Morgunblaðið - 03.04.2019, Page 2

Morgunblaðið - 03.04.2019, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars þar sem 473 starfsmönnum var sagt upp störfum. Gjaldþrot WOW air telst ekki til hópuppsagna og því eru um 1.100 starfsmenn félagsins ekki inni í þessum tölum Vinnumálastofnunar. Tvær uppsagnir voru í starfsemi tengdri flutningum og geymslu, þar sem 328 manns var sagt upp störf- um, þarf af 315 hjá Airport Associa- tion, en stórum hluta þeirra sem sagt var upp þar hefur verið boðin endur- ráðning á öðrum kjörum. Því má gera ráð fyrir að uppsagnir verði í raun færri en fram kemur í tilkynn- ingunni, en greint er frá þessu á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Hinar uppsagnirnar koma úr fjór- um atvinnugreinum; 46 manns var sagt upp í ferðaþjónustu, 37 í fram- leiðslu, 32 í byggingastarfsemi og 30 í sérfræðilegri, vísindalegri og tæknilegri starfsemi. Flestar hópuppsagnir bárust frá fyrirtækjum á Suðurnesjum eða 347 og 126 á höfuðborgarsvæðinu. Hóp- uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu maí til júlí 2019. Uppsagnir vegna gjaldþrots flug- félagsins WOW air og aðrar upp- sagnir vegna gjaldþrota eru sem fyrr segir ekki í þessum tölum yfir hópuppsagnir. Fyrstu þrjá mánuði ársins 2019 hefur 570 einstaklingum verið sagt upp störfum í hópuppsögnum. Frá því var greint á visir.is í gær að 33 starfsmönnum Actavis yrði sagt upp á næstu mánuðum. Munu fyrstu uppsagnir taka gildi næstu mánaðamót og öðrum dreift yfir ár- ið. Haft var eftir upplýsingafulltrúa Actavis á Íslandi að rekja mætti upp- sagnirnar til skipulagsbreytinga hjá móðurfélagi Actavis; Teva. Hátt í 500 sagt upp í mars Morgunblaðið/Hari Óvissuástand Vinnumálastofnun fylgist með þróun á vinnumarkaði.  Alls misstu 473 vinnuna í sex hópuppsögnum  WOW air ekki talið með  Actavis hyggst segja upp 33 starfsmönnum Helgi Bjarnason Arnar Þór Ingólfsson Samningamenn stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins unnu í allan gærdag að því að útfæra samkomu- lag sem tókst í fyrrinótt um meg- inlínur kjarasamninga til þriggja og hálfs árs. Einnig hafa fulltrúar ríkisstjórnarinnar fylgst með vegna væntanlegrar yfirlýsingar um að- komu stjórnvalda en um það var gerður fyrirvari í samkomulaginu. Samningamenn unnu fram á nótt með það að markmiði að ganga frá samningum sem þá yrðu kynntir í dag. Ný atriði verða í yfirlýsingu „Ég tel að þeir þættir sem verða í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar ásamt þeim áherslum sem aðilar vinnumarkaðarins hafa verið að leggja sín í milli geti orðið grund- völlur að víðtækri sátt og skapað skilyrði fyrir efnahagslegum og fé- lagslegum stöðugleika til langs tíma. Einnig til vaxtalækkunar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra í gærkvöldi, spurð um stöðu mála í viðræðunum. Samningsaðilar kynntu fulltrúum ríkisstjórnarinnar í gær hugmynd- ir um aðkomu stjórnvalda til að liðka fyrir samningsgerð og Katrín segist raunar hafa fylgst með við- ræðunum að undanförnu og fengið áður kynningu á ákveðnum atrið- um. Katrín segir að yfirlýsing stjórn- valda hafi lengi verið í mótun. Hún grundvallist annars vegar á vinnu sem þegar hafi verið kynnt og hins vegar á nýjum atriðum. Hún nefnir sem dæmi um hið fyrrnefnda átak í húsnæðismálum, tillögur í skatta- málum og lengingu fæðingarorlofs. „Hluti af þessum tillögum er hugs- aður til að koma til móts við ungar barnafjölskyldur en það er hópur sem setið hefur eftir,“ segir hún. Síðan hefur verið unnið að sérstök- um tillögum um stuðning við kaup fólks á fyrstu íbúð og tillögum um það hvernig staðið verði við yfirlýst markmið um að draga úr vægi verðtryggingar. Síðastnefndu at- riðin eru ný. Þá segir hún að ekki megi gleyma víðtækum tillögum um að gera vinnumarkaðinn heil- brigðari