Morgunblaðið - 03.04.2019, Síða 23

Morgunblaðið - 03.04.2019, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019 ✝ SigríðurFlygenring fæddist í Hafnar- firði 27. mars 1926. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu á Droplaugarstöðum 12. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Ásta Þór- dís Tómasdóttir húsmóðir, f. 23.9. 1900, d. 25.5. 1972, og Sigurður Flygenring tækni- fræðingur, f. 28.7. 1898 d. 2.10. 1977. Sigríður var elst þriggja systkina. Systkini hennar, sem bæði eru látin, voru Anna Kjartans eru Unnur Björt Frið- þjófsdóttir og Skarphéðinn Smith. 3) Gunnar Sigurður, f. 6.7. 1949; hans dóttir með Vikt- oríu S. Hannesdóttur, f. 17.4. 1953, d. 16.2. 2013, er Hera Brá. Stjúpsonur Gunnars er Ólafur Guttormsson. 4) Bryndís Sess- elja, f. 24.1. 1955; hennar dóttir með Ingvari G. Guðnasyni, f. 6.3. 1951, d. 19.7. 2014, er Védís Sigríður, og stjúpdóttir er Anna Ragnheiður Ingvarsdóttir. Barnabarnabörn Sigríðar eru 12 samtals og eitt barnabarna- barnabarn. Sigríður vann mest- an sinn starfsaldur á Land- símanum og var þar varðstjóri um árabil. Hún stundaði golf af miklu kappi og var meðlimur í Golfklúbbi Reykjavíkur fram á níræðisaldur. Útför fer fram frá Neskirkju í Reykjavík í dag, 3. apríl 2019, klukkan 13. Þórunn og Einar Ágúst. Eiginmaður Sig- ríðar var Guð- mundur Á. Björns- son f. 26.05. 1919, d. 14.10. 1990. Börn þeirra eru: 1) Ásta, f. 28.1. 1948; hennar dætur með Krist- jáni Jóhanni Agn- arssyni, f. 4.7. 1946, d. 20.11. 2002, eru Unnur Helga og Sigríður. 2) Kjartan Björn f. 6.7. 1949; hans dóttir með Rósu Matthíasdóttur er Elín Ösp og Rakel Eva með Rós Ingadóttur. Stjúpbörn Þá er mamma búin að ljúka sínu jarðneska hlutverki, að minnsta kosti í bili. Vonandi birt- ist hún sem fyrst aftur einhvers staðar á nýjum stað, þar sem hún getur haldið áfram að láta gott af sér leiða, eins og henni tókst svo vel meðan hennar naut við. Mamma var afar hlý og nærgætin án þess að vera á nokkurn hátt væmin eða yfirdrifin. Hún var smekkleg og alltaf vel tilhöfð, myndarleg og bauð af sér góðan þokka, hún var bara flott. Ekki rekur okkur minni til að hún hafi nokkurn tíma talað illa um annað fólk. Allt fram í andlátið hélt hún sínum létta húmor og var afar vel liðin af starfsfólki Foldabæjar og Droplaugarstaða sem annaðist hana síðustu árin af kostgæfni. Börnum og barnabörnum þótti alltaf ánægjulegt að heimsækja og gjarnan að fá að gista hjá ömmu enda gaf hún sig að öllum sínum gestum jafnt smáum sem stórum. Það var spilað, púslað eða bara mátuð föt úr fataskápnum með ungviðinu og allir fengu að njóta sín. Hún var raunsæ og úr- ræðagóð, hvort sem það sneri að huglægum eða praktískum úr- lausnarefnum – ávallt var gott að leita til hennar. Mamma var handlagin og atorkusöm og vílaði ekki fyrir sér að prófa eitthvað nýtt. Þegar hún nálgaðist sextugt fékk hún áhuga á að spila golf. Hún náði ágætum árangri í golf- inu og vann til fjölda verðlauna á því sviði, meðal annars fór hún holu í höggi tvisvar sinnum, sem fæstum tekst yfir höfuð og annað skiptið meira að segja á afmælis- degi okkar tvíburanna. Þá var hún um árabil meðal þeirra fremstu í árlegum púttmótum kvenna í GR og náði fyrsta sæti einn veturinn. Mamma var hand- lagin og saumaði