Morgunblaðið - 03.04.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 03.04.2019, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Boris Johnsonbrást við beiðni Theresu May til Jeremy Corbyn um að fá hann til að hjálpa henni við Brexit með þessum orðum: „Það eru mikil von- brigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fela Jeremy Corbyn og Verkamannaflokknum loka- hnykkinn í Brexit.“ Þetta segir sitt um viðbrögðin við nýjasta útspili May, sem ætlar ekki að láta nægja að breska þingið hafi þrisvar fellt „samning“ hennar og ESB um útgöngu. May ítrekaði í gær að allt sem gert yrði þyrfti að vera á grundvelli þessa „samnings“ enda væri ekkert annað í boði af hálfu ESB! Og það er eins með þennan „samning“ og aðra slíka sem ESB gerir, þeir eru algerlega einhliða og ganga út á að viðsemjendurnir verða að gangast við öllum skilyrðum, á fjórum fótum. Íslendingar kynntust þess- ari „samninga“tækni ESB frá hinni hliðinni, þegar nokkrir heittrúaðir ESB-sinnar göbb- uðu þingið til að samþykkja að ganga til „samn- inga“ um aðild að ESB. Þeir „samn- ingar“ voru, líkt og Brexit nú, alfarið á forsendum ESB. Þar var, eins og í tilviki Brexit, aðeins í boði einn samningur, sem var þá sam- kvæmt skilgreiningu sá besti sem völ var á, líkt og May hef- ur margoft minnt á. Corbyn hefur raunar bent á að hann sé þá jafnframt sá versti. Svo sérkennilegt sem það er þá virðist niðurlægingin alltaf skammt undan þegar reynt er að „semja“ við ESB. Hótan- irnar fylgja við hvert fótmál í samskiptunum og þeir sem ekki gefa eftir fá að kenna á reiði óþekktu embættismann- anna sem ráða enn meiru í Brussel en í öðrum höf- uðborgum. En hverju breytir það þó að einhverjir í Brussel pirrist? Hvað er að óttast? Eins og stundum áður er líklegt að ekkert sé að óttast, nema að vísu óttann sjálfan. Vandræðagangur May er orðinn afar vandræðalegur} Ekkert að óttast Það er löngukominn tímitil að leiða til lykta kröfu fólks á Austurvelli 1949 um að þjóðin sjálf fái að taka ákvörð- un um aðild að NATO og stríðs- rekstri þess.“ Svo segir í þings- ályktunartillögu sem átta þing- menn Vinstri grænna hafa flutt á Alþingi. Það er stórmerkilegt að lunginn úr þingflokki VG vilji líma sig með þessum hætti fasta í fortíðinni og festa ógeð- fellda mynd af óeirðum á Aust- urvelli á brjóst sér. Þá höfðu fyrirrennarar flokks Vinstri grænna skipað sér í fylkingu á heimsvísu, þótt stundum hent- aði að neita því, með kúgunar- valdi kommúnismans og ágengni þess, gegn ákvörðun vestrænna ríkja um að stofna til varnarbandalags til að standa gegn útþenslustefnu og ögrunum alræðisríkja komm- únismans. Leiðtogar lýðræðisflokk- anna á Íslandi höfðu sem betur fór haft vara á ef reynt yrði að yfirbuga með ofbeldi hina fá- mennu sveit lögreglumanna sem tryggja áttu að Alþingi hefði vinnufrið til að afgreiða svo mikilvægt mál sem vitað var að þorri þingmanna styddi. Vafalaust er að ofbeldi undir- róðursmanna hefði sigrað ef þessi fyrirhyggja lýðræðisflokkanna hefði ekki komið til. Alþingishúsið var mjög illa út- leikið eftir árásina á það og grjót- hnullungar lágu í fundar- salnum. Nær væri að þeir stjórn- málamenn sem rekja pólitískar ættir sínar til þeirra sem stóðu fyrir óeirðunum gerðu nú hreint fyrir sínum dyrum. Allar hrakspár og ósannindi um það sem fyrir varnarbandalaginu Nató vekti liggja dauð og ómerk eftir dóm sögunnar. Það er væntanlega þess vegna sem ríkisstjórn undir forystu VG tekur nú fullan þátt í samstarf- inu innan Nató og heldur áfram þeim varnarviðbúnaði sem kom til er föst varnarstöð í landinu var lögð af. Þegar menn spyrja sig um afstöðu síðari tíma til þessara þátta öryggismála má horfa til glæsilegar undir- skriftasöfnunar Varins lands