda samkynhneigðra. Bettel, sem sjálfur er samkyn- hneigður, benti m.a. á að hann væri rétt- dræpur í sumum þessara ríkja. „Það var ekki valkostur að þegja,” sagði hann eftir fundinn. Shamima Begum er fædd í Lundúnum ár- ið 1999 eða 2000. Hún stakk af til Sýr- lands ásamt tveimur vinkonum sínum ár- ið 2015 og gekk í raðir Isis-samtakanna, fjölskyldu hennar til mikillar undrunar og óánægju. Tíu dögum eftir að hún kom til Sýrlands giftist Begum Yago Riedijk, stríðsmanni Isis, sem fæddur er í Hollandi og hafði komið til Sýrlands ári áður. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Begum al- ið þrjú börn en missti tvö þau eldri. Sonur hennar fæddist í flóttamannabúðum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Meðfylgjandi mynd er úr öryggismyndavélum á Gatwick- flugvelli, daginn sem Begum flúði til Sýrlands. Giftist við komuna

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.