Morgunblaðið - 03.04.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 03.04.2019, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019 Leikhópurinn Artik tekurþátt í gróðurhúsaverkefniLeikfélags Akureyrar semer samstarfsverkefni félagsins og sjálfstæðra listamanna og leikhópa á Norðurlandi og sýn- ingin Skjaldmeyjar hafsins er afrakstur þessarar samvinnu. Leik- ritið er unnið samkvæmt „verbatim“- aðferð sem leikstjórinn Jenný Lára Arnórsdóttir hefur nefnt beinheim- ildaverk upp á íslensku en í því felst að talað var við tíu eiginkonur sjó- manna á aldrinum 26 til 93 ára og verkið unnið upp úr þeim viðtölum. Skemmtilegt er að hikorð, tafs og mismæli eru látin halda sér í leik- textanum sem á einhvern undursam- legan máta veitir honum meira vægi og gerir hann trúverðugri. Konurnar þrjár sem verkið fjallar um eru sam- suða þessara tíu sjómannskvenna en þó fær hver og ein sinn sjálfstæða og heildstæða persónuleika þegar líður á sýninguna. Leikritið fer hægt af stað, umhverfishljóð spila stóra rullu og stílhrein sviðsmyndin gefur strax ákveðna hugmynd um hugblæ verks- ins. Beinar og sterkar línur ráða för og hver kona er vandlega römmuð inn á sínum eigin skýrt afmarkaða ferkantaða fleti. Hljóðmyndin sam- anstendur af mismunandi sjávar- hljóðum sem undirbyggja tengslin við hafið. Hún er þó brotin upp stöku sinnum með tónlist sem einnig teng- ist konum og sjómennsku. Ljósa- hönnunin er látlaus með hlýrri lýs- ingu á heimili hverrar konu fyrir sig en þó er brugðið á leik með litum inn á milli. Einna sterkastan svip á hið sjónræna útlit verksins setur hins vegar áhrifarík notkun á mynd- vörpun lifandi mynda af hafinu í sín- um margvíslega ham á tjald aftast á sviðinu. Öll umgjörðin er til fyrir- myndar og vel til þess fallin að byggja undir sögurnar sem við erum að fara að heyra. Þrjár konur, hver af sinni kynslóð, segja okkur frá ævi sinni og aðstæð- um. Sú elsta, leikin af Völu Fannell, er hlédræg kvennaskólagengin kona af gamla skólanum. Hún birtist okk- ur sitjandi við gamalt eldhúsborð að leggja kapal. Hennar saga fjallar um sorgir og missi, gamla Ísland, en kannski síðast en ekki síst um seigl- una sem ein dugði til að koma fólki í gegnum lífið í hörðum heimi. Flestir kannast við þessa gömlu konu, sem Vala túlkar af næmi og virðingu. Hún nær að snerta hjartastrengi á sínum viðkvæmustu stundum en svo sest hún aftur við eldhúsborðið og heldur áfram að leggja kapalinn. Katrín Mist Haraldsdóttir leikur konu yfirvélstjórans. Börnin eru flutt að heiman og hún situr ein í fallega hannaðri stofunni og sötrar rauðvín meðan hún bíður þess að eiginmað- urinn snúi heim. Þetta er kona sem gengst upp í stöðu sinni sem yfir- vélstjórafrú með öllum þeim fínheit- um sem það hefur fært henni, en undir niðri kraumar eitthvað sem ekki má færa í orð. Katrínu tekst vel upp í þessu flókna samspili þar sem tilfinningarnar á bak við hið talaða orð gefa því sem sagt er alveg nýja merkingu. Yngsta konan er leikin af Jónínu Björt Gunnarsdóttur sem fær tæki- færi til að sýna mest blæbrigði í sín- um leik, enda unga konan ekki jafn bundin af gömlum samfélags- viðhorfum og þær sem eldri eru. Hún er í fæðingarorlofi og birtist okkur í upphafi sem kraftmikill hjúkrunar- fræðingur að takast á við nýja áskor- un. Hún segir okkur sögu sína meðan hún brýtur saman barnaföt og smám saman áttum við okkur á að það er ekki allt með felldu. Um leið förum við að sjá nýjar hliðar á frásögnum hinna kvennanna. Hver kona fær þannig sterkari og skýrari persónueinkenni eftir því sem líður á leikritið og sögur þeirra draga áhorfandann smám saman inn í verkið en þá er allt búið. Sýningin er ekki nema um klukkutími að lengd en ég hefði viljað sitja lengur og fá að vita meira. Það hljóta að vera með- mæli með sýningu að maður verði vonsvikinn að hún sé ekki lengri. Áhorfendur fá mjög frjálsar hend- ur við túlkun verksins. Dramatískt og táknrænt atriði þar sem konurnar bókstaflega drógu upp hluti sem tengdust atburðum fortíðarinnar stakk örlítið í stúf meðan á því stóð en eftir á að hyggja stendur það svo- lítið upp úr vegna þess hversu marg- rætt það var og gaf margt í skyn. Það er líka mögulega það sterkasta við þessa sýningu hvað það sem ekki er sagt skiptir miklu máli, að það sem ýjað er að getur verið aðalatriðið í frásögnunum, að ósögðu orðin hljómi hæst í höfði sýningargesta þegar þeir ganga út úr leikhúsinu. Þetta er kvennasaga, saga for- mæðra okkar og margra kvenna enn í