mikið fyrr á árum, t.d. sparijakka og þver- slaufur á okkur bræðurna þegar við vorum í barnaskóla, allt alveg eins útlits og, að okkar bræðr- anna mati, aðeins of mikið eins, en það er nú önnur saga. Þá var hún listagóð við prjónana og prjónaði á allt og alla. Ef eitthvað þurfti að gera við eða laga á stóru heimili var mamma gjarnan komin með skrúfjárnið til að redda málunum, þá stakk hún upp kartöflugarð- inn, reytti arfa úr trjábeðum, fór í berjamó og gerði sultu. Þannig var hún okkur börnun- um góð fyrirmynd og eðlilega tók- um við krakkarnir síðan mikinn þátt í heimilishaldinu um leið og aldur og geta stóðu til. Mamma var bjartsýn og jákvæð að eðlis- fari og lagin að breyta sorglegum atburðum í eitthvað sem var óum- flýjanlegt og ekkert við því að gera, úr því sem komið var. Þann- ig var hún æðrulaus og áhyggju- laus og ætlaðist aldrei til neins af öðrum. Mamma, þú útskrifast með fullnaðareinkunn, takk fyrir allt og blessuð sé minning þín. Það er viðeigandi að láta fylgja hér ljóð sem Sigurður Flygenring móðurafi orti árið 1965, einmitt um sólarlagið á Faxaflóa sem mamma naut mikið að horfa á af svölunum sínum í Espigerði. Sjá sólin glitar Faxaflóa, sígur um hafflöt geislaflóð, og gullrautt belti lýsir og logar lágt við himin, í mjúkum boga Kjartan B. Guðmundsson, Gunnar S. Guðmundsson. Mamma ólst upp við gott atlæti hjá foreldrum og yngri systkinum. Lengst af æskunnar áttu þau heima að Tjörn á Seltjarnarnesi þar sem þau byggðu sér hús. Hún hlaut grunnmenntun þess tíma í barnaskóla og fór síðan í Kvenna- skólann. Eftir Kvennaskólann fór hún að vinna á símstöðinni að Borðeyri við Hrútafjörð. Um tví- tugt fór mamma til náms á hús- mæðraskóla í Kaupmannahöfn. Hún naut sín vel í Kaupmannahöfn en okkur skildist að hún hefði ekki tekið námið mjög alvarlega. Hún sagðist þó hafa lært að brúna kart- öflur. Mömmu fannst aldrei gaman í eldhúsinu. Rúmlega tvítug gekk hún svo í hjónaband með föður okkar. Á einu og hálfu ári eignuð- ust þau þrjú börn; Ástu og tví- burana Gunnar og Kjartan. Mamma fékk danska barnapíu til að hjálpa sér og sagði alltaf að þessi ár hefðu verið auðveld og börnin sérlega þæg. Sex árum seinna kom svo Bryndís og þegar hún var um fimm ára fór mamma að vinna á Landsímanum og vann þar alveg þangað til hún var 67 ára. Hún naut þess að vinna á Sím- anum innan um allar þessar skemmtilegu konur sem urðu margar hverjar vinkonur hennar til æviloka. Mamma varð eins og lifandi símaskrá sem við hin gátum flett í þegar við þurftum að ná sambandi við hin og þessi fyrir- tæki eða jafnvel einstaklinga. Mamma var alla tíð einstaklega heilsuhraust nema á árunum 1963- 65. Þá var hún meira eða minna inni á spítölum og var um tíma í al- varlegri lífshættu. Þetta endaði með því að hún var send til New York í umfangsmikla aðgerð vegna ristillömunar. Hún var einn fyrsti stómasjúklingur landsins og var virk í samtökum þeirra alla tíð, m.a. með því að heimsækja vænt- anlega stómaþega til að hug- hreysta þá og hvetja. Hún var örugglega góð fyrirmynd og kvart- aði aldrei. Eftir að mamma var orðin ekkja kom Sverrir Þórðar- son inn í líf hennar og áttu þau fal- legt og innihaldsríkt samband til 20 ára allt þar til Sverrir lést árið 2013. Þau kunnu sannarlega