Morgunblaðið - 10.04.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 10.04.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019 Menn gerast gamansamir ogþað þegar að mestu alvöru- mál eiga í hlut. Fyrir liggur að „orkupakkinn“ gerir Íslendingum ekkert gagn. EKKERT GAGN. Um það er ekki einu sinni deilt!    Fyrir liggur að þeir lögfræð-ingar sem enn má treysta vara við gjörningnum vegna þess að hann stangast á við stjórnarskrá sem fyrri pakkar gerðu reyndar einnig, en bitarnir þá svo smáir að almenningur gætti ekki að sér. (Agúrkuaðferðin.)    Nú segja talsmenn ESB í rík-isstjórninni að það réttlæti átök við þjóðina og að ljúga pakk- ann í gegn að fengist hafi fyrir- varar frá Brussel sem gjörbreyti málinu. Þeir eru þessir:    Embættismaður í Brussel hafiupplýst að rafmagnsstrengur til Evrópu hafi ekki enn verið lagð- ur. Embættismaðurinn hefur sjálf- sagt sannreynt þetta sjálfur þegar hann kom með seinasta flugi WOW eftir gjaldþrot.    Embættismaðurinn sá lét ekkivið þær upplýsingar sitja að rafstrengurinn væri enn ólagður, sem kom utanríkisráðuneytinu þægilega á óvart.    Hann lofaði því að strengurinn„yrði ekki lagður án þess að umræða um það fari fram“!    Theresa May taldi sig útskrifaða ídellurökum um brexit en jafn- vel hún gæti grætt á námskeiði hér. Í alvöru? STAKSTEINAR Kaupfélag Skagfirðinga hefur til skoðunar að gera samkomulag við Skagafjarðarveitur um að fram- kvæmdum, sem nú eru áætlaðar á næstu 5-6 árum, verði hraðað og þeim lokið á 2-3 árum. Þetta kemur fram í fundarboði til félagsmanna en aðalfundir félags- deilda KS fara fram í þessari viku. Veituframkvæmdirnar sem um ræð- ir eru stofnlögn frá Langhúsum er tengist við dreifilögn frá Hrolleifs- dal, dreifilagnir fyrir heitt vatn á þau svæði í héraðinu sem eftir er að tengja, átak í að ljúka tengingu ljós- leiðara og borun vinnsluholu í Reykj- arhóli við Varmahlíð. Einnig að Skagafjarðarveitur skoði stuðning við þá aðila sem ekki eiga kost á að tengjast dreifikerfi hitaveitunnar. Á deildarfundunum mun Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri fara yfir þessi mál og kanna áhuga fundar- manna á því að KS aðstoði Skaga- fjarðarveitur fjárhagslega til að þetta sé gerlegt, eins og það er orðað í fundarboði til félagsmanna. Jafn- framt verður farið yfir þau mál sem snúa beint að samskiptum bænda og kaupfélagsins. Fyrstu deildarfundir eru í Héðins- minni í dag og á Hofsósi í kvöld. Ann- að kvöld er fundur í Miðgarði og á föstudag í Ljósheimum. Veituframkvæmdum verði hraðað  Rætt á félagsfundum að Kaupfélag Skagfirðinga styrki Skagafjarðarveitur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skagafjörður Kaupfélagið vill hraða veituframkvæmdum. Kópavogsbær hefur áhuga á því að taka að sér byggingu nýs hjúkr- unarheimilis við Boðaþing til að flýta framkvæmdum. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir að heil- brigðisráðuneytið sé jákvætt gagn- vart hugmyndinni. Eftir sé að fá fjárhagslegar forsendur á hreint en hann segist bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu. Samið var um það fyrir tveimur og hálfu ári að ríkið myndi byggja 64 rýma hjúkrunarheimili við Boða- þing. Ætlunin var að það risi við þjónustuálmu fyrir eldri borgara sem Kópavogsbær á en Hrafnista rekur samtengt hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða á svæðinu. Verkefnið stöðvaðist í undirbún- ingsferli vegna deilna um útboð á hönnun nýju byggingarinnar. Nú hefur verið leyst úr því máli fyrir dómstólum. Mikil þörf Ekki liggur fyrir hvernig staðið verður að framkvæmdum, náist samningar um að Kópavogsbær sjái um uppbygginguna. Verði af samn- ingum má búast við að nýtt hjúkr- unarheimili komist í gagnið eftir tvö og hálft ár. Ármann segir að þörf sé á að fjölga hjúkrunarrýmum í Kópavogi. „Hlutfall hjúkrunarrýma er lægra hér en í flestum öðrum sveitar- félögum og því hafa flestir verið sammála um að næsta hjúkrunar- heimili ætti að rísa í Kópavogi,“ segir Ármann. helgi@mbl.is Rætt um að Kópa- vogsbær byggi  Viðræður um uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis Morgunblaðið/Ómar Öldrun Nýtt hjúkrunarheimili gæti komist í notkun í lok árs 2021. SAMSTARFSAÐILI HVAR SEM ÞÚ ERT Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.