en nú er. Spurð hvort skattar verði lækk- aðir meira en gert var ráð fyrir í fyrri tillögum ríkisstjórnarinnar segir Katrín að byggt sé á þeim til- lögum en þær útfærðar nánar. Betra verklag en áður „En við munum ekki kynna efn- isatriði yfirlýsingarinnar fyrr en ljóst er að samningar nást sem ég vona og leyfi mér að vera bjartsýn um,“ segir forsætisráðherra. Til stóð að kynna efnisatriði „lífs- kjarasamnings“ aðila vinnumarkað- arins og aðgerðir stjórnvalda í tengslum við hann á sameiginleg- um blaðamannafundi í Ráðherrabú- staðnum klukkan 18.30 í gærkvöldi en honum var aflýst þar sem ekki var búið að ganga frá samningum. „Það er verið að juða þessu áfram. Það vill taka langan tíma þegar menn eru að reyna að vanda sig,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands (SGS) í gærkvöldi en sam- bandið kom inn í samningana með samfloti Eflingar, VR, verkalýðs- félaganna á Akranesi og í Grinda- vík, Framsýnar á Húsavík og Landssambands íslenskra verslun- armanna. Að samningsgerðinni standa því öll félög SGS og öll verslunarmannafélög landsins. Samflot iðnaðarmanna er ekki aðili að samningunum nú. Björn Snæbjörnsson segir að gríðarlega mikil vinna hafi verið lögð í samningana nú, meiri en ver- ið hafi um langan tíma, og þess vegna taki lengri tíma að ljúka öll- um atriðum. „Tekin var umræða um ýmsa þætti kjarasamninga. Hún byggðist á ítarlegri kröfugerð. Mér finnst verklagið betra núna en áður, menn hafa gefið sér tíma til að ræða hlutina,“ segir hann. Björn bætir því við að margt nýtt fólk hafi komið að gerð samninganna og telur að allir geti dregið lærdóm af vinnunni. Morgunblaðið/Hari Samningamenn Ragnar Þór Ingólfsson, VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, SA, bera saman bækur sínar við Karphúsið, fyrir viðtal við RÚV. Skilyrði til stöðugleika  Forsætisráðherra segir að samningar geti skapað skilyrði fyrir efnahagslegum og félagslegum stöðugleika  Reiknað með að kjarasamningar verði kynntir í dag Næring Matreiðslumaður ber veitingar inn í Karphúsið fyrir kvöldlotuna. Samninganefnd Eflingar sam- þykkti á fundi í gærkvöldi, eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir og aðrir samn- ingamenn höfðu kynnt drög að kjarasamningum, að veita formann- inum heimild til að ganga frá samningum. Sam- þykktin var gerð með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. „Niðurstaðan í þessum viðræðum er ekki fullnaðarsigur heldur vopna- hléslína milli stéttar verkafólks og stéttar auðmagnseigenda. Baráttan milli þeirra heldur áfram,“ var haft eftir Sólveigu Önnu, í frétt á vef fé- lagsins í gærmorgun þegar greint var frá því að Efling og samflots- félögin hefðu fallist á grundvall- aratriði kjarasamnings við SA. Hún tók fram að hún væri sátt við að samningamenn hefðu fengið fram grundvöll til þess að loka samningi en minnti á að félagsmenn hefðu síð- asta orðið í atkvæðagreiðslu. Vopnahlés- lína á milli stéttanna  Sólveig Anna fékk umboð til samninga Sólveig Anna Jónsdóttir Efling hefur af- lýst verkföllum hjá bifreiðastjór- um Almennings- vagna Kynnis- ferða frá og með deginum í dag. Verkfallið stóð því yfir í tvo daga, á háannatíma á þeim 10 leiðum sem fyrirtækið ekur fyrir Strætó. Verkfallinu var ekki aflýst í fyrra- kvöld, um leið og öðrum verkföllum, vegna þess að það hafði verið boðað á forsendum bílstjóranna sjálfra og vildu Efling og bílstjórarnir ræða við stjórnendur fyrirtækisins áður en það yrði gert. Sá fundur fór fram í gærmorgun. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að stjórnendur hafi skuldbundið sig til að halda áfram viðræðum við starfsmennina og Efling styðji þær. Síðasti verk- fallsdagur bíl- stjóra í gær Verkfall Margir vagnar stöðvuðust. Lífskjarasamningur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.