annars vegar, sem skaut þáver- andi vinstristjórn skelk í bringu, vegna mikils fjölda og afgerandi niðurstöðu og hins vegar undirskriftarsöfnunar „hernámsandstæðinga“ sem fór þannig að aðstandendur hennar völdu þann kost sjálfir að stinga henni undir stól. Tillaga 8 þingmanna VG um þjóðarat- kvæði um Nató og beintengingu við óeirðarmenn á Aust- urvelli vekja undrun} Horfa þeir stoltir um öxl? R íkisstjórnin myndi græða á því að leyfa þeim eldri borgurum að vinna sem það vilja og þá án skerðingar á atvinnutekjum þeirra. Gróðinn fyrir ríkið yrði í skatttekjum og betri heilsu þeirra eldri borg- ara sem vilja eða geta unnið. Það er fáránlegt að skerða vinnulaun og þá einnig lífeyr- issjóðslaun frá lífeyrissjóðunum sem eru ekk- ert annað en laun viðkomandi plús vextir og verðtrygging. Vextina og verðtrygginguna ætti að skatta sem fjármagnstekjur, en ekki launatekjur. Þetta er eignarupptaka af verstu gerð. Ríkisstjórnin skerðir laun þeirra eldri borgara sem vinna fulla vinnu að fráteknu frítekjumark upp á 100.000 krónur um 45%, en sama ríkisstjórn hefur nýlega komið á hálfum lífeyrissjóðsgreiðslum frá lífeyr- issjóðum og hálfum frá Tryggingastofnun ríkisins og það án allra skerðinga fyrir eldri borgara? Sá sem er með 1 milljón króna frá lífeyrissjóði sínum í ½ á móti ½ kerfinu fær 124.053 krónur á mánuði frá Tryggingastofnun ríkisins. Láglaunamaðurinn sem er bara með 125.000 krónur frá lífeyrissjóðnum sínum fær það sama og sá hálaunaði eða 124.053 krónur á mánuði frá Tryggingastofnun ríkisins. Sá sem hefur ekki nema 125.000 krónur frá lífeyr- issjóði í þessu kerfi, sem er yfirleitt láglaunamaður, fær útborgað 233.000 krónur á mánuði, en sá sem er með 1 milljón króna frá lífeyrissjóði fær útborgaðar 738.000 krónur á mánuði með 124.000 krónur á mán- uði í gjöf frá ríkinu. Hvernig í ósköpunum er þetta hægt? Þegar sótt er um þennan hálfa rétt fyrir einhvern sem er með minna en 124.052 krón- ur úr lífeyrissjóði á mánuði segir orðrétt á vef Tryggingastofnun ríkisins: „Lífeyr- issjóðstekjur eru of lágar, þar af leiðandi átt þú ekki rétt á 50% lífeyri og 50% frá lífeyr- issjóðunum miðað við þær lífeyristekjur sem þú gefur upp. Lífeyrissjóðstekjurnar þurfa að vera hærri en 124.053 krónur á mánuði svo að þú eigir rétt. En þú getur sótt um al- mennan ellilífeyri.“ Vegna þess að viðkomandi hefur verið lág- launamaður alla tíð fær hann ekki 124.053 krónur á mánuði frá ríkinu eins og hálaunaði milljónar króna maðurinn fær. Þess vegna hefur Flokkur fólksins lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar, um af- nám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna eldri borgara með stuðningi frá öðrum flokkum. Frumvarp sem mun ekki mismuna eldri borgurum, eins og þessi fáránlegu lög um hálfan lífeyrissjóð á móti hálfum bót- um Tryggingastofnunar frá núverandi ríkisstjórn. Vonandi kemst frumvarp Flokks fólksins út úr vel- ferðarnefnd á næstunni og verður að lögum á þessu þingi, öllum eldri borgurum til góða. Guðmundur Ingi Kristinsson Pistill Hættum að skerða atvinnutekjur eldri borgara Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. gudmundurk@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Neðri deild breska þingsinsmistókst á mánudags-kvöldið í annað sinn aðkoma sér saman um framhaldið varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, svonefnt Brexit. Að öllu óbreyttu stefnir því í að Bretland yfirgefi Evrópusam- bandið eftir níu daga, hinn 12. apríl næstkomandi, án þess að það liggi fyrir samkomulag um framtíðar- samskipti Breta og sambandsins. En hver yrðu áhrif þess? Tollar afnumdir í heilt ár Brexit án samnings myndi í fyrsta lagi þýða það að Bretar myndu sjálfkrafa þurfa að treysta