Morgunblaðið - 03.04.2019, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019
Hljómsveitin Grúska
Babúska og tónlist-
arkonan MIMRA
halda tónleika í
kvöld kl. 21 á
Gauknum. MIMRA
er listamannsnafn
Maríu Magnúsdóttur
sem semur, syngur
og tekur upp eigin
tónlist sem hún
flokkar sem rafrænt
og akústískt þjóð-
lagapopp. Grúska
Babúska var stofnuð
árið 2011 og mun
koma fram á
Glastonbury-tónlist-
arhátíðinni í sumar.
Hljómsveitin leikur
melódíska og raf-
skotna popptónlist
með ævintýrablæ. Kvartett Grúska Babúska verður á Gauknum í kvöld.
MIMRA og Grúska Babúska á Gauknum
Nathalie Jacqueminet forvörður
segir frá hvernig tryggja megi að
listaverk haldi upprunalegum eig-
inleikum sínum í dag kl. 12.15 í
Gerðarsafni í Kópavogi.
Í safneign Gerðarsafns eru um
4.250 verk og mun Nathalie sér-
staklega beina sjónum að forvörslu
á verkum í eigu safnsins, eins og
segir í tilkynningu.
„Hvort sem um ræðir málverk
eða skúlptúra skiptir forvarsla höf-
uðmáli svo safngripir varðveitist til
framtíðar en það
starf sem for-
verðir vinna á
söfnum er ekki
mjög sýnilegt al-
menningi og því
verður án efa
forvitnilegt að
hlusta á erindi
Nathalie sem er
liður í dagskrá
Menningarhús-
anna í Kópavogi, Menning á
miðvikudögum,“ segir í tilkynning-
unni.
Aðgangur er ókeypis. og allir
velkomnir.
Erindi um for-
vörslu listaverka
Nathalie
Jacqueminet
AF TILRAUNUM
Ragnheiður Eiríksdóttir
heidatrubador@gmail.com
Þriðja undanúrslitakvöld Músík-
tilrauna var haldið í Hörpu á mánu-
dagskvöld og var feiknasterkt með
alls kyns áhugaverðum tónlistar-
mönnum. Þar mátti hlýða á hljóm-
sveitir frá Reykjavík, Seltjarnarnesi,
Ísafirði, Vestmannaeyjum, Kópa-
vogi og Hafnarfirði. Áberandi er
hvað mikið er af indíhljómsveitum í
tilraununum í ár, eftir nokkur ár af
hipphoppi og rokki.
Fyrst á sviðið var hljómsveitin
Silent Sounds úr Reykjavík, fimm
manna indípoppsveit sem hóf leik af
gífurlegu öryggi og einbeitingu.
Fyrra lagið er algjör hittari með
mjög áleitnu og grípandi viðlagi og
hvet ég sveitina til að gefa það út hið
fyrsta. Síðara lagið var síðra, en
raddir söngkonunnar Birtu Birgis
og söngvarans Heimis Steins blönd-
uðust einkar vel í báðum lögum og
þarna er spennandi hljóðheimur á
ferð.
Þá var það meira indí: Þrjár tví-
tugar stúlkur frá Seltjarnarnesi sem
kalla sig Konfekt. Lögin voru upp-
full af tilfinningum, sem kristallaðist
í rödd söngkonunnar, en trompið
uppi í ermi Konfekts er trommuleik-
arinn Eva Kolbrún Kolbeins sem er
aldeilis ljómandi skemmtilegur
hljóðfæraleikari og lifir sig inn í sitt
spilerí.
Davíð Rist tók svo við, söngvari
og gítarleikari frá Ísafirði sem kom
fram einn og lék eins konar kassa-
gítarindí. Lög hans bjóða svo sem
ekki upp á neitt nýtt eða spennandi í
þessum búningi en það væri hægt að
útsetja þau fyrir hljómsveit og gera
úr þeim fínasta útvarpspopp. Þá
þarf að passa að bæta einhverju við
svo útkoman sé ekki svo silkimjúk
að hún renni manni úr greipum án
þess að veita nokkurt viðnám.
