Morgunblaðið - 03.04.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.04.2019, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019 Heimir Guðjónsson, þjálfari HB í Þórshöfn í Færeyjum, á 50 áraafmæli í dag. Hann er margfaldur Íslandsmeistari með FH, entók við HB, eða Havnar Bóltfélag, eins og það heitir fullu nafni, um haustið 2017. Honum tókst að gera félagið að Færeyjameisturum í fyrstu atrennu í fyrra en síðast vann félagið titilinn 2013. Var Heimir útnefndur þjálfari ársins í Færeyjum fyrir vikið. „Þetta gekk vonum framar, HB var búið að lenda í fimmta sæti í deildinni tvö ár á undan og stefnan var að koma liðinu í Evrópukeppni. Ég held að enginn hafi átt von á þessum árangri og allra síst ég.“ Mótið í ár er þegar hafið og eru þrír leikir búnir. HB hefur gert tvö jafntefli og unnið einn leik og er næsti leikur á sunnudaginn. „Það verð- ur nágrannaslagur af bestu gerð en við mætum hinu liðinu í Þórshöfn, B36 Þetta eru allt mjög skemmtilegir baráttuleikir milli þessara liða og góð stemning.“ Heimir kann vel við sig í Færeyjum. „Það er bara mjög fínt að vera hérna í Þórshöfn og Færeyingar eru gott fólk. Svo fer ég annars lagið til Íslands að hitta fjölskyldu og vini.“ Síðast kíkti hann í heimsókn fyrir tveimur vikum og tók þátt í skákmóti, því frægasta á landinu að hans sögn. „Þá hittast gamlir FH-ingar og tefla og var Óli Jó [Ólafur Jóhann- esson þjálfari] heiðursgestur. Ég endaði í þriðja sæti en Lúðvík Arnarson vann mótið.“ Heimir var ekki alveg búinn að ákveða hvað hann ætlaði að gera í til- efni dagsins. „Ég verð í vinnunni og svo verður æfing en ætli ég fari ekki út að borða með fjölskyldunni.“ Sambýliskona Heimis er Ragnhild- ur Elín Lárusdóttir, lögfræðingur hjá Ernst & Young á Íslandi, en hún vinnur frá Færeyjum. Dóttir þeirra er Ásta Lovísa 5 ára, en fyrir á Heimir þrjá syni. Þeir eru Haukur 30 ára, Baldur Búi 22 ára og Hilmir Freyr 17 ára. Þjálfarinn Heimir staddur í gamla bænum í Þórshöfn. Færeyjameistari í fyrstu atrennu Heimir Guðjónsson er fimmtugur í dag G unnar Aðólf Guttorms- son fæddist 3. apríl 1929 í Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Eiðaskóla 1951 og íþróttakenn- araprófi frá Íþróttakennara- skólanum á Laugarvatni 1953. Eftir útskrift frá Laugarvatni var Gunnar sundkennari við Sundhöllina í Reykjavík, íþróttaþjálfari hjá UÍA og síðan farkennari í Hróarstungu í eitt ár og skólastjóri heimavistar- skóla á Stóra-Bakka þar í sveit 1958- 64. Hann vann einnig sem jarðýtu- stjóri í mörg ár og var annar stofn- enda verktakafyrirtækisins Gunnars og Kjartans á Egilsstöðum. Árið 1965 tók hann við búrekstri á Litla- Bakka í Hróarstungu ásamt konu sinni Svandísi sem fæddist þar. Þau giftu sig 23. ágúst 1959 og reka enn í Gunnar A. Guttormsson, kennari og bóndi – 90 ára Fjölskyldan Gunnar og Svandís ásamt afkomendum og tengdabörnum um áramótin 2008. Söngelskur félags- mála- og veiðimaður Veiðimaðurinn Gunnar við 120 kg hreindýrstarf sem hann felldi 2011. Hvanneyri Alexandra Kristín fæddist 6. desember 2018. Hún vó 4.026 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Einar Reynisson og Sig- urbjörg Þórunn Mar- teinsdóttir. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.