Morgunblaðið - 03.04.2019, Side 29

Morgunblaðið - 03.04.2019, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Skilaboðin eru til staðar, þú þarft bara að lesa þau. Við njótum öll góðs af styrk annarra á einn eða annan hátt. Veldu vini þína af kostgæfni. 20. apríl - 20. maí  Naut Það kemur þér vel að vera þrjósk/ur. Dagurinn hentar engan veginn til mikilvægrar ákvarðanatöku og hætt er við að þær ákvarð- anir sem þú tekur í dag muni ekki ganga upp. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það getur vakið ýmsar tilfinningar þegar ganga þarf frá persónulegum málum. Fáðu hlutlausan aðila til aðstoðar því hann sér málið öðrum augum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að láta vinnuna ganga fyrir öllu öðru þessi dægrin. Láttu það eftir þér að kaupa eitthvað handa sjálfri/sjálfum þér og þínum nánustu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að sjá það góða í ástvinum þín- um fremur en það slæma. Ekki láta aðra ergja þig um of. Forðastu að láta aðra plata þig út í einhverja vitleysu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það getur eitt og annað komið upp á þegar menn rökræða málin af fullum þunga. Gerðu það sem í þínu valdi stendur til að halda friðinn innan fjölskyldunnar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Til þess að vera virkilega skapandi og ná árangri þarft þú að yfirgnæfa gagnrýnisrödd- ina innra með sér. Það getur verið kalt á toppnum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú varst og ert sérdeilis úrræða- góð/ur. Mundu að ekki hafa allir sömu skoð- anir á hlutunum og það ber líka að virða. Þér verður heitt í hamsi í kvöld. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Viðkvæmt mál ber á góma og þótt þér sé mikil raun að ræða álit þitt á því verðurðu að gera það. Reyndu ekki að sanna þig eða hafa betur í rökræðum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá fram- vinduna fyrir. Taktu fagnandi á móti góðvild annarra. Sumir eiga erfiðara með að biðja um aðstoð en aðrir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ættir að kynna þér málin vel áður en þú grípur til aðgerða. Ekki hugsa um álit annarra, flestir eru uppteknir af sjálfum sér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þegar ástvinir taka ábyrgðarhlutverk sitt ekki alvarlega verður þú hugsi. Reyndu að finna leiðir til að breyta því. Allir verða að leggjast á eitt svo hlutirnir gangi upp. Víkverji er vanur að klára af disk-inum sínum. Þegar hann var að alast upp var brýnt fyrir honum að hann ætti að klára matinn sinn og þegar illa gekk var hann minntur á að annars staðar í heiminum hefði fólk ekki nægan mat. Víkverji ætti því að vera þakklátur fyrir það að fá að borða. x x x Víkverji fór reyndar yfirleitt léttmeð að klára matinn sinn og ger- ir það enn. Hann á líka erfitt með að horfa upp á að matur fari í súginn. Það munu þó vera örlög þriðjungs þess matar sem er framleiddur. Rýrnunin á sér víða stað, allt frá akr- inum inn á eldhúsborð. x x x Ógerningur er að útrýma mat-arsóun með öllu, en það er skrít- ið til þess að hugsa að minnka mætti um þriðjung það jarðnæði sem fer undir framleiðslu matvæla með ein- um eða öðrum hætti. Að sama skapi mætti minnka tilkostnaðinn við fram- leiðsluna um þriðjung, hvort sem þar væri um að ræða