Stefán Þormar var næstur á
svið, gítarleikari og söngvari sem
kom fram með bassa og trommum. Í
tónlist hans er mýkt og afslöppun en
gjarnan mætti leggja fastari
áherslur með því að gefa örlítið
meira í trommur svo tónlistin nái að
taka á flug. Rödd Stefáns er hreint
afbragð með einhverri tregafullri,
leðurkenndri blúsáferð sem passar
tónlistinni mjög vel. Í síðara laginu
var eins og leikið væri af meira
sjálfsöryggi og það hljómaði kraft-
meira og betur.
Síðasta hljómsveit fyrir hlé,
Merkúr, mætti frá Vestmannaeyjum
til að „rokka af okkur sokka“ eins og
hinn frábæri Arnar Júlíusson komst
svo vel að orði. Þessi rokkkvartett
úr Eyjum var gífurlega vel und-
irbúinn og augljóst hve vel þeir nutu
sín á sviðinu. Þeir leika gamaldags
þrassmetal og gera það ótrúlega vel.
Hápunktur kvöldsins fyrir rokk-
aðdáendur.
Ekkert stórbrotið dró til tíðinda
í hléinu og eftir nokkuð stíft kaffi-
þamb hélt kvöldið áfram.
Appoló töldu fyrst í, fjórmenn-
ingar úr Hafnarfirði sem höfðu leik-
ið saman í tvo mánuði. Það var tölu-
verður byrjendabragur á
lagasmíðum og flutningi og eins og
svo oft vill verða var trommuleik-
arinn veikasti hlekkurinn, en það er
eitt erfiðasta hljóðfærið til að ná
góðum tökum á. Hljómsveitin þarf
að starfa lengur og þétta sig áður en
hún er tilbúin.
Rós tók við sviðinu af Appoló og
einnig þau voru stofnuð fyrir tveim-
ur mánuðum. Rós er heldur ekki al-
veg tilbúið band, og væri sniðugt að
vinna betur í lagasmíðum og útsetn-
ingum. Næstsíðastur á svið var
Drengur Arnar Kristjánsson sem
notar listamannsnafnið Kokonutbae
þegar hann kemur fram, en hann
spilar hipphopp og rappar og gerir
sjálfur undirspil og takta. Fyrra lag-
ið, „Stöndum sterkir“, skartaði ís-
lenskum texta með fínum boðskap.
Bæði lög Kokonutbae voru flutt af
einlægni og þarna er eitthvað gott
að gerjast. Þarfnast ef til vill smá
slípunar og meiri krafts til að taka
flugið.
Að lokum var svo komið að Ei-
lífri sjálfsfróun sem er pönkað tríó
úr Mosfellsbæ. Þetta er eitt
skemmtilegasta atriði Músíktilrauna
í ár og ómögulegt annað en að kom-
ast í svaka gott skap eftir það. Sviðs-
framkoma Halldórs Ívars Stef-
ánssonar var í meira lagi hressandi
og ef ég ætti að reyna að lýsa tónlist-
inni myndi ég notast við lýsinguna
„Prúðuleikara-pönk“, kannski út af
mjög góðri notkun á áslátt-
arhljóðfærinu gong, eða vegna
hreyfinga liðsmanna á sviði.
Þegar upp var staðið og kosn-
ing hafði farið fram meðal áhorf-
enda í sal og dómnefndar var nið-
urstaðan eftirfarandi: Salurinn kaus
Eilífa sjálfsfróun áfram en dóm-
nefnd kaus Konfekt og þær sveitir
eru því komnar í úrslit Músiktilraun-
anna í ár.
Prúðuleikarapönk og indípopp
Appoló Töluverður byrjendabragur á lagasmíðum og flutningi.
» ... ef ég ætti aðreyna að lýsa tónlist-
inni myndi ég notast við
lýsinguna „Prúðuleik-
arapönk“ ...
Morgunblaðið/Hari
Merkúr Rokkkvartett úr Eyjum sem naut sín vel á sviðinu.
Eilíf sjálfsfróun Hljómsveitin komst áfram í úrslit líkt og Konfekt.
Konfekt Lögin voru uppfull af tilfinningum, sem kristallaðist í rödd söng-
konunnar, en trompið uppi í ermi Konfekts er trommarinn Eva Kolbrún.
:
Glæsilegt páskablað
fylgir Morgunblaðinu
laugardaginn 13. apríl
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 – kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
fyrir þriðjudaginn 9. apríl
–– Meira fyrir lesendur
MATUR – HEFÐIR – FERÐALÖG – VIÐBURÐIR
SÉRBLAÐ