dag, ekki einungis eiginkvenna sjó- manna heldur allra þeirra sem eiga maka sem eru meira og minna fjar- verandi og fjarveran getur verið bók- stafleg en líka andleg. Þetta er saga kvenna sem lifa við stanslausa bið og samfelldan kvíða um að eitthvað skelfilegt gerist, saga giftra en samt einstæðra mæðra. Ósögðu orðin hljóma hæst Ljósmynd/Auðunn Níelsson Kvennasaga „Þetta er kvennasaga, saga formæðra okkar og margra kvenna enn í dag,“ segir í rýni. Leikfélag Akureyrar Skjaldmeyjar hafsins bbbmn Höfundur og leikstjóri: Jenný Lára Arn- órsdóttir. Lýsing: Arnþór Þórsteinsson. Leikmynd og búningar: Sara Blöndal. Tónlistarstjóri: Ármann Einarsson. Leik- arar: Jónína Björt Gunnarsdóttir, Katrín Mist Haraldsdóttir og Vala Fannell. Leik- hópurinn Artik frumsýndi í Samkomu- húsinu á Akureyri 28. mars 2019. DANÍEL FREYR JÓNSSON LEIKLIST Traces komið heim  Verk Rósu Ómarsdóttur á Vorblóti 2019  Traces hálf- gerð hugleiðsla og núvitund  Samspil manns og náttúru Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Í verkinu skoðum við samspil manns og náttúru. Við viljum gefa áhorfandanum tækifæri til þess að meðtaka boðskap verksins í rólegheitum í hálfgerðri hugleiðslu og núvitund. Þar af leiðandi er ekki um hefðbundinn sögu- þráð með risi og úrvinnslu að ræða,“ segir Rósa Ómarsdóttir danshöf- undur, en hún sýnir dansverk sitt Traces á sviðslistahátíð Tjarnarbíós og Reykjavík Dance Festival annað kvöld kl. 20, en hátíðin stendur til sunnudags. Hátíðin, sem nefnist Vorblót, er haldin í annað sinn og er skilgreind sem allsherjar sviðsveisla til heiðurs danssenunni á Íslandi. Tilgangurinn með hátíðinni er að kanna mörk milli tónlistar, dans og leiklistar í fjöl- breyttum sviðsverkum og gefa gestum tækifæri til að upplifa fjölbreytileika íslensku sviðslistanna á einu bretti. Traces var frumsýnt í Belgíu í nóvember 2017 og hefur verið sýnt í stórum leikhúsum og listahátíðum í Svíþjóð, Noregi, Hollandi og Grikklandi. Að sögn Rósu hefur verkið hlotið mjög góðar viðtökur „Það er gaman að koma loksins með verkið til Íslands og halda síðustu sýninguna hér þar sem danslistin blómstrar um þessar mundir. Það á einnig vel við fallega náttúru landsins að koma með verk þar sem samband mannsins við umhverfið er skoðað út frá vangaveltum um umhverfisvitund. Þar sem gerð er tilraun til þess að taka manninn úr miðjunni,“ segir Rósa og bætir við að það sé alltaf gaman að koma heim með verk en hún býr og starfar í Brussel í Belgíu. Rósa er höfundur verksins Traces og Sveinbjörn Thorarensen semur tónlistina. Sviðsmynd er eftir Rögnu Þórunni Ragnarsdóttur, lýs- ing eftir Elke Veraktert og framleiðsla í höndum Kunstenverkplaats Pianofabriek. Auk Rósu dansa í verkinu, Inga Huld Hákonardóttir, Jeanne Colin og Siet Reaymeakers. Rósa segir Traces sjónrænt verk sem höfði til allra skynfæra með samspili tónlistar, mynd- listar og dans. „Umhverfismál skipta mig miklu máli og ég vil leggja mitt af mörkum. Manninn er ekki hægt að skilja frá náttúrunni og við verðum að lifa undir þeim formerkjum,“ segir Rósa sem vinnur þessa dagana að tveimur verkum. „Annað verkið er rannsóknarverk þar sem ég er að skoða mismunandi nálganir ólíkra hópa á dansi. Ég er nýkomin frá Íran og á leiðinni til Mið-Austurlanda og Norður-Afríku,“ segir Rósa og bætir við að Íransferðin hafi verið fróðleg en þar í landi sé dans bannaður. Rósa segir dans breitt hugtak og maðurinn hafi þörf fyrir að tjá sig líkamlega. Hann sé alltaf að dansa og á hreyfingu sé hann oft í einhverjum tengslum við líkamann. Það skipti máli að hægja á okkur í ys og þys daglegs lífs og öllu áreitinu sem við verðum fyrir. Ljósmynd/Stanislav Dobac Rósa Ómarsdóttir Ró Það skiptir máli að vera í tengslum við líkamann.  Rósa Ómarsdóttir: Tracers/Menjar, 4. apríl kl. 20. Steinunn Ketilsdóttir: Verk nr. 1,5/Piece no. 1,5, 5. apríl kl. 19.  Unnur Elísabet Gunnarsdóttir: Ég býð mig fram/ Sería 2, 5. apríl kl. 21.  Rebecca Scott Lord og Hrefna Lind Lárusdóttir: Oversharing Tours, 5. og 6. apríl kl. 17.  Geigen (Gígja Jónsdóttir og Pétur Eggertsson): Geigen Galaxy#2, 6. apríl kl. 19.  Anna Kolfinna Kuran: Yfirtaka: Konulandslag, 6. apríl kl. 21.  Ástrós Guðjónsdóttir og Alma Mjöll Ólafsdóttir: I want to dance like you part 2, 7. apríl kl. 19.  Rita Maria F. Munoz: Body in Progress, 7. apríl kl. 21. Sviðslistahátíð í Tjarnarbíói ÞÁTTTAKENDUR OG SÝNINGAR Á VORBLÓTI 2019 Steinunn Ketilsdóttir VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.