Morgunblaðið - 03.04.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.2019, Blaðsíða 16
Allt í hnút Andstæðingur brexit gengur framhjá skiltum með myndum af breskum stjórnmálamönnum í grennd við þinghúsið í London. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kvaðst í gær ætla að óska eftir lengri fresti á útgöngu landsins úr Evrópusambandinu til að meiri tími gæfist til að leysa hnútinn sem málið er í á breska þinginu og koma í veg fyrir að landið gengi úr ESB án samnings. Hún kvaðst einnig ætla að ræða við Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til að reyna að ná samkomulagi um hvernig framtíðartengsl Bretlands við ESB ættu að vera. Hún lagði þó áherslu á að samkomulagið um tengslin þyrfti að byggjast á útgöngusamningi stjórnarinnar við ESB sem neðri deild þingsins hefur hafnað þrisvar. Corbyn er hlynntur því að Bret- land verði í tollabandalagi ESB eftir útgönguna og með aðgang að innri markaði sambandsins. May og sumir þingmanna Íhaldsflokksins hafa ver- ið andvíg svo nánum tengslum við ESB. May kvaðst vilja að fresturinn yrði „eins stuttur og mögulegt væri“ og ekki lengri en til 22. maí, þannig að Bretar þyrftu ekki að taka þátt í kosningum til Evrópuþingsins sem fara fram 23.-26. maí. Útgangan átti að taka gildi 29. mars en May fór á fund leiðtoga ESB-ríkjanna til að óska eftir því að henni yrði frestað til 30. júní. Þeir samþykktu þá að bjóða Bretum að fresta brexit til 22. maí gegn því skil- yrði að breska þingið samþykkti brexit-samninginn fyrir lok mars- mánaðar. Ef þingið gerði það ekki yrði útgöngunni aðeins frestað til 12. apríl og ef Bretar næðu ekki sam- komulagi um aðra lausn á málinu fyrir þann dag gengju þeir úr ESB án samnings. Ráðgert er að leiðtogar ESB- ríkjanna komi saman 10. apríl til að ræða málið og öll aðildarríkin þurfa að samþykkja beiðnina um lengri frest. May lagði áherslu á að Bretar þyrftu að segja leiðtogum ESB- ríkjanna með skýrum hætti hvers vegna þeir vildu lengri frest og hvernig þeir hygðust leysa hnútinn. „Þessi umræða, þessi klofningur, getur ekki dregist mikið lengur,“ sagði forsætisráðherrann á blaða- mannafundi eftir sjö klukkustunda fund ríkisstjórnarinnar sem hefur verið klofin í málinu, eins og þing- flokkur Íhaldsflokksins. Neðri deild þingsins hefur tvisvar greitt atkvæði um aðra kosti en brexit-samninginn en öllum tillögun- um hefur verið hafnað, m.a. tillögu um að Bretland verði í tollabanda- lagi ESB. bogi@mbl.is AFP May óskar eft- ir lengri fresti  Kveðst vilja semja við Corbyn 16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining á sótthitabreytist eftir aldri? Thermoscaneyrnahita- mælirinnminnveit það.“ Braun Thermoscan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7 Lahore. AFP. | Illa leikið lík sextán ára þjónustustúlku, Uzmu Bibi, fannst í skurði í borginni Lahore í Pakistan og auðug kona sem hafði ráðið hana til heimilisstarfa var ákærð fyrir morð. Mál stúlkunnar hefur vakið umræðu í Pakistan um hætturnar sem margt þjónustufólk, einkum börn, stendur frammi fyrir á heimilum auðugra fjölskyldna. Lögreglan í Lahore segir að Uzma hafi dáið eftir að hafa verið barin í höfuðið með búsáhaldi. Stúlk- an hafði starfað fyrir fjölskyldu í borginni í sjö mánuði þegar hún fannst látin í skurði í janúar síðast- liðnum. Kona, sem réð hana, og tvær aðrar konur eru í varðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á morðinu og ásakana um að stúlkan hafi sætt illri meðferð. „Ég ætla ekki að gefast upp, myndi frekar vilja deyja, ætla ekki að láta þau sleppa, vil að þau gjaldi þess sem þau gerðu,“ sagði faðir stúlkunnar, Muhammad Riaz, við