að leika sér saman á eftirlaunaárum sínum, sóttu menningu, fóru í ferðalög hérlendis sem erlendis og stunduðu golf af miklu kappi. Mamma var alla tíð glaðvær og einstaklega létt á fæti og liðug. Hún lék sér við afmælisblöðrur og fór í fótbolta inni og úti og keyrði krakka á íþróttaæfingar alveg fram yfir áttrætt. Hún passaði líka gæludýrin okkar – hamstra, ketti, hunda – og hún fór á hestbak án þess að hika. Hún var alltaf til staðar fyrir aðra en gerði aldrei kröfur á móti. Hún var sjálfri sér nóg og var aldrei einmana. Það þurfti ekki að hafa áhyggjur af henni. Hún var líka frábær bíl- stjóri, snögg og fór hratt yfir, al- veg þar til hún hætti að keyra 86 ára þegar henni fannst erfitt að rata um bæinn vegna minnisleys- is. Þá fyrst má segja að hún hafi farið að finna fyrir vanmætti sín- um sem ágerðist svo með árunum. Árið 2015 flutti hún í Foldabæ, sem var sambýli átta kvenna í svipaðri stöðu og hún. Árið 2017 flutti hún svo á Droplaugarstaði. Hún missti aldrei sitt góða skap og jákvæðni þrátt fyrir heilabilun. Hún hlaut hina bestu umönnun á báðum þessum stöðum og fann fyrir velvild og væntumþykju. Fyrir þetta ber að þakka. Með þessum orðum kveðjum við mömmu. Við vorum heppin að fá að njóta hennar svo lengi. Við heiðrum minningu hennar með því að sýna æðruleysi og nota skynsemi til að takast á við verk- efni lífsins eins og hún gerði. Ásta Guðmundsdóttir, Bryn- dís S. Guðmundsdóttir. Sigríður Flygenring, Sigga amma, var amma okkar í móður- ætt. Það er gott til þess að vita að nú er amma komin á bjartan og góðan stað þar sem hugur hennar og mál er aftur orðið óheft, hún hefur fengið langþráða hvíld frá því fangelsi sem heilabilun er. Það sem Sigga amma gaf okkur systrunum í æsku var dýrmætt, tvær litlar stelpur sem fengu óskilyrta og takmarkalausa at- hygli og umhyggju, samt á svo áreynslulausan en fallegan hátt. Hún á alveg sérstakan stað í hjört- um okkar. Við systurnar fórum til Siggu ömmu og Gúnda afa reglulega, nánast aðra hverja helgi í nokkur ár. Þar leið okkur alltaf vel. Þá gaf amma sér alltaf tíma til að gera hluti með okkur, leika sér með okkur, púsla, spila, taka af okkur myndir, kenna okkur að labba með bók á höfðinu og margt annað skemmtilegt að ógleymdum sunnudagsbíltúrum með afa út í Gróttu og um Seltjarnarnesið að skoða bíla og hús. Ferðir í Eden, þar sem við fengum ís og sáum ap- ann fræga og amma að klípa af- leggjara af blómum og við skít- hræddar um að hún yrði handtekin. Hún greiddi okkur, baðaði okk- ur og rabbaði við okkur fyrir svefn- inn. Þegar mamma var í Noregi og Danmörku þá settumst við alltaf við borðstofuborðið og hún hjálpaði okkur að skrifa bréf sem við svo sendum til mömmu. Amma var ekki mikið að gefa okkur sælgæti en gaman var þegar hún átti Bugles snakkið og kandís. Fengum stundum að fara út í sjoppu og kaupa lakkrís, helst gamlan og harðan, þannig vildi amma hafa hann. Eigum líka minn- ingar um samloku með rúgbrauði og franskbrauði saman og súr- mjólk með niðursoðnum berjum út í sem hún stundum mataði okkur á á morgnana. Þetta fannst okkur rosalega gott. Það má ekki gleyma að nefna að amma var mikil prjónakona, prjón- aði þá helst lopapeysur sem hún var snillingur í. Við systurnar átt- um alltaf fallega lopapeysu