Morgunblaðið - 03.04.2019, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019
Lengi vel þótti bein-
línis áhættusamt að
ræða við ungmenni í
skólum um viðkvæm
álitamál, s.s. öfgaskoð-
anir, sjálfsskaða eða
kynverund. Því var
jafnvel haldið fram að
umræðan ein og sér
leiddi til óæskilegra
hugmynda og hegð-
unar meðal ungs fólks.
Með aukinni þekkingu
og færni til að ræða flókin viðfangs-
efni hafa slík viðhorf smám saman
vikið fyrir víðsýnni sjónarmiðum.
Einstaka skólastjórnendur og
kennarar hafi tekið það upp hjá
sjálfum sér að ræða viðkvæm álita-
mál við sína nemendur, en hafa
ekki getað stuðst við samræmdar
leiðbeiningar eða kennsluefni.
Tækifæri ungmenna til að tjá sig í
skólum um viðkvæm álitamál hafa
því verið misjöfn og jafnvel engin.
Ungt fólk hefur af þeim sökum
stólað á misgóðar upplýsingar frá
jafnöldrum sínum og samfélags-
miðlum, en ekki fengið faglega leið-
sögn við að koma tilfinningum sín-
um í orð og skilja líðan annarra.
Hæpnar forsendur og hálfsann-
leikur samfélagsmiðlanna er hins
vegar ótraustur grunnur, sem get-
ur valdið togstreitu og ungmennum
óvissu um viðkvæm álitamál sem
brjótast innra með þeim, birtast í
nærsamfélagi þeirra,
þjóðfélaginu í heild
eða öðrum löndum.
Lýðræði og mann-
réttindi er einn af
grunnþáttum mennt-
unar sem aðalnámskrá
byggir á. Lýðræði
snýst m.a. um að taka
afstöðu til siðferði-
legra álitamála og að
bera virðingu fyrir
hverjum og einum.
Skólastjórnendur,
kennarar og aðrir sem
vinna með ungu fólki
hafa kallað eftir kennsluefni eða
leiðbeiningum á þessu sviði, sem
þeir geti notað í samskiptum sínum
við nemendur og umræðum í skóla-
stofunni. Menntamálastofnun hefur
í samstarfi við Mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið og undirritaða
svarað því ákalli með útgáfu
tveggja handbóka. Þær voru upp-
haflega gefnar út af Evrópuráðinu,
en hafa nú verið þýddar á íslensku
og staðfærðar fyrir tilstuðlan
styrks frá Norrænu ráðherranefnd-
inni.
Önnur bókin ber yfirskriftina
Viðkvæm álitamál og nemendur og
er einkum ætluð til að hjálpa kenn-
urum að virkja ungt fólk í umræðu
um viðkvæm álitamál og efla sjálfs-
traust og hæfni kennara til að gera
þau að reglubundnu viðfangsefni.
Álitamál geta komið upp á öllum
skólastigum, í öllum skólagerðum
og í hvaða námsgrein sem er, og
því er handbókin hugsuð fyrir alla
kennara. Hin handbókin, Stjórnun
á tímum ágreinings og átaka, er
hins vegar ætluð skólastjórnendum.
Hún geymir ráðleggingar sem eiga
að nýtast skólastjórum sem vilja
taka frumkvæði og/eða bregðast við
viðkvæmum álitamálum innan sinna
skóla.
Ungt fólk er áhugasamt um
heiminn. Það er að búa sig undir
framtíðina og drekkur í sig fróð-
leik, bæði gagnslausan og nyt-
saman. Það er skylda þeirra full-
orðnu að kenna unga fólkinu að
setja sig í spor annarra, að skilja
líðan og aðstæður fólks sem býr við
erfiðleika eða hefur annað gild-
ismat. Okkur ber að kenna ungu
fólki að taka þátt í umræðum um
viðkvæm álitamál og stuðla að
auknum skilningi á mannréttindum
og innleiðingu grunnþáttar aðal-
námskrár um lýðræði og mannrétt-
indi. Þannig bætum við samfélagið
okkar.
