Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2019
HEILSA
Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk | S. 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Við útvegum hæfa starfskrafta
í flestar greinar atvinnulífsins
Traust og fagleg starfsmannaveita
sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir
Heilnæmi heitra baða hefur lengi veriðþekkt. Og fyrr á öldum voru það að-eins hinir mestu höfðingjar sem gátu
leyft sér slíkan munað. Hver sér ekki Snorra
Sturluson fyrir sér í lauginni í Reykholti þar
sem hann hvílist eftir skriftir, eða heldur þeim
áfram eftir að ofan í vatnið er komið?
Og sannarlega er heita vatnið dásamlegt –
nærtækari leið til að leita vellíðunar en köldu
pottarnir sem ég hef fjallað óspart um á þess-
um vettvangi. Ég er sannarlega hrifinn af
heitu pottunum og nota þá til slökunar, þótt
mér finnist köldu pottarnir merkilegri fyrir
þær sakir að ég finn hversu gott þeir gera mér.
En það er annað sem ég hef leitað uppi og
fundið sem eykur mjög á vellíðan og dregur úr
neikvæðum einkennum streitu og stirðleika.
Það er sá staður sem á hvað minnst skylt við
sessuna í kalda pottinum. Hann er að finna í
sal í World Class. Þangað inn er alltaf lokað
(þó ekki læst) og meðan maður dvelur þar vill
maður hafa þrennt við höndina: æfingamottu,
vatnsbrúsa og handklæði. Það skýrist af því að
á þessum stað er heitt. Kjörhitastigið 37° eða á
svipuðum slóðum og sjálfur líkamshitinn held-
ur sig. Þegar komið er á þennan stað er maður
orðinn þátttakandi í því sem í daglegu tali er
nefnt hot yoga. Lengi vel hafði ég fordóma fyr-
ir hreyfingu af þessu tagi en fyrir nokkrum ár-
um lét ég tilleiðast og bókaði mig í tíma. Og af
því að mér finnst hálfkák nærrum því eins leið-
inlegt og tvíverknaður ákvað ég að skrá mig
strax í 90 mínútna tíma í stað hins hefðbundna
60 mínútna tíma. Það voru mistök!
Auðveldara að teygja í hitanum
En þau urðu þó ekki til þess að slá mig lengi út
af laginu. Þarna komst ég í fyrsta sinn í tæri
við jóga og einhvern veginn fann ég fjölina
mína strax. Að stunda hinar áhrifamiklu „hug-
flæðisteygjur“ í heitum sal reyndist mér mun
auðveldara en í sal við stofuhita. Það skýrist af
þeirri einföldu ástæðu að vöðvar teygjast
meira í hita. Raunar eykst teygja flestra hluta
í hita og því er kostur hitans ótvíræður. Og eft-
ir 10 til 20 mínútur í salnum þar sem farið er
rólega af stað komast stirðustu símastaurar að
því að þeir geta beygt sig fram án þess að eiga
það á hættu að detta fram fyrir sig. Og þeir
komast einnig að því, kannski í lok tímans eða
eftir tvo, að hægt er að auka teygjanleikann.
Teygjur eru að því leytinu til ekki ólíkar ann-
arri líkamsrækt að árangurinn getur orðið
mjög sjáanlegur með góðri ástundun. Það sem
teygjurnar hafa umfram aðra líkamsrækt er
það að þær eru í raun nauðsynlegur hluti allrar
annarrar hreyfingar. Hafi maður þær ekki í
huga og stundi mátulega er hætt við að illa geti
farið. Þegar maður lyftir, hleypur, syndir eða
stundar aðra hreyfingu teygist á vöðvunum og
maður beitir þeim með öðrum hætti en í dag-
legu lífi. Þá er nauðsynlegt að teygja þá og
strekkja til að viðhalda fyrri liðleika. Oft er tal-
að um að maður þurfi að teygja hið minnsta í
5-7 mínútur eftir hverja æfingu, aðeins til að
viðhalda honum. Lengri teygjuæfingar þarf að
taka til að auka liðleikann og þar getur hot
yoga komið að góðum notum.
Lokamarkið nálgast
En að öðru. Í komandi viku lýkur þessari sex
mánaða vegferð sem ég lagði upp í á síðasta
hausti. Það er ekki laust við að ég kvíði því að
hætta skrifum um þetta skemmtilega verkefni.
En í næstu viku ætla ég að njóta ávaxta erf-
iðisins, fagna því sem unnist hefur og kannski
leyfa mér að sýta það sem mistekist hefur.
Teygjanlegra í hitanum
Það er ótrúlega gaman að
vera sterkur – eða sterkari en
maður áður var. Og það er
gaman að vera grennri. En
það eru fleiri þættir sem
stuðla að heilbrigði og vellíð-
an en þetta tvennt.
Frábærir leiðbeinendur í
hot yoga gera skemmtunina
að góðum hluta vikunnar.
Ljósmynd/World Class
Í liðinni viku tók ég viðtal við
Fidu Abu Libdeh sem stofnaði
fyrirtækið geoSilica árið 2012.
Fyrirtækið sérhæfir sig í
vinnslu steinefna úr jarð-
hitavatni sem fellur til við
starfsemi Hellisheiðarvirkj-
unar.
Fida segir að hún hafi á ein-
um tímapunkti áttað sig á að
efnin sem gera vélbúnaði
virkjunarinnar erfitt fyrir
eru eftirsótt fæðubótar-
efni sem fólk neyti til
að styrkja hjarta og
æðakerfi líkamans,
auka heilbrigði húðar
og hárs, nagla,
beina, liða og
bandvefs.
Frumkvöðla-
starf af þessu tagi
er mikilvægt
framlag til þess að
auka virði þeirrar
starfsemi sem
stunduð er í ís-
lensku atvinnulífi.
Annað fyrirtæki
sem farið hefur
svipaða leið, en
með annað hrá-
efni, er Genís á Siglufirði.
Fyrirtækið vinnur úr sjávar-
fangi efni sem talið er geta
dregið úr einkennum öldr-
unar, einkum stirðleika, verkj-
um og þreytu.
Sjálfur hef ég enga reynslu
af þessum vörum en eftir
samtalið við Fidu, sem á sér
hreint ótrúlega sögu, ákvað
ég að prófa eina af vörum fyr-
irtækisins sem nefnist
geoSilica Repair. Í þeirri
vöru er að finna kísil og
mangan en henni er
ætlað að styrkja upp-
byggingu beina,
styrkja bandvef, lið-
bönd, liðþófa og
krossbönd. Fida
segir að fólk hér
heima og erlendis
beri því vitni að
varan hafi mjög
jákvæð áhrif. Nú
er unnið að rann-
sóknum á virkni
vörunnar en ég
ætla að sjá hvort
ég muni geta sagt
sömu sögu og
það.
MIKIL NÝSKÖPUN Í GANGI
Steinefni úr iðrum jarðar
Pistill
Stefán Einar
Stefánsson
ses@mbl.is
ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR
92,9 kg
84,3 kg
84,3 kg
Upphaf:
Vika 24:
Vika 25:
33.589
21.529
12.623
14.259
4 klst.
3 klst.
HITAEININGAR
Prótein
25,6%
Kolvetni
37,3%
Fita
37,1%