fóður, áburð eða einfaldlega vatn, sem víða er orðið af skornum skammti. x x x Síðustu söludagar geta verið Vík-verja ráðgáta. Stundum rekst hann á mat í skáp, sem kominn á að vera fram yfir síðasta söludag, en reynist fullkomlega neysluhæfur. Til- hneigingin er þó að henda matnum í ruslið. Stundum fylgja orðin „best fyrir“ dagsetningum. Sú dagsetning er þó sjaldnast afgerandi þegar kem- ur að endingu vörunnar. Víkverji hef- ur gleymt skyrdós inni í ísskáp vel fram yfir úrslitadagsetninguna „best fyrir“ og reyndist innihaldið enn vera ljúffengt. Vegna dagsetningarinnar leið Víkverja hins vegar eins og hann væri að leika í áhættuatriði þegar hann borðaði skyrið. x x x Víkverji hefur stundum velt fyrirsér hvort dagsetningarnar ættu kannski að vera fleiri, til dæmis „best fyrir“, „þokkalegt fyrir“ og „ónýtt eftir“. Það væri þó sennilega full- flókið og pláss á umbúðum undir les- mál ekki endalaust. vikverji@mbl.is Víkverji En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. (Jóh: 17.3) LISTHÚSINU Opið virka daga kl. 11-18, lokað á laugardögum í sumarListhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 40% afsláttur af öllum vínylgólfmottum Skiptir ekki máli“ er yfirskriftþessarar limru Helga R. Ein- arssonar: Stebba á sama stóð hvort fjara væri’ eða flóð. Með brosandi smetti í brýrnar hann setti og áfram til Hríseyjar óð. Þessa limru kallar Helgi „Minn- ing“. Þær dáðu’ allar Einsa úr Eyjunum, sem innundir var víst hjá meyj- unum. Í landi sín naut, en laumaðist braut er leiður var orðinn á greyjunum. Sigurlín Hermannsdóttir er smekkkona á vín: Brennivín mér bragðast eins og bölv- að glundur. Púrtara ég fæ mér fremur finn svo hvort að vísa kemur. Helgi Ingólfsson talar um „FJÖLGUN Í STÓÐINU (eins kon- ar hestavísa)“: Þeir kunnu sig, knaparnir nýtu, keikir því margt hékk á spýtu. Lausir við flaustur þeir fóru á Klaustur og fyljuðu merina hvítu. Guðmundur Friðjónsson á Sandi orti mikið og gott kvæði um Grímsey og byrjar svo: Af gróðurmold og grasailm er Grímsey rík og silfri og gulli, er sólin skín í Súlubrík. Og Eyjan sama og áður fyrr sinn ávöxt ber: á fiski og eggjum fullvel getur fóðrað her. Hún lifir sjálfstætt, lítur naumast landið á. Í röst sem nálgast ríki Dumbs hún réttir tá. Kvöldglettur heitir ljóðabók Óskar Þorkelsdóttur á Húsavík. Framan á bókarkápu er þessi vísa: Þegar hugann hýsa hatur, sorg og raun getur gamanvísa gefið verkalaun. Og innan á kápunni á síðustu síðu standa „Möguleg eftirmæli“: Af minningum um þig er ég rík aldrei þeir fjársjóðir tæmast. Amma mín, þú varst engu lík það var unun að heyra þig klæmast. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Hrísey, Eyjunum og Grímsey „ÉG MYNDI EKKI TAKA ÞETTA INN Á MIG – ÞETTA ER HENNAR ÞRIÐJA SKIPTI. ÞETTA ER LÍKLEGA BARA VÖÐVAMINNIÐ.” „HÉR STENDUR AÐ TILRAUNAROTTA HAFI RÁÐIÐ LÖGFRÆÐING OG SÉ FARIN Í MÁL VIÐ RÍKIÐ.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... tryggð. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG VIL TAKA FRÁ BORÐ FYRIR TVO NAFNIÐ ER ÁRDAL … OG GET ÉG FENGIÐ BORÐ NÁLÆGT RISASTÓRU SYNGJANDI VÉLMÚSINNI? ENN EITT EFTIR MINNI - LEGA STEFNU- MÓTIÐ HVAÐ ER ÞETTA? SMÁRASÚPA! HEPPINN ÉG! ER ÞETTA KALDHÆÐNI EÐA FANNSTU EINN FJÖGURRA BLAÐA?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.