á tollareglur Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar, WTO, en þær kveða á um að ríki verði að láta öll önnur ríki njóta sömu tollfríðinda nema sam- komulag sé í gildi gagnvart viðkom- andi ríki. Bretar hafa til þessa náð að tryggja sér slíka samninga við EFTA-ríkin, Ísland þar meðtalið. Viðskipti Breta við þær þjóðir munu því geta haldið áfram án mikilla breytinga eftir útgönguna. Þá birti ríkisstjórn Bretlands áætlun í upphafi mars þar sem gert var ráð fyrir að tollar yrðu felldir niður í heilt ár af um 87% þeirra vöruflokka sem fluttir eru til lands- ins eftir útgöngu en tilgangur þess er að koma í veg fyrir að verð á ýms- um varningi rjúki upp. Gallinn við þau áform er að bresk fyrirtæki myndu um leið mæta aukinni er- lendri samkeppni á heimamarkaði. Sé enginn samningur til staðar mun Evrópusambandið hins vegar taka upp tollmúra gagnvart bresk- um varningi, sem gæti aftur haft fremur neikvæð áhrif í ljósi þess að um 44% af öllum útflutningsvörum Breta fara til sambandsins. Landamærin flækja stöðuna Landamæri Írlands og Norður- Írlands hafa verið einn helsti ásteyt- ingarsteinninn í viðræðum Breta og Evrópusambandsins. „Varnaglinn“ svonefndi í samkomulagi Theresu May hefur enda verið talinn helsta ástæða þess að neðri deildin hefur nú fellt það í þrígang. Vandinn er ekki síst sá að um 30.000 manns fara reglulega yfir landamærin til þess að sækja vinnu, auk þess sem þriðjungur af útflutn- ingi Norður-Írlands fer suður fyrir landamærin. Þá hefur ekki verið snert á þeim sögulega vanda sem fylgir tvískiptingu Írlands, en óttast er að lokuð landamæri gæti ýft upp gamlar væringar á Norður-Írlandi. En hví þá ekki bara að hafa landamærin opin? Ótti Evrópusam- bandsríkjanna er þá sá að þá yrðu þau vinsæl leið fyrir smyglara til þess að komast framhjá tollum sam- bandsins, sér í lagi ef Bretar fella sína niður tímabundið. Um 2% samdráttur? Samkvæmt mati OECD, sem birtist í upphafi síðasta mánaðar, er talið að útganga án samnings muni skera um 2% af hagvexti Bretlands í ár. Það gæti aftur leitt til kreppu í Bretlandi og var það mat stofnunar- innar að veruleg hætta væri á að hún myndi breiðast til annarra ríkja Evrópu, í ljósi þeirra miklu viðskipta sem Bretland á við þau. Til lengri tíma litið er hins veg- ar óvissara hver áhrifin verða. Mer- vyn King, fyrrverandi bankastjóri Englandsbanka, hefur þannig lýst því yfir að hann telji að til lengri tíma litið yrðu áhrifin nær engin. Fleiri eru þó á andstæðri skoðun. Þannig reiknaði þýska hug- veitan Bertlesmann Stiftung út að höggið fyrir Breta myndi nema um 2,39% lækkun á þjóðarframleiðslu Bretlands eða sem nemur um 57 milljörðum evra á ári. Séu þeir út- reikningar réttir gæti það skipt miklu máli fyrir breskan efnahag að það takist að koma í veg fyrir samn- ingslausa útgöngu. Níu dagar til stefnu fyrir breska þingið Fulltrúar Íslands og Bretlands undirrituðu í gær tvo samninga sem munu tryggja annars vegar áframhaldandi réttindi borgara til búsetu og hins vegar óbreytt tollkjör vegna vöruviðskipta þrátt fyrir að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings. Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu segir að á þessu stigi hafi ekki verið samið um framtíðar- samband Íslands og Bretlands en að samningarnir séu „mikilvægur liður í varúðarráðstöfunum íslenskra stjórnvalda vegna hugsanlegrar útgöngu Bretlands úr ESB án samnings.“ Noregur á aðild að báðum samningunum og Liechtenstein er einnig aðili að samningnum um búseturéttindi. Tveir samningar undirritaðir SAMBAND ÍSLANDS OG BRETLANDS EFTIR BREXIT AFP Brexit Útganga án samnings skelfir ekki alla eins og þessi mynd sýnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.