til að fara í og svo seinna meir börnin okkar líka. Þrátt fyrir skilnað mömmu og pabba þá átti hún alltaf hlýjan stað í huga pabba og hún sýndi vænt- umþykju sína á móti t.d. með því að hekla barnateppi handa bræðr- um okkar Krissa og Dodda við fæðingu þeirra. Krissi fékk líka stundum að koma með til ömmu og afa og kallaði hann hana líka Siggu ömmu. Þegar amma fór að eldast kom barnið sterkara fram hjá henni, í barnaafmælum skemmti hún sér best með krökkunum í leik og gleði frekar en að sitja og sötra kaffi. Amma var svo heilsteypt og hlý kona. Hún bjó yfir miklu æðruleysi og jákvæðni gagnvart lífinu, var sjálfri sér næg og gerði ekki kröfur um athygli annarra. Hún var frekar lokuð með sínar tilfinningar og kvartaði ekki yfir öðrum eða sínu hlutskipti. Hún hafði sterk áhrif inn í okk- ar líf sem börn og hefur verið ein af fyrirmyndum í okkar lífi og er- um við þakklátar. Unnur Helga og Sigríður. Sigríður Flygenring Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA KARÍTAS BÁRÐARDÓTTIR, Víðigrund 47, Kópavogi, lést á Landspítalanum föstudaginn 29. mars. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 5. apríl klukkan 13. Ingvar Ingólfsson börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri EINAR M. NIKULÁSSON, Ásenda 3, 108 Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 8. apríl klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknardeild LSH. í Kópavogi njóta þess. Herdís Jóhannsdóttir Á. Nikulás Einarsson Olivia Einarsson Daníel Már Einarsson Sædís Jónasdóttir Atli Jóhann Einarsson Nikulás Sveinsson Sveinn Arnar Nikulásson og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI GUÐMUNDSSON, Fífuseli 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn 24. mars. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 4. apríl klukkan 15. Margrét Anna Þórðardóttir Margrét Árnadóttir Jón Ingi Ríkharðsson Anna Kristín Árnadóttir Sara Patricie Jónsdóttir Elsku bróðir, mágur og frændi, ADOLF EINARSSON bóndi, Eystri-Leirárgörðum, lést á dvalarheimilinu Höfða 31. mars. Guðríður Einarsdóttir Ólöf Friðjónsdóttir Pálmi Þór Hannesson Magnús Ingi Hannesson Susanne Kastenholz Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGUNN GUÐBRANDSDÓTTIR, Álfhólsvegi 21, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum sunnudaginn 31. mars. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 8. apríl klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að leyfa líknarfélögum að njóta þess. Ingunn S. Þorsteinsdóttir Þórhallur Ólafsson Tryggvi Þorsteinsson Erla Dögg Ingjaldsdóttir Alexandra Sif Carmen Inga og Andrea Reyn Tryggvadætur Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NIKULÁS ÞÓRIR SIGFÚSSON læknir, Tjarnarstíg 26, lést sunnudaginn 31. mars. Guðrún Þórarinsdóttir Sigfús Þór Nikulásson Hjálmfríður Lilja Nikulásdóttir, Ari Harðarson Sigríður Anna Elísabet Nikulásdóttir, Jón Hörður Jónsson Sigrún Nikulásdóttir Sólveig Nikulásdóttir Arnar Arnarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, VIGDÍS EIRÍKSDÓTTIR, Hvítárvöllum, lést á dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 14. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólafur Davíðsson Þóra Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.