fréttamann AFP. Milljónir manna vinna á heimilunum Stúlkan hafði fengið 4.000 rúpíur, sem svarar tæpum 3.500 krónum, í laun á mánuði. Um 8,5 milljónir manna, þeirra á meðal mörg börn, vinna á heimilum auðugra fjölskyldna í Pakistan, að sögn Alþjóðavinnumálastofnunar- innar, ILO. „Fátækir foreldrar líta oft á börnin sín sem leið til að fram- fleyta fjölskyldunni,“ sagði Arooma Shahzad, framkvæmdastjóri sam- taka þjónustufólks á heimilum pak- istanskra fjölskyldna. Þjónustufólkið sætir oft illri með- ferð og ofbeldi, meðal annars kyn- ferðislegu. Börnin eru sérstaklega Morð á vinnu- stúlku vekur reiði og óhug  Börn sem vinna á heimilum auðugra fjölskyldna í Pakistan sæta oft ofbeldi Jim Bridenstine, forstjóri Geimvís- indastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hefur gagnrýnt Indverja fyrir að granda indverskum gervi- hnetti með eldflaug í tilraunaskyni og segir að geimförum Alþjóða- geimstöðvarinnar stafi hætta af 400 brotum úr gervihnettinum sem séu nú á braut um jörðina. Narendra Modi, forsætisráð- herra Indlands, skýrði frá eld- flaugartilrauninni í sjónvarps- ávarpi í vikunni sem leið og sagði að hún væri sönnun þess að Indland væri á meðal helstu „geimvelda heimsins“. Aðeins þrjú önnur lönd, Bandaríkin, Rússland og Kína, hefðu sýnt að þau gætu grandað gervihnöttum með eldflaugum. Utanríkisráðherra Indlands sagði að gervihnettinum hefði verið grandað í neðri hluta lofthjúpsins til að tryggja að brotin úr honum myndu „eyðast og falla til jarðar innan nokkurra vikna“. Mörg brotanna talin hættuleg Gervihnötturinn var eyðilagður í um 300 km fjarlægð og hann var miklu nær jörðinni en Alþjóðageim- stöðin og flestir gervihnettir sem eru á braut um jörðina. Bridenstine sagði að mörg brot- anna úr indverska gervihnettinum væru hættulega stór en of smá til að hægt væri að fylgjast með þeim. Um 24 brotanna væru á braut um jörðina fyrir ofan Alþjóðageimstöð- ina og hættan á að stöðin yrði fyrir geimrusli innan tíu daga hefði auk- ist um 47% vegna eldflaugar- tilraunarinnar. Hættan minnkar þó þegar frá líður þar sem megnið af geimruslinu brennur þegar það fer í lofthjúpinn. Bridenstine sagði að það væri „hræðilegt“ að Indverjar skyldu hafa grandað gervihnettinum með þessum hætti. „Þetta er óviðunandi og NASA þarf að segja það mjög skýrt hvaða áhrif þetta hefur á okk- ur.“ Bandaríkjaher hefur fylgst með geimrusli á braut um jörðu til að meta hættuna á að það rekist á Al- þjóðageimstöðina eða gervihnetti sem eru í notkun. Hann fylgist með um 23.000 hlutum sem eru stærri en 10 cm og gætu stefnt geimstöð- inni og gervihnöttunum í hættu, að sögn breska dagblaðsins The Guardian. Kínverjar grönduðu einum gervi- hnatta sinna með eldflaug árið 2007 og það varð til þess að um 3.000 brot úr gervihnettinum fóru á braut um jörðina. Segir geimförum stafa hætta af geimruslinu  NASA gagnrýnir Indverja fyrir að granda gervihnetti Hættulegt belti geimrusls hefur orðið til umhverfis jörðina á síðustu sex áratugum vegna geimferða og gervitungla Geimrusl Heimild : ESA 900.000 eru 1-10 cm að stærð Hraði hlutanna er allt að 28.000 km/klst Smáu hlutunum fjölgar vegna árekstra stærri hluta, m.a. gervitungla Eldsneyti í geim- flaugahlutum getur valdið sprengingum Á ári hverju verða um 250 sprengingar og árekstrar Um 1.200 gervi- hnettir eru nú í notkun í geimnum Eftir rúmlega 5.250 geimskot er vitað um 23.000 hluti sem eru á braut um jörðina Geimruslið í tölum: 128milljónir hluta frá 1mm til 1 cm 34.000 hlutir eru stærri en 10 cm 8.400 tonn: heildarmassi allra hluta sem komið hefur verið á braut um jörðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.