Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Blaðsíða 35
3.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
BÓKSALA 20.-26. FEBRÚAR
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Húðflúrarinn í AuschwitzHeather Morris
2 Sextíu kíló af sólskiniHallgrímur Helgason
3 Barnið sem hrópaði í hljóðiJónína Leósdóttir
4 Dóttir MýrarkóngsinsKaren Dionne
5 EldrauninJørn Lier Horst
6 KvikaÞóra Hjörleifsdóttir
7 Þar sem ekkert ógnar þérSimone van der Vlugt
8 Risasyrpa – sögur úr AndabæWalt Disney
9 Independent PeopleHalldór Laxness
10 KláðiFríða Ísberg
1
Ljóðasafn Ingibjargar
Haraldsdóttur
Ingibjörg Haraldsdóttir
2 GangverkÞorvaldur S. Helgason
3 Því miðurDagur Hjartarson
4
Perlur úr ljóðum íslenskra
kvenna
Silja Aðalsteinsdóttir valdi
5
Lítil sál sem aldrei komst
til jarðar
Elísabet Jökulsdóttir
6 Í huganum ráðgeri morðEyrún Ósk Jónsdóttir
7 Hafið starfar í þögn minniPablo Neruda
8 PassíusálmarHallgrímur Pétursson
9 Íslenskar úrvalsstökurGuðmundur Andri Thorsson valdi
10 BragarblómRagnar Ingi Aðalsteinsson
Allar bækur
Ljóðabækur
Ég er enginn sérstakur bóka-
ormur þótt ég vinni á bókasafni,
en ég er með bækur sem ég
glugga í hér og þar, eina kannski
uppi á bókasafni
og aðra heima.
Ég er núna að
lesa Kambsmálið
eftir Jón Hjartar-
son. Það sem
komið er finnst
mér áhugavert.
Það er dálítið skrýtið að lesa um
það, það er svo stutt síðan þetta
var, minnir að sagan gerist um
1960, en svona var þetta þá.
Ég er með bæk-
ur hér og þar og
alls staðar og er
líka að glugga í
Hornauga eftir
hana Ásdísi Höllu
Bragadóttur. Mér
finnst hún fín, hún
Halla er svo opin-
ská, segir hlutina beint út og
mér finnst það svolítið töff hjá
henni. Mér fannst hin bókin, Tví-
saga, mjög góð. Hún er svo opin-
ská að ég held að það gætu nú
ekki allir gengið svo nærri sér, en
það er gott að fá þetta sjónar-
horn.
ÉG ER AÐ LESA
Guðlaug S.
Björnsdóttir
Guðlaug S. Björnsdóttir er bóka-
vörður á Bókasafni Tálknafjarðar.
Rithöfundurinn Mazen Maar-ouf kom hingað til lands fráLíbanon fyrir átta árum, en
hann hafði dvalist þar í landi sem
palestínskur flóttamaður lungann
úr ævinni. Mazen var gestur
Reykjavíkurborgar sem skaut yfir
hann skjólshúsi, en hann fékk síðar
íslenskan ríkisborgararétt.
Í ljóðabókinni Ekkert nema
strokleður, sem kom út 2013, er úr-
val ljóða úr þremur ljóðabókum
Mazens. Fyrir stuttu kom svo út
bókin Brandarar handa byssu-
mönnum sem í eru fjórtán lauslega
tengdar smásögur sem fjalla marg-
ar um börn í stríði eða eru sagðar
frá sjónarhorni barns. Bókin kom
út á arabísku árið 2016 og á ensku
fyrir stuttu.
Eins konar tilraun
Mazen segir að sögurnar séu skrif-
aðar í Reykjavík á árunum 2015 til
2016: „Þær eru sprottnar af þörf til
að greiða úr minningum og mjög
persónulegar að sumu leyti, en þó
skáldskapur. Eins konar tilraun til
að skrásetja persónur sem eru í
minni mér, velta því fyrir mér hvað
hafi orðið um þær og þá helst
barnið sem á sitthvað skylt með
mér. Mig langaði til að skoða þetta
barn, barn sem orðið hefur fyrir
áföllum vegna stríðsins, og sjá hvar
það er statt í dag.