Viðkvæm álitamál
eiga erindi við ungmenni
Eftir Guðrúnu Ebbu
Ólafsdóttur »Hæpnar forsendur
og hálfsannleikur
samfélagsmiðlanna er
ótraustur grunnur, sem
getur valdið togstreitu
og ungmennum óvissu
um viðkvæm álitamál.
Guðrún Ebba
Ólafsdóttir
Höfundur er grunnskólakennari.
Um tíma hefur Ís-
land verið efst á list-
anum yfir athygl-
isverðustu ferðastaði í
heiminum. En vin-
sældir hafa dalað og
mér skilst að nú séum
við ekki lengur á „top
ten“ listanum. Skal
engan undra.
Til að skapa sér
vinsældir og halda því
þarf að rækta jarðveginn og hafa
svolítið fyrir því. Að auglýsa landið
sem athyglisverðan ferðamannastað
er einungis fyrsta skrefið. Upp-
bygging og viðhald á vinsælum
stöðum þarf að fylgja. Gæta skal að
ímynd landsins. Kanna þarf hvers
vegna flestir vilja koma og skoða
landið.
En hvernig hefur þróunin verið á
Íslandi? Fjöldi ferðamanna hefur
aukist mjög hratt. Vinsælir við-
komustaðir eru yfirfullir af fólki
allan ársins hring. Menn sem von-
uðust til að geta notið einstakrar
náttúru í kyrrð og ró eru illa svikn-
ir. Þingvellir, Gullfoss og Geysir
hafa misst sinn sjarma. Fallegir
staðir eru oft eitt drullusvað eins
og til dæmis við Skógarfoss og í
Fjaðrárgljúfrum. Snyrtiaðstaða,
sérstaklega fyrir stærri hópa, er af
skornum skammti. Á Djúpalóns-
sandi til dæmis þar sem tugir rúta
stoppa á hverjum degi eru engin
klósett. Óreiða ríkir í gjaldtöku
víða um land. Sums staðar er rukk-
að inn og annars staðar ekki, gjald
er lagt á og tekið af þannig að
menn vita aldrei á hverju þeir eiga
von.
Ef ferðalangar vilja kynnast
landi og þjóð þá reynist það erfitt
að finna „ekta Íslending“. Íbúar
þessa lands eru ekki jafn opnir og
vinsamlegir gagnvart túristum eins
og hefur verið enda eru þeir allt of
margir. Á áfangastöðum er alls
staðar töluð „útlenska“ og starfs-
fólk er oft illa þjálfað enda kemur
það yfirleitt tímabundið hingað og
vinnur fyrir mjög lágt kaup. Í vax-
andi mæli tíðkast það að svonefndir
leiðsögumenn koma með hópum að
utan og vita lítið um land og þjóð,
eru illa upplýstir um náttúruvernd-
armál og hætturnar sem öllum ber
að varast. Lögvernda þarf starfs-
heiti lærðra leiðsögumanna þannig
að engir fúskarar geti ráðið sig í
þeirra starf.
Ímynd landsins er í hættu vegna
þeirra fáránlegu staðreyndar að
einn maður stundar hér ennþá
hvalveiðar sem flestar þjóðar
heimsins fordæma. Hann er vell-
auðugur og með sjávarútvegs-
ráðherrann í vasanum.
Sá gaf nýverið aftur út
veiðileyfi og und-
anþágur frá lögum um
vinnslu matvæla.
Ferðaþjónustan er
að mestu leyti borin
uppi af litlum og með-
alstórum fyrirtækjum.
Mörg þeirra eru frek-
ar ung og viðkvæm
fyrir sveiflum. Verk-
föllin geta auðvitað
haft mjög slæmar af-
leiðingar. Nú þegar hefur borið á
afbókunum. Of hátt skráð gengi
krónunnar hefur verið ferðaþjón-
ustunni erfitt. Og ekki bætir úr
skák þegar ferðaþjónustuaðilar vita
ekki hvernig þeir eiga að skipu-
leggja og verðleggja fram í tímann
vegna óstöðugs gjaldmiðils. Mikið
væri nú gott að fá evruna.
