Morgunblaðið - 03.04.2019, Side 17

Morgunblaðið - 03.04.2019, Side 17
Ljósmyndarar fréttaveitunnar AFP hafa haft í nógu að snúast síðustu daga, m.a. tekið myndir af efnileg- um hlaupagörpum í landi lang- hlauparanna, Kenía, syni Michaels Schumachers reyna sig í íþrótt föð- ur síns og indverskum bifvélavirkj- um gera bíla sprengju- og skot- helda fyrir þingmannsefni sem búa sig undir harða kosningabaráttu á Indlandi. Kenía er þekkt fyrir afburða- langhlaupara og í einu héraða þess eru tólf æfingabúðir fyrir unga hlaupara sem æfa sig frá morgni til kvölds til að feta í fótspor frægra kenískra hlaupara sem hafa unnið til verðlauna á ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Mick Schumacher á sér þann draum að feta í fótspor föður síns, kappaksturshetjunnar Michaels Schumachers. Mick er tvítugur og hefur nú tekið þátt í fyrstu Form- úlu 2-keppni sinni í Barein. Hann lenti í áttunda sæti í keppninni á laugardag og tók í fyrsta skipti þátt í reynsluakstri Formúla 1 í gær. Kappakstur Mick Schumacher í Barein þar sem hann tók í fyrsta skipti þátt í reynsluakstri Formúlu 1 í gær. Faðir hans, Michael Schumacher, varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1. Kosningar í nánd Bílar gerðir sprengju- og skotheldir á Indlandi. Þingkosningar hefjast í land- inu 11. apríl og sprengjuheldir bílar eru nú eftirsóttir þar vegna hættu á að ofbeldi verði beitt. AFP Hlaupagarpar Hópur hlaupara sprettir úr spori á æfingu í bænum Kapsabet í Kenía. Margir þekktir langhlauparar fæddust í bænum og nágrenni hans. Fetað í fótspor hetjanna FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019 BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR • Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré • Mikið úrval efna, áferða og lita • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is berskjölduð og ákærum vegna illrar meðferðar á þeim hefur fjölgað. Pak- istanskur dómari og eiginkona hans voru til að mynda dæmd í fangelsi árið 2016 fyrir að pynda tíu ára vinnustúlku og þekkt sjónvarpskona var ákærð ári síðar fyrir að halda stúlku nauðugri á heimili sínu. Shahzad segir að í Pakistan sé bannað með lögum að hafa börn und- ir fimmtán ára aldri í vinnu en al- gengt sé að bannið sé virt að vettugi. „Hef ekkert val“ Ein pakistönsku vinnustúlknanna, Saba, sem er fimmtán ára, segist hafa þurft að hætta skólanámi til vinna fyrir auðugar fjölskyldur í La- hore. „Ég hef ekkert val, ég þarf að vinna á tveimur heimilum á hverjum degi til að hjálpa fjölskyldu minni,“ sagði hún. Búist er við að yngri syst- ir hennar þurfi að feta í fótspor hennar á næstunni. Fjallað var um morðið á Uzmu í vinsælum sjónvarpsþætti og stjórn- andi hans hvatti til þess að þeim sem urðu stúlkunni að bana yrði refsað. Margir Pakistanar fordæmdu morð- ið á samfélagsmiðlum og málið vakti mikla umræðu um réttindi þjónustu- fólks á heimilum, einkum barna. „Við lítum jafnvel ekki á þjónana okkar sem mannverur,“ sagði Shah- zad og kvaðst vona að morðið á Uzmu yrði til þess að tekið yrði á vandamálinu til að tryggja að rétt- indi þjónustufólksins yrðu virt. AFP Krefst réttlætis Muhammad Riaz, faðir sextán ára vinnustúlku, Uzmu Bibi, sýnir mynd af henni í farsíma. Hún var myrt á heimili auðugrar fjölskyldu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.