Við það að skrifa sögurnar komst
ég að því að barnið er hugrakkt og
fljótt að bregðast við, tekst á við
umhverfi sitt og stríðið án þess að
glata sakleysinu og barnæsku að
öllu leyti. Að skrifa veitti mér því
hugfró.
Sögurnar byggjast á lífi mínu í
Beirút á stríðstímum áttunda ára-
tugarins þegar ég var barn. Eftir
því sem ég óx úr grasi fann ég
nefnilega að fortíðin var sem límd
við mig og því fastar eftir því sem
sem árin liðu. Ég fann að ég gat
ekki gleymt þessum tíma; líkaminn
gat ekki gleymt því sem hafði
gengið á. Persónurnar voru til stað-
ar, líka þær sem lifðu ekki átökin
af, og mig langaði að skoða hvað
hefði getað orðið um þau, hvernig
þeim hefði farnast.
Ég bjóst þó ekki við því að ég
myndi skrifa bók sem þessa, að
segja slíkar sögur. Það kom mér á
óvart, satt best að segja, að þær
skyldu birtast á þennan hátt, en
það var líka léttir.“
Glíman við tilveruna er
sammannleg
– Það er erfitt fyrir fólk sem ekki
þekkir annað en frið að skilja sögur
eins og þínar og margt að því sem
maður glímir við og amast við í
okkar samfélagi virkar hálfhjákát-
legt samanborið við það sem fólk
þarf að þola í stríðshrjáðum lönd-
um.
„Ég skil það sjónarmið, en glím-
an við tilveruna, við það að vera til,
er sammannleg og þá ekki bara í
gegnum stóratburði, heldur í gegn-
um allt það smáa sem gerist hvers-
dags, eins og hvernig veðrið sé og
hvað eigi að hafa í matinn og hvað
eigi að hafa fyrir stafni. Það krefst
alltaf eitthvað þess að við tökum
ákvarðanir sem gera okkur kleift
að vera til og halda heilsu.
Að því sögðu þá vekur það að
búa við stríðsástand kvíða og óör-
yggi og það að glata öryggistilfinn-
ingunni sem barn verður til þess að
skilin á milli raunveruleika og
skáldskapar hverfa, maður veit
ekki lengur hvað er satt og hvað er
skáldað. Þegar maður hverfur svo
til baka í huganum rennur allt sam-
an, verður eins og skáldskapur þótt
það sé raunveruleiki, maður glatar
hæfileikanum til að greina á milli.
Hluti af því að skrifa sögurnar er
að velta fyrir sér klisjunum, spyrja
hvað sé satt og hverju megi trúa.“
Þegar ég ræði við Mazen er
hann staddur í Reykjavík, nýkom-
inn til landsins eftir dvöl ytra og á
leið aftur út. „Ég er að skrifa
skáldsögu, að reyna að ljúka við
hana áður en ég yfirgef Ísland.
Reykjavík er góður staður til að
skrifa á, öruggt skjól sem hentar
mér einkar vel. Veðrið, menningin
og fólkið er frábrugðið því sem ég
ólst upp við en ég er svo lánsamur
að búa hér, að vera með íslenskt
ríkisfang sem gerir mér kleift að
finna sjálfan mig og geta skrifað.
Það er mér mjög mikilvægt að
skrifa í Reykjavík, þetta er borgin
sem veitti mér skjól og landið sem
veitti mér ríkisfang, ég hafði aldrei
verið með ríkisfang áður.“
„Fortíðin var sem
límd við mig“
Í bókinni Brandarar handa byssumönnum skyggnist Mazen Maarouf aftur til
æsku sinnar í stríðshrjáðri borg. Hann segir að skrifin hafi veitt sér hugfró.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Ljóðskáldið og
sagnasmiðurinn
Mazen Maarouf.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ég verð að geta
unnið og lifað.
Laus við verki.
Fyrir góða líðan
nota ég Gold,
Active og gelið.
Erna Geirlaug Árnadóttir – innanhússarkitekt