Hvað er til ráða? Stjórnvöld
þurfa að grípa inn af áhuga og
festu. Það dugar ekkert „þetta
reddast“ lengur. Ríkisstjórnin þarf
að taka þátt í að leysa verkfallið.
Til dæmis með að þeir lægstlaun-
uðu verði undanskildir þeim háum
sköttum sem leggjast á þeirra
kaup. Í staðinn má setja á há-
tekjuskatt og hækka fjármagns-
tekjuskatt. Breiðu bökin mega al-
veg við þessu.
Talsvert fjármagn þarf að
streyma til ferðaþjónustunnar og
bæta verður – helst í gær – að-
stöðu á þeim stöðum sem mesta
þörfin er á: Til dæmis snyrtingar,
göngustíga, upplýsingar, bílastæði
og nóg af útskotum á þjóðveginum
til að menn geti stoppað og ljós-
myndað án þess að skapa hættu.
Landvörðum þarf að fjölga og lög-
gæslu þarf að efla. Hvaðan eiga
peningarnir að koma? Aldrei hefur
til dæmis verið rætt til enda um
þann möguleika að taka komugjöld
þegar ferðamenn heimsækja landið.
Þetta væri mjög einföld og skilvirk
leið til að peningar renni þangað
sem þeim er ætlað.
Nú vona ég að ferðamálaráð-
herra girði sig í brók og vinni að
þessum málum. Það er til lítils að
brosa fallega í viðtölum og koma
með allskonar útúrsnúninga. Lág-
mark er að hún kynni sér málin
betur. Hér duga engin vettlingatök.
Ferðamanna-
landið Ísland
Eftir Úrsúlu
Jünemann
Úrsúla Jünemann
»Nú vona ég að ferða-
málaráðherra girði
sig í brók og vinni að
þessum málum.
Höfundur er leiðsögumaður
og kennari á eftirlaunum
ursula@visir.is
„Þið eruð vitni að
hruni skipulögðustu
áróðursherferðar nú-
tímasögu,“ skrifaði Q
eftir að Robert Muell-
er hafði skilað skýrslu
sinni og hreinsað Dó-
nald Trump af ásök-
unum um ólöglegt
samráð við Rússa; út-
sendari og skósveinn
Pútíns hvorki meira
né minna. Dónald, dóttursonur
trillukarls á Suðureyjum, hefur all-
an tímann haldið því fram að um
nornaveiðar hafi verið að ræða.
Fjórum mánuðum eftir að
Trump hafði tekið við embætti,
hinn 17. maí 2017, hófst rannsókn
Roberts Muellers. Rannsóknin
stóð í 675 daga; eða eitt ár, tíu
mánuði og sex daga. Nítján lög-
menn unnu á skrifstofu sérstaks
saksóknara, dyggir demókratar og
stuðningsmenn framboðs Hillary
Clinton. Þeir vörðu 25 milljón doll-
urum í rannsóknina eða sem nem-
ur yfir þremur milljörðum króna.
42 aðilar voru yfirheyrðir fyrir sér-
stökum rannsóknarrétti, „grand
jury“, og 34 voru ákærðir eða ját-
uðu ýmsar sakargiftir í tengslum
við rannsóknina en engar sem
sneru að samráði við Rússa. Af
þessum 34 voru sex fyrrverandi
ráðgjafar tengdir Trump en til við-
bótar voru 26 Rússar ákærðir. 40
FBI-agentar og -sérfræðingar
unnu að rannsókninni. Sérstakur
saksóknari gaf út yfir 2.800 stefn-
ur og bar fram fyrirspurnir til 13
erlendra ríkja og yfirheyrði yfir
500 vitni.
Nokkrir ráðgjafar og samverka-
menn Trumps komu fyrir rétt.
Michael Cohen, Michael Flynn,
Paul Manafort, Rich Gates og
George Papadoupolus vegna
ótengdra mála. Saksóknari í Úkra-
ínu hefur hafið rannsókn á leka á
upplýsingum þar í landi til að hafa
áhrif á kosningarnar í Bandaríkj-
unum 2016.
Skýrsla demókrata
Málatilbúnaður var
byggður á skýrslu
sem Demókrataflokk-
urinn og framboð
Hillary Clinton létu
gera. Lögfræðifirma í
Washington var ráðið
sem réð rannsóknarf-
irma sem réð fyrrver-
andi breskan MI 5-
njósnara staðsettan í
Moskvu, Christopher
Steele, sem safnaði
gróusögum um Trump í Rússlandi
þegar hann var að hugleiða að
reisa Trump-turn í Moskvu.
Skýrslu Clinton-framboðsins var
komið til dómsmálaráðuneytisins
og FBI, sem beitti blekkingum til
að fá sérstakan dómstól FISA til
að heimila njósnir um framboð
Trumps. Samsærið um að njósna
um Trump nær alla leið inn í
Hvíta hús Baracks Obama. Í maí
2017 var róðurinn enn hertur.
Andrew McCabe, forstjóri FBI,
hefur skýrt frá því að þá hafi hann
sett af stað rannsókn sem miðaði
að því að koma Trump frá völdum
og meðal annars var rætt um að
Rob Rosenstein varadómsmála-
ráðherra bæri hljóðnema innan-
klæða með það að markmiði að
setja forsetann af sem fáráð á
grundvelli 25. greinar stjórn-
arskrárinnar.
Niðurstaða Muellers er að
hvorki Trump né nokkur í hans liði
hafi átt samskipti við Rússa í því
augnamiði að hafa áhrif á forseta-
kosningarnar 2016. Sérstakur sak-
sóknari skoðaði sérstaklega hvort
forsetinn hefði reynt að hindra
rannsóknina. Mueller lét dóms-
málaráðherra eftir að ákvarða það
því engar sannanir væru um að
svo væri.
Margir á leið í fangelsi
Tugir starfsmanna FBI, CIA og
DOJ, dómsmálaráðuneytisins, hafa
misst djobbið. Ansi margir eru á
leið í fangelsi og nokkrir
samsærismanna, þar á meðal
James Baker, fyrrverandi aðallög-
fræðingur FBI, eiga samstarf við
rannsóknaraðila um að upplýsa um
samsærið um að koma Trump frá
völdum. Tíu dögum eftir kosning-
arnar í nóvember 2016 kom Mike
Rogers aðmíráll, forstjóri njósna-
þjónstu hersins, á fund Dónalds í
Trump-turninum í New York og
skýrði honum frá því að framboð
hans væri hlerað. Daginn eftir
flutti hinn verðandi forseti úr turn-
inum.
Fyrir framboð sitt var Donald
Trump virtur og dáður í Ameríku
og hvattur til framboðs, meðal
annars af Hillary Clinton og Oprah
Winfrey, svo dæmi séu tekin.
Hann hafði verið einn af „þeim“ en
umsvifalaust var sú mynd dregin
upp í fjölmiðlum glóbalista; CNN,
NYT, WaPo og restinni af prövd-
unum; að Trump væri fáráður, ras-
isti, kvenhatari, ruddi og kyn-
ofbeldismaður. Á þriðja ár hefur
lygin farið hring eftir hring um
veröldina. Blaðamenn um allan
heim hafa unnið fagi sínu óbætan-
legan skaða. Hér á landi hefur
RÚV verið sérlega ötult við að
draga Trump í svaðið. Framgöngu
RÚV þarf að rannsaka. Á næstu
vikum, mánuðum og misserum
munu sláandi og svívirðilegar upp-
lýsingar um glæpi tengda glóbal-
isma koma fram í dagsljósið.
Klukkan glymur glóbalistum.
Eftir standa áleitnar spurningar:
Af hverju allt þetta umstang? „Ef
bastarðurinn vinnur þá höngum
við öll í gálga,“ sagði Hillary. Af
hverju? Hverjum er svo umhugað
um að ráða Hvíta húsinu að aðeins
útvaldir fá þar húsbóndavald?
Umstangið um Dónald
Eftir Hall
Hallsson »Hverjum er svo um-hugað um að ráða
Hvíta húsinu að aðeins
útvaldir fá þar hús-
bóndavald?
Hallur Hallsson
Höfundur er fréttamaður.
h.hallsson@simnet.is
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10,1 kg
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf